Helgarpósturinn - 31.10.1980, Síða 23

Helgarpósturinn - 31.10.1980, Síða 23
-^&lg&rtpás+ttririrL- Grettir frum- sýndur um aðra helgi Söngleikurinn Grettir veröur frumsyndur sunnudaginn 9 nóvember, — um næstu helgi, ef svo fer sem horfir. Leikurinn veröur sýndur i Austurbæjarbiói og fyrst um sinn klukkan níu. Siöan væntanlega á miönætur- sýningum i allan vetur. Að sögn Þorsteins Gunnars- sonar, leikhússtjóra LR, er um að ræða stóra og viðamikla sýningu, eina af stærri uppfærslum sem leikfélagið hefur ráðist i. 1 verk- inu er mikil tónlist, flóknir og mikiir dansar. Leikstjóri er Stefán Baldurs- son, i aðalhlutverkum eru Kjartan Ragnarsson, Jón Sigur- björnsson og Sigurveig Jóns- dóttir, Höfundar verksins eru sem kunnugt er Olafur Haukur Simonarson, Þórarinn Eldjárn og Egill Ólafsson, og Þursaflokkur- inn leikur tónlistina, sem er af fjörugra taginu. Föstudagur-31,-ok+óber 1980 23 —GA Um ættir stóðmera og fleira hjá BOB „Helsta bókin hjá okkur i ár, er Ættbók og saga islenska hestsins á 20. öld eftir Gunnar Bjarna- son", sagöi Geir S. Björnsson for- lagsstjóri hjá Bókaforiagi Odds Björnssonar, þegar Helgar- pósturinn spuröi hann um væntanlegar bækur aö noröan. Bók Gunnars er 2. bindið, en fyrra bindið kom út fyrir tólf ár- um. Þar var sögð starfssaga Gunnars frá þvi er hann var hrossaræktarráðunautur en siðari hluti bókarinnar var um ættir stóðhesta. 1 2. bindinu er framhald á starfssögu Gunnars og einnig er þar ættbók stóðmera. Merarnar eru það margar, að siðari hluti þessarar ættbókar kemur út á næsta ári. „Þetta er griðarlega mikil bók, um 400 hundruð siður i stóru broti”, sagði Geir. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur einnig út tvær endur- minningabækur. Þar eru fyrst endurminningar Gisla Högnason- ar á Læk i Hraungerðishreppi i Arnessýslu sem hann skráir sjálfur. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um sendir frá sér bókina „Hlaðir i Hörgárdal”, en þarsegir Steindór frá þjóðháttum og siðvenjum á sinum uppvaxtarárum. Ný útgáfa verður á barnabók- inni Salómon svarti eftir Hjört Gislason en sú bók hefur verið ófáanleg i mörg ár. Geir S. Björnsson sagði að venjulega væri forlagið með fleiri barnabækur, en þeir hefðu gefist upp á þeim, þvi vonlaust væri að keppa við erlendu myndabækurn- ar. Loks gefur Bókaforlag Odds Björnssonar út þrjár erlendar spennusögur. Skal þar fyrsta telja nýja bók frá metsöluhöfund- inum Sidney Sheldon og heitir hún þvi skemmtilega nafni Verndar- englar. Ken Follett er islenskum lesendum einnig kunnur og heitir nýja bókin hans Þrenning. Þá kemur út bók eftir höfund sem forlagið hefur ekki verið með áður. Sá heitir James Barwick og bókin Skuggi úlfsins. Lífið er kabarett Kabarett L.A. Aöalhöfundur efnis: Guömundur Sæmundsson. Stjórnandi og kynnir: Sunna Borg. Tónlistarflutningur og útsetn- ingar. Hljómsveitin Jamaica og söngkonan Helga Alice. Sýn- ingarstaöur: Sjálfstæöishúsiö. treyst á fjárstuöning bæjarins, að ógleymdum ölmusum að sunnan, og ekki er þvi að neita að forráðamenn Leikfélagsins hafa einum um of ofmetið leik- listarsmekk Akureyringa. Ekki svo að skilja að hann sé neitt betri eða verri en gengur og gerist á Islandi. Jafnvel hin virtu og gamalgrónu atvinnu- Leiklist áHSsBF eftir Reyni Antonsson Leikfélag Akureyrar frum- sýndi föstudaginn 24. október hinn langþráða kabarett sinn i Sjálfstæðishúsinu. Ekki var seinna vænna að leikarar tækju sjálfir til sinna ráða til að bjarga þvi sem bjargað verður af atvinnuleikhúsi á Akureyri. Þvi miður hefur um of verið leikhús i Reykjavik verða alltaf öðru hverju að gripa til þess að sýna verk sem ekki hafa annan tilgang en að fylla hálftóma kassana, og það þrátt fyrir þá staðreynd að þau hafa tii þessa verið mun betur haldin fjár- hagslega frá hendi hins opin- bera en Leikfélag Akureyrar. En betra er seint en aldrei, og nú hafa leikarar L.A. tekið höndum saman við forráða- menn Sjálfstæðishússins á Akureyri og sett á svið kabar- ettsýningu til fjáröflunar fyrir félagið. Til liðs við sig fengu þeir ungan menntamann sem kosið hefur að þræða hinn mjóa veg öreigans, Guðmund Sæ- mundsson. útkoman er hin bærilegasta kvöldskemmtun. Það er Sunna Borg sem annast hefur stjórn uppsetningarinnar og er hún jafnframt kynnir. Uppsetningin minnir um margt á það sem tiðkaðist i kabarett- sýningum i Þýskalandi og viðar á árunum fyrir strið, og við kynntumst svo eftirminnilega i myndinni Cabaret, enda a.m.k. tvö laganna úr henni notuð i sýningunni. A skiptast söngvar, dansatriði og stuttir gaman- þættir, en alls eru atriðin tiu og tekur sýningin tæpan klukku- tima. Háðið er oítast markvisst og á stundum dálitið illkvitt- ið eins og til dæmis i Slipp- stöðvaratriðinu og Bróðurþels- atriðinu þar sem (ef til vill af gefnu tilefni) er gert gys að núverandi menntamálaráð- herra. Þarna fá margir sinn skammt svo sem KEA og Hag- kaup, óskabarnið Flugleiðir og Jón Bibliukaupmaður Sólnes, og eins og vera ber i svona sýningu er erótikinni ekki meö öllu gleymt, sbr. Barnaljósmynd- arann. Kabarett L.A. mun verða sýndur næstu föstudagskvöld eftir þvi sem aðsókn endist, en ef dæma má eftir viðtökum á frumsýningu ættu aðstandendur hans ekki að þurfa neinu að kviöa i þvi efni. En ein ábend- ing. Bæta mætti inn i sýninguna nýjum atriöum eftir þvi sem til- efni gefast til. Þannig gætu þeir sem það vildu fariðoftar en einu sinni og ekki séð nákvæmlega sömu sýninguna. Það vakti at- hygli að auk aðgangseyris var innheimt hið hefðbundna 1000 króna rúllugjald sem að mestu rennur til rikisins, táknrænt dæmi um þann skilning sem háttvirt yfirvöld sýna þeirri við- leitni að halda uppi menningar- lífi viðar en á höfuðborgar- svæðinu. En hvað um það. Astæða er tilaðhvetja alla til að leggja leið sina i Sjallann og lengja lif sitt með svoiitlum hlátri, og það þrátt fyrir þá kabarettsýningu sem hið islenska óðaverðbólguþjóðfélag hefur daglega upp á að bjóða, og oft getur einnig verið spreng- hlægileg. iSaSáaaMffijiafllj Innlent lán rí kissjóðs íslands ______________1980 2.F1. VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI Fjármálaráðherra hefur f. h. ríkissjóðs ákveðið að bjóða út til sölu innanlands verðtryggð spariskírteini að fjárhæð allt að 3000 milljónir kr. Kjör skírteinanna eru í aðalatriðum þessi: Skírteinin eru lengst til 20 ára, bundin fyrstu 5 árin. Þau bera vexti frá 25. þ. m., meðalvextir eru 3,5% á ári. Verðtrygging miðast við breytingar á lánskjaravísitölu, sem tekurgildi 1. nóvember 1980. Skírteinin eru framtalsskyld, en um skattskyldu eða skattfrelsi skírteina fer eftir ákvæðum tekju- og eignarskattslaga eins og þau eru á hverjum tíma. Nú eru gjaldfallnar vaxtatekjur, þ. m. t. verðbætur bæði taldar til tekna og jafnframt að fullu frádráttarbærar frá tekjum manna, og þar með skattfrjálsar, enda séu tekjur þessar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, sbr. lög nr. 40/1978 og nr. 7/1980. Skírteinin eru gefin út í fjórum stærðum, 10, 50, 100 og 500 þúsund krónum, og skulu þau skráð á nafn. Sala hefst 28. þ. m. og eru sölustaðir hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um land allt, svo og nokkrum verðbréfasölum í Reykjavík. Sérprentaðir útboðsskilmálar liggja frammi hjá þessum aðilum. Október 1980 SEÐLABANKIISLANDS —GB

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.