Helgarpósturinn - 22.08.1980, Page 10
10
HAFHD SAMBAND!
Frlstundapósturinn er opinn
lesendum sem vilja koma a
framfæri hugmyndum, ábend-
ingum eöa fyrirspurnum um
hvaöeina sem lýtur aö fri-
stundaiöju. Veriö dugleg viö aö
skrifa.
Helgarpósturinn
(fristundapóstur)
Siöumúla 11
Reykjavlk 105 eöa hringja I sima
81866
Hákon Heimir Kristjánsson tekur enga áhættu I umferöinni þegarhann
ekur sparibílnum, Dodge '40.
FORNBÍLAR
<ið þegar sólin skín
,,Hann stendur alltaf inni I bil-
skúrþessi, nema þegar sólin skin.
Þá förum viö út aö keyra.”
Sparibillinn, sem svona varlega
er meöhöndlaöur, er Dodge ár-
gerö 1940 og eigandinn er Hákon
Heimir Kristjánsson lögfræö-
ingur.
,,Ég fékk hann fyrir þrem
árum og þá var hann búinn aö
standa lengi i útihúsi fyrir
norðan,” sagöi Hákon. ,,Hann
haföi veriö skoöaöur slöast 1962.
Skoöunarmerkiö er enn I glugg-
anum og ég held mikiö upp á þaö.
Eftir miklar endurbætur fékk ég
skoöun á hann 1978, en siðan hefur
nánast ekkert viöhald veriö á
honum.”
Dodgeinn er hinn glæsilegasti á
velli, dumbrauöur að utan og
klæddur ljósbrúnu plussi aö
innan. Eftir endurbæturnar er
hann nánast nákvæmlega eins i
útliti og þegar hann kom fyrst úr
kassanum fyrir 40 árum. Þá
kostaði hann, samkvæmt upplýs-
ingum sem Hákon hefur viöað aö
sér, 905 dollara eöa 8010 krónur og
10 aura. Af þessari gerö voru
smiöaöir 84.976 bilar, en fáir
þeirra munu enn vera til.
Þegar billinn komst i hendur
Hákons var hann að vonum ekki
Þjónustu-
miðstöð
FYRIR EIGENDUR SMÁFLUGVÉLA
OG EINKAFUJGMENN
VIÐHALD
OC VIDGERDIR
SALAOG KAUP
Á FLUGVÉLUM
SALA VARAHLUTA
ÞVOTTAAÐSTAÐA
Þessi þjónusta stendur til boóa hjá Viö-
haldsdeild Arnarflugs á Reykjavíkurflug-
velli.
Allt á einum staö. Kynniö ykkur þessa
þjónustu. Hafiö samband viö Viöhalds-
deildina um frekari upplýsingar.
^ARNARFLUG
Viöhaldsdeild
Reykjavíkurflugvelli Simi 27122
Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir
Föstudagur 22.ágúst 1980 —helgarpásturinrL.
mikiö augnayndi. Þaö kostaöi þvi
mörg handtökin til aö koma
honum i núverandi horf.
„Þetta var ekki svo voðalega
dýrt,” sagöi Hákon. „En þaö
fylgdi þvi óhemju vinna. Ég gat
nú ekki gert mikiö sjálfur. Ég var
aöallega upp á náöina hjá vinum
og kunningjum. En ég leitaöi uppi
alla þá hluti sem vantaði og þaö
er heilmikiö sport í þvi. Ég fékk
að gramsa I gömlum lagerum og i
geymslum og bilskúrum hjá
mönnum, sem áttu einhvern tima
svona bil. Mér tókst þó ekki aö
finna allt. Eitt sinn þurfti ég til
dæmis aö láta steypa koparbolta,
sem hvergi fékkst.”
Hákon Heimir er félagi i Forn-
bilaklúbbnum og tók hann þátt i
fyrstu sýningu klúbbsins með
bilinn 1978. Hann sagði, aö bilinn
vekti mikla athygli á götunum,
sérstaklega eldri manna og ung-
linga og ósjaldan yröi hann til-
efni samtals viö ókunnugt fólk.
„Þessum bil er ekiö eins var-
lega og frekast er hægt og aðeins
á malbiki,” sagði Hákon. „Ég
kem aldrei nálægt öörum bilum á
honum og tek aldrei sjensinn, eins
og stundum á hinum bilnum
minum. Þaö er venjulegur bil-
kláfur, brúkunarbíll. Hann er svo
sem ágætur, en þaö er ekkert
gaman aö honum miöað viö
þennan.”
Brúkunarbillinn fær lika
áreiðanlega ekki eins mikla
umönnun og sá 40 ára. Hann er
svo stifbónaöur, aö hvergi sést
rykögn. Meira aö segja ráðherra
þyrfti ekki aö fyrirveröa sig fyrir
aö láta sjá sig i honum.
Einar viö „Hafgoluna”, ásamt þrem sona sinna, þeim Heimi, Einari
Óla og Hinrik.
SIGLINGAR
„Ekkert síður spenn-
andi en laxveiðin”
segir Einar Sigurbergsson, sem er að
smíða sér bát í annað sinn
upp I Hvaifjörð, þar sem á aö
tjalda og gista eina nótt. Siöustu
tvær helgar hefur staöib yfir sjó-
veiðimót, sem mikill áhugi er fyr-
ir hjá öilum aldursflokkum.
Einar eignaöist fyrsta bátinn
sinn fyrir 15 árum en eftir nokkur
ár og mikla umhugsun fór hann út
i aö smiöa sér bát sjálfur. Hann
keypti sér bókina „Popular
Mechanics”, I bókabúö og fann
þar góöa lýsingu á smiöi 17 feta
trébáts sem kallaöur er „Sjóridd-
ari”.
„Ég hef aöallega notaö bátinn
til aö fara á handfæri meö strák-
ana mina, vini og kunningja”
sagöi Einar Sigurbergsson bif-
reiöastjóri, gjaldkeri Snarfara,
félags sportbátaeigenda.
Bátasportiö er eina sportiö,
sem Einar hefur stundaö og
kvaöst hann helst lita á þaö sem
fjölskylduiþrótt. Hjá Snarfara
miöast lika flest viö þaö, aö öli
fjölskyldan sé meö. A hverju ári
er f jölskyldumót i Viöey og nú
stendur til aö fara hópsiglingu
Guöjón, Glslina og Magnús sonur þeirra I stofunni I sumarbústaönurn.
SUMARHÚS
Þar er frístundunum
eytt áríð um
Guðjón Oddsson og Gíslína Kristjáns-
dóttir heimsótt í sumarbústaðinn
„Þetta var gamall draumur hjá
okkur. Viö þekktum þaö hvorugt
aö vera i sumarbústaö, svo viö
sáum þetta kannske svolitiö I hiil-
ingum,” sagöi Guöjón Oddsson
eigandi Litsins, þegar hann tók á
móti okkur I sumarbústaö sinum I
Grimsnesinu.
Guöjón og kona hans, GisIIna
Kristjánsdóttir, byggöu bústaö-
inn fyrir 7 árum og slöan hafa þau
eytt þar fiestum helgum, jafnt
vetur sem sumar. Landið var
þarna þakiö gróöri, kjarri og
lyngi, en þau hafa þó bætt enn viö
og plantað hundruöum, ef ekki
þúsundum trjáplantna viös vegar
um landið.
„Maöur veröur að hafa eitthvaö
fyrir stafni,” sagði Guöjón. „Og
þaö góöa viö þetta hérna er aö
verkinu er aldrei lokiö. Þegar
gróöurinn er annars vegar, er
alltaf nóg aö gera.”
Þau Guöjón og Gislina hafa
smám saman komiö sér mjög vel
fyrir þarna. Bústaöurinn er ekki
stór, en hlýlegur og snyrtilegur.
Fyrir utan hafa þau byggt skjól-
giröingu umhverfis litinn gróöur-
reit, þar sem notalegt er aö mat-
reiöa utandyra og sitja meö fjöl-
skyldunnieða vinum og kunningj-
um.
„Viö höfum ekki oröiö vör viö
þessa ániöslu gesta, sem svo
margir sumarbústaöaeigendur
kvarta yfir,” sagöi Gislina. „Þaö
er alltaf notalegt þegar einhver
kikir inn, en hér er ekkert stand-
andi hótel. Og þótt gestir séu,
heldur Guöjón áfram viö það sem
hann er aö gera. Vinum okkar
finnst það sjálfsagt.”
Sumarbústööum hefur fjölgað
geysilega mikiö siðustu árin, en
oft vill þaö fara svo, að þegar
börnin vaxa úr grasi, fækkar
feröum fjölskyldunnar i bústað-
inn. Guöjón og Gislina eiga þrjú
börn, tvær dætur 17 og 19 ára og 10
ára gamlan son. Þau sögöu, aö
þótt margt væri fariö aö kalla á
hjá dætrunum, væri þaö ekkert
vandamál. Þær fá bara aö vera
heima, ef þær vilja.
Sumarbústaöurinn þeirra er i
Vaöneslandi viö Hvitá, en þar eru
allmargir bústaöir, sem reistir
eru á sama tima og siöar. Land-
eigendur hafa stofnaö meö sér
félagsskap, sem hefur stuölaö aö
þvi aö fólk kynnist.
„Þaö er afskaplega skemmti-
legur andi hérna og gott fólk,”
sagöi Guöjón. „Ef einhver vanda-
mál koma upp hjá einhverjum,
eru allir reiðubúnir aö hjálpa til.
Eins og i öllum áhugamálum, er
fastur kjarni fólks, sem stundar
þetta um hverja helgi og þetta
fólk er fariö aö kynnast nokkuö.
Meira aö segja á veturna er alltaf
margt fólk hérna um helgar, enda
nóg viö að vera. Þaö er hægt að
renna sér á skautum á ánni,
ganga á skiðum, eöa bara fá sér
gönguferöir um landiö.”
Félagiö sér um flest sameigin-
leg verkefni, sem eru mörg. Þaö
þarf aö halda viö vegunum, raf-
magn var lagt i flesta bústaöi og
nú er veriö aö kanna möguleika á
vatnsveitu. Nýlega gaf bóndinn i
Vaönesi félaginu land viö ána,
þar sem verið er aö skipuleggja
leiksvæöi, sem allir eiga að hafa
aögang aö. Þar meö veröur börn-
unum auöveldað aö kynnast. Þá
veröur tryggt aö þau uni sér full-
komlega jafn vel þarna og full-
oröna fólkiö gerir.