Helgarpósturinn - 06.02.1981, Side 24
® Noröurlandaráösþing hefst i
Kaupmannahöfn á næstunni og að
vanda fer þangað friður flokkur
frá Alþingi Islendinga — þ.e.a.s.
sex þingmenn auk 3-4 ráðherra ef
að likum lætur. Á göngum þings-
ins heyrum við að það hafi vakið
athygli, að alþýðubandalags-
menn leggja mikla áherslu á að i
þetta skiptið verði einnig sendir
allir varamenn aðalmannanna
eöa sex þingmenn til viðbótar.
Þegar betur hefur verið að gáð
kemur i ljós að varamaður
Stefáns Jónssonar aðalfulltrúa
þeirra Allaballa er Guörún
Helgadóttirþá hafa menn óhjá-
kvæmilega tengt það Gervasoni-
málinu með einum eða öðrum
hætti og þóst sjá fram á að hún
vilji taka upp mál hans á þinginu.
Ýmsum þykir kyndugt að Al-
þýðubandalagið sem i orði hefur
viljað berjast fyrir aðhaldi i fjár-
málum rikisins, skuli leggja slika
áherslu á að kostuð verði för sex
þingmanna til viðbótar i veislu-
höldin i Kaupmannahöfn, og al-
mennt er talið innan þingsins að
bæði sjálfstæðismenn og kratar
muni standa gegn þvi að svona
verði staðið aö málum....
®Annars kemur Guðrún Helga-
dóttir viðar við sögu. Fyrr i vik-
unni komu málefni Listahátiðar
fyrir i borgarráði þvi að nú er að
þvi komið að borgin taki við odd-
vitasætinu i framkvæmdastjórn
Listahátiðar af rikinu, sem átti
formanninn á siðustu Listahátið.
Iborgarráði kom fram tillaga um
Guðrúnu Helgadóttur sem full-
trúa borgarinnar i framkvæmda-
stjórnina og hefði hún þá sjálf-
krafa orðið formaður fram-
kvæmdastjórnarinnar. Sjáif-
stæðismennirnir i minnihlutanum
i borgarráði fengu það hins vegar
i gegn að ákveðið var að iáta
málið koma til kasta borgar-
stjórnar i gærkvöldi. Hefur i
þessu sambandi verið bent á, að
næsta listahátið árið 1982 ber upp
á um sama leyti og borgar-
stjórnarkosningarnar i Reykja-
vik fara fram og Guðrún Helga-
dóttir hefði þar al leiðandi vegna
stöðu sinnar I framkvæmdastjórn
Listahátiðar verið mikið i sviðs-
ljósinuog fengið góða auglýsingu.
Þykjastmenn sjá að sjálfstæðis-
menn hafi með þessu viljað láta á
það reyna hvort fulltrúar hinna
meirihlutaflokkanna og þá
kannski einkanlega Sjöfn Sigur-
björnsdóttir, séu tilbúnir til að
færa Guðrúnu þetta forskot á
silfurbakka i miðjum kosninga-
slagnum. Sjöfn hefði ekki þurft
nema að sitja hjá til að fella
Guðrún á jöfnum atkvæðum. En
þvi miður — við vitum ekki úr-
slitin þvi að borgarstjórnar-
fundur stóð enn þegar blaðið fór i
prentun...
® Innan úr borgarkerfinu heyrum
við lika að svonefnt fulltrúaráð
Listahátiðar þar sem aðild eiga
hin ýmsu samtök listamanna auk
rikis og borgar hafi komið saman
til fundar i vikunni. Þar voru
kjörnir þrir fulltrúar úr röðum
listamanna i framkvæmdastjórn-
ina. Enginn þeirra þriggja full-
trúa sem sátu i siðustu fram-
kvæmdastjórn þeir Atli Heimir
Thor Vilhjálmsson og Sveinn
Einarson-gáfu kost á sér. Varð-
andi hinn siðastnefnda er þess að
geta að það hefur verið hefð að i
þau skipti sem borgin veitir lista-
hátið forustu, þá sitji leikhús-
stjóri Leikfélags Reykjavikur i
framkvæmdanefnd en Þjóðleik-
hússtjóri I þau skipti sem rikið á
formanninn, svo að hingað til
hafa þauskipst á um sætið Vigdis
Finnbogadóttirog Sveinn Einars-
son.A fulltrúaráðsfundinum kom
lika fram tillaga um Þorstein
Gunnarsson, leihússtjóra i Iðnó i
framkvæmdastjórnina og auk
þess um þau Ann Sandelin frá
Norræna husinu, Njörð P. Njarö-
vik, Rögnvald Sigurjónson, Niels
Hafstein auk Hrafns Gunn-
laugssonar, sem ekki gaf kost á
sér. Svo fór að Ann Sandelin fékk
13atkv.en þeir Njörður og Rögn-
valdur 12 og voru þau þrjú kjörin,
Föstudagur 6. febrúar 1981 -tl&lQdrpOSturinrL-
Philco ersparneytin á vatn og orku. Hún tekur inn
á sig bæði heitt og kalt vatn og sparar þannig tíma
og rafmagn sem annarsfæri í upphitun vatnsins.
Að auki þvær hún jafnvel erfiðustu þvotta með
einstöku jafnaðargeði dag eftir dag, - skólaföt,
vinnuföt, spariföt og hvers konar þvott, jafnt
grófan sem fínan.
Philco - ein af fjölskyldunni heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655
Ein í þessari
fjölskyldu er
Við eigum auðvitað við Philco, - vegna þess að
Philco þvottavélarnar hafa unnið sér þýðingar-
mikinn sess í fleiri þúsund íslenskum fjölskyld-
um. Þess vegna er Philco talin til fjölskyldunnar.
tökubarn
svo fulltrúi Leikfélagsins datt út
úr framkvæmdastjórninni i
þetta skiptið. Athygli vakti hins
vegar við atkvæðagreiðsluna að i
þetta sinn neyttu allir fjórir full-
trúar rikis og borgar, þ.e. þau
Guðrún Helgadóttir, Njörður P.
Njarðvik, borgarstjóri og
menntamálaráðherra atkvæðis
réttar sins en venjan hefur verið
að þessir fulltrúar sitji hjá við at-
kvæðagreiðsluna og láti fulltrúa
listamanna sjálfa kljást um sætin
þrjú i framkvæmdastjórninni.
Þykir þetta benda til þess að
menntamálaráðherra Ingvar
Gislason ætli að tilnefna mann úr
sinum flokksröðum i fram-
kvæmdastjóninaistaðNjarðar P.
Njarðvik sem kom inn sem full-
trúi rikisins i menntamálaráð-
herratið Ragnars Arnalds og
Njörður P. Njarðvik hafi með
þessum hætti tryggt áframhald-
andi veru sina i framkvæmda-
stjórninni — þetta sinn sem full-
trúi listamanna...
#Á borgarráðsfundi i vikunni var
samþykkt að veita Landssmiðj-
unni leyfi til að reisa töluvert
háhýsi inn við Sundin blá. Biða
menn nú spenntir eftir þvi hvort
Magnús óskarsson .embættis-
maður hjá borginni ■ og fylgis-
menn hans lir Sundasam-
tökunum munu ekki aftur risa
upp á afturfæturna og endurtaka
leikinn frá þvii sumar, þegar SIS
varð að hopa af hólmi af Sunda-
ströndinni og inn á mitt fasta-
landið. Gallinn er bara sá að
Landsmiðjan ætlar að fást við
skipaviðgerðir og smiðarog getur
þvi ekki með góðu móti verið jafn
langtfrá sjó og Sambandið.
®Nú liggja i loftinu talsverðar
breytingar i toppstöðum i
menntamálaráðuneytinu. Þar á
bæ er altalað, að Indriöi H.
Þorláksson deildarstjóri bygg-
ingadeildar muni taka við stöðu
Guðmundar Karls Jónssonarsem
deildarstjóri launadeildar fjár-
málaráðuney tisins, en Guð-
mundur var nýverið skipaður for-
stjóri Frihafnarinnar á Kefla-
vikurflugvelli. Ekki er ljóst hver
tekur við af Indriða...
9Þá eru menn famir að velta þvi
fyrir sér hver muni taka við stöðu
ráðuneytisstjóra menntamála-
ráðuneytisins, en Birgir
Thorlaciuser nú farinn að nálgast
þann aldur, aö hann láti af em-
bætti. Helst er rætt um, aö arftaki
hans verði Arni Gunnars-
son sem nú er deildarstjóri
alþjóða- og háskóladeildar.
Aðrir benda á, að sé