Helgarpósturinn - 06.02.1981, Qupperneq 8
Föstudagur 6. febrúar 1981 ho/rjr^rpn^ti irinn
_____neigar—
pósturinn—
utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi,
sem er dótturf yrirtæki Alþýðu-
blaðsins, en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn
Vignir Siqurpálsson.
Blaðamenn: Guðjón Arngrimsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund-
ur Arni Stefánsson og Þorgrimur
Gestsson.
utlit: Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur
Dungal.
Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars-
son.
Ritstjórn og auglýsingar eru að
Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866.
Afgreiðsla að Hverf isgötu 8—10. Sím-
ar: 81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Askrift (með Alþýðublaðinu) er nýkr.
70,00 (gkr. 7000) á mánuði. Verð í
lausasölu er nýkr. 6,00 (600) eintakið.
Þingmenn
og
aukastörfin
Laun þingmanna hafa jafnan
veriö ágreiningsefni manna f
millum og hart deilt. Flestir eru
sammála þvi, aö eölilegt sé aö
þingmenn hafi rífleg laun fyrir
sina vinnu og þurfi þar af leiðandi
ekki aö vera upp á aöra komnir til
aö komast af. Þeir þurfi stööu
sinnar vegna aö vera fjárhags-
lega sjálfstæöir. Þetta atriöi
skrifa flestir undir.
Hitt greinir svo menn á um,
hvaö skuli teljast sanngjörn laun
og rffleg og sennilega komast
menn seint aö samkomulagi i
þeim efnum. Ljóst er þó, aö flestir
launamenn myndu gera sig til-
tölulega ánægöa meö fastalaun
þingmanna sem eru i grunnlaun
12 þúsund krónur, en geta I sum-
um tilfellum þegar ýmsar auka-
greiöslur leggjast á, fariö upp I
tæpar 17 þdsund krónur.
Kjarni þessa máls, er þó ekki
þingfararkaupiö sjálft. Staö-
reyndin er nefnilega sií, aö minni-
hluti þingmanna dregur fram Iff
sitt á þinglaununum einum. Hinn
hópurinnn er stærri sem þiggja
peninga víöar aö. Fyrst skal
netna þá þingmenn sem jafn-
framt gegna ráöherrastörfum, en
samanlögö laun þeirra eru þó-
nokkuö yfir 20 þúsund krónur. Þá
eru þeir og ekki fáir sem hafa
ýmis aukastörf á hendi og þiggja
umtalsverö laun fyrir. í þvi
sambandi má nefna aukastörf
eins og setu I borgarstjórn og
nefndum horgarinnar, hjá
Framkvæmdastofnun, viö
kennslu og fleira og fleira. Þá eru
ótaldir þeir sem reka eigin fyrir-
tæki. Þeir eru ófáir bændurnir á
þingi og þrátt fyrir misgóöa af-
komu bænda, er ljóst aö af þeim
rekstri leggjast þessum mönnum
til dágóöar viöbótarfjárhæðir viö
þingfararkaupiö. Siöast en ekki
sist, sitja á þingi menn sem eru
hluthafar I stórfyrirtækjarekstri
og hafa af góöan pening.
Langflestir þingmenn fá einnig
aukatekjur fyrirsetu sina I hinum
og þessum nefndum og ráöum
innan stjórnkerfisins, þó I fæstum
tilfellum liggi þar upphæöir sem
sköpum skipta varöandi lffsaf-
komu einstaklinga.
Aö þessu samanlögöu er þó full-
Ijóst, aö öll umræöa um lífsaf-
komu þingmanna, kaup þeirra og
kjör, í beinu samhengi viö þing-
fararkaupiö sjálft, er um margt
villandi. Sú umræöa á ekki viö
nema hluta þingliösins. Þaö ligg-
ur þvi fyrir, aö launabiliö á
Alþingi milli þingmanna, er á
stundum ekkert minna en milli
hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins.
t beinu framhaldi af þessu, má
velta þvi fyrir sér hvort bein
tengsl geti verið milli hinna
fjölmörgu aukastarfa þingmanna
og oft á tiðum lélegrar þingsetu á
þingfundum. Vist er þaö, aö þing-
menn sinna ýmsum störfum inn-
an þinghúss öörum en þeim aö
sitja á þingfundum, en þvi verður
þó ekki neitaö, að margir kysu aö
ýmsir þingmenn okkar væru til
muna starfsamari á þingi. t grein
Helgarpóstsins I dag veltir m.a.
einn þingmaöur þvi fyrir sér,
hvort ekki geti uin bein orsaka-
tengsl veriö aö ræöa á milli lé-
legrar þingsetu og hinna fjölda-
mörgu aukastarfa ýmissa
þingmanna.
Það hefur jafnan veriö gagn-
röksemd þeirra þingmanna sem I
aukastörfum vasast, aö þaö sé
æskilegt aö þingmenn séu I bein-
um tengslum viö atvinnulifið i
landinu og komi á þann hátt I veg
fyrir að einangrast. Þessi rökeru
góösvolangt sem þau ná. En þeg-
ar þingmaður er ef til vill farinn
aö taka hærri laun utan þings en
innan, þá hefur hlutverkum veriö
snúiö viö. Alþingismenn hafa oft
og einatt veriö gagnrýndir fyrir
seinagang og illa skipulögö
vinnubrögö. Varla er aö búast viö
breytingu til batnaöar á þvi sviöi,
meðan fjöldi þingmanna er meira
og minna upptekinn af öörum
áhugamálum sinum og auka-
störfum.
Á humarveiðum í Costa Rica
„Vetrarhitinn” vakti mig i
lOOasta skipti hér á Costa Rica og
þó var nóvembermánuður aö
renna upp á dágatalinu.
Dagurinn byrjaöi eins og venju-
lega á morgunveröi sem saman-
stendur aöallega af hrisgrjónum
og nýrnabaunum, en eftir aö hafa
Ferðapóstur f rá Valdimar Flygenring
drukkiö bolla af heimsins besta
kaffi er maöur til I allt. Það er
ekki aö undra aö hér skuli kaffi-
rækt vera aðalatvinnugreinin.
Ég bý hér hjá fjölskyldu báts-
eigenda nokkurs og ætlunin var
aö halda til humarveiöa þennan
dag. Eftir um 20. minútna bilferð,
sem undir venjulegum kring-
umstæöum tekur um klukku-
stund, erum viö komnir til
Puntarenas, sem er einn helsti
hafnarbærinn við Kyrrahafs-
ströndina hér i landi. Stressaður
bátseigandinn var greinilega aö
flýta sér.
Þarna liggur Dona Julita viö
bryggju, dæmigerður costa-
ricanskur humarbátur, nýkom-
inn úr klössun. Ég kem mér fyrir i
einni kojunni meöan áhöfnin
tinistum borö og að lokum kemur
akfeitur skipstjórinn, stingur
marghleypunni undir rúmið,
skiptist á nokkrum orðum viö
áhöfnina, og lagar svo
Jesúmyndina yfir höföalaginu.
Viö kveðjum eigandann, og svo
er lagt upp i 14. klukkustunda
siglingu noröur eftir, þar sem áð
er viö fallega sólarströnd Playa
Panama, rétt viö landamæri
Nicaragua. Veiöarnar fara
þannig fram, aö veitt er yfir
nóttina, rétt upp viö landsteina,
en legiö viö akkeri úti fyrir
ströndinni yfir daginn. Eftir svo
sem mánuö er svo haldiö heim til
Puntarenas meö fullan bát af
frystum humri, ekkert ósvipaö
þessum venjulega islenska
humri, sem var aö gera mig vit-
lausan hérna á Hornafiröi um
áriö.
Skúli sjómaöur þætti liklega
heldur betur ruglaður, ef hann
stykki út á dekk um hánótt á
miöjum vetri — þvi hér er vetur
frá júli fram I janúar — til þess aö
hifa, svo gott sem alsber. En
þannig er þvi farið hér, þar sem
yfir nóttina er frá 15—20 gráöu
hiti, svo að föðurlandiö okkar
viöfræga væri blátt áfram hlægi-
legt. Humarinn er veiddur á
30—40 faöma dýpi og yfir nóttina
veiðist um 80 til 150 kg.
Skipstjórinn segir mér aö ef
veiðist meira, sé alltaf togaö án
ljósa, þvi annars komi hinir
skipstjórarnir og klári það sem
er aö fá. Ég landkrabbinn spuröi
skipstjórann hvort þetta væri
ekki hættulegt. „Nei, nei, sé bátur
alveg rétt viö kveiki ég alltaf
ljósin,” svaraöi hann. Já, til aö
sjá áreksturinn, hugsaöi ég meö
sjáifum mér, sjálfsagt i einfeldni
minni og um leiö rifjuöust upp
fyrir mér hryllilegustu atriöin úr
Jaws-myndinni, sem var vist að
hluta tekin hér á Costa Rica enda
nóg af hákarli. Ekki batnaði sjó-
veikin viö þá tilhugsun.
Lifiö um borö er rólegt, enda
eru humarveiöar kannski ekki
þaö erfiöasta sem til er.
Samræöur bátsverja snúast aöal-
lega um miöhluta mannsins og
hinar ýmsu aöferöir sem verða
upphaf lifsins. Spænskan sem
notuð er við lýsingarnar er vist
örugglega ekki kennd i skólum.
Og svo er lika Morgan Kane til á
spænsku.
A daginn drepa menn timann
með þvi aö kikja á kvenfólkið,
sem liggur á ströndinni og baöar
sig i einhverri lækjarsprænunni
eða þá að menn sofa. Máltiðir eru
svona 6 til 10 yfir sólarhringinn,
enda nóg aö boröa þvi aö alltaf
slæöast nokkrar skjaldbökur i
netin og þótt bannaö sé að veiöa
skjaldbökurnar, þá þola sumar
hverjar ekki hnjaskið I netunum
og litið annaö hægt aö gera en að
matreiða þær. Annars er þaö nú
fremur dapurlegt, þvi þær veik-
byggðustu, þ.e. þær sem koma
upp dauðar, eru fullar af eggjum
en hvaö um þaö — viö erum vist
grimmasta skepna jaröarinnar.
Kjötiö er á bragðið ekki ósvipaö
nautakjöti en eggjunum er eigin-
lega ómögulegt að lýsa nema þá
helst sem nautakjötseggjum. Þau
eru yfirleitt boröuö hrá meö
sitrónu og eru meö þvi betra sem
ég hef bragöað.
Þegar komiö er til hafnar eftir
mánaðar útivist, eins og áður
sagöi, þá fá þessir sjómenn 2
daga fri og siöan er haldiö út aftur
i 20 daga túr. Þannig liöur ævin
hjá þessum costa-ricönsku
humarveiöimönnum, sem fá
greiddar um 2000 gkr. fyrir hver
50 kg. sem veiðast. Tryggingar og
sjómannafélög þekkjast ekki og
aö auki veröa þeir aö greiöa sem
svarar um 1/3 launanna i fæöu
þessa 20 daga. Þaö er þvi ekki
mikiö eftir handa fjölskyldunum i
landi sem eru mannmargar,
liklega um 10 manns aö meöal-
tali. En þaö er auðvitaö ódýrara
aö lifa hér um slóðir og eitt er vist
— þessir sjómenn eyöa ekki pen-
ingunum i rándýrar sólarlanda-
feröir. Það væri liklega þaö
siðasta sem þeim dytti i hug.
Eyjapósturinn varö of seinn i
þetta blaö vegna samgöngu-
erfiðleika, svo aö þess i staö var
gripið til frásagnar ungs islensks
skiptinema sem dvelst um þessar
mundir i þvi fjarlæga landi Costa
Rica og lét sig hafa þaö aö kynna
sér þarlendan sjávarútveg.
Gunnarsdýrkun Þjóðviijans
Á sunnudaginn er eins árs af-
mæli rikisstjórnarinnar. Þessa
dagana fyrir ári, stóð þjóðin bók-
staflega á öndinni yfir myndun
þessarar rikisstjórnar, enda eng-
in furða þar sem Gunnar
Thoroddsen haföi svo óvænt stigið
fram á sviöið og ekki vantaði að
kastljósið beindist að honum, ein-
um reyndasta og liklega slóttug-
asta núlifandi stjórnmálamanni
Islendinga. Hveitibrauðsdagar
þessarar rikisstjórnar stóöu
lengi, og alltaf hefur doktor
Gunnar haft lag á þvi að leysa að-
steöjandi „krisur” á sinn hátt.
Skoöanakönnun Dagblaðsins
um fylgi rikistjórnarinnar var
einskonar afmælisgjöf þjóðar-
innar til stjórnarinnar og þó eink-
um og sér i lagi til forsætisráð-
herrans.
Margur hefur brosað siðan yfir
þeirri Gunnarsdýrkun sem birst
hefur á siöum Þjóðviljans. Einn
dálkur i þvi blaði heitir „nafn vik-
unnar” og er á baksiðu laugar-
dags og sunnudagsblaðsins. Oft-
ast reyna þeir Þjóöviljamenn að
grafa upp einhverja Alþýöu-
bandalagsmenn, til aö gefa þessa
nafnbót, en ef þeir eru ekki til-
tækir, þá eru kannski teknir ein-
hverjir sem ekki eru beint
brennimerktir neinum sérstökum
flokki, en hafa á einn eöa annan
hátt komiö mikiö viö sögu i fjöl-
miölum, vikuna sem er að liða. A
sunnudaginn var Gunnar
Thoroddsen nafn vikunnar og þar
segir dálkahöfundur meðal
annars: „Enginn einn maður
hefur átt jafn rikan þátt i að
skapa þetta álit þjóöarinnar á
rikisstjórninni og forsætisráð-
herrann sjálfur. Framganga hans
i fjölmiölum, fumlaus og yfir-
veguð, hefur virkað vel á landsr
menn. Hann þykir einnig hafa
sýnt samningalipurð og forystu-
hæfileika, þegar þurft hefur að
sætta ólik sjónarmiö innan
stjórnarliðsins”. Þetta var hluti
af hóli Þjóðviljans um forsætis-
ráðherra.
Hver er ástæðan?
Staksteinar Morgunblaösins
upplýsa nú i vikunni að höfundur
þessara oröa sé Baldur óskars-
son, erindreki Alþýðubanda-
lagsins, það er sem sagt ekki einn
af föstum starfsmönnum blaðsins
sem fær það verkefni i héndur aö
skrifa hólið um Gunnar, heldur
sjálfur erindreki Alþýöubanda-
lagsins, og einn af fáum launuö-
um starfsmönnum þess.
Liklega minnast sumir þess,
við lestur þessa Gunnarshóls i
Þjóöviljanum aö þvi var hvislað
manna á meöal, eftir aö rikis-
stjórnin var mynduð, að ein af
ástæöum þess að Alþýðubanda-
lagið gekk til liös við Gunnar, var
aö þaö sá sér leik á borði að kljúfa
Sjálfstæðisflokkinn, eöa réttara
sagt ýta á eftir klofningi hans.
Þessu hafa Alþýðubandalags-
menn heldur ekki gleymt, og nota
nú hvert tækifæri sem þeim gefst
aðhæla Gunnari Thoroddsen i há-
stert, til að auka þannig vinsældir
hans meðal þjóöarinnar. Þeir vita
sem er, að senn verður byrjað að
kjósa I flokksfélögum Sjálfstæðis-
flokksins til landsfundarins sem
allir biða eftir i vor. Þegar að
þeirri kosningu kemur, er ekki
ónýtt að vera kallaður vinsælasti
maður þjóðarinnar, þótt Mogginn
hæli honum að sjálfsögðu ekki.
Skýring Mogga
Staksteinar Morgunblaðsins
hafa sina skýringu á þvi hvers-
vegna Baldur Óskarsson skrifar
svo lofsamlega um Gunnar
Thoroddsen. Á Moggamáli heitir
þetta, að Ólafur Ragnar Grims-
son stjórni þessum skrifum, og
vilji hann með þeim láta ráöherra
Alþýöubandalagsins falla i
skuggann af Gunnari Thorodd-
sen, sjálfum sér til framdráttar.
Það vita allir að Ólafur Ragnar er
framgjarn maður, og þeir eru
lika miklir mátar Baldur Óskars-
son og hann, báðir búnir að vera i
Framsókn, Þjóðvörn og nú i Al-
þýöubandalaginu. Þeir eiga sina
hatursmenn innan Alþýöubanda-
lagsins, en eru „slagferdig” á
fundum og eiga nú oröiö stóran
hóp tryggra áhangenda innan
flokksins.
HÁKARL
Flett aftur f timann
Þegar flett er gömlum Þjóð-
viljablöðum, þarf ekki að fara
iangt, til aðfinna annan tón i garð
Gunnars Thoroddsen en nú
hljómar á siðum blaösins. Þegar
Gunnar var iðnaöarráðherra i
stjórn Geirs Hallgrimssonar árin
1974 til 1978 voru Þjóðviljamenn
nú ekki par hrifnir af orkustefnu
Gunnars. Magnús Kjartansson
hafði þá áður haft með þessi mál
að gera og i þinginu gerði hann
hvað eftir annað haröa hrið að
iönaðarráðherranum Gunnari
Thoroddsen. Þá beitti Magnús
Kjartansson ekki ósjaldan háðsk-
um og beittum penna sinum að
Gunnari Thoroddsen hér fyrr á
árum, þegar Gunnar var fjár-
málaráöherra og borgarstjóri.
„Dyr óttans” voru þá á dagskrá,
en það eru dyr sem Gunnar lét
gera sem fjármálaráðherra á
noröausturhliö Arnarhvols, svo
hann heföi einskonar „privat”
inngang i ráðuneytið en þyrfti
ekki aö ganga út af skrifstofu
sinni i gegnum biðstofuna, þar
sem gjarnan sátu menn sem vildu
ná tali af ráöherra.
Nú er þetta breytt hjá Þjóðvilj-
anum.
I niðurlagi baksiðuviðtalsins i
Þjóðviljanum um siðustu helgi
segir svo Gunnar Thoroddsen::
„Ég held ég viti eins vel og lik-
lega betur hver er stefna Sjálf-
stæöisflokksins, eftir að hafa
starfaö i honum i rúm 50 ár,
heldurensumir þessirpiltar, sem
nú þykjast boöberar sjálfstæðis-
stefnunnar”.
- Eru þessir piltar Geir Hall-
grimsson, Matthias Á. Math-
iesen og Ólafur G. Einarsson?
Gaman væri ef Þjóðviljinn upp-
lýsti þaö á ársafmælinu. Hákarl