Helgarpósturinn - 03.10.1980, Qupperneq 15
Föstudagur 3. október 1980.
15
10g hefur alI‘af haft ástæöu til að vera
samband við barnið sitt. Hún
fær það á magann strax eftir
fæöingu og það er mjög mikil-
vægt og ætti alltaf að vera.
Maður er búinn að ganga með
það i níu mánuði og sambandiö
er náið, en þetta er mannvera,
sem maður hefur ekki haft
venjulegt samband við. Það er
mikilvægt að komast strax i
snertingu við það. Snertingin er
vafalaust númer eitt. Ég hafði
ekkert haft af ungbörnum að
segja og hafði varla séð slika
mannveru, en hafði hins vegar
lesið sitthvað um ungaböm. Ég
iskrðnni”
var dálitið undrandi þegar ég
fékk það í fangið, því þá fann ég
ekki fyrir þessari blossandi
móðurást. Ég held ég hafi orðið
svolitið óróleg fyrstu dagana.
Móöurást er eitthvað sem vex
við nánari kynni, og undir-
staðanundir hana er að komást
i nánari snertingu við barnið.
Allir eiga að leita að hinni einu
sönnu ást og svo móðurástinni.
Börnin eru vel vakandi strax
eftir fæðinguna, en sofa mikö
næstu daga, þannig að það er
mjög gaman að vera með þeim
strax á eftir.
Ef allt gengur vel er fæðingin
stórkostlegur viðburður. Mér
finnst skipta miklu máli að
komast I samband við barnið,
og ekkibara fyrir bamið, heldur
ekki sist fyrir móðurina og
föðurinn. Þaö kemur væntan-
lega öllum til góða.”
— Hvað með barnauppeldið?
„Ég hef ekki lesið mikið af
bókum, en grip það sem ég sé.
Einmitt vegna þess, að ég vissi
svona litið, þegar ég átti fyrsta
strákinn, sér maður ýmislegt,
sem stangast á við það sem
maður les. Ef það væri svona
erfitt að ala upp börn, væri
mannkynið löngu útdautt.
Það skiptir miklu aö vera
heiöarlegur við börnin. Ef þaö á
að banna þeim eitthvað, verður
aö útskýra fyrir þeim af hverju.
En stundum koma þær stundir,
að allur góöur ásetningur rýkur
út i veður og vind og það er ekki
hægt að rökræða við þau.
Og i sambandi við bömin, þá
er matur og börn mikið áhuga-
mál. Aðalatriðið er að ala þau
upp á hollum og góðum mat og
kenna þeim að umgangast mat.
En þegar fjallað er um börn og
mat, er erfitt að lita framhjá
sælgætisátinu, sem mér finnst
hræöilegt. I verslununum er
sælgætið við kassann, og maður
kemst varla svo út úr þeim án
þess aö klofa yfir sælgætisrekk-
ana. Ég hef reynt að halda sæl-
gæti frá eldri stráknum og gefa
honum góða ávexti i staðinn.
Honum finnst sælgæti gott, en
lika margt annað, t.d. nýir og
þurrkaðir ávextir. Það að börn
séu óforbetranlegar sælgætis-
ætur frá náttúrunnar hendi, er
út í hött, þvi þetta er mikiö upp-
eldisatriði. Svo er alltaf vel
meinandi fólk að gauka sælgæti
aðbörnunum. Hvers vegna ekki
aðkaupa t.d. smá vinberjaklasa
i staðinn?
Fólk ætti að hugsa sig um
tvisvaráður en það kennir böm-
unum að borða sælgæti, þvi við
kennum þeim það. Crt frá
hollustusjónarmiði, er kannski
betra að gefa þeim vel úti látinn
skammt, en sjáldan. I Sviþjóð
var tekinn upp áróður fyrir þvi
að gefa börnunum slatta af sæl-
gæti á laugardögum, en ekkert
aðra daga vikunnar. Ég hef
hugsað mér að hafa það þannig
þegar minir strákar fara að
hafa mikinn áhuga á þessu, en
enn sem komið er, er þetta ekki
mikiö vandamál. Ég þekki fólk
sem hefurþennan sið og gengur
vel.”
— Takið þið bæði jafnanþátti
uppeldinu?
„Já, þaö held ég sé algerlega
nauðsynlegt, en þá komum við
afturinná vinnutimann. Það er
stundum erfitt fyrir feöurna aö
skipta sér af þvi, vegna þess að
þeir eru það litið heima.”
ArllaKi kanselislilsíns
Eins og áður segir, eru fom-
bókmenntirnar eitt aöal áhuga-
mál Sigrúnar og er hún spurð af
hverju þær fremur en yngri
bókmenntir.
„Það eru sumir sem segja, að
það að fást við fornbókmenntir
sé lífsflótti. En mér finnst lika
gaman að setja mig inn i lifið og
tilveruna á þessum tima og
draga einhverjar hliöstæður af
þvi, sem var”.
— Og finnurðu hliðstæður?
„Þetta er svo stuttur timi,
þúsund ár, þannig að maðurinn
breytist ekki mikið. Mér finnst
of kúnstugt þegar talað er um að
það séu skelfilegir timar í dag,
þaö er talaö um vistkreppu,
oliukreppu, kjarnorku, og aö
það sé ástæða til að vera
hræddur um framtiðina. En
þegar maður hugsar um hvern-
ig lifið var á þessum tima,
hafði fólkíð kannski ekki siður
ástæðu. Maðurinn hefur ekki
mikið breyst og hefur alltaf haft
ástæðu til að vera kviðinn fyrir
framtiðinni.”
— Ertu sjálf kvíðin?
„Nei, alls ekki. Menn virðast
alltaf hafa trúað þvf að ailt sé að
fara norður og niður.”
Samtalið snýst nú um fjöl-
miðla á Islandi og segir Sigrún,
að á siöari árum hafi orðið
breyting og heldur i lakari átt.
„Það er allt of mikið gert út á
æsifréttir og stundum viröast
blöðin beinlinis búa til æsinga-
mál. Það er kannski eitthvað
mál i deiglunni og blöðin bæta
við og leggja mesta áherslu á
það, sem sist.sky!di. Þó þau fari
ekki beinlinis með ósannindi, þá
er sú mynd, sem kemur út
brengluð. Ég held að mörgum
finnist þetta iskyggileg þróun.
Ritstjórarnir bera vissulega
mikla ábyrgð.”
— Hernig ættu blööin þá að
vera?
,,Það er oft farið af stað meö
miklum látum og eitthvert mál
gert að stórmáli. Það eru
bornar upp spurningar og eitt-
hvað gefið í skyn áður en fréttin
er unnin. Siðan fara þeir að
kynna sér málið, en þeir ættu
kannski að gera það áður en
fariðer af stað. Hvernig væri að
athuga fyrst og skrifa svo? Ég
býst við að menntun blaöa-
manna skipti lika máli.”
— Or fjölmiðlum i þessa svo-
köíluðu stofnanaislensku, hvaö
er það?
„Hún er raunveruleg. Það
þarf ekki annaö en aö sjá plögg
frá opinberum stofnunum. Þau
eru á alveg sérstöku máli, sem
er kannski arftaki kanseli-
stilsins. Þetta gerir það að
verkum, að þessi plögg eru illa
aðgengileg fyrir manninn á
götunni. Þaö er áberandi þegar
menn koma i útvarp, að þeir
nota orö, sem þeim finnst
fræðingalegri, i staðinn fyrir að
nota venjulégt mál. Þetta er
mjög hvimleitt, þvi það er hægt
að segja allt á einfaldari hátt.
Þegar menn koma fram i út-
varpi til þess að upplýsa þjóð-
ina, þurfa þeir að tala svo ailir
skilji. Þjóðfélagið er allt að
skiptast I smáhópa, sem allir
tala sitt mál.
Það er kúnstugt, að áður fyrr,
þegar fólk, sem kom viðsvegar
að ræddi saman, var hægt að
finna fastan grundvöll, eins og
t.d. bibliumál. Þetta var bók,
sem allir lásu og skildu, en siikt
er ekki til I dag. Það er enginn
einn sameiginlegur grunnur,
sem allir standa á. Það er helst
simaskráin, en það er erfitt að
halda uppi samræðum, sem
byggðar eru á simaskránni.”
viðlai: Guðlaupr Bergmundsson
myndir: valdfs ósharsdðiiir