Helgarpósturinn - 06.02.1981, Síða 14

Helgarpósturinn - 06.02.1981, Síða 14
Svanbjörg, Ólöf og Jóhanna viö leöurvinnuna. MÓTA HIMIN OG JÖRÐ(LEÐUR Litið inn að Norðurbrún 1 „Þetta er vandasöm þolin- mæöisvinna, en hún er skemmti- leg — að minnsta kosti þegar hluturinn er tilbúinn”, sagöi Jö- hanna Björnsdóttir, ein fjögurra kvenna, sem Helgarpósturinn hitti aö Norðurbrún 1, þar sem ellilifeyrisþegar eiga kost á ýmiss konar handavinnukennslu. Konurnar fjórar, dóhanna, Ólöf Guömundsdóttir, Svanbjörg Einarsdóttir og Þorbjörg Lýös- dóttir eru allar að læra leður- vinnu. Þær hafa stundað þetta mismunandi lengi. Svanbjörg er nýbyrjuð en hinar hafa verið i þessu 2-3 ár. Kennari þeirra er Lára Sigur- björnsdóttir og hefur hún umsjón með lúffusaumi og lampa- skermasaumi auk leðurvinnunn- ar. Hún sagði að leðurvinnan væri allsráðandi um þessar mundir, en i haust hefði fólk saumað mikið af lúffum. „Ég hef saumað alls 24 lúffur á þrem árum”, sagði Ólöf, ,,og gefið þær allar, nema eitt par, sem ég á sjálf.” Og það eru ekki aðeins lúffurn- ar, sem konurnar gefa. Þær hafa búið til ótal bókamerki, skæra- hulstur, seðlaveski, lyklaveski og þess háttar leöurmuni og gefið i jólagjafir. Það er heldur enginn svikinn af þessum hlutum, þvi þeir eru afar fallegir. Konurnar hafa mötað hin'margvislegustu munstur i leðrið með sérstökum tækjum og upphafsstafir og fæðingardagar viðtakandans eru yfirleitt lika greypt i munina. Ýmsa stærri hluti hafa þær lika gert. Þannig gerði Ólöf heila veggmynd i leður, með rósabekk, stökkvandi hreindýrum, trjám, fjalli og fleiru. Auk þess bjó hún handa syni sinum til skrifmöppu með stöfunum hans i, rúnaletri og fleiri skreytingum. Eitt stærsta verk Jóhönnu var hlustur utan um bibliuna sina. Hún hefur einnig sött tima hjá Gunnari Klængssyni i útskurði, þar sem hún bjö m.a. til platta með gamla bænum á Stóra-Gili i Húnavatns- sýslu og fleiri bæjum. Þessar hressu konur létu vel af sér við vinnuna og sögðu að úr leðri mættigera allt, sem á annað borð væri hægt að búa til úr efni. En það er boðið upp á ýmislegt fleira i félagsstarfi eldri borgar- anna i Reykjavik en leðurvinnu og útskurð. Þarna er lika leir- munagerð, smeltivinna, teiknun og málun, enskukennsla og skák- kennsla svonokkuðsénefnt. Og á fimmtudögum er svokallað opið hús. Þá er spilaö og dansaö af krafti og þá dagana er húsnæöiö að Norðurbrún 1 troðfullt út úr dyrum. Föstudagur 6. febrúar 1981 he/garpósturínn SKÍÐI Skíðamaður á öðrum f æti Rætt við Hörð Barðdal um sérkennilega skíðatækni „Mér finnst þetta alveg rosa- lega gaman,” sagöi Höröur Barðdal endurskoðandi og eflaust einn óvenjulegasti skiða- maður landsins. Blaðamaður Helgarpóstsins hitti hann i Skála- felli á dögunum, þar sem hann renndi sér niður brekkuna af mik- illi kúnst — á aðeins einu skfði. Astæðan er sú, að Hörður hefur verið lamaður á öðrum fæti siðan hann var drengur og getur hann þvi ekki nýtt sér venjulega skiða- tækni. Reyndar kemur niest á óvart að hann skuli yfirleitt láta sér detta i hug að reyna að stunda skiðaiþróttina. „Okkur eru nánast engin tak- mörk sett ef viljinn er fyrir hendi,” sagði hann. „En hug- myndin kom þannig, að Iþrótta- sambandi fatlaðra var boðið að taka þátt i vetrarólympiuleikum fatlaðra i Geilo i Noregi i fyrra. Hér vissi þá enginn neitt um vetrariþróttir fatlaðra, svo við gátum engan þátttakanda sent. Hins vegar var ákveðið að senda út tvo þjálfara, einn frá Akureyri og einn frá Reykjavik, og tvo félaga i Iþróttasambandi fatlaðra til að kynna sér þetta. Þarna voru einfættir menn að renna sér niöur sömu brekkurnar og aðrir skiðamenn. Það var hreint ótrúlegt að sjá þetta og reyndar enginn munur á þeim og öðrum. Ég hafði aldrei farið á skiði, en fékk mikla uppörvun þarna úti. Mér hafði veriðsagt að þetta væri ekki fyrir menn með lömun og reyndar geta ennþá aðeins einfættir menn tekið þátt i keppn- um i Evrópu og á Ólympiuleikum. En ég hitti Bandarikjamann i Geilo, sem var lamaður á öðrum fæti, og hann sagði mér að það tæki einn til þrjá tima að ná tök- um á þessu. Þegar við komum heim reynd- um við að útvega þann búnað sem til þurfti og létum smiða skiða- stafi úr gömlum skiðabrotum og göngustöfum. I Skátabúðinni fékk ég skó og bindingar fyrir litið og tJtilif lét mig hafa eitt skiði, sem Þetta er ekki fyrsta iþróttin, sem Hörður stundar, þvi hann hefur leikið golf á sumrin og sund hefur hann stundað lengi. Nú hafa skiðin bæst við. Og fjölskyldan fer lika til fjalla. Eiginkona Harðar fer á gönguskiði og sonurinn reynir sig á svigskiðum. Hann var reyndar byrjaður á undan föður sinum. En fylgir þvi ekki meiri áhætta fyrir einfættan mann að fara á skiði en hinn sem getur notaö báða fætur jafnt* „Það held ég ekki,” sagði Hörður. „Það er hægt að brjóta sig og drepa alls staðar og flestir deyja jú i rúminu. Ég held að hættan á skaða sé hverfandi litil. Það sem helst getur amað að mönnum er að þeir fá harðsperr- ur til að byrja með, en i staðinn fá þeir bétra geð og betri heilsu.” þarhafði verið skilið eftir. Otbún- aðurinn kostaði mig þvi aðallega þann tima sem tók að koma þessu saman. Ég fór svo i fyrsta sinn á skiði i april, en með litlum árangri. Það var ekki fyrr en þjálfari fór með mérað þetta small saman. 1 ár er ég búinn að fara tvisvar og nú virðist þetta vera að lukkast.” Hörður kvaðst aðeins vita um einn mann annan, sem hefði reynt að skiða á einu skiði hér, en mein- ingin væri að reyna að ná til þeirra manna sem misst hafa annan fótinn og koma þeim til að stunda skiðaiþróttina. Hér er Hörður meö skiöaútbúnaöinn, sem eins og sjá má er nokkuö svo óvenjulegur Frá Snjólfi snillingi og félögum hans Ég hitti vin minn Snjóif snill- ing nýlega. Hann sagöi mér að hann kæmi oft i spilaklúbbinn „Fjórir kóngar”. Þar væri mik- ið fjör i spilamennskunni og gengi á ýmsu. Þegar ég spurði hann hvort hann gæti sýnt mér eitthvert skemmtilegt spil, sýndi hann mér þetta: Suður gefur, allir utan hættu. Kári kennari SDG97 H 32 T 106 L D10864 Gvendur glanni S A104 H D764 T 9854 LK5 Runki röflan S 6 H KG10985 T Á2 L 9732 Snill- ingurinn S K8532 H A T KDG73 LAG Snillingurinn sagði einn spaða og Kári hækkaði i tvo spaöa. Snillingurinn lokaði þá sögninni með fjórum spöðum. Gvendur glanni átti út og fékk þá hug- dettu aö laufa kóngurinn væri rétta útspilið, þvi svona myndi meistari Garozzo örugglega spila. Snillingnum var hlýtt til glannans um leið og hann tók meö ásnum. Litlu trompi spilaö og glanninn tók á ásinn og lét aftur lauf sem snillingurinn tók á gosann. Trompi spilað tvisvar og borðið inni. Tigultiunni hleypt i gegn. Þegar enginn vildi hana voru friu laufin tekin og snillingurinn kastaði tigul kóng, drottningu og gosa! Siðan spilað trompi. Varð sjálfur inni og tók fimmta trompið. Tekið á hjarta ásinn og lét siðan tigul sjöið. Austur og vestur höfðu báðir kastað tiglunum og áttu aðeins hjörtu. Sex i húsi. Runki röflari hellti sér strax yfir makker sinn, brigslaði honum um glannaskap og aulahátt i hvivetna. Konni kæni hafði stað- ið fyrir aftan mig og horft á. Að sptlinu loknu og brigslmælum röflarans, hvisiaði hann að mér: „Er ekki sanngjarnt að þú gefir glannanum einn léttan út á laufa kónginn?” |Q| Skák: Guðmundur Arnlaugsson — Spll: Frlðrik Dungal — Söfnun: AAagni R. Magnússon — Bllar: Þorgrlmur Gestsson Sp/7 1 dag skrifar Friðrik Dungal um spil Lausn á spilaþrautinni S 532 H 8765 T765432 L — SKD4 H Á32 T DG1098 L G4 S G76 H KDG1094 T----- L D1092 S Á1098 H----- T ÁK L AK 87653 Suður vinnur sex spaða. Vest- ur lætur út hjarta áttu. Norður gefur i borði og suður trompar. Norðri spilað inn á spaða kóng. Suður trompar hinn hjarta hundinn með ásnum. Trompi spilað tvisvar og austur er inni á tromp gosa. Suður kastar tigul kóng. Nú er sama hvað austur lætur. Norður er inni, spilar hjarta ás, losnar við tigul ás suðurs og á það sem eft- ir er. Það vakti ánægju mina að sjá aðallar lausnir sem bárust voru réttar. En ánægjan hefði orðið meiri hefðu þátttakendur verið fleiri. Við aðstandendur Helgar- pöstsins vorum i þeirri góðu trú, að til væru margir hér á landi sem ánægju hefðu af spilaþraut- um um leið og slikt bréfasam- band skapaði meiri tengsl milli þáttarins og lesenda. Þvi ekki að senda okkur hugdettur ykkar og tillögur? Látið okkur vita hvort þið viljið meira af spilaþrautum eða hafið ein- hverjar aðrar óskir fram að færa. Dregið hefur verið i sambandi við spilaþrautina. Vinninginn hlaut Magnús Aðalbjörnsson Asbyggð 18, Akureyri, og verðlaunin, tvenn spil,send til hans i pósti.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.