Helgarpósturinn - 15.04.1981, Síða 8

Helgarpósturinn - 15.04.1981, Síða 8
AAiðvikudagur 15. apríl 1981 Jielgarpásturinn__ L-helgar— pásturinrL. Blað um'þjóðmál/ listir og menningarmál Utgefandi: Vitaðsgjaf: hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Árni Stef ánsson og Þorgrimur . Gestsson. utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Er nokkuö hinum megin? „Svo brýt ég og sjálfur bátinn minn og berst inn I gljúfra veginn. Við förum þar ioksins allir inn. En er nokkuð hinum megin?” Þannig spyr Einar Kvaran i einu ljóða sinna. Sennilega hefur heldur engin hugsandi mannvera ekki einhvern tima brotið heilann um gátuna miklu — hvað tekur við að loknu þessu lífi? Af ein- hverjum ástæðum er þó islend- ingum þessi spurning hugstæðari en flestum öðrum, og þeir fara ekki alltaf troðnar slóðir I leit af svörum við henni. Langflestir islendingar virðast einnig hafa komist að þeirri niðurstöðu að vafasamt sé að úti- loka framhaldsiifið. t viðamikilli könnun sem fram fór fyrir fáein- um árum á trúarviðhorfum is- lendinga sýndi það sig að aðeins um 2% þeirra sem spuröir voru töldu líf eftir þetta lif með öllu óhugsandi en um tveir þriðju þeirra sem spurðir voru gerðu beinllnis ráð fyrir öðru lifi sér til handa. Og vel að merkja — þetta gerist á veldistima efnishyggju visindanna, þegar býsna erfitt á að vera að samrýma likan hugs- unarhátt að þeirri heimsmynd sem raunvisindin hafa verið að draga upp fyrir okkur á liðnum árum. Aftur á móti er minna vitað um það hvers konar hugmyndir fólk hér gerir sér um þetta Hf sem taka muni við þegar jarðvist hér er lokið. Eru þessar hugmyndir i anda hinnar kristnu kenningar, sem afneitar tvihyggjunni og segir likama og sál eitt, er muni frelsast Isameiningu á efsta degi. Eða standa þær nær lýsingum t.a.m. spiritista, jafnvel guð- spekisinna eða nýalsinna á öðrum og æðri tilverustigum, sem sálin leiti á handan grafar? t Helgar- póstinum í dag eru þessar óliku kenningar eða hugmyndir reif- aðar litillega og aö þeim lestri loknum ætti hver að reyna að svara fyrir sig, enda e.t.v. við hæfi nú þegar upprisuhátið Jesú frá Nasaret er framundan. Handa hinum sem eru þá enn á báðum áttum, mætti e.t.v. visa á heilræði prófessors Sigurðar Nordal sem hann setti fram i frægum hugleiðingum um lifið og dauðann, þar sem hann réð mönnum fremur að gera ráð fyrir lifi að lokna þessu lifi og breyta þannig sem þeir væru að búa sig undir þetta annað lif. Hann sagði: ,,Úr því hliðsjónin af undirbún- ingi annars Hfs reynist öruggasti mælikvarðinn á þau gæði, sem veita okkur mestan velfarnað hérna megin grafar, bendir það sterklega til að þetta annað lif sé veruleiki. Það virðist fara nákvæmlega saman, að takir þú þá stefnu að reyna að gera þig sem best við þvi búinn að flytja héðan inn i aðra tilveru, eftir þvi sem einlægasta hugsun þin vísar þér til, — þá verður þú um leið margfalt hæfari til þess að njóta alls, sem þú vilt nýta, af unaösemdum þessa heims, mæta öllu andstreymi án þess að bugast eða flýja og breyta þvi I dýrmætt uppeldi, sem þú oft og einatt eftir á sérð, að þú vildir ekki hafa fariö á mis við”. Eöa með öðrum orðum — allur er varinn góöur, þó að gátunni miklu sé eftir sem áður ósvarað. Gleðilega páska. Bubbi vorbodi Þetta er skrifað á 5. sunnudegi i föstu og ætti þvi að vera farið að saxast á veturinn, en litið fer nú fyrir vorinu blessuðu hér vestra sem biður ólaufgað i kvistum, svo maöur noti orð skáldsins. En vorið býr lika ólaufgað i brjóstum mannanna, það finnst á, þrátt fyrir allt. Fyrsti farfuglinn sem kemur hingað að Núpi i vor veröur liklega Bubbi Morthens og vonandi kemur hann með vorið að sunnan undir þöndum vængjum flugsveitar Sverris Þórodds- sonar, þvi ekki dugir Bubba ein flugvél undir náöarmeðulin. Þetta minnir eiginlega á farteski Billý Grahams hér um árið, þegar fólk var látið iðrast synda sinna skv. nýjustu tækni i Nes- kirkju: Confiteor Deo omnipótenti et vobis, fratres, quia peccavi nimis cogitatióne, verbo, ópere et omissióne fyrir framan vfdeóið. En Bubbi er timamótamaöur hann hefur gengiö á hólm við goð- sögnina um Ólaf sjómann og „draum hins djarfa manns”. Sig- urður sjómaður dansar ekki lengur við dömurnar og er heldur ekki alltaf upplagður úti að skemmta sér. Bubbi er likast til búinn að senda Sigga á Reykja- lund eða Hátún 8 fyrir fullt og fast, þvi nú er Siggi lamaður hjólastólnum í. Hann varð undir trollhlera þá tóg hann vildi burt- skera, og þvi fór sem fór. Og geri aðrir betur en Bubbi, eða verr. Hefur nokkur gengið eins rösk- lega fram i að fæla menn burt frá sjósókn og sjómennsku, hefur at- vinnulifið ekki einmitt þurft á skáldum að halda á borð við Núma Þorbergsson, Kristján frá Djúpalæk eða þá Oddgeir Kristjánsson og Ólaf Ragnarsson. Hefur nokkur starfskynning náð með tærnar þar sem eru hælspor þessarar manna að kynna sjó- mannslifið og sjómannsstarfið: „Sjómannslif, sjómannslif ástir og ævintýr fögnuð i faðmi býr brimhljóð og veöragnýr”, býður nokkur starfsgrein betur, nema ef til vill flugstjóradjobbið — i faðmi flugfreyjunnar á gullnum vængj- um morgunroðans? Ég veit ekki nema LIÚ ætti að taka til athugunar að kippa Bubba Morthens og Utangarðs- mönnum alveg úr umferð, ellegar að gera þá að málaliðsmönnum með öfugum formerkjum einsog vaninn hefur verið með litil skáld og stór, hvers boðskapur hefur gengið i berhögg við forræöi valdastéttarinnar á hverjum tima, einsog það heitir á marx- isku fræðimáli. Kristján Ragnarsson á margt ólært af Pétri Þrihrossi, það er ljóst, úr þvi hann gerir engar ráðstafanir, og Utangarðsmenn fara um landið einsog logi yfir akur og brjóta i þúsund mola hina við- teknu mynd sjdmannsgoða- sagnarinnar i hverju einasta þorpi. Minna má nú gagn gera, og vafalaust ekki langt að biða þess, aö mannskapinn þurfi að sjanghæja um borð einsog gerðist á efstum dögum siðutogaranna. En einsog ævinlega vill til hlaupa aðrir og raunsærri menn undir bagga með útgerðinni svo sem einsog Ómar Ragnarsson, al- þýðuskáldið góða: Ég er sjóari og sigli um haf sem sorg og gleði mér gaf. Og ég kyssi konurnar meðan að flýturmittfley. Út um allan heim á ég helling af þeim og ég er og verða mun sjóari þartil égdey. Þarna er að visu minnst á sorg- ina til að hafa eitthvert mótvægi eða kontrast, þvi að lifið gerist nú eitt sinn i tveimur skautum, en það sem einatt riður baggamun- inn i ljóðagerð hirðskálda LÍÚ er kvennafansinn sem ævinlega biður á bryggjunni reiðubúinn að vefja hetjur hafsins örmum. Stundum er hún þó ein, hin trygga og trúfasta kona sbr. Sjómanna- valsinn: En handan við kólguna kaida, býr kona sem fagnar i nótt o.s.frv., en miklu oftar er þetta „indælis úrval af meyjum” og ,,út um allan heim á ég helling af þeim”, bókmenntarýnin mundi liklega flokka þetta undir absúrdisma, eða fáránleikastefnu i ljóðagerö, slik veröur kvenhylli þeirra manna sem leggja sjó- mannsstarfið fyrir sig. En almáttugur, ég sem ætlaði að leggja út af vorinu I upphafi pistils, og veit ekki betur en ég hafi verið farinn að vitna i Snorra Hjartarson og ranka svo við mér kominn á kaf I hugleiðingar um hina óhugnanlegu og órómantisku böðla goðsagnarinnar. Utan- garðsmenn, ásamt foringja þeirra Bubba Morthens sem lik- lega er verst skáld sem uppi hefur verið á tslandi i samanlagðri heiðni og kristni. En þrátt fyrir hina algeru gengisfellingu ljóðs- ins i barka slortrúbadorsins Bubba M. er eitthvað það i sann- færingu og krafti boðskaparins sem fær menn til að missa trúna á goðsögnina miklu. Liklega er Bubbi og Co trúverðugri i ham sinum en t.a.m. ólafur Ragnars- son eða Númi Þorbergsson með allri virðingu fyrir báðum. Núpi, 5. apríl 1981 HÁKARL Stælur á stjórnarheimilinu Ólafur tekur stefnu flokksins alvarlega Vindasamt er á stjórnarheimil- inu um þessar mundir. Upplýs- ingarnar um leynisamning Gunn- ars & Co. hafa komiö Framsókn- armönnum illa og á nýafstöönum miðstjórnarfundi lágu foryztu- menn flokksins undir miklu á- mæli frá fundarmönnum, sem þótti sem allaballar væru nú bún- ir að fá úrslitaaðstöðu i islenzkum stjórnmálum. t þvi ljósi verður að skoða samþykktina um flugstöðv- arbygginguna og aðskilnað her- lifs og þjóölifs. En þegar ólafur flutti sam- þykkt miðstjórnar sinnar inn á rikisstjórnarfund böröu ráðherr- ar allaballa i boröið. Þótt þeir lýstu sig persónulega hlynnta flugstöðvarbyggingunni, sögðust þeir enga skoöanabræður eiga innan þingflokksins og yrðu þeir þvi meö tilvisun til stjórnarsátt- málans að segja nei. Gunnar og flokksbrot hans studdu allaballa og sögðu að sérstaklega hefði ver- ið samið um aðgerðarleysi i mál- inu við stjornarmyndunina. Þaö þykknaði i ólafi á rikis- stjórnarfundi og kvaöst hann staðráðinn i þvi aö hafa sitt fram og láta ekki 11 þingmenn alla- balla ráða stefnunni. Svavar sagði þá að stjórnarslit lægju við. Pukunum skemmt Þegar að atkvæðagreiðslunni i efri deild kom, hafði allaböllum tekizt að berja alla þingmenn Framsóknarmanna nema ólaf til hlýðni. Tómas Arnason hafði gef- ið út kotrosknar yfirlýsingar, en bakkaði nú út eins og venjulega i viðskiptum sinum við Alþýðu- bandalagsmenn. Var i skyndi sóttur óþekktur varamaður til þess að taka sæti Tómasar á þingi, svo aö hinn siðarnefndi þyrfti ekki opinberlega að éta stóryrði ofan I sig. Fyrirvari Framsóknarþing- mannanna var lika tóm vitleysa. Byggingin er svo til tilbúin til út- boös og strax og sú grundvallará- kvörðun að byggja nýja flugstöð ofan við Keflavíkurkaupstað er tekin, er hægt að hefja jarövegs- skipti undir akbrautir og flug- vélaverkstæði, sem gerð verða á kostnaö Bandarikjamanna. Þingmenn stjórnarandstöðunn- ar glottu eins og púkar, þegar þeim tókst að sanna alþjóð að enginn tæki stefnu Framsóknar- flokksins alvarlega nema ólafur, — ekki einu sinni þingmenn flokksins. Fleiri átakamál En það eru fleiri átakamál milli Framsóknarmanna og allaballa. Steingrimur vill gera viðbót við efnahagsráðstafanir vetrarins og segir miklar verðhækkanir vera framundan eöa „i pipunum” eins og það mun orðað á Ströndum. Allaballar segja þvert nei og beita neitundarvaldinu sem þeir hafa skv. leynisamningnum. Gunnar hefur engan áhuga á málinu. Helguvikurmálið á eftir að koma upp á rikisstjórnarfundum. Útlit er fyrir aö Alþingi samþykki þingsály ktunartillögu jákvæða byggingu nýrra oliugeyma i Helguvik og Ólafur mun lita svo á, að þar með þurfi hann ekki að spyrja meðráðherra sina frekar um framgang málsins. Allaballar visa til leynisamningsins og hóta enn stjórnarslitum. Gunnar styð- ur þá. Loks eru átök um Jan-Mayen málið framundan með stjórnar- flokkunum. ólafur og embættis- menn hans telja sig nú geta náð - samningum við Norðmenn, sem endanlega kveði á um skiptingu hafsvæðis og auðlinda milli Jan- Mayen og Islands. Telur ólafur sig mundu þar með ná fram mikl- um sigri sem tryggði honum og stefnu hans veröugan sess i ts- landssögunni. Allaballar hafa hins vegar hafnað öllum sam- komulagshugmyndum Ólafs og mun málið endanlega strandað i rikisstjórninni og ekki ná fram að ganga nema Ólafur semji viö stjórnarandstöðuþingmenn um framgang þess, en ekkert er vitað um afstöðu þeirra. Virkjunarmálin Iönaðarráðherra hefur reynst minnstur afkastamaður i rikis- stjórn siðan Magnús Torfi sat i ráðherrastóli. 1 óþolinmæði yfir ákvörðunarleysi i virkjunarmál- um hótuöu nokkrir af þingmönn- um Eramsóknarmanna þvi i vetr- arbyrjun að ganga i lið með stjórnarandstöðunni og sam- þykkja nýja löggjöf um virkjun- armál. Iðnaöarráðherra bað þá um frest til marzloka og fékk hann. Siðan fór hann fram á framhaldsfrest til páska og var sá frestur veittur af mikilli tregðu. Frumvarp ráðherrans er nú loks tilbúið, en virðist lika endan- lega strandað i rikisstjórn og þingflokki allaballa. t stuttu máli gengur frumvarp- iðút á það, aö veittar eru heimild- ir til virkjunar Jökulsár i Fljóts- dals 1. og 2. áfanga, til virkjunar Blöndu og til ýmissa veitu- og stifluframkvæmda á Þjórsár- svæöinu, sem auka framleiðslu- getu þeirra virkjana, sem þar eru og leggja grundvöll að bygg- ingu fleiri orkuvera þar á næsta áratug. Varðandi virkjanaröðina, hyggst ráðherra byrja á virkjun Jökulsár i Fljótsdal og er hann i þvi sambandi reiðubúinn að leggja fram frumvarp um bygg- ingu iðjuvers á Austfjörðum, sem nýti hluta af raforkuframleiðslu Fljótdalsvirk junar. t rikisstjórninni segjast Ragnar og Pálmi ekki geta staðið að þvi, að taka Fljótdalsvirkjun fram yfir Blönduvirkjun. Njóta sjón- armið þeirra stuönings þeirra Ól- afs og Gunnars. t þingflokki allaballa segjast nokkrir þingmenn alfarið vera á móti orkufrekum iðnaði á Austur- landi, þar sem slikt muni óhjá- kvæmilega hafa I sér samstarf við erlenda auðhringi. Vilja reka að sér slyðru- orðið Framsóknarþingmenn hafa nú ákveðiö að reka af sér slyðruorðið og eru reiðubúnir að láta stjórn- ina fjúka, ef allaballar standi við hótanir sinar. Mun nú nær full- gert frumvarpsgerð, sem þeir á- samt stjórnarandstöðuþingmönn- um geta sameinast um og mun þetta koma fram sem breytingar- tillögur við þegar framlögð frum- vörp Alþýðu- og Sjálfstæðis- flokksmanna. Hjörleifur verður þvi að gera úrslitatilraun til að afla virkjun- arhugmyndum sinum fylgis um páskadagana. Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.