Helgarpósturinn - 10.04.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 10.04.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 10. apríl 1981 he/garpásturínn Þegar partíið er búið Stefán Snævarr: Sjálfssalinn Ljóð, 62. bls. Mál og menning 1981. Sjálfssalinn er önnur ljóöabók Stefáns Snævarr, hin fyrri kom út áriö 1975 og hét Limbórokk. 1 bókinni eru 36 ljóð og er þeim skipt i 8 kafla sem allir bera samskonar heiti, Skáldiö erdjúkbox, SkáldiB er sjónvarp, SkáldiB er útvarp, gitar, flugvél, mælir, kvikmynd, tölva. Þessar nafngiftir sem flestar eru ættaB- ar úr tækniheimi nútimans, gefa nokkra visbendingu um andrúmsloftiö sem rikir i þess- ari bók. Yrkisefni og myndmál er yfirleitt sótt i nánasta um- hverfi borgarbúans, þar sem fremur kaldranalegur tækni- blær einkennir flesta hluti. Þaö gætir tveggja megin- strauma i þessari bók. Annars vegar eru ljóB sem lýsa þvi sem kalla má undirheima stórborg- arinnar. Lifi sem einkennist af drykkju og dópi, partium og diskóhita og mismunandi von- lausri ást. Þessi ljóö eru hrana- leg og fremur fráhrindandi og langt þvi frá að dregin sé upp nokkur glansmynd af þessari veröld. Oröin i þessum ljóöum eru oftsótt til hversdagsmáls og götumáls og veröur stundum býsna groddaralegt: Nú þegar patriiö er búiö og morguninn dettur um likin inn i stofu skulum viö halda liveshow fyrir umkomuleysi þitt og eiröarleysi mitt meðan æla næturinnar rennur til sjávar gegnum klóökin (bls.8) Hins vegar eru ljóö sem eru frekar heimspekilegs eölis, byggja fremur á hugmyndum og hugsun en bláköldum veruleikanum i kringum okkur. Þessi ljóö eru einatt alsett vis- unum i ýmsar áttir sem koma fram i hugtökum eins og karma, nirvana og mantra og nöfnum eins og Zanghar og Wittgen- stein. Megininntak ljóðanna eru vangaveltur um timann og breytingar sem eiga sér staö og spurningin um hvað sé varan- legt og hvað ekki. Zanghar kvaddi sér hijóös og hóf lesturinn: „Heimurinn er allt sem er Heimurinn er heild staöreynda, ekki hluta Heimurinn er ákvaröaöur af staöreyndum..’ (39) 1 ljóðinu A Krukkusléttu tim- ans, sem fjallar öörum þræöi um Vietnamstriöiö, og Ruby Tuesday, þar sem spurt er um örlög þeirrar sem var i Friskó sumariö ’67 i Paris voriö ’68 og á Woodstock haustið ’69, er veriö aö velta fyrir sér hvers viröi sé reynsla þeirra sem þroskuöust á þessum árum. Svarið sem skáldiö gefur i lok Ruby Tues- day er nokkuð einkennandi fyrir afstööu þess i bókinni: En þótt þú stæöir hér ljóslifandi myndiröu fáu til svara Stefán Snævarr — sækir yrkis- efni og myndmál i nánasta um- hverfi borgarbúans. þvi fortiöin hefur aldrei skipt þig neinu (45) Ég verð að játa aö þessi bók höfðar ekki sterkt til min. Mér finnst mörg ljóöanna vera ein- um of yfirborðsleg og still þeirra og orðnotkun ekki nógu vel unnin, nálgast það stundum aö vera tilgeröarlegt. Þrátt fyrir þessa skoðun mina er ýmislegt skemmtileg og vel gert að finna i bókinni. Langar mig að taka sem dæmi tvö örstutt ljóö: Þú. Ávöl eins og kópur sem iiggur i fjörunni óvarinn fyrir kúium selskyttunnar. (16) Ljóörök Ef froskar éta flugur og apar éta banana hljóta apafroskar aö éta bananaflugur. (52). —G.Ast. Tvennir s táss tónleikar Það var ekkert aprilhlaup að skreppa á niundu tónleika Tón- listarfélagsins i Austurbæjar- biói 1. april. Allan Sternfeld lék þar pianóverkið Gaspard de ia Nuitfrá 1908 eftir Ravel Þaö er vist ekki ofsagt, aö verk þetta krefjist pianótækni af hæstu gráöu. Henni réö spilarinn svo- sem yfir. En sé eitthvaö meira fólgið i þessu verki en tækni- settar i tugum kassa á handrita- og músiksöfnum. Þetta eru tón- listarsögufræöingar smámsam- an að grafafram.En sú músik er einatt skrifuö fyrir allt önnur hljóðfæri en nú eru mest i brúki. Það varð nefnilega mikil bylting i hljóöfæragerð á 18. öld. Þess- vegna þarf helst að finna eða búa til á ný hljóöfæri svipuð þeim, sem þetta var spilað á. Og brellur, þá kom það ekki ljós- lega til skila aö þessu sinni. Likt mátti raunar segja um samleik þeirra Guðnýjar Guö- mundsdóttur og Ninu Flier i sónötu Ravels fyrir fiðlu og seiió frá 1922. Sannast sagna virtist þetta ekki vera nógu vel sam- æft. En þau bættu um allt betur öll þrjú eftir hlé með þvi að spila Dúmky-trióiðeftir Dvorsjakfrá 1890. Það var að visu ekki einsog Tékkar sjálfir væru að spila sitt eftirlæti, en býsna skemmtilegt samt og öðruvisi vel meö farið. Sjöttu háskólatónleikarnir á þessum vetri voru svo i Félags- stofnun stúdenta 4. april. Þar voru CamillaSöderbergmeö alt- blokkflautu, Helga Ingólfsdóttir með sembal og ólöf Sesselja óskarsdóttir með bassagigju. Hér var um hljómlist að ræða, sem ofanritaður er einkar veik- lundaður fyrir, italskt og franskt barokk frá þvi fyrir miðja 18. öld. Þetta er músik af því taginu, sem t.a.m. Arni Magnússon hefur trúlega setið undir i hirðveislum á Jagara- lundum kóngsins. Það er vel, að sú árátta skuli hafa borist hingað til lands að leika músik frá þvi fyrir hið svo- kallaða klassiska timabil. Þær tónsmiðar liggja einatt óskrá- i ofanálag voru nóturnar ósjald- an skrifaðar af litilli nákvæmni, þvi að hljóðfæraleikurunum var gefið töluvert sjálfsvald um meðferð efnisins. Allt gerir þetta það að verk- um, að hljómleikar af þessu tagi verða talsvert spennandi. Mað- ur rennir enn blindar i sjóinn en endranær. En i þetta skipti veiddist a.m.k. vel, enda gjafar- arnir góðra hluta hver annarri vænni. Lausn á síðustu krossgátu er á bls.^TTj KROSSGÁTA s 4H+ . y EFST UR ' 'íl/ RTHU6 e£ YoKVI rh t GÉRfí HfíUT HOR' 6EIDL- iHGUR mwKp KflU P OFU 5 A pYf/tYt> MjUKft 5KEL- vnuN UR K YN FJtíP. t Fl'onS Litn ÖNU6 VOTúR KfíUHi Wfí r MYf? KUR HlnÞM R LOHfí . 1 1 mm RISTi 'm3*' HEITlP SRfNfí B0K6RÍ ðflBBfl óbpfl MISS8 ]<ONt\ fí&fl U KMtr KftRL BoK Eitnuiz fíHORK VtRK úTumUft. SKjblfí UPPSTÓ tfBBft H’RSl 5 Y&flv Hott FKfím Kojnfí ) 'OLmpiR Plöt/Wk ; ► 'fí RElKN. 5KOLW 171 f /LL GRÉSI 6 LUFfí Kt>NR hby LfíupjR ’ftVÓXT SflmDi fdRTUL Tfíurpi H£Y SRtnTÉ. FlÐPflÐ Ofl TvÍHL- f fÉRVj OPT-R RBIkl £NT>. flutn IN6U/Z Ffli-nr»fl T>/l/< SPoR L_> HLjoð i BNÞ. SKPfliJ? Köt/fí PÉYKJPí fl tl'i K+ i SL'o/n xfkiN fævir Tbr/r/ • 5 1 mwn PÍLfí enD. 5K0KR T>RflU6 Y/Brifí RUÐ ' Dug- leguR 1, rfHNN KR ^7R5RJ? rOfTDUR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.