Helgarpósturinn - 10.04.1981, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 10.04.1981, Blaðsíða 24
helgarpásturinn Föstudagur 10. april 1981 Philips fermingar- gjaffi Philishave rakvélar. Verð frá 415 krónum. Segulbönd fyrir rafhlöður. Inn- Sambyggð útvarps- og segul- Vekjaraklukkur með rafhlöðu. byggður hljóðnemi. bandstæki, LM, MB og FM. Verð frá 317 krónum. Verð frá 759 krónum. Verð frá 1426 krónum. ’ Íb :: ;.. J KS Hitabursti, léttur og þægilegur Útvarpstæki fyrir rafhlöður. Hárblásarasett, með greiðu, Morgunhaninn, vekjari með í notkun. FM, MB og LM. bursta og krullujárni. LM, MB og FM. Verð frá 235 krónum. Verð frá 543 krónum. Verð 575 krónur. Verð frá 543 krónum. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. • 1 bankaheiminum þykjast menn nú sjá þess ýmis teikn að Útvegsbankinn muni fara að rétta úr kútnum eftir að Albert Guðmundsson, bankaráðs- formaður, kom sinum málum i gegnum rikisstjórnina fyrir hönd bankans og ætla menn að Albert eigi eftir að reynast Útvegsbank- anum mikili haukur i horni. Fyrirgreiðsla rikisstjórnar til bankans hefur þó orðið til þess að enn hafa vaknað hugmyndir, einkum i röðum Alþýðuflokks-, Alþýöubandalags- og Sjálfstæðis- manna að samfara þessari fyrir- greiðslu eigi að dusta rykið af gömlum áætlunum um samein- ingu útvegsbankans og Búnaðar- bankans. Af hálfu Útvegsbanka- manna mun ekki illa tekið i þess- ar hugmyndir en hins vegar vera litill fögnuður með þær innan Búnaðarbankans... • Úr rööum stjórnarliða heyr- um við að menn þar þykjast nú vera búnir að pina Hjörleif Guttormsson að koma fram með virkjunaráform sin á þingi nú fyrir páska. Mikil ókyrrð er meðal margra stjórnar- þingmanna með þann drátt sem orðið hefur á þvi að virkjunar- áætlanirnar komi fram. Einkum eru það þá Framsóknarmönnun- um, sem tekið er að leiðast biðin og kvarta sumir þeirra hástöfum yfir þvi i fari Hjörleifs að geta ómögulega tekið ákvörðun... • Við sögðum frá þvi á dögun- um að innan Sambands ungra sjálfstæðismanna væru menn að búa sig i kosningaham og ýmis- legt benti til að baráttan gæti staðiðmilli Einars Guðfinnssonar i Bolungarvik og Péturs Hafns- sonar.Heimdallarformanns. Lin- urnar eru nú aðeins teknar að skýrastog má þá segja að halli á báöa kandidatana. Pétur hefur ekki fengið þann byr sem hann geröi sér vonir um i upphafi og m.a. ekki tekist að tryggja sér stuðning Jóns Magnússonar, frá- farandi formanns SUS eins og hann vænti. Mörgum þykir einnig Einar vera full snemma á feröinni og þá meðal annars bent á að hann sé enn við nám erlendis. Á siðustu vikum hefur þar af ieiðandi verið vaxandi hreyfing fyrir þvi að fá Geir Haarde, hagfræðing hjá Seðla- bankanum i framboð og gera menn sér jafnvel vonir um aö hann muni geta oröið sjálfkjör- inn. • Starfsmannafélög útvarps og sjónvarps héldu sameiginlegan fund um fjárhagskreppu rikisút- varpsins i vikunni. Athygli vakti aö umræðan beindist fljótlega að Sinfónfuhljómsveit Islands og þætti Rikisútvarpsins i rekstri hennar og voru fundarmenn al- mennt inn á þvi að I hæsta máta væri óeðlilegt að útvarpið væri látið axla þann bagga sem hljóm- sveitin væri við þessar aðstæður I rekstri Utvarpsins sjálfs og vildu höggva á tengslin milli þessara tveggja stofnana. Tveir fundar- menn voru þvi þó andmæltir, söngvararnir Guðmundur Jóns- son og Guömundur Guöjónsson, og þetta sjónarmið náði ekki inn i ályktun fundarins.... • Ýmsar hreyfingar geta verið framundan i blaðaheiminum. Af Dagblaðinu heyrum við að menn- ingarritstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson kunni að hverfa frá blaðinu með haustinu og hafi hann tekið stefnuna á doktors- gráðu i listfræði i útlandinu... ® Morgunblaðinu er hins vegar að bætast liðsauki á sama tima. Hildur Einarsdóttir, sem eitt sinn ritstýrði Lif og siðar blaðinu Núna, hefur ráðið sig sem blaða- mann hjá Mogganum og með haustinu geta Moggamenn átt von á gömlum félaga, Þórleifi ólafssyni, sem vann um árabil þar áður en hann hvarf til Grimsby sem starfsmaður hjá ræðismanninum þar, Jóni Olgeirssyni... • Likur eru á þvi, að ibúar i grennd við Laugarásveg 1 losni við áfengisútsöluna, sem hefur verið i þvi húsi frá árinu 1962. Vinbúöin var strax þyrnir i aug- um ibúanna, og þeir reyndu að koma i veg fyrir að hún yrði opnuð, með undirskriftasöfnun- um og mótmælum, en án árangurs. Nú hefur vinbúðin verið þarna i nærri tvo áratugi, og nágrannarnir eru orðnir lang- þreyttir á þeirri örtröð, sem oft er i kringum hana, sérstaklega á föstudögum. Þá er nærri ómögu- legt að komast aö næstu húsum og óslitnar bilaraðir eru langt inn- eftir bæði Laugarásvegi og Sund- laugavegi, beggja vegna gatn- anna. Finnst mönnum að óþæg- indin af þessu yfirskyggi hag- ræöið að þvi að hafa vinbúð i næsta nágrenni sinu. Jón Kjartanssonforstjóri ATVR segir það rétt vera, aö hugmyndir séu um flutning verslunarinnar, en þær eru raunar runnar undan rifjum Erlings ólafssonar versl- unarstjóra. Hann hefur barist fyrir flutningi hennar allt frá þvi hann tók við stöðu verslunar- stjóra þar. En ennþá hefur ekki fundist annar heppilegri staöur, og mönnum ber saman um aö hann sé ákaflega vandfundinn... • Eitt nafn i viðbót hefur nú heyrst nefnt i sambandi við stööu iþróttafulltrúa rikisins. Það er Jón B. Stefánsson, félagsmála- fulltrúi á Selfossi, og þraut- reyndur maður i félags- og iþróttastarfi þrátt fyrir ungan aldur, sem sagður er lita em- bættið hýru auga. Reyndar hefur einnig heyrst að i ráðuneytinu sé nú til umræðu að gera starf Þor- steins Einarsonar að tveimur eftir að hann hættir, og á annað starfið þá einkum að vera bundið við iþróttamál og byggingar skól- anna, en hitt við almennu Iþrótta- félögin... • Þaö er skoðun ýmissa nemenda i Verkfræði- og Raunvisindadeild Háskdla Islands, að sýningin á starfsemi deildarinnar, sem fór fram um siðustu helgi, hafi fyrst og fremst verið skrautsýning og alls ekki gefiö rétta mynd af þvi sem þar fer fram i daglegu starfi. „Þetta var hreinasta Tivoli”, segir einn þeirra. Mörgum kom það lika spanskt fyrir sjónir, að á sýningunni var stillt fram sem kennslutæki myndsegulbands- tæki, litasjónvarpi og sjónvarps- upptökuvél, sem var keypt fyrir deildina fyrir nokkrum árum. Tæki þessi hafa siðan ekki sést á deildinni nema einu sinni á ári og þegar rikisskipuð nefnd kemur til að athuga tækjabúnaö deildar- innar. Aö sögn nemendanna eru tækin þess á milli I vörslu annars af tveimur prófessorum raf- magnsverkf ræðiskorar... • Það eru ekki bara myndsegul- bandstæki, sem verkfræðinemar halda fram, að kennarar þeirra noti mest fyrir sig. Við athugun á útláni á bókasafni deildarinnar kom I ljós, að einn dósentinn er með 80 bækur i láni, og hefur haft sumar þeirra allt frá árinu 1976. I mörgum tilfellum er þarna um að ræða fagbækur, sem kennararnir hafa látið safnið panta, og er ekkert við það að athuga, að þeir hafi þær undir höndum i nokkra mánuði, meðan þeir nota þær vegna starfs síns. En nemendum finnst sem þeir ættu aö fá að njóta bókanna lika. Raunar hafa þeir komist að þvi, að fái þeir lánaðar bækur á safninu i nafni deildar- innar er aldrei gengið eftir að þeim sé skilað. Hinsvegar stendur ekki á rukkun fái þeir bækurnar áeigin nafni... • Enn um Verk- og Raunvisinda- deild Háskólans. Það er altalað meðal rafmagnsverkfræðinema, að Sæmundur óskarsson prófessor sjáist varla i skólanum nema á sérstökum hátiðar- stundum. Annar prófessor, Björn Kristinsson, kenndi i fyrra aðeins tvo tima á viku, en hefur aukið kennsluna nú um 100% — upp i fjóra tima. Einu sinni á ári er þó hægt að ganga að þessum mönnum visum i Háskólanum. Það er um jólaleytið, þegar þeir eru kallaðir til að fella dóm um prdftökurétt nemenda... Hér er ný mynd af Hallbjörgu Bjarnadóttur, hinni kunnu og vinsælu listakonu sem hefur undanfarin allmörg ár dvalist I Bandarlkj- unum. Þar hefur hún haldið margar málverkasýningar undanfarið ásamt manni sinum Fischer Nielsen. Þau sýna að jafnaði i „Gallerf 33” i New Jersey og eru málverk þeirra eftirsótt. Hallbjörg á marga vini hér á Fróni sem minnast hennar vafalaust með þökk fyrir gleðistundir á söngskemmtunum sem hún hélt fyrr á árum. Þau hjónin fylgjast vel með því sem gerist hér heima og biöja fyrir bestu kveðjur,.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.