Helgarpósturinn - 15.04.1981, Síða 13

Helgarpósturinn - 15.04.1981, Síða 13
12 13 Vinnustofa Valtýs Péturssonar likist tæplega vinnustofu málara, eins og flestir imynda sér lfklega aö þær séu, þar sem allt er á rúi og stúi. Aö visu eru málverk upp viö alla veggi og á, hjá Valtý, en aö ööru ieyti iikist vinnustofan hans miklu fremur stássstofu, með gljáfægt parketið þægilegan sófa og stóla og hljómflutnings- tæki af fullkomnustu gerö. En skýringin var ekki langt undan. Hann haföi nefnilega nýlega tekiö sig til og hent öllu lauslegu, sem hann haföi safnað aö sér i þau tæp þrjátiu ár, sem hann hefur haft samastaö þarna.fyrstsem ibúö og vinnustofa, en nú aðeins til vinnu. ,,Ég henti meira aö segja gömlu kaffibollunum", sagöi hann. Viö fengum okkur þvi nesara úr splunkunýju leirtaui og Valtýr var fyrst spuröur aö þvi hvernær hann hafi fyrst farið aö fást viö málaralist. „Siöan ég man eftir mér, en ég fór ekki að mála i alvöru fyrr en upp úr 1940. Hitt er annað mál, aö ég þykist hafa reynt eins og ég gat að verða ekki málari.” — Hvað olli þvi að þú fórst út i málverkið? ,,Ég veit það ekki alminlega, en ég held, að ég hafi ákveðiö að einbeita mér aö málverkinu fyrir framan mynd eftir Van Gogh, i New York. Hins vegar, þó aö ég sé kominn á sjötugs aldur, liður mér vel eftir að vera búinn að mála i tvær til þrjár klukkustund- ir, hvort sem resúltatið er gott eða vont. Þetta er eins konar út- rás.” — Þú segist hafa reynt eins og þú gast að verða ekki málari. Hvað meinarðu með þvi? ,,Ég reyndi ýmislegt annað, áður en ég féll, ef ég get komist svo að orði, en ég iðrast ekki þess falls. Ég var þvi mjög andvigur, en það sótti alltaf á mig einhver árátta, sem steypti mér á stokk- inn fyrir rest.” — Hvers vegna? ,,Þaö skaltu ekki spyrja mig um, þvi ég hef ekki hugmynd um það. Það er kannski réttara að segja árátta til að skapa eitthvað, þvi þegar ég var unglingur, skrif- aði ég mikiö af smásögum, sem hafa ekki birst, til allrar guðs lukku. Þaö var alltaf i þá átt, sem krókurinn beygöist.” — Var kannski einhvern tima togstreita milli rithöfundarins og máiarans i þér? „Ekki segi ég það nú alveg. Mér finnst ég hafa meira aö segja i málverkinu en meö penna. Ég hefði sjálfsagt oröið afar slæmur rithöfundur, jafnvel verri heldur en málari.” — Hvar lærðirðu málaralist- ina? „Ég byrjaöi hér heima hjá Birni Björnssyni teiknikennara, sem var fðöurbróöir Björns Th. Björnssonar. Siðan lá leiöin mjög viöa, t.d. til Ameriku á striðsár- unum, og siðan til Italiu og Frans. Ég er búinn að vera mikið á ferð og flugi, út um hvippinn og hvappinn.” — Hvaö var að gerast hér i listalifinu um 1940, þegar þú ákvaðst aðsnúa þér aö málara- listinni? „Það var ýmislegt aö ske. Það voru stórar samsýningar i græn- metisskálanum við Túngötu. Kjarval kynntist ég mjög snemma, sem smástrákur. Ég seldi honum Visi og varð fljótlega heimagangur hjá honum. Það var lengi til mynd eftir mig, sem ég gerði sex ára gamall, eftir ferðalag til Grimseyjar. Hún var strik og punktar, natúralisk abstraksjón af fuglabjargi.” — Var mikið fjör á þessum tima? „Þó nokkuð, þegar maöur tekur með i reikninginn, að þetta var ný listgrein hér, þvi fyrsta mynd- listarsýningin var haldin i Reykjavik árið 1903 eða 1905. En það var ekki mikiö miðað við það, sem siðar varð. Þá var ekki nokk- ur maður, sem haföi farið til náms i list i tuttugu ár, frá þvi að „Þar stóöu nokkrir góöborgarar upp viö vegg, og „Einn kritíker dús viö minar myndir og þaö er Valtýr Pétursson.” þegar ég fór inn, heyröi ég aö þeir sögöu: Þar fer einn Moggakom minn.” Miðvikudagur 15. apríl 1981 irinn f-fpl^rpnc^ti trinn Miðvikudagur 15. apríl 1981 leyti, en að öðru leyti ekki. Það er min skoðun, að fáir geti skrifaö um málaralist, nema þeir máli sjálfir. Þó menn séu vel lesnir i listasögu, er það annað en að sjá og finna fyrir myndlist. Ég er búinn að skrifa ,um mynd- list i hartnær þrjátiu ár og hef lent i mörgu, sem er auöskilið i svona litlu og þröngu þjóðfélagi, og oft hafa sjö dagarnir ekki veriö sælir. Sjálfsagt hefur manni oft á tiöum skjátlast eitthvað, en hafi eitthvert smágagn veriö af þvi, þá er Valtýr Pétursson einnig dús viö þær skriftir.” — sjö dagarnir ekki sælir! Segöu meira frá þvi. „Maöur hefur lent i orra- hriðum, sérstaklega fyrr á árum. Þá var þetta eilift skriftastrið frá upphafi til enda. Menn risu upp og skrifuðu ef kunningjar áttu i hlut. Þetta eru ekkert annað en vaxta- verkir i litlu þjóðfélagi. Það er ekkert að standa i þessu i dag. Þá skiptust menn i tvo hópa, eins og i fornsögunum, en það vantaði bara atgeirinn Gunnars.” — Var ekkert erfitt að skrifa um kollegana, þvi nú má gera ráð fyrir að þú hafir þekkt þá alla? „Afskaplega erfitt, og ég veit eiginlega ekki hvernig maður fór að þvi. Ég hef heldur aldrei fariö dult meö minar skoðanir, og það hefur ýmislegt komið uppá. Þar að auki tók ég mikinn þátt i félagsstörfum islenskra myndlistarmanna i þrjátiu ár, en er til allrar guðs lukku kominn út úr þvi. Þaö var kómiskt i gamla daga, þegar ég var aö leigja mönnum Listamannaskálann fyrir sýningar. Ég skrifaöi skammir um sýninguna, en kom siðan að rukka húsaleiguna, en einhvern veginn slampaðist það. Það þurfti góðar taugar og mik- inn húmör. Meiri iiégómí — Urðu aldrei vinslit vegna þessara skrifa þinna? ur. Þá var ég skammaður fyrir framúrstefnu, en nú fyrir Ihald- semi. En aldrei linnir skömmun- um, til guðs lukku. Þaö veröur hver doggur að hafa sinn dag.” — Má skilja það af oröum þin- um, að þér finnist of mikið um myndlistarsýningar i dag? „Já, þaö finnst mér. Mér finnst mikiö af þessum sýningum, sem boðiö er uppá i dag miklu óvand- aðri. Margir viröast kallaðir, en fáir útvaldir. Uppúr 1950—60 voru kannski 10—15 sýningar á ári, en núna eru þær á annað hundrað, og ekki hefur þjóðinni fjölgað þessi lifandis ósköp, þrátt fyrir mikinn dugnað. Þá var málverkasýning meiri viðbúröur en i dag, og i þessu dæmi kemur fram þjóðfélags- breyting, sem ég er ekki viss um aö sé til hins betra. En það er einn hlutur, sem hefur mikið breyst. Það var viðburöur ef maöur sá erlenda listamenn sýna, en núna er það daglegt brauð, og sérstak- lega á Norræna húsinu þakkir skildar fyrir það. Þaö hefur haft gifurleg áhrif á framvinduna i þessum efnum.” — En hinn almenni áhugi tslendinga á myndlist, hvernig skýrir þú hann? „Ég veit ekki hvernig á að skýra það, en hann er sérstakur. Hér er það almenningur allur, sem eignast myndir og tekur þátt i framvindu myndlistarinnar. Þetta er hvergi eins I heiminum. Ég er sjaldan eins montinn og þegar ég segi útlendingum að þaö sé tvennt, sem hann finni á islenskum heimilum. Málverk, hvort sem það er gott eöa vont, og bók. Ég held að það sé eitt aöals- merki þessarar litlu þjóðar, hvað hún hefur mikinn áhuga á myndlist.” Ef til vill er það arf- leifö frá fyrri timum, sem okkur er ekki alveg ljós. tslendinga- sögurnar voru mjög myndrænar. út i aöra sálma en Þingvelli og þar fram eftir götunum. Hún var tekin sem árás og bylting, sem hún og var. Við vorum á kafi i þvi, sem var að gerast i Ameriku og Evrópu. Yngra fólkið var allt nýkomiö frá námi, eöa lengri dvöl erlendis. Eftir fjórar sýningar tvistraðist hópurinn, og nokkrir fóru erlendis. Og þá var fiskaö á öörum slóðum en á striðsárunum, i Evrópu. Núna slðustu árin hefur partur af þessum hóp tekið sig saman aftur sem Septem, en sumir af stofnendunum eru látnir, Snorri Arinbjarnar, Gunnlaugur Scheving, Nina Tryggvadóttir. Ef það verður sýning i haust, verður þaö tiunda sýningin á þeim basis.” — Hvað var aö gerast i Ameriku á þeim árum, er þú varst þar? „Það var nú ýmislegt aö gerast. Ég var heppinn aö komast i samband við ágætis listafólk og komst inn i hringiöuna i gegnum þaö. New York var á þessum tima full af flóttalistamönnum frá Evrópu, Frökkum, Þjóðverjum og listamönnum frá Miö-Evrópu. Til þess að gefa dæmi um hve þetta var furöulegt, þá kom ég einu sinni I galleri, þar sem voru hundrað teikningar eftir Paul Klee, og ég man ekki hvort nokkr- ar teikninganna væru dýrari en eitt hundrað dalir. Núna væri ekki hægt að fá litla teikningu eftir Klee fyrir ibúöarverð á tslandi, eða jafnvel einbýlishús.” — Var mikil gerjun þarna vestra á þessum árum? .Gerjunin byrjar ekki fyrr en eftir striö. Þá var eins og vatni væri hellt yfir plöntuna. Það bendir til þess, aö fólkið hafi mik- iö til verið undir jöröinni á meðan á striöinu stóö. Þegar ég var i Paris 1947—48, var mesta sjokkið gengið hjá og þá rak hver stórsýningin aðra. Maður fékk stóran dósis af þessu öllu saman.” — Hvaö varstu lengi i Paris? „Ég var þar tvö ár i einu, en viðloöandi i nokkur ár á eftir, allt- af nokkra mánuöi á ári. Þar voru margir menn og erfitt að gera upp á milli þeirra. Geómetriska kúnstin var hátt skrifuð á þessum árum. Picasso var i fullu fjöri, Matisse og Léger. Þessir menn voru sýnandi og þetta voru þeirra bestu ár. Paris var á þessum árum einasta heimssentrið I myndlist. Svo færðist það til New York, og Paris er ekki búin aö ná sér enn, þó að hún hafi fengiö Pomidou- listasafnið. Það er ekki sami vigorinn og áður. Maöur gat setið þrjátiu klukkustundir yfir bjór- glasi og diskúterað kúnst af eldmóði.” siórir hallar — Voru margir Islendingar þarna á þessum tima? „A þessum árum voru þeir margir, en það var nokkuð breytilegt. tsland hafði afskap- lega gott af þessari kynningu. Eftir striöiö fór stór hópur af m y n d 1 i s t a r n e m u m til Noröurlanda, til Kaupmanna- hafnar, en það var ekki eins fjörugt. Aö visu komu góöir menn úr þeim hóp, en ég held, aö Paris haf i borið höfuð og herðar yfir allt saman. tslendingar sýndu mikið i Paris. Hörður Agústsson, ég, Gerður Helgadóttir og Nina Tryggvadóttir héldum öll einka- sýningar. Siöan sýndum viö saman, fimm tslendingar, og eft- ir það fengum við boö um aö sýna á Salon de Mai, en þar voru stórkallar, eins og Picasso. Við vorum sko ekkert lágir i loftinu.” — En þiö, þessir ungu lista- menn, sem voruö i Paris á þess- um árum, ætluðuð þið siöan aö koma heim og bylta öllu? „Ég held aö það hafi aldrei hvarflað aö okkur. Nei, ég held, að við höfum ekki haft neinar fastar ideur um það. September sýningin hafði sjokkerað það mikið. En við höfum kannski ætl- að að breyta veröldinni, eins og oft vill verða.” — A árunum 1950—60 varst þú i fararbroddi þeirra sem böröust hér fyrir framúrstefnulist... „Það er mikiö til i þvi.” —... Hvaö var framúrstefnulist þess tima? „Þaö var þaö, sem kallaö var geómetrisk abstraksjón.” — Hvers virði var hún þér þessi framúrstefnulist? „Hún hefur verið mér afar mikils virði...” Og nú sýnir Valtýr mér hvernig áhrifa frá þessu tímabili gætir i málverki, sem hann var aö leggja siöustu hönd á, málverk, sem leikmaöurinn myndi i fljótu bragði alla vega telja eiga litið skylt viö geómetriska abstrak- sjón, heldur lita á sem venjulegt stillubein. Og Valtýr heldur áfram: „... þó ég hafi snúið baki viö þessari stefnu, þvi ég get ekki hjakkaö i sama farinu alla tiö. Geómetriska abstraksjónin hafði mikil áhrif á aö koma röö á hlutina. Ég sé mikil áhrif af þvi i minum verkum, en það eru ekki allir sammála. Listin væri einskis viröi, ef ekki væri umræöa um hana. Þaö er umræöan, sem gerir hana að bitbeini i þvi samfélagi, sem hún skýtur rótum. Ef allir væru sammála, væri það eins og hallelújakór, sem fengi á sig þreytu timans, áður en langt um liði.” — Finnst þér kannski of litiö um listumræðu hér á landi? „Þaö er mikil umræöa hjá okk- ur um list i augnablikinu. Þetta, sem heitir nýlist, hefur rótaö upp i fólkinu. Hún hefur sjálfsagt hlutverk, sem ég kann ekki aö meta eða skilja, en ef hún skipar fólki i flokka, nær hún tilgangi sinum. Það er ótrúlegt, ef litiö er til baka, hvað hefur valdiö hneyksl- un, veriö talið óalandi og óferj- andi, hlutir, sem taldir eru sjálfsagöir i dag. Ég var einn af þeim, sem mest mæddi á meö framúrstefnulistina uppúr 1950. Ég fékk mínar gusur og mér fyndist ómögulegt, ef ekki yrði rifist um minar myndir i dag, sem er og gert. Ég held, að þaö sé einn kritiker, sem er dús viö myndir minar i dag, og þaö er Valtýr Pétursson. Og ég er afar ánægður með þaö.” — Þannig að þú kannt vel við þig i miðri orrahriöinni? „Maður er búinn aö hafa þaö mikiö á móti, eins og sjómennirn- ir segja, að ég kann aldrei viö aö hafa logn. En ég hef ekki yfir neinu að kvarta, þvi þaö er margt fólk, sem hefur gaman af minum myndum. Allur minn karrier sem málari hefur veriö að kasta mér fyrir björg, þvi ég hef aldrei verið ánægöur meö þaö, sem ég hef gert.” Picasso konservaiívur — En ef viö snúm okkur aö nýlistinni, er þaö ekki undarlegt, að þú, sem áður fyrr varst i far- arbroddi framúrstefnulista- manna, kunnir ekki að meta framúrstefnuna i dag? „Það er algengur fyrirgangs- máti. Fólk fær sjálfsagt útrás i þessari nýlist, en mér er ómögu- legt, að tengja hana viö myndlist. Ég væri ósköp ánægöur ef þessir ungu menn lýstu þvi yfir, aö þeir væru að fremja ballett. Að gera gott listaverk er að gera ósköpin öll af vitleysum, sjá þær og útrýma þeim, þvi ef það er ekki vogun vinnur vogun tapar, er maður fortabt. Maður meö minnar kynslóðar uppeldi, getur ekki bitiö á þessa nýlist, og ég er ekkert hræddur við aö segja það. Picasso málaði aldrei abstrakt mynd. Þó var hann framúrstefnumaöur. Þegar ég var á minum sokkabandsár- um, fannst manni Picasso konservativur.” — Helduröu aö þaö hafi kannski verið sama afstaöa hjá þeim, sem hneyksluöust á September-sýningunni á sinum tima? „Þaö gæti vel verið, ég yröi ekki hissa á þvi. Það er lika til hópur manna, sem vill alltaf vera framúrstefnufólk, hampar þvi, sem þaö sér, en botnar ekki i. En það er óheiöarlegt aö hampa þvi, sem gefur þér ekkert. Þaö er jafn heimskulegt aö snobba fyrir þvi, sem maöur ekki skilur, og skrúfa sig upp á móti þvi af einskærum heimóttaskap.” — Teluröu aö nýlistin veröi list framtiöarinnar? ,,Ég er handviss um að hún verði þaö ekki, þvi hún rann sitt skeiö um 1920, þó hún hafi veriö endurvakin á siöustu árum. Þaö er ekki framtíðin. Þaö eru allt aörir hlutir og þaö er ekki hægt aö spá neinu um þaö. Þaö getur enginn sagt hver heimsmyndin veröur eftir 10—20 ár, og listin er hlutur, sem fylgir heimsmyndinni stift eftir, eöa er undanfari hennar. En það verður alltaf til myndlistsem hefur sömu eiginleika og gömlu meistararnir, sem á sér engan tima og enga aðra stoð en mannlegt eðli. Þó að þessi myndlist, sem verið er að bera á borð fyrir okkur i dag, segi mér ekki neitt, og ég get ómögulega tengt viö myndlist, þá hefur hún ábyggilega sitt hlut- verk og sina þýðingu. En hún er ekkert endanlegt, og ekki, aö minum dómi, nógu spennandi til að geta staðist.” — Ertu kannski aö gerast ihaldssamari meö árunum? „Það getur vel verið, en ég mundi nú heldur segja, aö ég hafi breyst I þá veru, að hafa meiri áhuga á aö leita aö innri sann- leika myndlistar, en hvaö þaö er, get ég ekki tjáð I orðum.” — Hvernig feröu að þvi aö leita? „Það er nú þaö. Þaö er eitthvaö I málverki, sem talar til manns á mjög mismunandi hátt, eftir þvi hvernig litir og form eru notuð. Eitthvað, sem er siungt, sigilt, sannindi sem erfitt er að skýra, eitthvað, sem maöur finnur, og oftast skilur maður þaö ekki fyrr en löngu eftirá. Það siast inn mann hlutir, sem ekki liggja á glámbekk.” sælan 09 dagarnír sjö — Þú sagðir áöan, aö þaö væri aöeins einn gagnrýnandi, sem væri dús við málverk þin, og að þaö værir þú sjálfur. Hvernig fer þaö saman aö vera gagnrýnandi og málari? „Þaö fer vel saman aö mörgu vaiigr Pélursson f neigarpósisviðiaii „Þá var ég skammaður fyrir framúrstefnu og nú fyrir ihaldsemi.” „Það var einu sinni ungur maður á ferðinni. Ég var ekki alveg ánægður meö hans myndir og hann ekki ánægöur meö min skrif. Hann fór i faðm Bakkusar eitt kvöld, og um nóttina kom hnullungur inn um gluggann minn og orðsending um að ég skyldi ekki sjá sólina risa þann dag. Það var miklu meiri herkja i hlutunum hér áöur fyrr, og ég held, að islensk myndlist hafi haft gott af þvi, hvort sem menn höfðu rétt eða rangt fyrir sér. Þaö verk- aði sem hemill á hlutina, og örfandi á hinnbóginn”. Ég held^það megi bera þetta saman við pólitikina. Aöur var meiri persónuleg herkja á milli manna, en þetta er allt liöin tiö.” — Af hverju? „Ég veit það ekki. Þaö eru aö mörgu leyti geröar minni kröfur i dag. Fólk sýnir öll ósköpin af myndlist og allir halda aö þeir séu með það eina rétta. Þaö er miklu meiri hégómi á ferðinni i dag. Svo getur vel veriö, aö viö þessir ó- róaseggir, séum farnir aö hafa rólegra um okkur.” — Hafa þá engir tekiö viö af ykkur? „Það þarf mikiö til aö standa I þessu. Þettavar ansi harður leik- Mynðir: Jim Sinarl „Umnóttina kom hnullungur inn um gluggann minn, og orösending um að ég skvldi ekki sjá sólina risa þann dag." „Ég heföi sjálfsagt oröiö afar slæmur rithöfundur, jafnvel verri heldur en mátari”. Siguröur málari dó. Svo um 1946 eöa 7 kom ég heim frá Ameriku. Þá var stofnuö sú fræga September-sýning, og þar var brotið mikiö blaö og þágekká ýmsu. Þá gat maöur ekki gengiö um götu, án þess aö á eftir manni væru göluö vel valin orö.” — Eins og...? „Ég held, aö viö höfum veriö stimplaöir kommúnistar. Uppúr 1952-3 var ég byrjaður aö skrifa i Moggann. Ég var eitt sinn staddur niöri I Aust- urstræti, á leiö i Otvegs- bankann. Þarstóöu nokkrir góöborgarar upp viö vegg, og þegar ég fór inn, heyröi ég aö þeir sögöu: Þar fer einn Moggakomminn. Við vorum optimistar og létum ekkert á okkur fá, þó blési á móti.” Mnyvallðsðlmar — Hvaö var þaö, sem hneyksiaöi svo á þessari Stepem- bersýningu? „Þaö var eingöngu þaö, aö venjan var brotin. Það var fariö „Maöur gat setiö þrjátiu klukkustundir yfir bjórglasi og diskúteraö kdnst af eldmóöi.” „eeynm ýmisiegi aour en eg leir ViDlal: GuOlauyur Bergmundsson

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.