Helgarpósturinn - 22.08.1980, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 22.08.1980, Blaðsíða 4
„ÖLL DREYMIR OKKUR UM EITTHVAD SEM VID GETUM EKKIEIGNAST” NAFN: Bjarni Ólafsson STAÐA: Framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar hf. FÆDDUR: 13. apríl 1941 HEIMILI: Hagamelur 48 HEIMILISHAGIR: Eiginkona Alda Magnúsdóttir og eiga þau þrjú börn BIFREIÐ: Chervolet Nova ’77 ÁHUGAMÁL: Ferðalög, skiðaferðir, sund, útivist, og myntsöfnun Aðundanförnu hafa iönaöarmenn lagt nótt viödag viö aöundirbúa sýningu Kaupstefnunnar hf. Heim- iiiö 80. sem opnar nú i dag. A sýningunni biöur fólks draumaveröld meö girnilegum vörum i hverjum auglýsingabás, sera bókstaflega biöja um aö iáta kaupa sig. Hafi menn ekki efni á aö safna f kringum sig þeim vörum sem framleiöendur eru aö reyna aö fá þá tii þess aö kaupa, geta þeir alténd látiö sig dreyma, fariö og skoöaö vörurnar sem sumir hafa efni á aö kaupa en aörir ekki.glæsilegan húsbúnaö, gullog gimsteina. Þaö kostar einar litlar þrjú þúsund krónur aöfá aöhorfa á dýröina.Þaöættiekkiaösetja neinn á hausinn og menn geta fariö meö börnin i TIvoií I leiöinni. Kaupstefnanhf. er hlutafélag ogrekstur þess byggist upp i kringum sýningar i likingu viö Heimiliö 80 sem haldnar eru árlega eöa annaö hvert ár. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Bjarni Ólafsson er i Yfir- heyrslu Helgarpóstsins aö þessu sinni. Hafa skrautsýningar á borö viö Heimiliö 80 einhvern hag- nýtan tilgang? „Þetta eru nú ekki eingöngu skrautsýningar. Þessar sýn- ingar hafa sama tilgang og svo margar sýningar erlendis og gefa aukna möguleika til þess aö kynna vöru og þjónustu. Það hefur sýnt sig hér aö fleiri og fleiri fyrirtæki taka þátt i svona sýningum og fleiri og fleiri gestir sækja þær.” Er þetta ekki bara aug- lýsingastarfsemi? „Þaö má kalla þetta aug- lýsingastarfsemi. Fólk borgar sig inn á allar sýningar, hvar sem er i viöri veröld. Erlendis tiökast bæöi vörusýningar og svo fagsýning- ar sem eru kannski fyrir afmarkaöri hópa manna. Sýn- ingar þar sem menn koma vöru sinni á framfæri og gera viöskiptasamninga. En á al- mennar vörusýningar geta ailir fariö og borgaö sinn aögangs- eyri.” En er þaö rétt aö neytendur borgi sig inn á auglýsingar? „Ef menn lita á þetta sem auglýsingu eingöngu þá er það ekki rétt. En hér er um flóknara mál aö ræöa. A sýningunni er boöiö upp á ýmsa hluti meö og til hliöar viö sýningunna. T.d. tiskusýningar, hijómleika, Ti- voli, gestahappadrætti, get- raunir og skemmtanir af ýmsu tagi” Er þaö ekki bara leiö til þess aö plokka af fólki enn meiri pen- inga, ekki fá menn ókeypis i Ti- volitækin eöa hvaö? „Eriendis borgar fólk sig inn i Tívoll. Þaö borgar lika i tækin. Þaö gefur auga leiö aö annars væri ekkert Tivoli. Þaö kostar ekki minna aö reka Tivoli hér og i þessu tilviki er þaö gert sýningargestum til yndisauka. Aðgangurinn aö Tivoliinu veröur innifalinn i sýningunni, en svo veröa menn aö borga sig I tækin!’ Er þetta ekki bara lúmsk aö- ferötil þess aö færa sér fábreytt bæjarlifiö i nyt, laöa fólk á sýn- inguna meö einhverri skemmtan svo þaö biti á agniö og kaupi þaö sem ætiast er til? „Þaö þarf ekki aö beita lúmskum aöferöum til aö blása lifi i bæjarlifiö hér. Þaö er fremur dauft yfir þvi, svo þörfin fyrir upplyftingu blasir alls staöar viö!’ Er ekki langmest af þvi sem veröur til sýnis erlent glys? „Þaö er töluvert af islenskum fyrirtækjum meö i ár.” Þau eru ekki i meirihluta? „Þaö skal viöurkennt. ís- lenskur iönaður býr viö þær aö- stæöur aö vera aö keppa viö er- lendan innflutning. En viö erum ekki sjáifum okkur nóg og þurf- um þvi á innflutningi aö halda!’ Þaö er ekki beinlinis veriö aö hvetja fólk tii þess aö efla ís- lenskan iönaö meö þvi aö kynna þvi erlendan varning? „Meirihluti þeirra sem sýna hér matvæli eru innlend fyrir- tæki. Viö lögðum megináherslu á aö þau kæmu hér inn. Hins vegar sáu stóru framleiö- endurnir á matvælasviöinu ekki ástæöu til þess aö taka þátt i þessari sýningu af ýmsum ástæöum. En Sambandiö er hér meö hluta af sinni framleiöslu og svo ýmis smærri fyrirtæki.” Getur veriö aö stærri fyrir- tækjunum hafi þótt þetta of dýrt hjá ykkur? „Þaö held ég aö geti ekki veriö. Þessi fyrirtæki eyöa hundruöum milljóna i aug- lýsingastarfsemi á ári hverju. Ég held aö ástæöan sé fremur sú aö stærri fyrirtækin eru svo nærri þvi aö vera meö ein- okunaraöstöðu aö þau þurfa ekki aö auglýsa.” Ertu i rauninni ekki aö segja hér aö þessi sýning sé aug- lýsing? „Þetta er kynning á vöru og þjónustu!’ Er kynning ekki þaö sama og auglýsing? „Þaö má segja þaö. Ég get fallist á þaö i ýmsum tilvikum. En þetta er meira, hér fær fólk að þreifa á hlutnum, heyra i honum, skoöa hann og hand- fjatla. Og hér fær aöilinn sem er aö kynna sina vöru tækifæri til þess aö tala viö neytandann.” Heiduröu ekki aö þaö sé verö- bólguhvetjandi aö vera aö gera fólki alis kyns gylliboö og fá þaö ti' aö kaupa meira en þaö hefur þörf fyrir? „Ég verö aö viöurkenna aö þaö eru i gangi tilraunir til þess aö selja meira en menn hafa þörf fyrir.Þaöer bara staöreynd I okkar þjóölifi, en þaö hefur ekki I för meö sér aö viö hættum aö koma vörum á framfæri. Og þaö er staöreynd aö mannfólkiö vill njóta þess sem á boðstólum er. Hvort þaö er veröbólgu- hvetjandi, þvi get ég ekki svarað, en það kann aö vera.” Þjónar þessi sýning þegar allt kemur til alls ekki frekar hags- munum seljenda en neytenda? „Nei, hún þjónar ekki siöur hagsmunum neytenda, vegna þess aö hér gefst neytandanum tækifæri til þess aö skoöa, og velja og hafna. Hann hittir hér fyrir tugi og hundruö framleiö- enda i öllum deildum. Og það þjónar aö verulegu leyti hags- munum neytandans aö geta á einum staö boriö saman verö og gæöi á varningi og þjónustu.” Fá öll þau fyrirtæki sem þess óska aö taka þátt I sýningunni? „Já, en yfirleitt þurfa all- margir frá aö hverfa vegna yfirbókana á sýningarplássi þegar nær dregur sýningu.” Hvernig veljiö þiö þá fyrir- tækin sem fá aö vera meö? „Þeir sem panta fyrstir, þeir komast fyrstir inn. Viö byrjum yfirleitt I kjölfar hverrar sýn- ingar aö kynna þá næstu og þá fara menn aö leggja inn pantanir. Hversu margir kom- ast aö fer svo eftir aöstööunni hverju sinnL ” Hvert er veröiö á auglýsinga- bás af meöalstærö? „Viö köllum þetta nú ekki auglýsingabása hér, heldur sýningardeildir. Það er auö- vitaö misjafnt hversu stórar sýningardeildir fyrirtækin kjósa sér, þaö fer eftir stærö og um- fangi vörunnar sem þeir eru meö. En framleiöandi sem er meö 20 fermetra deild borgar um 800 þúsund krónur i leigu yfir sýningartimann.” Hafiö þiö meiri tekjur af fyrirtækjunum sem auglýsa en af gestunum sem koma á sýninguna? „Ég hugsa aö hlutfalliö sé mjög svipað, en sennilega fáum viö aöeins meiri tekjur af sýningargestum en sýningarað- ilum. Verö aögöngumiða aö ,þessu sinni veröur 3000 krónur fyrir fulloröna en 1000 krónur fyrir börn og viö eigum von á mikilli aðsókn!’ Hver var veltan á seinustu sýningu hjá ykkur? „Hún var 175 miljónir.” Hvaö var hagnaöurinn mikili? „Hann var átta miljónir, en þá eigum viö eftir aö borga skattana. Hversu háir þeir veröa á eftir aö koma i ljós þegar skattseöillinn kemur.” Hvaö geriö þiö viö hagnaöinn? „Eiginlega þyrftum viö meiri hagnað en viö höfum haft, þvi þaö kostar töluvert mikiö aö undirbúa hverja sýningu. Strax aö lokinni sýningu er siöan farið aö undirbúa þá næstu, þaö tekur kannski tvö ár og á meöan koma ekki inn neinar tekjur, vegna þess aö viö rekum enga aöra starfsemi en _þessar sýningar.” Þaö þarf aö halda uppi skrif- stofurekstri, borga sirna, húsa- leigu og þann kostnaö sem fyrir- tækinu fylgir. Þannig held ég að hagnaður okkar undanfarin 10 ár hafi nær alfarið fariö i aö undirbúa næstu sýningu!’ Ekki er þaö gert af einskærri hugsjón aö kynna fólki þessar vörur, þiö hljótiö aö vilja hafa eitthvaöupp úr krafsinu sjálfir? „Ég held aö þaö standi enginn aöili, einkaaöili eöa hlutafélag aö neinni starfsemi af hugsjón. Til þess aö stunda starfsemi eöa verslunarþjónustu veröurðu aö selja þjónustuna eöa vöruna. Og þaö hlýtur aö þurfa aö veröa einhver hagnaöur þvi annars fer bara fyrirtækið á hausinn!’ A siöustu sýningu ykkar voru konur notaöar til aö auglýsa baötæki, voru aö baöa sig fá- klæddar fyrir framan sýningar- gesti, var ekki þarna veriö aö nota kveniikamann I söluskyni? „Þaö er staöreynd aö konur hafa öörum fremur veriö fengnar til þess aö auglýsa varning svo lengi sem menn muna, og meö góöum árangrii’ Og finnst þér allt i lagi aö konur séu notaöar iþessu skyni? „Ég er ekkert á þvi aö konan sé eitthvaö frekar notuö I aug- lýsingaskyni en aörir. En ein- hvern veginn er það nú svo aö konan er með þvi áhugaverö- astaikringum okkur og ég gæti trúað að það ætti stóran þátt i þvi aö einmitt hún er notuö i þessu skyni.” Þú setur þig þá ekkert upp á móti þvi svona sem fram- kvæmdastjóri Kaupstefnunnar? „Nei, það geri ég ekki. Ef konur vilja þetta sjálfar þá þær um þaö. Ég myndi aldrei láta mér detta I hug aö standa i vegi fyrir konum eöa körlum i neinu tilviki. Ef ég legg eitthvaö til, til dæmis þaö aö fá stúlku til aö auglýsa og það er samþykkt, þá gott og vel. Ef ekki, þá þrýsti ég ekkert frekar á þaö!’ Þetta hefur þá kannski veriö uppástunga frá þér aö þær færu aö baöa sig þarna framan i sýningargestum? „Nei, þetta var nú óháö mér og sýningarstjórninni. Þarna var sýningaraöili sem ákvaö aö standa svona að sinni kynningu og geröi þaö.” Þessar vörur sem þiö sýniö hér, er þetta allt saman tengt heimilinu? „Ég held aö þaö m egi segja aö þaö séu fáir ef nokkrir hlutir hérna sem ekki tengjast heim- ilinu á einhvern hátt!’ En þiö eruö meö gimsteina, húsvagna og ýmislegt annaö sem ekki er kannski á allra meöfæri aö kaupa i heimiiiö? „Þeir eru þó nokkrir sem eiga gimsteina og húsvagna og ef þaö eru einhverjir til sem vilja kaupa slika hluti þá er sjálfsagt aö þeir geri þaö.” Þessi sýning er þá kannski einkum ætiuö efnaöra fólkinu i landinu? „Nei, hún er ætluö öllum landsmönnum og erlendum að- ilum sem hér dvelja og kunna vilja heimsækja sýninguna.” Þaö segir sig sjálft aö aura- litiö fólk kaupir sér ekki gim- steina eöa annan lúxus, er þessi sýning fyrir slikt fólk til þess aö koma á og láta sig dreyma? „Þaö er sennilega hvorki til forrikt fólk á Islandi né sára- fátækt. Ég fæ ekki annað séð en aö fólk almennt geti veitt sér flesta hluti. En öll dreymir okkur um eitthvaö sem viö get- um ekki eignast og helst eru það þá fagrir og dýrir hlutir.” eftir Ernu Indriðadóttur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.