Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.04.1981, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 15.04.1981, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur 15. apríl 1981 „Nótt eina lá ég vakandi og var ab hugsa um skyndilegt andlát vinar, en jarðarförin hafði farift fram daginn áöur. Þetta olli mér hugarangri. Allt i einu fannst mér eins og hann væri i herberginu. Mér virtist sem hann stæ&i viö fótagaflinn og væri aö biöja mig aö fara meö sér. Mér virtist þetta ekki vera svipsýn, fremur aö þaö væri mynd fyrir hugskot- sjónum minum, og ég hugsaöi aö þetta væri imyndun. En hrein- ski lnislega varö ég aö spyrja sjálfan mig: Hef ég nokkra sönnun fyrir þvi aö þetta sé imyndun? Ef þetta er ekki imyndun, ef vinur minn er raunverulega hér, og ég álykta aö þetta sé einungis hugarburöur, væri þaö ekki illa gert af mér? Samt haföi ég jafnlitla sönnun fyrir þvi aö hann stæbi gegnt mér sem sýn. Þá sagöi ég viö sjálfan mig: „Sönnun skiptir ekki máli. 1 staö þess aö skýra þetta sem Imyndun get ég látiö þetta liggja milli hluta og jafnvel i tilraunaskyni taliö þaö raunveru- legt”. Um leiö og þessi hugsun skaut upp kollinum fór hann aö dyrun- um og gaf mér merki um aö fylgja sér. Ég þurfti þá aö taka þátt i þess- um leik hans. Um þaö haföi ég ekki beöiö hann. Ég endurtók orö min innra meö mér og aöeins aö þvi loknu fylgdi ég honum i huga minum. Hann leiddi mig út úr húsinu, gegnum garöinn út á götu og siöan aö heimiii sinu. (Þaö var i reynd I nokkur hundruö metra fjarlægö frá heimili minu). Ég fór inn og hann visaöi mér til skrifstofu sinnar. Hann steig uppá stól og sýndi mér bók i rauöu bandi önnur i rööinni I safni fimm slíkra á næst efstu hillu. Þá hvarf sýnin. Ég var ekki kunnugur bókasafni hans og vissi ekki hvaöa bækur hann átti. Aö auki heföi mér aldrei reynst unnt aö lesa heiti bóka á næstefstu hillu. Þar sem mér fannst þessi atburöur undarlegur fór ég næsta morgun til ekkju hans og spuröi hvort ég mætti iita á bókasafn vinar mins. Stóö þá stóll við bókahillu þá sem ég haföi séö I sýn minni og jafnvel áöur en ég kom nær gat ég greint hinar fimm bækur I rauöu bandi. Ég sté uppá stólinn svo mér var unnt aö lesa heiti bókanna. Þetta voru þýöingar á skáldsögum Emile Zola. Heiti annars bindindisins var: „Gjöf frá látn- um”. Innihaldiö virtist mér ekki áhugavert. Einungis heiti bókarinnar var mjög athyglisvert i sambandi viö atburð þennan”. Frásögnina hér að ofan er aö finna i sjálfsævisögu hins fræga sálfræöings og geðlæknis Carl Gustav Jung, og hún er áþekk hundruðum annarra frásagna i svipuöum dúr. Við heyrum aftur og aftur sögur af framliönu fólki, af framhaldslifinu og atburðum sem ekki er hægt að skýra. Og viö trúum þessum sögum meira og minna vegna þess að við trúum langflest á framhaldslif. 1 hinni viöamiklu könnun Er- lends Haraldssonar á dulrænni reynslu tslendinga, trúarviðhorf- um og þjóötrú kemur fram að við Islendingar erurn irúaðri á annað lif en flestar aðrar þjóöir. i raun- inni eru það aðeins tvö prósent okkar, sem telja lif eftir þetta lif óhugsandi. Og tveir þriðju hlutar þjóöarinnar búast viö framhalds- lifi sér til handa. Það er hmsvegar minna vitaö um hverskonar Iiíi fólk býst við. Miöað viö trúna á framhaldslif, eru ekki margir á þeirri skoðun að um endurholdgun sé almennt að ræða. Aðeins rúmur þriðjungur er viss eða telur lik- legt aö um hana sé að ræöa. Staðreyndin er sú náttúrlega aö flestir velta slikum spurning- um ekki mikiöfyrir sér. Við hugs- um sem svo að vist sé lif eftir dauðann og að það fari eitthvað eftir þvi hvernig við lifum þessu lifi en látum þar viö sitja. Og séu menn spurðir beint og krafðir svara eins og skot, þá eru þeir lik- lega margir sem fá upp i hugann mynd af englinum á Jesúmynd- inni sem hékk fyrir ofan rúmið i barnaherberginu. Og fyrsta hugsun um Guð er ósjálfrátt sú um gamla hvitskeggjaöa mann- inn. Skrattinn er svo i huganum eins og hann er i leikritinu um Sálina hans Jóns mins. Börn reyna að búa sér til ein- hverja mynd af lifinu „fyrir handan” og sú mynd situr senni- lega i okkur langt frameftir aldri. Að minnsta kosti á meðan við mgsum ekki um þessa hluti nema litillega. En hvaða hugmyndir eru helst- ar um það sem við tekur eftir dauðann á Islandi nú á dögum? Haft var samband viö nokkra aðila og þeir spurðir álits. Að vera í sam- félagi við Guð Einar Sigurbjörnsson, guð- fræðiprófessor við Háskóla is- lands var spurður um hugmyndir kirkjunnar um þaö hverskonar h'f væri eftir dauöan, ef lif væri. „Það er nú vafi hvort hægt sé að gefa einhæft svar við þessari spurningu”, sagði hann. tekur við? „Ég get sagt að gamla testa- mentið hafi litinn áhuga haft á þessum spurningum, og yfirleitt ekki velt þeimfyrir sér. En eftir ritunarti'ma þess, siðustu ald- imar fyrir Krist, þá blönduðust inn i gyðingadóminn hugmyndir frá umhverfinu, meöal annars frá Grikklandi. 1 þeim er leitast við að samræma bibliulegu guðs- trúna við hugmyndir-samfélags- ins, og þessar hugmyndir koma inn i nýja testamentinu, þar sem vissulega er ekki litið á dauðann sem algjör endalok. Hugsanlega er hægt að lesa útúr sumum text- um þar trú á lif eftir dauðann, meðal annars i sálmum. og i kristinfræöinni ber sumsstaðar á þeirri von að dauðinn sé ekki slokknun, heldur hverfi fólk þá á annað tilverustig meö guði. 1 hinni grisku hugmyndafræöi er manninum skipt i sál og lik- ama. Þar tilheyrir Ukaminn hinu forgengilega og breytilega, en sálin tilheyrir óumbreytan- leikanum og er I raun i fangelsi h'kamans. Það sem gerist viö dauðan er að likaminn sameinast forgengileikanum,en sálin heldur áfram að lifa, þaö er hennar eiginleiki Þessar hugmyndir koma inni kristna trú i gegnum tiðina, og þær má meðal annars finna i Passiusálmum Hallgrims Péturssonar: „Hcr þcgar veröur hold huliö jarðarmold sálin hryggðarlaust hvilir hcnni Guösmiskunn skýlir”. Samtímis þessum hugmyndum um ódauðleika sálarinnar lifðu hugmyndir, þeim ekki ótengdar, um upprisuna. Tal biblíunnar um hana er myndrænt, og ef við Einar Sigurbjörnsson tökum þessar myndir sem lýs- ingu á raunverulegum atburði, þá kemur þaðút eitthvað á þá leið að við sofnum, og erum grafin og biðum efsta dags. Þá mun jöröin springa og likamirnir risa upp og sameinast sálinni. Þannig er þetta tjáð, bæði i predikunum og i málverkum og fleiru, og fólk virðist hafa tekið þetta bókstaf- lega. En það er auövitað óleyfi- legt að gera trúfræðilegan sann- leika úr skáldskap, sem túlkaður er með myndum”, sagði Einar. „Kirkjan litur svo á að heimur- inn lúti tilgangi skapara sins, og aö skaparinn muni láta þennan tilgang ná fram að ganga. Þá verður tekið fyrirþá tviræðni sem nú er rikjandi — sorg og gleði til dæmis, ástog hatur lif og dauöa. Vonin ersú að upp risi ný jörð þar sem enga angist er að finna og dauði og kvöl er ekki til. Útfrá kristinni guðstrú er ekki hægt að viðurkenna griska tvi- hyggju. Það er i raun að afneita skaparanum, þvi ef efnið, likam- inn, er skapaður af guði, þá er það i sjálfu sér gott. Kristin trú vill lita á likama og sál sem heild og segir að þessi heild frelsist. Þúog

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.