Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 3. október 1980. h e/garpósturinrL— eftir Magnús Guömundsson, Kaupmannahöfn S0NDAG D. 28.0KT. t október I fyrra var stofnaður félagsskapur f Krist- janiu sem átti að berjast á móti ofnotkun sterkra eitur- lyfja eins og heróins, og er myndin frá þessum stofn- fundi. Arangur af þessari viðleitni hefur hins vegar verið takmarkaður til þessa. I DEN GRÁ HAL CHRISTIANIA KL. 11: 0NSKKRING . , Kt;;,1*ANTPUNK-OPTOG KUU ‘ AB, > talerstol, LNDERHOLDMNG lllllssang 'I. M. Þar sem áöur voru ópiumakrar I norðanveröu Thai- landi rækta bændur nú grænmeti fyrir tilstilli sam- eiginlegrar áætlunar sameinuðu þjóðanna og Thai- lands. IPaul ■ Gaugin, yfirmaður dönsku eiturlyfjalögregl- unnar á fundi með blaðamönnum nýlega þar sem hann greindi frá eiturlyfjavandamálinu i Danmörku. Eiturlyf jasalar í Danmörku velta hundruðum milljarða 150 munu látast af völdum ofneyslu eiturlyfja á þessu ári - 19 íslendingar handteknir í Kaupmannahöfn fyrir eiturlyf jasölu í fyrra Ofneysla eiturlyfja, er sannar- lega ekki ný af náiinni — raunar er þetta aidagamait fyrirbrigði, en siðasta áratug, hefur neysla eiturlyfja og eiturlýfjasýki aukist svo gifurlega viöa um heim, að likja má þvi við farsótt. Stöðue íi'.koma nýrra geö- brcytil-fja (amfetamlnefna, barbiturata, róandi lyfja o.fl.), sem eru mörg mikilvæg læknis- lyf, hafa gert ástandið enn fióknara, þvf flest þessara lyfja eru misnotuö. Ofnotkun lyfja, á sér engin landamæri. Lönd, sem héldu að þau væru ónæm fyrir plágunni þurfa nú að horfast i augu viö raunveruleikann. Bæði þróuð og vanþróuö lönd hafa smitast — þau siöastnefndu eru verr sett, því þau hafa takmarkaöa möguleika til að berjast gegn ófögnuðinum. Óhugnanlegust er sd staöreynd, að meirihluti eiturlyfjaneytenda er ungt fólk — hin raunverulegu auöævi hverrar þjóðar. Ef ekki veröur gripið til tafarlausra fyrirbyggjandi gagnráöstafana, mun þróunin einungis leiða til al- þjóölegra hörmunga, af sllkri stæröargráöu, aö enginn veröur ósnortinn. Kaupmannahöfn er óumdeilan- lega miðstöð ólöglegrar eitur- lyfjasölu á Norðurlöndum og i Danmörku deyja hundruöir ung- menna á hverju ári, vegna of- neyslu eiturlyfja og er þá versti skaðvaldurinn heroin. Tala látinna fer stöðugt vaxandi. Ariö 1977 fundust70 ungmenni látin, á almenningssalemum, í húsagörð- um og ýmsum skúmaskotum i Kaupmannahöfn. Á síðasta ári var talan komin upp í 125 manns og Paul Gaugin yfirmaður eitur- lyfjadeildar Kaupmannahafnar- lögreglunnar reiknar meö að fjöldi látinna eiturþræla götunnar verði um 150 á þessu ári. Lögreglan heldur aöeins skýrslur yfir þá eiturlyfja- neytendur, sem finnast látnir, svo aö segja á víðavangi. Paul Gaugin lögregluforingi fullyrðir þó, aö þeir sem látist hafa á sjúkrahúsum vegna ofneyslu herói'ns, séu margfalt fleiri. Heróinið, brýtur niður viðnáms- styrk llkamans gegn hinum ýmsu sjúkdómum og þarf þá oft ekki nema ómerkilega sýkingu, til að viðkomandi eiturlyfjasjúklingur deyi, en á læknaskýrslur er þá venjulega skrifaö að dánarorsök sé lungnabólga, blóöeitrun o.s.fr v. Einkennandi fyrir þessi fórnar- lömbeiturdauðans, er aö þau eru á aldrinum frá 17—24 ára! Erfið barátta Paul Gaugin (hann er sonarsonur hins fræga franska listmálara Paul Eugéne Henri Gauguin), er stjórnandi lögregludeildar, með 65 starfsmenn og vegna anna, hefur deildin einungis möguleika á að beina kröftum sinum að skipulögöum eiturlyfjaviðskipt- um, þar sem skipulagöir hringar eiga hlut aö máli. Smáfiskana sér götulögreglan um. Paul Gaugin, er ekki bjartsýnn um árangur starfs síns, því hann telur baráttuna við hina fjár- sterku eiturlyfjahringi svo til vonlausa, sérstaklega þegar stjórnmálamenn reyna að loka augunum fyrir staðreyndum og refsing viöeiturlyfjasölu erminni en við skattsvikum. —Þaö er þessi danski hugsun- arháttur, aö það megi helst ekki svipta fólk frelsi, sem er erfiö- astur, segir Gaugin. — Hæstu möguíegu dómar, sem þó eru aldrei dæmdir, fyrir stórfellda söluheróíns, geta ekki oröið hærri en 10 ára fangelsi hér I Dan- mörku. Fangelsisáriö er þó ekki nema 8 mánuöir, þegar frá er dreginn þriöjungur vegna góörar hegöunar. Allan þann tima, sem hann situr inni, má hann heimsækja fjölskyldu slna um helgar og á tyllidögum og er jafnvel hugsan- legt að hann verði látinn laus til reynsluenn fyrr. Þessi aöili hefur kannski átt sök á dauða fjölda fólks og eyðilagt enn fleiri og grætt á þvl milljónir, segir Gaugin. Milljárða umsetning I Danmörku er talið aö séu 10.000 forfallnir eiturlyfjaneyt- endur og nota þeir aöallega heróin, morfin og svokallaöar paki-pillur, sem eru pillur úr morfmbasa framleiddar I Pakist- an. Meðalneysla þessa fólkskost- ar um 1.000 dkr eöa 100.000 Is- lenskar krónur á dag! Höröustu neytendurnir þurfa allt upp I 300.000 króna dagskammta! Þetta þýöir, að neysla þessa ó- lánsfólks I Danmörku kostar að meðaltali 1.000.000.000,00 ls- lenskar krónur, EINN MILLJARÐ daglega! A árs- grundvelli kostar þetta danska þjóðfélagið 365 milljaröa króna! — og er þá ótalin neysla annarra fikniefna sem kostar svipað i heildina. Það er ekki erfitt að Imynda sér hvilik feikna afbrotaalda fylgir I kjölfarið á þessari ofneyslu, þvi þaö er auövitað hreinlega úti- lokað fyrir þessi mannlegu flök, að vinna sér inn þessa peninga meö heiöarlegum hætti. Þaö eru fáir Danir til, sem þéna nógu mikiö til að hafa efni á neyslu sem þessari og þeir sem þaö gera, létu sér aldrei detta I hug, að eitra sig i hel. Meirihluti eiturlyfjaneytend- anna eru karlmenn, en þó fer stúlkunum óðum fjölgandi og eina leiðin til aö þær geti haft inn fyrir dagsskammtinum sinum, er aö stunda vændi. Þær lenda svo til strax í höndunum á „verndur- um”, sem sjá um að hirða af þeim alla þénustuna og láta þær svo hafa sprautuna sína I staðinn. Meðal-aldur þessara stúlkna verður aldrei hár. Byrjaði sem „leikur” með Kannabis. Eins og víöar, þá komst það I tisku í Danmörku, á seinni hluta sjöunda áratugsins, að reykja kannabisefnin, hashis (hass) og mariuana. Það varö eins konar hlub af uppreisn ungdómsins gegn kreddufullum og yfirborðs- kenndum heimi hinna eldri. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Kannabisefnin voru for- dæmd af yfirvöldum og margir sjálfskipaðir postular settu þau I flokk meö sterkum eiturlyfjum, eins og morfini og herólni. Þótt fæsta vísindamenn greini á um, aö kannabisefnin séu hættuleg heilsu manna, þá eru flestir sam- mála um, aö hér hafi veriö gengið heldur hvatlega til verks. Ung- lingamir sem reyktu hassið voru sannfæröir um að það væri hættulaust og þá gæti varla veriö mikið hæft I hinu röflinu, aö heróin væri hættulegt. Hass og mariuana eru aö margra áliti tiltölulega dauflegir vímugjafar og þarf þá oft ekki mikla hvatningu, til að við- komandi sé til I að prufa eitthvaö, sem virkilegt „fútt” er I og þarf þá sjaldnast aö spyrja að leiks- lokum. Þaðer útilokaö, aö þaö sé nein tilviljun, að 80-90 % eitur- lyfjaþrælanna I Danmörku byrjuöu einmitt helgöngu sina á fikti meö kannabisefni, og það sama má segja um fórnarlömb annarra þjóða. Yfirvöld sofandi. Heróín kom fyrst á markað I Danmörku, árið 1970 og var þá um aö ræöa svokallaö heróin nr. 3, sem hefur morfininnihald frá 35—65 %. Efnið kom frá svæði i S—Austur-Asiu, sem kallað er Gullni Þrlhymingurinn og dregur nafn sitt af gylltum blómum ópiumvalmúans, sem ræktaður er í þessum heimshluta. Þrátt fyrir stöðug vamaöarorð lög- gæslumanna, þá brugöust yfir- völdekki viðhættunni, fyrr en um seinan. Heróínið náöi fótfestu I Danmörku og hefur veriö si- vaxandi ógnvaldur síðan. Unanfarin tvö ár, hefur ný blanda af heróíni verið að yfir- taka markaðinn. Hún er kölluð heróin nr. 4, og hefur morfin- prósentu frá 65—97. Þetta heróin kostar ca. 600.000 kr. grammið og er svo sterkt, að forhertustu eiturlyfjaneytendur falla um eins og skotnir, er þeir sprauta þvi I sig og telur lögreglan það meöal annars eina af orsökunum fyrir fjöld dauðsfalla undanfarin ár.. Öflug viðskipti gisti- verkamanna. í V—Þýskalandi býr um ein milljón gistiverkamanna og meöal þeirra hafa sprottið upp maflur, sem eru á góðri leiö meö aðyfirtaka eiturlyfjamarkaðinn I Evrópu. Hamborg og V-Berlin, eru orðnar mikilvægar verslunarmiðstöðvar fyrir eitur- lyf. Amsterdam er þó' ennþá Evrópumiðstöðin I þessum efn- um, en þar eru það kinverkir inn- flytjendur, sem ráða lögum og lofum I undirheimunum. Eftirað Vletnamstriðinu lauk, misstu kln- versku glæpahringirnir þann stóra markað, þar sem banda- risku hermennirnir voru og varð þá Evrópa fyrir barðinu á þeim gulu, sem raunverulega má kalla gulupláguna. Gekk nú straumur- inn frá Gullna Þrihyrningnum beint til Amsterdam, sem hafði veriö frá fornu fari, fjölmennasta byggð Kinverja, af öllum borgum Evrópu. I V-Þýskalandi eru það aðal- lega Tyrkir, sem stjórna eitur- markaðnum. Þeir smygla eitrinu frá Miðausturlöndum og þá aðal- lega Tyrklandi. Þeir eru á góöri leið með að yfirtaka markaöinn, vegna þess, að Tyrkneska heróinið er ódýrara en það sem kemur frá Gullna Þrihyrning- um. Tyrkneska eitrinu ( smyglaö landveginn, frá Tyrl landi I gegnum Grikklam Júgóslaviu og Austurril til V-Þýskalands. Frá V-Þýski landi, er þvi svo dreift um álfun og yfir til Danmerkur, og þaöa er greiö leiö til hinna norðurlam anna. Til V-Berlinar, kemur efni oftast flugleiðis og þá I gegnui Austur-Berlin. Greiður aðgangu i gegnum landamærin Eftirlit á landamærum Dan merkur og V-Þýskalands er harL yfirborðskennt. Einu staðirnir sem landamæraverðir eru, en viö þjóöbrautirnar og ferju hafnirnar. Alls staðar annari staðar, er hægt að labba rólega gegn, án þees aö eiga á hættu at rekast á verði. Fikniefnalögregla Danmerkur má til aö mynda ekki rannsaka farangur fólks, viö landamærin, þó hún teldi nauösyn á. Einungis tollverðir hafa heimild til sliks og þeir eru þvi' miður allt of fáir. Langmestur hluti starfsmanna tollgæslunnar eru látnir vinna við söluskattsinnheimtu. Viröist eins og stjórnvöldum þyki meira I húfi, að hafa hendur i hári sölu- skattssvikara, en eitursmyglara, þótt velta hinna siðarnefndu sé næstum jafnmikil og útgjöld rikisins til varnarmála ! Paul Gaugin lögregluforingi segir einnig, að þótt danska lögreglan hafi gott samstarf viö kollega sina vföa um heim, þá sé erfitt að treysta yfirvöldum margra landa i Asíu og Miðausturlöndum, þar sem embættismenn séu illa laun- aðir og þvi freistingin til mútu- þægni meiri en viða annars staðar. Hlutverk alþjóðalögreglunnar Interpol er oft ofmetið manna á meðal. Interpol er ekki stofnun 25E3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.