Helgarpósturinn - 31.10.1980, Side 12
12
Föstudagur 31. október 1980
JiQlgarpósturinrL-
Eru sérvitringarn
allir að hverfa?
Þegar Pétur Hoffmann
Salómónsson féll f valinn fyrir
nokkrum vikum varö einum sér-
vitringnum færra i bænum. Pétur
fór jafnan sinar eigin leiöir á lífs-
hlaupinu og varð þekktur maöur
fyrir, en lést snauöur af verald-
legum gæöum. Pétur átti þó
fjölda kunningja, enda bráö-
skemmtilegur þegar hann var
uppá sitt besta.
Sérvitringum hefur fariö fækk-
andi á siðustu árum, svo mjög,
segja vmsir, aö þaðer beinlfnis til
skaöa fyrir þjóðfélagið. Nú er
skólakerfiö oröið svo viötækt, og
svo mikilvirkur uppalandi, aö
enginn sleppur i gegn meö sjálf-
stæöa hugsun, segja allir. Allir
eru orönir keimlfkir, frumleikinn
er að hverfa. Þeir horfa meö
söknuöi til liöinnar tiöar, þegar
menn á borö viö Björn Bjarnar-
son frá Grafarholti, Páll Stefáns-
son á Þverá, og fleiri settu svip á
þjóðmálaumræðu og fjölmiöla,
ekki siður en á bæjarbraginn.
Reyndar er ekki til nein almenn
skilgreining á þvi hvað sérvitr-
ingur er, svo vitaö sé. Eðli máls-
ins vegna er ekki hægt aö setja þá
undir einn hatt. Ef svo væri, þá
væru engir sérvitringar. Kannski
eru þeir menn sem i vantar
nokkrar blaösiöur, kannski eru I
þeim of margar sfður, og kannski
er aöeins hlutfalliö milli kaflanna
rangt. Margir þeirra sem kallaöir
hafa verið sérvitringar eru flug-
gáfaöir menn, en aðra hefðu
sumir kallaö klikkaða. Oröið
sjálft felur náttúrulega i sér vissa
skilgreiningu. 1 Orðabók
Menningarsjóðs segir um orðið
„sérvitur”: sérsinna, sem hald-
inn er sérvisku, ólikur öðrum
mönnum iskoðun eöa framkomu.
Um orðið „sérviska” segir:
kenjar, duttlungar, sérkennileiki
eða frábrigði i skoðunum eða
hátterni.
Hvað léttir geð?
Mennirnir tveir sem minnst er
á hér að framan falla greinilega
undir það að vera sérvitringar
samkvæmt skilgreiningu þessari.
Björn Bjarnason var hreppsstjóri
og þingmaður frá Grafarholti sem
fæddist um miðja siðustu öld, en
lést 1951 næstum hundrað ára
gamall. Hann var sérvitringur
frami fingurgóma, sem lýsti sér i
ómældum áhuga á málefnum,
sem i fljótu bragði mætti ætla að
kæmu honum ekki beinlinis við.
Hann var sömuleiðis reiðubúin að
leggja á sig griðarlega vinnu, til
aö koma sjónarmiðum sinum á
framfæri.
Agætt dæmi um sérvisku hans
er að finna i einu Sunnudagsblaði
Vísis, liklegá 1926, og i bók hans,
Um ljóðalýti. bar beinlinis
hakkar hann i sig sum af ástkær-
ustu ljóðum þjóðarinnar, og
leggur það á sig að semja þau
uppá nýtt. Sérstaklega er honum i
nöp við kvæðið „Hvað er svo
glatt...”, og telur það hafa
„margan æskumanninn glapið,
orðið honum til tjóns eða glöt-
unar”.
Siðan segir hann i greininni i
Visi: „En þótt þessi margsungna
visa hafi aldrei i góöu lagi verið
og sé nú orðin al-óhæf til sam-
kvæmissöngs óbreytt, mætti
klastra við hana, svo nothæf gæti
talist enn um sinn meðal alls-
gáöra manna”.
Svo yrkir hann:
Hvað léttir geð sem góðra vina
fundur
er gleöin örvar fjör og lyftir
brá?
o.s.frv.
Björn Bjarnarson frá Grafar-
holti var auk skáldskaparáhug-
ans mikill áhugamaður um ör-
nefni og skrifaði margt um þau.
Sennilega eru fleiri örnefni til um
Grafarholt en flesta aðra bæi
landsins. Eitt sinn samdi hann
langa ritgerð um þann sorglega
atburð þegar Akranes fékk kaup-
staöarréttindi. Björn var alla tíð
mjög á móti þvi nafni, hann vildi
að þorpiö héti Skipaskagi, og
þegar ljóst var að Akranes mundi
bærinn heita. þá ritaöi hann langt
mál um kaupstaðarréttindalögin,
tætti þau i sig og gagnrýndi harð-
lega málfar, og benti á fjöl-
margar hugsanavillur. Björn var
fastur á meiningunni.
Foringjahúfa
Það var Páll Stefánsson einnig.
Páll var mikill athafnamaður i
Reykjavik á fyrri hluta aldar-
innar, stórkaupmaður, bilainn-
flytjandi og fleira. Bifreiðaum-
boðið P. Stefánsson heitir eftir
honum. Hann var sjálfstæðis-
maður mikill og hataði fram-
sóknarmenn eins og pestina.
Hann skrifaði iðulega i blöð, og
fengi hann ekki birtar eftir sig
greinar, borgaði hann bara aug-
lýsingaverð fyrir yfirlýsingarnar.
Eitt sinn lét hann lika sérprenta,
og dreyfa um bæinn yfirlýsingu
um að hann mundi ekki loka
verslun sinni, eftir að góðtempl-
arar höfðu farið frammá slikt við
verslunareigendur vegna af-
mælishátiðar reglunnar.
Páll var mikill aðdáandi Breta.
hann hafði verið við nám I Bret-
landi, og mátti ekki heyra
styggöaryrði um þá ágætu þjóð. t
einni af ferðum hans þar haföi
hann náð sér i foringjahúfu úr
fyrra striöinu, og gekk ætið meö
hana á höföinu. Hann lét það ekki
á sig fá, þó Bretar kæmu hingað I
striðinu. Það mun hinsvegar hafa
ruglað helsingar óbreyttra dáta
verulega að mæta þessum snöfur-
lega manni með foringjahúfu, en
borgaralega klæddan aö öðru
leyti. Páll þurfti sérstaka undan-
þágu frá bresku yfirvöldunum
hér til aö fá að ganga með húfuna,
en hana fékk hann.
Undarjlegheit
Þetta eru sérvitringar: menn
sem leggja á sig griðarlega vinnu
og fyrirhöfn fyrir málefni sem
flestum viröast fánýt. Páll er til
dæmis sagöur hafa kennt páfa-
gauk sinum munnsöfnuð um
Tryggva Þórhallsson fram-
sóknarmann. Helga S. Bjarna-
dóttir taldi sig dulræna og gaf út
bókina Raddir frá öðrum heimi,
sem i eru ljóð eftir Jónas Hall-
grimsson og flest okkar mestu
skálda, ort i gegnum hana. Sagan
segir lika frá Guðmundi nokkr-
um myndskera, sem bjó á Isafirði
á fyrri hluta þessarar aldar.
Hann skrifaði eitt sinn mikla rit-
gerö um skipulagsmál bæjarins,
langa og itarlega ritgerð, eina þá
fyrstu um þessi mál á Islandi.
Guðmundur gerði þetta algjör-
lega af sjálfsdáðum. Hann var
bara áhugamaður.
Þessu sérsinna fólki hefur
fækkað mikið, hér á iandi, eins og
vafalaust i öðrum löndum vestur-
heims. Sérvitringar eru litið eitt
öðruvisi en annað fólk, og i nú-
timaþjóðfélögum er oft heldur
litið pláss fyrir þá. Fólki er beint
inná ákveðnar brautir, og þeir
sem ekki geta fylgt sporinu lenda
gjarnan inná stofnunum, sem
byggöar eru til sliks brúks. I mjög
mörgum tilfellum hefur forsenda
sérsinnisins einnig veriö einvera,
einstaklingurinn hefur orðið
„undarlegur” af langri einveru,
og slik einvera er að verða úr sög-
unni. Fjölmiðlar og bættar sam-
göngur sjá fyrir þvi. En svo eru
þeir lika sem alast upp með
mörgum öðrum börnum, en eru
bara litið eitt öðruvisi frá upp-
hafi. Jörmundur Ingi Hansen er
einn þeirra sem ef til vill má kalla
sérvitring , þó hann sjálfur geri
litið úr sliku. Hann segist bara
hafa sinar skoðanir á hlutunum.
Trú ekki sérviska
,,Ég var þó löngum talinn skrýt-
inn i skóla”, sagði hann. „Þegar
ég var mjög ungur umgekkst ég
næstum eingöngu mér miklu
eldra fólk. Nú hefur þetta alveg
snúist við. Nú er ég kominn á
fimmtugsaldurinn, og legg lag
mitt við íólk, langtum yngra mér
sjálfum”.
Jörmundur Ingi (hann hefur
breytt nafni sinu úr Jörgen Ingi)
er ásatrúar, en það segir hann
ekki sérvisku. „Það er trú” vill
hann meina. „Ég var orðinn ása-
trúar löngu áður en söfnuöurinn
varð til. Ég hef alltaf veriö það
held ég. Eins og reyndar flestir
Islendingar. Ég er bara einn af
fáum sem hafa tekið eftir þvi. Við
stofnuðum siöan þennan söfnuð
fyrir nokkrum árum, svo aö við
gætum skráð okkur sem ása-
trúarmenn. A Islandi eru nefni-
lega reglurnar þær, að hér ertu
trúlaus nema þú sért i söfnuöi.
Söfnuðurinn er bara praktiskur
hlutur fyrir okkur”.
Jörmundur starfar sem hönn-
uður „i augnablikinu” en hann
hefur lagt gjörva hönd á margt.
Hann er sundurgerðarmaður f
klæðaburði. „Ég hef klætt mig
eins og ég hef sjálfur viljað, i það
sem mig hefur langað til. Það er
kannski sérviska. Eflaust er það
rétt”.
Jörmundur Ingisagðiaðsérliði
alveg bærilega, takk fyrir, þrátt
fyrir sérviskuna. „Það er eflaust
ágætt að fylgja straumnum i öllu
og einu, og liklega liður þeim ekki
síður vel sem það gera”, sagði
hann.
Sérvitur eða sam-
heimskur
Það er haft eftir öðrum núlif-
andi sérvitringi, Helga Hálfdánar-
syni, þýðanda, aðbetra séað vera
sérvitur en samheimskur. Það er
eflaust rétt. En fjölgar hinum
samheimsku ekki stööugt á
kostnað hinna? Árni Johnsen,
blaðamaður Morgunblaðsins,
hefur i mörg ár farið um landið og
heimsótt sérsinna fólk og rætt við
það. Hann segir að ekki fari milli
mála að á undanförnum árum og
áratugum hafi sliku fólki fækkað
mjög. „Ég lit á sérvitringa sem
þá sem lifa við sinn eigin lifsstil,
og taka ekki mikið mið af þvi sem
gerist i kringum þá”, sagði hann.
„Sl£kt fólk er að finna allsstaðar,
en er langmest áberandi á Vest-
fjörðum, á vissum svæðum á
Norðurlandi, og siðan á
Norð-Austurlandi”, sagði Arni.
Hann sagði það útbreidda
skoðun að i sumt af þessu fólki
vantaði vit. Hann væri á öðru
máli, og sagði aö við nánari kynni
kæmi þetta fólk undantekninga-
litið á óvart. Arni sagði líka að sér
sýndist að stefndi i nýja kynslóð
sérvitringa. „A siðustu árum
hefur gengið yfir hér á landi ein-
hverskonar timabil mennta-
snobbs, þegar fólk hefur ekki
þorað að segja neitt eða gera neitt
i mótsögn við menntamennina.
Þetta er að breytast held ég, og
nú er aftur að skapast tækifæri
fyrir fólk með sjálfstæðar skoð-
anir. Fólk er að hætta að nenna að
taka endalaust tillit til kerfisins”.
Hver veit, kannski er þetta rétt
hjá Arna. Og i framtiðinni verður
ef til vill gerð sérstök áætlun á
vegum kerfisins um það hvernig
fjölga megi „orginöllum”, til að
fá meiri fjölbreytni i tilveruna.
Við skulum samt vona að svo
veröi ekki.
eftir Guöjón Arngrímsson