Helgarpósturinn - 06.02.1981, Qupperneq 4
4
Föstudagur 6. febrúar 1981 H&lr]rirpn*turinn
DAGBÓKIN
Laugardagur 31. janúar
Fór klukkan tvö upp i
Fáksheimili til að hlusta á hesta-
menn lýsa áhyggjum sinum
vegna fyrirhugaðrar skipu-
lagningar ibúðarhúsnæðis i næsta
nágrenni þeirra. Málstaöur
þeirra var mjög sannfærandi.
Dellan og óreiðan i skipulags-
málum þetta vinstristjórnarkjör-
timabil eru óþolandi. Við sjálf-
stæðismenn erum þó liklega búnir
að koma i veg fyrir að þeir eyði-
leggi öll bestu útivistarsvæðin
þetta kjörtimabilið. Hagsmunir
hestamanna eru nú i hættu og á
borgarráðáfundi i gær kom fram,
að nú á að far,a að þjarma að golf-
mönnum i Grafarholti. Hvaö er
svo næst?
Þessi vika var róleg og þægileg.
Sú næsta verður erilsamari. Þá
verður borgarstjórnarflokkur
Sjálfstæðismanna með fundi i
öllum hverfum borgarinnar.
„Seinni partinn var flokksfundur. Viö ræddum holræsamál borgarinnar, sem eru i ólestri og ekki hafa þau batnað viö þaö aö vinstri Daviö Oddsson.
flokkarnir hafa ekki framkvæmt áætlunina okkar frá 1977.”
Málefni borgar, bæja og sveitarstjórna skipa ef til vill ekki þann sess
ihugum manna sem þeim raunverulega ber, þegar þess er gætt hversu
mikiu máii þau skipta almenning i dagiegu lifi hans. Daviö Oddsson er
einn þeirra manna sem haslaö hafa sér völl á stjórnmálasviöinu meö
afskiptum af málefnum Reykjavikurborgar. Hann er þó ekki aö öllu
leyti dæmigeröur borgarfulltrúi. 1 fyrsta lagi var hann óvenju ungur
kjörinn tii trúnaðarstarfa fyrir borg sina og jafnframt óvenju ungur
þegarhonum var faliö oddvitasæti i minnihlutaflokki sjálfstæöismanna
i borgarstjórn nú fyrir skömmu siöan. 1 ööru lagi hefur Daviö jafnan
daöraö litiö eitt viö skáidskapargyöjuna, — aö visu meira i gamni en
alvöru, en engu aö siður hlotiö þar nokkurn frama. Af dagbókarbrotum
þeim sem hann héit fyrir Helgarpóstinn f sl. viku verður þó ekki ráöiö
aö hann sé iila klofinn milli þessara tveggja áhugamála sinna —
pólitikin á greinilega allan hans hug þessa stundina.
Ekki þarf Helgarpósturinn að
búast viö þvi, að þessi vikudag-
bók mín verði nákvæmlega sú
sama og færð er að kvöldi og læst
i skúffu til þess að vera þar
hundraö ár eftir að maður er
allur. Slikum dagbókum, sem
ætla aö vera þagmælskar i heila
öld eða lengur, og kannski vera
týndar þá og tröllum gefnar, get-
ur maður sagt leyndarmál, með
þokkalegri samvisku. Ég vil lfka
taka fram, að mér finnst ekki
eölilegt að skýra frá þvi, hvað
gerist I minu daglega starfi, þar
sem ég er bundinn trúnaði sem
opinber embættismaður.
Sunnudagur 25. janúar
Verð að játa að fjölskyldan öll
og kötturinn svaf út, og þótti gott.
I gær var ég i viðtölum upp i
Sjálfstæöishúsi og þurfti þvi aö
fara yfir nótur og athugasemdir
til að kanna hvaöa verkefni kæmu
út úr þvi. Þegar margir koma I
viðtöl við borgarfulltrúa eru þeir
að moða úr miðunum meira og
minna álla næstu vikuna. Oftast
nær eru slíkir viðtalstimar
ánægjulegir. Stundum ber þó við
aö viömælandinn er ósanngjarn,
ýtinn og frekur, einsog gengur.
Verstir eru þeir sem fylgja kröf-
um sinum eftir með þvi að horfa á
mann þýðingarmiklu augnaráði
um leið og þeir segja: „Kringum
mig eru að minnsta kosti 40
atkvæði, og það get ég sagt þér,
að þau skila sér ekki ef þetta
gengur ekki.” (Þessir kappar eru
nær alltaf með akkúrat 40 atkvæði
sem sveiflast i takt við úrlausn
þeirra erindis!). Þeir þurfa aö
hafa óvenjulega góðan málstaö
og sannfærandi rök til þess að
maður hreyfi litla fingur i þeirra
þágu og atkvæðanna 40. Urn
kvöldið kom vinur minn og sam-
herji i kaffi og við ræddum flokks-
mál og landsmál einsog a'byrgðin
á öllum þeim málum lægi ekki
annars staðar en á okkar herðum.
Fórum meira að segja með
allár þær byröir i biltúr til aö
fjölskyldan og kisa gætu horft á
Landnemana i sjónvarpinu án
þess að þjakast af okkur.
Þriðjudagur 27. janúar
Borgarráðsfundur hófst kl.
11.30. Fjörtiu og eitt mál tekið
fyrir á þessum 3487.fundi ráðsins.
Við borgarráösmenn erum 5 og til
viðbótar sitja heldur fleiri
embættismenn fundina. Að þessu
sinni eyddum við 4 og 1/2 minútu
að meðtaltali á hvert mál. Sum
þeirra tóku æði langan tima, svo
önnur hafa bersýnilega hlotið
skemmri skirn. Borgarráö er
Miðvikudagur 28. janúar
Hádegið var laust, svo ég brá
mér ásamt Sveini H. Skúlasyni á
vinnustaðafund. Að þessu sinni i
mötuneyti Sjóvá og Skeljungs inn
við Suðurlandsbraut. Ég hef
gaman af þessum fundum. En
ekki get ég imyndað mér aö
Sveinn skemmti sér að hlusta á
mig hundrað sinnum með sömu
eða svipaða prédikun. Honum
hlýtur að létta þegar spurn-
Fimmtudagur 29. janúar
Stjórnkerfisnefndarfundur
hófst fyrir hádegiö. Hvaö er nú
þaö spyrð þú? Jú, það er nefnd
sem vinstriflokkarnir komu á til
aö endurskoða stjórnkerfi
borgarinnar ári áður en aö þeirra
kjörtimabili lýkur. Þeir ætla sér
að fjölga borgarfulltrúum. Það
var helst þörfin á þvi! Þeir hugsa
sér lika aö auka vald
pólitikusanna verulega, og eru
Daviö Oddson lýsir viku í lifi borgarmálamanns:
„Kringum mig eru amk. 40 atkvæði../’
helst að bræða með sér að koma á
einhvers konar kerfi 5 eða 7
borgarstjóra. Kannski verða þeir
nú kallaðir eitthvað annað. En
enn eru þetta aðeins hugmyndir,
en fljótlega hlýtur að koma á
daginn fyrir alvöru hvað fyrir
þeim vakir. Um kvöldið fór ég á
ágætan fund með umdæma-
fulltrúum úr Lauganeshverfi og
ræddi borgarmál. Var kominn
heim um miðnætti.
Föstudagur 30. janúar
Borgarráösfundur var i dag.
Aðeins 21 mál á dagskrá. Það var
svo sem vel sloppið, en þvi meir
rifist um hvert mál. Upp úr 5 fór
ég i bækistöðvar SVR við
Kirkjusand aö fagna nýjum
strætisvagni frá Volvo og Nýju-
bilasmiðjunni. Sigurjón forseti
skálaði fyrir þvi sérstaka
ánægjuefni, að með þvi að fá það
verkefni aö smíða yfir 20 strætis-
vagna ykjust störf við islenskan
iðnað. Það þyrfti einhver að
minna hann á blessaðan, að hann
baröist fyrir þvi einsog ljón með
kommunum sinum, aö i staðinn
fyrir að ýta undir innlendan iönað
þá yrðu keyptir 20 vagnar af
Ikarus gerð, framleiddir einhvers
staðar i austantjaldbúðum.
Mánudagur26. janúar
Dagurinn gekk sinn góða vana-
gang. Eftir vinnu skaust ég upp i
Sjálfstæöishús til þess að hitta
menn vegna undirbúnings
hverfafunda okkar Sjálfstæöis-
manna. Bridgeið átti kvöldið. Jón
Steinar spilaði söguleg 7 grönd
dobluö af Eiriki Tómassyni og
Skarphéðni Þórissyni, meðan
Arni Kolbeinsson horföi á, með
álika áhyggjusvip og hann væri
að skoða þingmannsfrumvarp um
skattamál. Gott spil — gott kvöld,
takk fyrir.
afar sérstætt og valdamikiö
stjórnvald. Það vasast i smáu og
stóru I borgarrekstrinum, rétt
einsog gert var hér áöur meöan
að Reykjavik var litill bær. Hér
hlýtur að mega breyta. Um
hálf sex var ég kominn upp i
Sjálfstæðishús, þar sem bækur
segja að valdataflið hafi verið og
sé kannski enn. Þar voru nokkrir
áhugasamir fulltrúar úr Hliða- og
Holtahverfi og við ræddum
borgarmál. Fremur fámennt en
góðmennt. Jónas Eliasson for-
maður þessarar hverfisstjórnar
er forkur einsog þeir
gerast bestir.
ingarnar byrja. Ég kveiö þessum
fundum dálítið fyrst. Fannst ég
vera aö ryðjast inn á tima sem
fólkiö á sjálft. En viðtökurnar
hafa fyrir löngu bægt þeim kviða
burt. Flestir hafa orð á þvi að
gaman sé að stjórnmálamenn
skuli lita inn þótt ekki séu kosn-
ingar iaugsýn. Seinni partinn var
flokksfundur. Við ræddum
holræsamál borgarinnar, sem eru
i ólestri og ekki hafa þau batnað
við það að vinstriflokkarnir hafa
ekki framkvæmt áætlunina okkar
frá 1977.