Helgarpósturinn - 15.04.1981, Side 22

Helgarpósturinn - 15.04.1981, Side 22
22 Miðvikudagur i5. apríi 1981 h&lqarpósturinn — spjallað við Pétur W. Kristjánsson söngvara „Mér finnst endurkoma litlu plötunnar i fslenska hljömplötu- útgáfu göö þróun. Þannig er betur hægt að finna lit hvað gengur i Iið- ið, þreifa sig áfram, í stað þess að gera stóra plötu upp á von og óvon. Enda eru margar litlar plötur að koma nú á markaðinn. Þetta gcfur lika ungum og óþckktum hljómlistarmönnum tækifæri til að koma sór á fram- færi, —áhættan cr ckki það mik- il." Helgarpósturinn er kominn i heimsókn til Péturs W. Kristjánssonar söngvara i hljóm- sveitinni Start, sem var aö scnda frá sér litla plötu með lögunum Seinna meir og Stina fina. Start hefur verið til I nokkurn tima, en það hefur litið borið á henni.... Þungarokk „Já, Start varð til i byrjun siðasta árs. Þá hafði ég ekki verið að spila i 3—4 mánuði eftir aö við hættum meö Picasso. Og þeir komu til mln, strákarnir sem voru i Octopus áður, og buðu mér i band. Nikki slóst siðan lika i hópinn.NU,viðbyrjuðum á þvi að gera nákvæmlega sama hlutinn og öll þessi bönd hafa gert i gegn- um árin, baja æfa vinsælustu og bestu lögin, — þú veist: þetta er takingur osfrv. En i haust fannst okkur að viö þyrftum að koma okkur niður á einhverja ákveðna linu, — sem við filuðum allir. Og fyrirvalinu varö þetta svokailáða þungarokk. Siðan þá erum við búnirað æfa helviti mikið, en i'tið komið fram opinberlega. í janUar ákváðum við svo aö gera þessa plötu og höfum beðið með alltþangaðtil hUn kæmi Ut. Ég lit þannig á það, aö maöur verði aö vera með eitthvað, plötu eða eitt hvaö annað til þess að ná i gegn. Ég meina, við höfum ekki haft frá neinu að segja siðastliöið ár, vegna þess að við vorum einsog hvert annað kópieringaband. En nU erum við farnir að semja okkar eigið stöff, komnir með okkar eigin linu og munum standa og falla meö henni. Og okkur finnst vera góður timi fyrir kröftugt rock’n’roll raina, — sér- staklega þar sem við viröumst endanlega vera að losna viö diskóið, sem næstum gekk af stéttinni dauðri á timabili.” Péin — NU hafa nöfn flestra hljómsveita sem þú hefur verið i byrjað á bókstafnum pé, — af hverju ekki þessi? „Málið er það, að þetta hefur i flestum tilfellum verið tilviljun, þó að ég hafi oftast fundið upp nöfnin, td. Pops, fyrsta bandið sem ég var i. NU, siðan fór ég i NáttUru, — og það er ekkert pé i náttUra, en það var reyndar band sem mér var bara boðið i. Siðan kom Svanfriöur, og hún hét eftir huggulegri þjónustupiu i Glaumbæ. Svo þegar við vorum að spekUlera i nafni á Pelikan, þá fór ég bara í orðabók, og var búinn að leita i marga marga daga og að nafni sem gæti gengið Utum allan heim, og.datt niður á Pelikan og fannst það gott. Eftir Pelikan, þá var ég aftur að leita aö nafni og var að hlusta á plötu með Pelikan og þar er lag sem heitir Working to find a para- dise. Það hafði verið mikið sund- urlyndi og mikið gengið á þegar ég hætti i Pelikan, og mér fannst það passa, ég var að vinna að þvi að finna eitthvað sjUkt, mina tónlistarparadis. Þannig að það varð Paradis. Siðan Póker, — við vorum bUnir að æfa I mánuð og ekkert nafn komið á bandið, en besta lagið á prógramminu, að minum dómi, var lag eftir Jóhann Helgason, sem hét Póker. Og afþví bandið var hugsaö sem band á erlendan markað fyrst og fremst, einsog náttUrulega öll bönd, þá var aftur komið þetta internasjónal spursmál, og Póker leysti það. Siðan kom þetta Picasso, það var nU bara eitt- hvað... þá var það hinum i bandinu sem fannst að nafnið yrði að byrja á péi, og einhver, Smári Valgeirs eöa einhver, kom meö þetta nafr Þá var þetta komiö i hausinn á fólki: verður það ekki með þéi? Og það komu hundraö manns til manns og spurðu: A ekki hljómsveitin aö heita Parti? og þar fram eftir götunum.... alveg Utí hött sko. Svo var þaö ákveðið, þegar ég gekk í þetta band sem ég er i nUna aö hafa Viðtal: Páll Pálsson ekkert pé... ég meina, fólk virtist halda að þetta væri eitthvert egó i mér, og ég filaði það engan veg- ,inn....” Málfar poppara — Málfar poppara er nokkuð sérstakt.. ,,Já, það er staðreynd að I gegnum árin hefur bransinn talað alveg sérstakt mál, mál sem enginn utanaðkomandi skilur, enda skiptir maður alveg um málfar þegar maður er innanum annað fólk. Það koma upp svona 10—20 orð á ári, og þetta eru oft- ast orð sem ná yfir allt og notuð jafnvel bæði i jákvæðri og neikvæðri merkingu. Upphafs- maðurinn að öllum þessum tals- máta var Óli Laufdal, sem nU rekur Hollywood, á árunum uppUr ’65 f Glaumbæ. Hann var með orð einsog Hlimbis og Glimbis (Hljómar, Glaumbær). Siðan þróaðist þetta áfram, og uppUr ’70 vorum við alveg komnir á kaf í þetta. Við GUsti Harðar rótari vorum og erum auövitað ennþá, með fullt af svona orðum og Axel Einars var lika helviti grimmur i þessu. Hann kom t.d. með ,,tii deildar” sem var mjög vinsæll frasi og notaður yfir allt, menn voru i hinum og þessumdeildum osfrv. Annars er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir þessu, td. hvaða áhrif þetta hefur haft á islenskt mál. Mörg orð sem við höfum byrjaö með virðast vera komin alveg inni málið, td. að fíla, og að pæla, einsog það er notað i dag. Ég gæti vel trUað þvi, að ef maður fengi i hendurnar lista með segjum 50 nýyrðum af þessu tagi, að þá væri hægt að rekja 20—30 þeirra beint til popp- bransans. Fleiri dæmi? Ég veit ekki hvort þaö hefur eitthvað uppá sig og svo er maður bUinn að gleyma svo mörgum orðum sem hafa gengið. Enda koma þau og fara, og maður pælir litið i þeim. Mikið af þessu kemurlika spontant, þegar viö erum að ræða saman og er svona hluti af þessum sérstaka hUmor sem rikir meöal poppara. En hafi einhverjir mikinn áhuga á þessum oröum, má benda á dálkinn ívar orðspaka sem Smári Valgeirs var með i Vikunni á sinum tima, þarsem þau voru tritin fyr- ir.” Hljómsveitarandinn — Ertu ekkert orðinn þreyttur á hljómsveitabransanum. ,,Ja, til að byrja með þá var pabbi (Kristján Kristjánsson, KK — innskot pp) i þessu i 15 ár, og mig langaði alltaf að bösta hann og er nU reyndar bUinn að þvi. En ég varhættur eftir tæp 14 ár, og ætlaði að snUa mér að þvi að verða fjölskyldumaður, — en svo var mér boðið I þetta band og ég stdðst ekki freistinguna. Rokkið og bransinn, — það eru viss sjUk- heit sem fylgja þessum bransa, að fara og spila, æfa, og það sem mér finnst einna mestu máli skipta, hUmorinn. Það er ofsalega góður hUmor i þessu bandi... ég meina, við erum að keyra um landið, við höfum mikið um að tala, það er góður andi... og það er eiginlega aðalatriðiö, — þessi hljómsveitarandi, sem er mjög sérstakur. Ef þetta væri farið að vera venjulegt og einsog starf sem maður væri bara að inna af hendi af eintómri skyldurækni, þá myndi ég ekki nenna að standa i þessu.” — Hugsarðu ennþá um það að meika það erlendis? „Nei, ekki lengur, — það er i rauninni ekki farið að skipta neinu máli eftir að maður er orðinn fjölskyldumaöur. Aður fyrr var það málið. Og ef maður hefði ekki hugsaö þaö þannig, þá hefði energiið ekki verið eins mikið. Takmarkið var alltaf að meika það erlendis og allt þaö, og fyrir bragðið vann maður miklu betur að hlutunum. En nUna skiptir það engu máli....” Myndir: Jim Smart Að lokum: Tvær sögur „Lagið In the summartime með hljómsveitinni Mungo Jerry er eittaf minum uppáhaldslögum af sérstökum ástæðum. Það kom Ut ’70ogég heyrðiþaðifyrsta skipti, þegar við vorum á leiðinni til Akureyrar og það er i einni teygju nálægt Hvammstanga að ég heyri það kynnt i Utvarpinu. NU, siðan... við filuðum lagið vel, þetta er hresst lag og við spil- uðum það og svona.. en seinna um sumarið er ég að fara norður og á nákvæmlega sama stað, I sömu beygju, heyri ég það aftur, — bara á sama stað: „Og hérna koma Mungo Jerry með In the summartime”. Mér þótti það hel- víti merkilegt. — En svo 6 árum siðar erum við að keyra þarna og ég segi svona við strákana rétt áður en við komum i beygjuna: Hei, strákar, alltaf þegar ég hef keyrt þessa beygju, þá hefur lagið In the summertime komið I Ut- varpinu — Og við keyrum.... „Og hérna koma Mungo Jerry með lagið In the summartime” ... og ég gargaði bara... pældiði ...Ut- frikað../^ „Það var þannig að við vorum I Pelikan árið ’75 og það var, einsog vill verða hjá þessum böndum, oft ansi mikið fjör i mannskapnum... Við vorum á Blönduósi og þetta var þegar strikið var mikið iðkaö. NU, og bandið hljóp alsbert gegnum bæinn... Og HUnvetningar, eða allir á Blönduósi allavega, sko Pelikan var ógeðslegasta band sem til var i heiminum. Og það var ákveðið, ábyggilega á hrepp- stjórnarfundum og sýslufundum, að Pelikan fengi aldrei að spila aftur þarna. Siðan, ári seinna, er Paradis að spila i HUnaveri og billinn okkar bilar rétt áðuren við komum að Blönduósi. Ballið var að byrja og viö urðum náttUr* lega meö einhverjum ráðum aö komast á staðinn. En það var tal- stöð i bilnum og bilst jórinn kallar upp lögregluna og lögreglan kemur að sækja okkur. Svo á leiðinni fara þeir aö tala um „þessar hljómsveitir”, og einn segir: „Það er nU alltilagi að skutla ykkur strákar minir, en það var hér hljómsveit i fyrra sko sem kemur aldrei hingaö inni sýsluna aftur, — hljómsveitin Pelikan”. Þá vissi hann náttUr- lega ekki að þeir sem sátu við hliðina á honum voru þrir Ur hljómsveitinni Pelikan...”

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.