Helgarpósturinn - 10.04.1981, Blaðsíða 22
22
Greenwich Village
þorpið í stórborginni
Sú spurning hefur oft leitað á
mig, þegar ég er stödd i lista-
mannahverfum erlendra stór-
borga hvað valdi að ein hverfi
frekar en önnur verða að lista-
mannahverfum. Voru húsin,
skipulagið eða mannlifið svo sér-
stætt að listamenn löðuðust að?
En svarið hefur ætíð verið á sömu
lund. Ódýrt húsnæði réöi úrslit-
um.
Þegar New York borg fór að
byggjastinorður upp úr aldamót-
unum og bflar, sem óku um breið-
sem þeir gátu látið skoðanir sinar
og tilhneigingar þróast óhindrað
af þröngsýni og smásálarskap
heimabæja sinna. Þeir komu til
New York i óþökk foreldra sinna
með vasana tóma en fullir af
bjartsýni og settust að i þorpinu.
Miðstéttar unglingar voru þó
ekki þeir einu, sem fundu sér
griðarstað i þorpinu. Börn New
York-búa af lágstétt og inn-
flytjenda fundu þar einnig skjól.
Þessi mislita hjörð átti það sam-
eiginlegt að fyrirlita umhverfið,
götur aðalsamgöngumátinn, þá
breyttist Greenwich Village úr
virðulegu ibúðarhverfi i fátækra-
hverfi. Götur þorpsins voru of
þröngar og hlykkjóttar fyrir bila
þeirra tima svo allir þorparar,
sem vildu teljast menn með
mönnum.fluttu sig upp i bæ.
Ódýrt húsnæði eitt og sér
skapar þó ekki listamannahverfi.
A þessum tima var New York að
verða að stórborg, sem fólk
hvaðanæva að leitaði til, sér til
frægðar, frama eða frelsis. I
fyrsta sinn i sögu Bandarikjanna
gafst róttækum miðstéttarung-
lingum tækifæri á griðarstað, þar
sem hún var sprottin úr. Eins og
einhver komst að orði voru hinir
efnameiri að forðast leiðindi vel-
megunarinnar en hinir að flýja
undan byrðum fátæktar.
Þar sem allir þessir óliku
straumar mættust myndaðist
brátt öflugt samfélag, sem hafði
sina eigin lifsstefnu og lifsmáta.
Takmarkið var að reyna allt og
andstætt kristilegum kenningum
að biða með að njöta ávaxta
erfiðsins var hvers augnabliks
notið til fulls. Fullkomið jafnrétti
rikti milli kynjanna og konur
reyktu, drukku og sváfu hjá, sem
karlmenn væru. Allur klæðnaður
leyfðist og stjórnmálaskoðanir,
sem voru i andstöðu við hinar
rikjandi.
Samieinstaklingurinn gat verið
kommúnisti, einn daginn stjórn-
leysingi þann næsta og syndikal-
isti þann þriðja. Eða allt i senn
sama daginn. Alls kyns stjórn-
málaklúbbum var komið á fót þar
sem málin vorureyfuð ogrædd og
öflug blaða- og bókaútgáfa rekin.
Bækur ungra og óþekktra höf-
unda voru gefnar út og ýmis mis-
munandi langlif timarit. Frægust
þeirra urðu The Masses (Al-
þýðan) og The Little Review.Hið
siðarnefnda birti fyrst allra i
Bandarikjunum kafla úr Ulysses,
James Joyce, og Ijóð eítir þá
Töframaður á Washington Square leikur listir
Verslunin RUSL við Saint Marks Place, sem sérhæfir sig I fatnaði
fyrir pönkara.
óþekkt skáld, Pound og Eliot. 1
timaritum þessum mátti lika
finna greinar um og eftir Marx,
Freud og Bergson.
— Leikhúslifið dafnaði þar
einnig. Eugene O’Neil þá ungur
og óþekktur var einn af stofnend-
um, og aðal höfundur og stjórn-
andi við Provincetown Play-
house, sem enn er við lýði i dag.
A timabili trúðu margir þorp-
ara að draumurinn um útópiuna,
hið stéttlausa, „lagalausa” sam-
félag hefði ræst. En eins og fyrri
daginn reyndist svo ekki vera.
Fyrr en varði urðu sumir þorpara
heimsfrægir og einn þeirra,
Sinclair Lewis, fékk meira að
segja Nóbelsverðlaunin.
Þó draumurinn um fyrir-
myndarrikið rættist aldrei, þá
var lagður grundvöllur á þessum
tima að samfélagi, sem enn þann
dag i dag er griðarstaður þeirra,
sem ekki sætta sig við rikjandi
skoðanir og lifsmáta. Það yrði of
langt mál að telja upp alla þá
starfsemi og stefnur sem rikt
hafa i þorpinu siðastliðin sextiu
ár, en ég mun reyna að nefna það
helsta.
Eins og við var að búast, fundu
vinunnendur sér skjól i þorpinu á
bannárunum. I friðsælu ibúðar-
húsi á horni Burrowstrætis og
Bedfordsstrætis var rekinn vin-
veitingastaður Chumbley’s. Til
að komast þar inn varð að ganga i
gegnum litið, afgirt húsasund og
hvergi sáust þess merki að þarna
væri samkomustaður vin-
drykkjumanna. Engu hefur verið
breytt siðan á bannárunum og til
minningar um þau hafa bókakáp-
um neðanjarðabókmennta þeirra
tima verið komið fyrir snyrtilega
i glerrömmum meðfram veggj-
um.
A s"jötta áratugnum settu
bitnikkarnir svip sinn á þorpið og
á þeim sjöunda, hippar og blóma-
börn. 1 dag er vesturþorpið höfuð-
vigi hýrra karla og kvenna
(gays), en þeir eru einn athafna-
mesti og best skipulagði minni-
hlutahópur hér um slóðir. Þeir
hafa öfluga hreyfingu „The Gay
Rights Movement” sem berst af
hörku gegn öllu misrétti, sem þeir
eru beittir. Þeir hafa unnið
marga sigra á undanförnum ár-
um, en nú eru dimmar blikur á
lofti. Reaganog félagar eru mikið
á móti öllu, sem á einhvern hátt
brýtur i bága við rikjandi hegð-
unarmunstur og eru alls kyns
hugmyndir uppi meðal þing-
manna thaldsflokksins að koma
hýrum fyrir kattarnef. Mörgum
fannst það timanna tákn, þegar
ungur maður ók inn
Kristófer-stræti, sem er aðal-
gatan i hverfi þeirra, i haust og
skaut tvo til bana, þar sem þeir
sátu i makindum á bar. Þegar
morðinginn var handsamaður,
sagðist hann alla tið hafa hatað
hýra og þetta væri liður i útrým-
ingarherferð.
Við Kristóferstræti eru rekin
veitingahús, skemmtistaðir og
barir sem eingöngu eru ætluð
hýrum. Það má einnig finna
verslanir sem sérhæfa sig i tisku
þeirra. Eins og i þorpinu forðum,
er þar öflug blaða- og bókaútgáfa
og leikhús, sem eingöngu sýna
verk um og eftir hýra (þá). Um
þessar mundir standa yfir miklar
deilur milli þeirra og annarra
New York búa út af höggmynd
eftir George Seagal sem á að
reisa á Sheratontorginu við Sjö-
undu breiðgötu' (Avenue). Lista-
verk þetta sýnir tvo karlmenn
veita hvor öðrum ástaratlot.
Innan um þá hýru má finna alls
kyns aðra hópa og einstaklinga.
Þar reka t.d. rauðsokkur kvenna-
bókaverslunina Djunu við tiunda
stræti og listamenn og skáld eiga
sér þar griðastað. Þar býr meðal
annars rússneska skáldið og
flóttamaðurinn Joseph Brodsky,
sem er af mörgum talið eitt efni-
legasta Ijóðskáld i heiminum i
dag.
i austur hluta þorpsins hafa
pönkarar aðsetur sitt innan um
innflytjendur frá Úkraniu. Þeir
hafa lagt undir sig Saint Marks
Place og þar er að finna ótal
verslanir sem selja alls kyns
undarleg föt bæði gömul og ný.
Svarta bosmamikla leðurjakka,
grófar keðjur, rennilása og risa-
öryggisnælur, sem hengdar eru i
eyru og nef. Þar má lika finna tá-
mjóa plastskó i vemmibleikum og
ælugrænum litum, sem viðskipta-
vinir Bloomingdales (eitt finasta
vöruhús hér um slóðir) mundu
aldrei svo mikið sem snerta.
Inngangurinn að Chumbleys, sem var athvarf vinunnenda á
bannárunum.
Föstudagur 10. áprfl 1981 he/garpÓsturinn
Innan um starfsemi pönkara
má finna ódýr veitinga- og kaffi-
hús, sem rekin eru af ungu lista-
fólki, sem er að freista gæfunnar i
stórborginni. Ekki er hægt að
kalla pönkarana hreyfingu i
sama skilningi og nágranna
þeirra i vestur-þorpinu. Þó þeir
hafi sina eigin tisku, tónlist og
lifsmáta, þá er þetta fyrir flestum
timabundið uppreisnarástand.
Þess er að vænta að þeir, eins og
bitnikkarnir og blómabörnin ger-
ist einn góðan veðurdag siðprúðir
borgarar og eignist kannski eigið
hús, bil og börn.
Bleeckerstræti og McDougal,
sem voru aðalgötur hinna upp-
haflegu þorpara hafa löngu orðið
skemmtana- og ferðamanna-
iðnaðinum að bráð. Þau eru yfir-
full af matsölu- og kaffihúsum og
smáverslunum, sem selja út-
hverfabúunum frjálslegan fatn-
að. A sumarkvöldum klæðast þeir
honum og streyma inn i þorpið til
að komast I snertingu við lista-
mannalifið sem löngu er horfið.
Og enda þvi með að glápa hverjir
á aðra.
New York háskóli er einnig i
þorpinu. Að margra mati er hann
svartur blettur á þvi og ætti að
flytja hann burt við fyrsta tæki-
færi. Frá byggingarlegum
sjónarhóli er hann það vissulega.
Gamlar og fallegar smábygg-
ingar hafa verið rifnar og mis-
fagrir steinkumbaldar reistir i
þeirra stað. Skólinn hefur á
undanförnum árum keypt verk-
smiðjuhúsnæði i næsta nágrenni
við skólann og flæmt burt smá-
iðnað og gert marga verka-
konuna- og manninn atvinnu-
lausan.
En eins og oft vill verða þá
þrifst i skjóli stórra menntastofn-
ana mikil og öflug menningar-
starfsemi. Skólinn rekur stóran
listaverkasal og getur þar að lita
verk og sýningar hvaðanæva að.
Þar eru haldnir tónleikar, leikrit
og danssýningar vikulega og
hugsuðir frá öllum heimshornum
koma þangað og flytja speki sina
og kenningar.
New York-háskólinn stendur
ekki frekar en aðrir háskólar
undir þvi að hafa að geyma alla
visku heimsins (universe). En
torgið, sem skólinn umlykur, The
Washington Square, er svo
sannarlega heimur i hnotskurn.
A góðviðrisdögum má finna þar
fulltr. allra stétta og aldurshópa
i New York ef ekki öllum Banda-
rikjunum. Þar standa dópsalar og
bjóða þeim sem vilja gras, skák-
menn tefla, hljóðfæraleikarar
spila, dansarar dansa, söngvarar
syngja, ræðusnillingar flytja
ræður og töframenn leika á sak-
lausa vegfarendur. Þar getur
einnig að lita börn að leik og
gamalmenni sem hvfla lúin bein
innan um uppdópaða eða útúr-
drukkna róna og stúdenta með
námsbækur, hjólaskautamenn og
trimmara. Að ógleymdum góð-
borgurum sem ganga um með
sparisvip og skemmta sér á
kostnað annarra en sjálfum sér
að kostnaðarlausu.
Að lokum má geta að i þorpinu
er gefið út mikið og veglegt
helgarblað, The Village Voice.
„Þorpsrómurinn” sem enn er eitt
vandaðasta blaðið hér um slóðir.
Margur stjórnmálamaðurinn
hefur mátt sviða sárt undan rann-
sóknablaðamennsku þeirra. En
blaðakonungurinn, ástralski,
Murdock keypti „Þorpsróminn”
fyrir nokkrum árum og er það trú
manna að það sé bara timaspurs-
mál hvenær það verður að
æsingafréttablaði.
Þó svo verði er ekki hætta á
öðru en að þorpararnir komi af
stað nýju blaði. Fram til þessa
hafa þeir ekki sætt sig við rikj-
andi hefðir og skoðanir og er ótrú-
legt að þeir taki upp á þvi i fram-
tiðinni.
— Myndir:
Hrefna Hannesdóttir.
Provincetown Playhouse. Elsta leikhúsið i þorpinu. Stendur viö
McDougal Stræti.