Helgarpósturinn - 10.04.1981, Page 10

Helgarpósturinn - 10.04.1981, Page 10
10 Föstudagur 10. apríl 1981 frg/r^rp/W/ irínn Aðeins 300 þúsund (30 miilj. gamlar) fara I aögangs- Og svo er blandaö fyrir nokkrar milijónir. eyri. Allt í allt eru þetta miklir peningar— um það þarf ekki að efast. Ef borgarbúar tækju sig nú til og sætu heima f rólegheitum eina helgi# þá myndu þeir spara sér andvirði svona 4. einbýlishúsa/ og svona 50 nýrra fólksbíla. Og ef upphæðin er margfölduð með52/ vikum f árinu/ kemur upp talan 260 milljónir/ (26 gamlir millj- arðar)/ og fyrir þá upphæð má f jármagna kaup á öllum þeim Þórshafnartogurum sem hingað hafa verið keyptir fyrr og ef laust síðar. Fimm hundruð mill- jónir uppí loft eftir Guðjón Arngrímsson Skemmtanir og brennivin hafa iöngum veriö hinar stóru sam- lokur islensks félagslifs. Við skemmtum okkur varla án áfengis, og áfengi smökkum viö varla án þess að skemmta okkur. Svona fullyrðing er eflaust að miklu leyti út I bláinn. Flestir geta skemmt sér dável án þess aö: vera undir áhrifum, og þeir sem eru fullir eru oft langt frá þvf aö vera kátir. En hjá stórum hluta fólks er þetta tvennt nátengt. Ef þaö fer út að skcmmta sér, þá er bíllinn skiiinn eftir heima (Aö minnsta kosti á ballstað, skulum viö vona), börnin sett I pössun, og áfenginu hellt i glösin. Sé farið „út” á föstudags eða laugardags- kvöldi eru fáir sem ekki lita viö áfengi. Þetta er ekki sagt til aö sann- færa fólk um að öllum sé liollt aö fá sér neðan i þvi annaö slagiö, heidur vegna þess að eftir smá reikningskúnstir komst Helgar- pósturinn að þvi aö ef fundin er upphæðin sem landsmenn eyöa i skemmtanir, og „efni” tengd skemmtunum, kemur i ljós að langstærstur hluti hennar fer i áfenga drykki. En þaö geta reyndar allir sagt sér sjálfir. Þaö sem Helgarpósturinn reyndi hins- vegar aö gera, var aö finna út þá upphæö sem Reykvikingar eyöa i skemmtanir á einni venjulegri helgi. Það reyndist dálitið flókið dæmi. Bæði vegna þess að skemmtanir geta verið margvis- legar, og eins vegna þess að erfitt er að flokka suma hluti. Þú kaupir t.d. tvær kók á föstudags- morgni. Aðra drekkurðu i hádeg- inu þann dag, og það telst varla til skemmtana. En hina geymirðu til kvöldsins, notar hana til að blanda vodkann, og hún telst þvi til skemmtanakostnaðar. Ef þú færð þér þrjú glös yfir sjónvarp- inu á laugardagskvöldi ertu varla að skemmta þér, en ef þú ert með 20manna líflegt samkvæmi i stof- unni, þá ertu óneitanlega að gera þér glaðan dag, jafnvel þó þú drekkir aðeins þrjú glös. Semsagt: Þessir útreikningar eru dálitið frjálslegir, þó að i heildina gefi þeir allgóða mynd af skemmtanafýkn borgarbúa. Litum á meðaleyðslu h jóna sem fara út að skemmta sér. Nú hafa fáir efni á þvi að drekka sitt vin á — eða oni maga bar, og þvi fara þau i rikið og kaupa þar eina flösku. Við skul- um segja að hún kosti svona 140 krónur. Það gæti verið léttvin. Þau fara i leigubil til kunn- ingjafólks fyrir 40 kr. — sem einnig er i lægri kantinum. Þau fara á ball i bil með öðru fólki, og borga 20 kr. fyrir. Þau borga fjörutiu krónur inn á ballið, og þar fá þau sér tvo drykki hvort á samtals hundraðkall. Heim fara þau svo i leigubil fyrir fjörutiu krónur. Þetta eru samtals 400 krónur og þykir vist engum óhóf- lega með peningana farið. Samkvæmt bestu upplýsingum er þetta tala 200 krónur (20 þús- und gamlar) á mann — sem liggur nærri réttu lagi. Spurning- in er hinsvegar: hvað er sá hópur stór I Reykjavik sem stundar skemmtanir af þessu tagi og hvernig er hann samansettur. Þessu er ekki hægt að svara fyrr en eftir nákvæma félags- fræðilega könnun. Auðvitað er það ungt fólk sem er duglegra en eldra, og viss hluti þess er langt- um duglegri en annar hluti. Eða þannig. A árinu 1980 voru seldir ein milljón og sextiu og f jögur þúsund aðgangsmiöar að vinveitingahús- unum i Reykjavik. Ef deilt er i þessa tölu með fimmtiu og tveimur, vikunum i árinu, kemur upp talan 20.462. Við skulum segja að tuttugu þúsund af þess- um miðum séu seldir um helgar og á 15 krónur að meðaltali. Rúllugjaldið er að visu 13 kr. en með þvi að bjóða uppá skemmti- atriði af einhverju tagi er sú tala hækkun af veitingastöðunum. A venjulegri helgi fara þvi 300 þús- und (30 gamlar milljónir) i að- gangseyri að veitingastöðum i bænum. Litum á áfengið, langstærsta kostnaðarliðinn. Á siðasta ári var i Reykjavik selt áfengi fyrir 18.991.577.000 — tæpa nitján gamla milljarða. Inni þeirri tölu er allt — m.a. áfengi til veitinga- húsa. Það þýðir meðalsölu á viku fyrir 365.222.630 — þrjú hundruð sextiu og fimm milljónir. Vegna verðhækkana, og vegna álags veitingahúsa á hluta alka- hólsins skulum við hækka þessa upphæð i 400 gamlar milljónir, þráttfyriraðvið vitum að hluti af áfenginu fer útúr bænum og að hluti er drukkinn i miðri viku. Ef við tökum þvi bara áfengið og aðgangseyri aö veitingahúsun- um erum við komin i 4 milljónir og 300 þúsund nýkrónur (430 milljónir gamlar) i eyðslu i skemmtanir á einni helgi i Reykjavik. En svo eru það leigubilarnir. Hjá Frama, félagi leigubilstjóra fengust þær upplýsingar að um helgar væru um 400 leigubilar á ferðinni i bænum. I kringum skemmtanirnar fengi hver bill að myndir Jim Smart meðaltali tiu túra. Meðaltúr kostar tæplega 40 krónur. Það gera þvi 160 þúsund. Mest er að gera á laugardagskvöldum, en við skulum segja að samtals geri föstudags- og sunnudagskvöld ’jafn mikið og það — og tvöföldum þvi upphæðina. Þrjú hundruð og tuttugu þúsund (32 gamlar millj- ónir). Samanlagt er helgareyðsla borgarbúa þvi kominn i 4.62 millj- ónir nýkróna. Samkvæmt tölum frá sambandi veitingahúseigenda voru haldin tæplega 600 einkasamkvæmi i fyrra — opinberlega að minnsta kosti. Það eru árshátiðir þorra- blót og svo framvegis. Það gera um ellefu slik böll á viku — og mjög mörg þeirra eru haldin i félagsheimilum og allskyns söl- um úti bæ og taka þvi ekki frá veitingastöðunum. Við skulum reikna með að 50 manns komi að meðaltali á hverja árshátið, og varla er það ofreiknað, og að aö- gangseyrir (oftast matur innifal- inn) sé 150 krónur (15 þúsund gkr.) t einkasamkvæmi fara þvi um hverja helgi alls 82.500 krónur og heildarupphæðin er komin yfir 4.70 milljónir. Þegar hér er komið sögu fara tölurnar að verða losaralegri. Bland til dæmis. Ef áfengi er keypt fyrir 4 milljónir á viku og hver flaska kostar að meðaltali um 150 krónur (kannski of- reiknað) er um að ræða hátt i 27 þúsund flöskur (Sem er náttúru- lega i hæsta lagi). Ef einn þriðji þeirra er blandaður til helminga i gosi, er um að ræða kannski um það bil 7 þúsund litra eða svo. Og þeir kosta skilding. Verulegur hluti af fatakaupum ungs fólks tengist beinlinis skemmtunum, og allskyns idýfur og kartöfluflögur, plötukaup, glös, svo ekki sé minnst á öll óhöppin, árekstrana, sektirnar, vinnutapið og þar frameftir göt- unum. 1 heild er varla ofreiknað að fimm milljónir króna fari um hverja helgi i „skemmtanir” i Reykjavik. Kannski ekki alveg svo mikið. Efvið reiknum fram dæmið um hjónin sem fara út á laugardags- kvöldi, og margföldum eyðslu þeirra (200 krónur á hvort) með fjölda aðgöngumiða, þá koma út fjórar milljónir. En inni þvi er heldur ekkert af þvi sem talið var hér að framan. Áfengi er drukkið fyrir litlar 4 milljónir. (400 milljónir gamlar) Leigubllar eru teknir fyrir svona 320 þúsund (32 gamlar milljónir)

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.