Helgarpósturinn - 22.08.1980, Qupperneq 14
Föstudagur 22.ágúst 1980 halrj^rpn^fi irínn
Myndir: Einar Gunnar
Jóhanna Siguröardóttir er ein
þeirra þriggja kvenna sem nú
eiga sæti á Alþingi. Hún á ekki
langt aö sækja áhuga sinn fyrir
stjórnmáium. Faöir hennar
Siguröur Ingimundarson var
efnafræöingur, kennari og
alþingismaöur og amma hennar
Jóhanna Egilsdóttir var mikil
baráttukona i verkalýöshreyfing-
unni á sinum tima. Viö Helgar-
póstsmenn sitjum inn i stofu hjá
Jóhönnu og njótum útsýnis langt
út á Faxaflóa og lengst út á
Reykjanes. Ætlunin er aö reyna
aö skyggnast örlitiö á bak viö
stjórnmáiamanninn Jóhönnu Sig-
uröardóttur. Er hún fædd krati?
„Ég myndi nú ekki segja það.
Ég haföi allan fyrirvara á i sam-
bandi viö jafnaöarstefnuna og
geröi mér far um aö kynna mér
aöra hluti. Ég vildi velta þessu
fyrir mér sjálf. En jafnaöarstefn-
an varö ofan á, hún höföaöi mest
til min og ég sé þaö alltaf betur og
betur aö ég er á réttri hillu I
pólitikinni. En auövitaö fékk ég
smjörþefinn á uppvaxtarárunum
þar sem bæöi pabbi og amma
voru á kafi i pólitíkinni og verka-
lýösbaráttunni og mikiö var rætt
um pólitik á heimilinu.
Amma var mjög sérstök mann-
eskja og haföi mikinn áhuga fyrir
baráttu verkakvenna sem henni
fannst búa viö himinhrópandi
óréttlæti. Hún talaöi mikiö um
konurnar sem unnu I Fiskbreiösl-
unni. Þær unnu viö hliö karl-
manna, báru fiskinn á börum á
móti þeim. Karlmennirnir fengu
25 aura í tfmakaup, en konurnar
bara 10 aura fyrir sömu vinnu.
betta var þrotlaus barátta sem
tók áratugi og ég held aö ein
ánægjulegasta stundin I lifi henn-
ar hafi veriö þegar lögin tóku
gildi áriö 1961 sem tryggöu kon-
um sömu laun fyrir sömu vinnu.
En þaö er svo sorglegt aö þó jafn-
rétti I launamálum hafi náöst á
pappirunum, þá hefur þaö ekki
náöst i reynd. Konur hafa einblint
meira á þaö aö þær komast ekki i
sömu stööur og karlmenn en
hugaö minna aö þvi gifurlega
misrétti sem er rikjandi I launa-
málum. En þó ég muni vel eftir
ömmu, hef ég kannski meira
heyrt og lesiö um hennar baráttu
en oröiö beint vitni aö henni.
Gaman al ao sja mig yaia
Pabbi kenndi mér i Verslunar-
skólanum og sýndi mér enga
miskunn þrátt fyrir aö máliö væri
honum skylt, hann haföi örugg-
iega lúmskt gaman af því þegar
ég var aö gata upp viö töflu.
Mamma var þessi týpíska heima-
vinnandi húsmóöir meö fjögur
börn, tvenna tvibura.
Mér finnst að ég hafi átt ham-
ingjusama ævi sem unglingur. Aö
visu fengum viö agaö uppeldi, en
viö vorum tiltölulega sjálfráö um
þaö sem viö vildum gera i lifinu.
Og þaö finnst mér góö regla aö
vera ekki aö etja börnum út i eitt-
hvaö sem þau ekki hafa áhuga
fyrir.
Þegar ég var svona 3-4 ára, þá
hélt mamma aö ég heföi ein-
hverja músik i mér. Ef ég heyrði
einhverja tónlist i útvarpinu þá
hætti ég i miöjum leik og fór aö
hlusta mjög andaktug og lét sem
ég væri aö stjórna músikinni. Hún
sendi mig þess vegna i spilatíma,
en þaö gekk heldur brösugiega.
Og þegar kennarinn fór aö berja á
fingurna á mér meö priki þegar
ég spilaöi feilnótur, var mér nóg
boöiö og hætti. Þar meö lauk min-
um tónlistarferli. Ég var mjög
heimakær sem barn, vildi helst
alltaf vera heima hjá minu fólki,
en var litiö gefin fyrir aö blanda
geöi viö ókunnuga. Þaö voru
gerðar tvær tilraunir til aö senda
Vlðial: trna indrlðaððitir