Helgarpósturinn - 10.04.1981, Blaðsíða 2
2
Fostudagur 10, apríl 1981 h^lcjF^rpn^tl irínn
Frásögn Helgarpóstsins um
harkalegar yfirheyrslur i Fri-
merkjamálinu svonefnda i
siöasta blaöi hefur orðift tilefni
til blaöafrétta. t framhaldi af
þvi hefur dómsmálaráftuneytift
fengift skýrslu rannsóknarlög-
reglustjóra, Hallvarfts Ein-
varftssonar, um gang yfir-
heyrslna yfir manninum og
jafnframt hefur Helgarpóstur-
inn haft af þvi spurnir aö
maðurinn sem taidi sig
harftræfti beittan i þessum yfir-
heyrslum, hafi gert dómsmála-
ráftuneytinu grein fyrir sinum
sjónarmiöum i máli þessu og
jafnframt tekift þaft upp vift
dómsmálaráðherra sjálfan,
Friftjón Þórftarson, sem mun
hafa óskaft eftir nánari greinar-
gerft ráftuneytisins um mála-
vöxtu. Að sögn Hjalta Zóphan-
iassonar hjá dómsmála-
ráftuneytinu þá er þaft þó álit
ráðuneytisins, aft stórt á litift
verfti ekki annaö séft af skýrslu
rannsóknarlögreglustjóra, en
ákvæöum réttarfarslaga hafi
verift hlýtt i þessu máli öllu,
„þótt ef til vill megi deila um
smáatrifti”, eins og hann orftaöi
þaö.
Greinargerð
rannsóknar-
lögreglustjóra
Samkvæmt skýrslu
rannsóknarlögreglustjóra hafði
maðurinn, sem hér um ræðir,
verið i yfirheyrslum i tengsl-
um við Frimerkjamálið svo-
nefnda tvisvar eða þrisvar sinn-
um i upphafi marsmánaðar sl.
Að sögn Hjalta var það svo i yf-
irheyrslu 2. mars að manninum
er tjáð að réttarstaða hans hafi
breyst úr þvi að vera vitni i
málinu og i grunaðan. Gerðist
það i kjölfar framburðar aðal-
sakbornings i málinu, sem þá
þegar hafði játað en i framburði
sinum flækt viðkomandi manni i
málið. Þá þegar hafi honum
verið boðið að fá sér lögfræðing i
málið og gengið frá þvi að Bald-
vin Jónsson tæki að sér málið
fyrir hans hönd. Var maðurinn
siðan boðaður til yfirheyrslu
morguninn eftir i aðalstöðvar
RLR i Kopavogi.
Samkvæmt skýrslu
rannsóknarlögreglustjóra
mætti svo maðurinn kl. 10 að
morgni næsta dags og var þar i
yfirheyrslu fram að hádegi. Þá
er honum sagt að ræða þurfi við
hann siðar og honum sagt að
hann skuli biða frekari yfir-
heyrslna eða samprófana i Siðu-
múlafangelsinu. Maðurinn er
bókaður inn i Siðumúlafangelsi
kl. 12.55 þennan dag og er þar
farið nákvæmlega eftir reglum
um handtekna menn. Teknar af
honum allar pillur, allt lauslegt
og hann settur i bað eins og hús-
reglur mæla fyrir. Þ.á.m.
teknar af honum hjartatöflur,
sem hann þarf aö hafa við hend-
ina en það hins vegar leiðrétt
siðar og honum fengnar töfl-
urnar aftur.
Samkvæmt skýrslu
rannsóknarlögreglustjóra var
maðurinn látinn dveljast i Siðu-
múlafangelsi næstu 8 klukku-
stundirnar og látinn i friði þann
tima, mun m.a. hafa runnið i
brjóst á þeim tima. Um ástæður
þess að talið var nauðsynlegt að
geyma manninn i Siðumúla-
fangelsinu sagði Hjalti Zóphan-
iasson að þær muni hafa verið
að aðalsökunautur i þessu máli
var þar geymdur og þótti rétt aö
hafa þá i nágrenni við hvorn
annan, þar til samprófun gæti
farið fram. Aðspurður sagði
Hjalti hins vegar að til sanns
vegar mætti færa, að manninn
hefði mátt geyma á viðkunnan-
legri stað, en þvi miður væri
ekki i mörg hús að venda, þar
sem i húsnæði rannsóknarlög-
reglunnar væru aðeins tveir
örlitlir klefar sem mætti geyma
Það er siðan um kl. 9 um
kvöldið sem réttarhald hófst að
nýju og var þá réttargæslu-
maður viðstaddur. Sagði Hjalti
Zóphaniasson að réttarhald
hefði m.a. dregist fram að þess-
um tima vegna þess að beðið
hafi verið eftir Baidvini Jóns-
syni, lögfræðingi. Baldvin tjáði
Helgarpóstinum hinsvegar að
ekkert samband hafi verið haft
við hann fyrr en um kl. 8 um
kvöldib að maðurinn hafi hringt
i hann og óskað eftir þvi að hann
kæmi og annaðist mál sitt.
Samkvæmt skýrslu
rannsóknarlögreglustjóra var
yfirheyrslum yfir manninum og
samprófunum lokið um
miðnætti þetta kvöld, en maður-
inn og réttargæslumaður hans
muni eitthvað hafa rætt saman
á eftir en Siðumúlafangelsinu
hafi verið tilkynnt að maðurinn
væri laus allra mála kl. 2.35 um
nóttina.
Maðurinn var kurteis meðan
á yfirheyrslunum stóð eftir þvi
sem Hjalti Zóphaniasson hafði
eftir rannsóknarlögreglustjóra
og ekki gert athugasemdir við
þá meðferð sem hann hlaut
meðan á yfirheyrslum stóð. Þá
kvaöst Hjalti ekki hafa fengið
upplýsingar um annað en rann-
sóknarlögreglustjóri, sem hafi
haft yfirumsjón með þessum yf-
irheyrslum allan timann og fólk
hans hafi sýnt fyllstu kurteisi á
móti. Það hafi siðan ekki verið
fyrr en nokkrum dögum siðar að
maðurinn fékk „sjokkið” og sé
þá ósáttur með framkomu lög-
reglumannanna, og meðferðina
á sér i Siðumúlafangelsinu.
Hjalti Zóphaniasson gat ekki
svarað þvi hvort maðurinn hafi
verið búinn undir svo langa
meðferð, þegar hann var boðað-
ur i réttarhald þ. 3. mars sem
grunaður.
Harkaleg meðferð
Maðurinn sem hér hefur verið
fjallað um, hefur ekki viljað
lýsa málsatvikum frá sinum
sjónarhóli fram til þessa, en eft-
ir þvi sem Helgarpósturinn
kemst næst hefur hann mótmælt
harðlega meðferðinni og
hvernig búið var að honum i
Siðumúlafangelsinu. Maðurinn,
sem er nærri sjötugu, mun m.a.
hafa mótmælt þvi að teknar
voru af honum hjartatöflur, sem
honum eru nauðsyniegar, og
hann ekki fengið þær aftur fyrr
en seint og um siðir. Hann mun
haida þvi fram að hann hafi alls
verið i haldi i 18 klst., þ.e. ekki
losnað fyrr en klukkan langt
gengin i fjögur um nóttina og
allan þann tima hafi honum ekki
veriö gefið neitt tækifæri til að
láta nánustu aðstandendur vita
af sér. Með aðbúnaði og fram-
komu við hann i Siðumúlafang-
elsinu, m.a. böðuninni, hafi
hann veriö auðmýktur og reynt
að brjóta hann niður fyrir yfir-
heyrslurnar sem við tóku.
Sú staðhæfing i frásögn
Helgarpóstsins i siðasta blaði að
maðurinn hafi linnulaust verið
yfirheyrður i 13 klst. og þar með
farið yfir þau timamörk yfir-
heyrslna sem kveðið er á um i
lögum virðist samkvæmt þessu
málum blandin. Þá hefur
Helgarpósturinn fengið það
staðfest hjá Gunnari
Marinóssyni, yfirfangaverði
Siðumúlafangelsisins, að þar sé
það algild regla að menn eru
baðaðir áður en þeir eru leidd-
ir til klefa, enda standi skýrt
og skorinort i reglugerð um
fangelsisvist:... að fangi sé
baðaður við komu i fangahúsið
og ekki sjaldnar en hálfs-
mánaðarlega úr þvi.”
Það virðist hins vegar jafn
ljóst að saklausir borgarar
virðast geta átt von á áþekkri
meðferð hvenær sem einhverj-
um sakborningi i rannsókn
mála þóknast að bera upp á
þann hinn sama lognar sakir og
hinn saklausi hefur ekki á
hraðbergi sannanir fyrir sak-
leysi sinu. Þá er ekki farið i neitt
manngreinaálit og allir fá
meðferð sibrotamannsins. 1
þessu tilfelli var það nær sjötug-
ur maður, sem dreginn var að
ósekju inn i sakamál, og þótt
hann hefði almennt orð á sér
sem vammlaus og gegn
embættismaður hefði aldrei
komist i kast viðlögin, var hon-
um fyrirvaralaust varpað i
Siðumúlafangelsið, sem flestir
viðurkenna að sé einhver ömur-
legasta prisund hér á landi og
margir likja við hreina dyflissu.
Það verður að gera þá kröfu að
boöið sé upp á einhverja þekki-
legri vistarveru, en kompur
Siðumúlafangelsisins rétt á
meðan verið er að ganga úr
skugga um það hverjar eru
raunverulegar likur á að við-
komandi maður — hvort heldur
hann er nú góðborgari eða si-
brotamaður — eigi aðild að máli
eða ekki. 1 tilfellum sem þessu
getur hann verið ótrúlega
skammur vegurinn milli réttar-
rikis og lögreglurikis.
Baftklefinn umtalafti þar sem fangar eru
„baftaftir” eins og segir I fangelsisreglugerftum en
ekki látnir bafta sig.
Hver er réttar-
staöa handtek-
inna manna?
Þeir sem handteknir eru að
ósekju mun þykja skammt milli
réttarríkisins og lögregluríkisins
eins og nú háttar
Hvernig yrfti þér vift samborg-
ari góftur, ef afbrotamaður, sem
væri I yfirheyrslum hjá lögreglu
flækti þig saklausan i framinn
glæp? Og ef þaft þýddi lika aft lög-
reglan sækti þig heim, færfti þig
til yfirheyrslu og siftan eftir yfir-
heyrslu væri þú færftur I fanga-
geymslur lögreglunnar og látinn
dúsa þar i óákveöinn tima. I
fangageymslunni væri farift meft
þig eins og hvern annan ótindan
glæpamann, þú látinn i sturtubaft,
allir lauslegir munir af þér teknir
og loks værir þú læstur inni i
klefa. Þar yrfti þér svo haldift i
óvissu, eins lengi og þaö tæki aö
upplýsa málift og hreinsa þig af
þeim fráleitu sökum sem þú varst
borinn.
Þér yrfti náttúrlega mjög illa
vift. Aft því þarf varla aft spyrja.
En hver er réttur þinn I slíkum
uppákomum? Hvaft getur þú gert
þér til varnar?
Þaft er ekki ýkja margt til
varnar. Þú hefur strax og þú hef-
ur verift handtekinn rétt til aft
velja þér réttargæslumann — lög-
eftir Guðmund Árna Stefánsson
<