Helgarpósturinn - 05.06.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 05.06.1981, Blaðsíða 3
3 helgarpósfurinnFastuda9ur 5; ■II1.!!! og Sjálfstæðisflokkur höfðu meirihluta i borgarstjórn ekki kannast við, að nein tengsl væru á milli framlags Armanns- fells og nefndrar lóðar. Lyktir urðu þær, að Sjálfstæðisflokkur- inn hélt milljóninni og Armanns- fell lóðinni og á þeirri lóð standa i dag fjöldi raðhúsa. Alþýðubandalagið enga húseign og þó.. „Alþyðubandalagið sem slikt á enga fasteign,” sagði ölafur Jónsson framkvæmdastjóri bandalagsins i samtali. „Hins vegar á Alþýðubandalagið hluta- bréf i Miðgarði h/h, sem er eig- andi Þjóðviljahússins i SiðumUl- anum. Sömuleiðis á bandalagið hlutafé i SamtUni h/f, sem á sin- um tima var byggt upp i kringum minningarstjóð SigfUsar Sigur- hjartarsonar. SamtUn á hUseign- ina, Grettisgata 3, en bandalagið leigir siðan hUsnæðið af SamtUni undir flokksstarfsemina”, sagði Ólafur. Minningarsjóður SigfUsar mun hafa haft á sinni hendi hUseignina við Tjarnargötu 20, en þegar fest voru kaup á Grettisgötu 3, var stofnað hlutafélag um þau við- skipti. Hlutafjáreign Alþýðu- bandalagsins I SamtUni er 2% og i Miðgarði 42%. Sömuleiðis á Al- þýðubandalagið hlut i prent- smiðju Þjóðviljans. Samkvæmt brunabótamati er Grettisgatan metin á 2.202.793 nýkrónur (220 gamlar milljónir). Beinn eignarhluti bandalagsins er þvi 4.4 gamlar miljónir. HUseignin SiðumUli 6, hUsnæði Þjóðviljans er samkvæmt bruna- bótamati verðlagt á 3.003.229 nýkrónur (300 gamlar milljónir). Beinn eignarhluti Alþýðubanda- lagsins samkvæmt hlutaf járeign 36. gamlar miljónir. Ljóst er, að þrátt fyrir þetta eignarform á hUsnæði Alþýðu- bandalagsins og Þjóðviljans þá eru fyrirtæki eins og SamtUn og Miðgarður fyrirtæki Alþýðu- bandalagsmanna og engra ann- arra og þeirra markmið fyrst og fremst að efla vöxt og viðgang Al- iþýðubandalagsins. Bandalagið lilýtur þar með að teljast óbeinn eigandi þessara hUseigna. Það skilur ekki mikið á milli hlutafélaganna, SamtUns og Mið- garðs og aftur Alþýðubandalags- ins. Hluthafar eru nær undan- tekningarlaust Alþýðubandalags- menn og i stjórn þessara hluta- félaga sitja þekktir Alþýðubanda- lagsmenn, i efstu lögum valda- piramida flokksins. I stjórn SamtUns, sem er eig- andi Grettisgötunnar sitja eftir- taldir: Formaður Guðmundur Hjartarson bankastjóri i Seðlabankanum og með honum i stjórn sitja Stefán SigfUsson, sonur SigfUsar Sigurhjartar- sonar, en minningarsjóður á hans nafni er langstærsti hluthafinn i SamtUni og loks situr þar Ingi R. Helgason lögfræðingur, sem gegnirfjölda trUnaðarstarfa fyrir Alþýðubandalagið. Stjórn Miðgarös er þannig skip- uð, en félagið á ÞjóðviljahUsið við SiðumUla: Formaður Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB. Aörir i stjórn eru, Arn- mundur Backman lögfræðingur, aöstoðarmaður Svavars Gests- sonar félagsmálaráðherra og for- manns Alþýðubandalagsins og Hilmar Ingólfsson bæjarfulltrUi bandalagsins i Garðabæ. Vara- maður i stjórninni er Sigurður Armannsson. Öfugsnúið eignarform Hér að framan hefur verið rennt yfir helstu fasteignir Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags. Ljóst er að báðir þessir flokkar standa allvel að vigi eignalega. Sjálfstæðisflokkurinn með höll sina við Háaleitisbrautina og yrði sU hUseign vafalaust metin á langt yfir milljarð g. króna á frjálsum markaði i dag. Alþýðubandalagið stendur sömuleiðis sterkt að vigi eigna- lega, enda þdtt bandalagið sem slikt sé ekki beinn aðaleigandi hUseignanna við Grettísgötu 3 og SiðumUla 6 ..heldur séu þær hús- eignir á nafni tveggja fyrirtækja, sem eru i höndum tryggra Al- þýðubandalagsmanna. Vekur nokkra athygli, að sá flokkur sem talinn hefur verið lengst til vinstri i islenskum stjórnmálum og kenndur við miðstýringu framar öðrum flokkum, skuli hafa þetta eignarformá sinum hUseignum á meðan Sjálfstæðisflokkurinn — málssvari frelsisins og valddreif-- ingarinnar á sjálfur sinar hUs- eignir, kvitt og klárt. Leyndarmakk Sjálf- stæðisflokks Helgarpósturinn fór þess einnig á leit við áðurnefnda flokka, að fá ársreikninga þeirra til birtingar. Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, vi'saði þeirri ósk frá. „Nei, það geri ég ekki” var svar Kjart- ans Gunnarssonar framkvæmda- stjóra flokksins. Hann sagði Grettisgata 3. Flokksskrifstofu Alþýðubandalagsins, en skráður eigandi hússins er hlutafélagið Samtún h/f, en i þvi félagi sitja einungis gallharðir Alþýðubandalagsmenn. Hið nýja húsnæði Þjóðviljans við Siðumúla er metið á 300 milljónir samkvæmt brunabótamati. Beinn eignarhluti Alþýðubandalagsins er 12%, en hlutafjáreign er öll á hendi traustra Alþýðubandalagsmanna. reikninga Sjálfstæðisflokksins lagða fyrir miðstjórn flokksins af fjármálaráði, sem sæi um hinn fjármálalega rekstur. — Hvers vegna viltu ekki sýna reikninga flokksins, Kjartan? Vinnur Sjálfstæðisflokkurinn ekki fyrir opnum tjöldum? „JU, jtí og þeir flokksfélagar, sem þurfa ákveðnar tölulegar upplýsingar Ur reikningum flokksins geta komið hingað á flokksskrifstofuna til min og fengið þær upplýsingar sem þeir þarfnast.” — Fá fulltrUar á landsfundi að sjá reikninga flokksins? „Nei, þannig hefur það ekki verið síðustu fimmtíu árin. Helstu upplýsingar hvað varðar fjár- málalegar upplýsingar koma náttUrlega fram i skýrslu fram- kvæmdastjóra og ef landsfundar- fulltrUar færu fram á viðbótar- upplýsingar af þessu tagi, þá yrðu þær væntanlega veittar. Ég man hins vegar ekki til þess að spurn- ingar f þessa átt hafi komið upp á þeim landsfundum, sem ég hef setíð.” — A Sjálfstæðisfólk ekki sið- ferðilegan rétt til upplýsinga af þessu tagi? Flokksfólk leggur til fé i flokksstarfiö er ekki eðlilegt að það fái að vita nákvæmlega hvernigþeim peningum er varið? „Flokksfólk kýs fulltrUa á landsfund. Þessir fulltrUar geta spurt um þessi mái þar. Þá kýs landsfundur f miðstjórn og þar eru þessi mál krufin til mergjar. Þetta er eðlileg leið.” — Þetta er talsverður tröppu- gangur og valdapiramidinn tals- verður? Hvað tæki langan tima fyrir Jón Jónsson fimmtiu ára gamlan félaga i Sjálfstæðis- flokknum, að fá aö sjá reikninga flokksins? Hann er áhugasamur um framgang flokksins og vill, að flokksfé sé vel varið og því fylgj- ast með gangi þeirra mála? „Þessi Jón og aðrir gegnir Sjálfstæðismenn eru velkomnir hingað til min á skrifstofuna og ég mun leysa Ur hans spurningum eftirbestu getu. Hins vegar hefur það enn ekki gerst að flokksfólk hafi komið til min f slíkum erindagjörðum.” — Sættir þá flokksfólkið sig við þetta leynimakk með fjármál flokksins? „Þetta er ekkert leynimakk. Annars reikna ég með þvi að flokksfólk treysti þvi að vel sé fariðmeð féog eignir flokksins og þess vegna ekki komið upp spurn- ingar I þessa veru,” sagði Kjart- an Gunnarsson. Kjartan var einnig ófáanlegur til að upplýsa um heildarveltufé Sjálfstæðisiflokksins á ársgrund- velli. „Það eru háar tölur,” sagði hann aðeins. 1 Valhöll starfa fimm fastir starfsmenn á skrifstofu mið- stjórnar, tveir starfa hjá fulltrUa- ráði Sjálfstæðisflokksfélaganna I Reykjavik og einn hjá verkalýös- ráði. Þaö er þvi ljóst aö launa- greiðslur til þessara starfsmanna nema tugum gamalla milljóna á ári. Óhætterþvi aö fullyrða að fé- sýsla flokksins séu meiri i sniðum en hjá öörum flokkum, enda um að ræða stærsta flokkinn hvað höfðatölu snertir. Kjartan sagði flokkinn eiga við fjárhagsvanda aö striða. „Tiðar kosningar á siðustu árum eru kostnaðarsamar og þótt flokkur- inn standi vel eignalega, þá skort- ir hann rekstrarfé,” sagði fram- kvæmdastjórinn. Ekkert leyndarmál h.iá Alþýðubandalagi Ólafur Jónsson framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins sagði reikninga bandalagsins ekkert leyndarmál. „Þetta eru hálfopin- ber gögn,” sagði hanh, „enda hafa reikningarnir verið birtir i fréttabréfi Alþýðubandalagsins, sem flestir flokksmenn sjá.” Tekjur Alþýðubandalagsins ár- ið 1980 voru rUmar 30 milljónir gamalla króna, en kostnaður 28 gamlar milljónir, þannig að rekstrarafgangur var á siðasta ári. Helstu tekjur eru: skattar AB félaga, 12,7 gamlar milljónir, styrktarmannakerfi, 4,8 gamlar milljónir, launuð trUnaðarstörf AB félaga, sem renna til flokks- ins, 2,7 milljónir og frá þingflokki AB 9 milljónir. Launakostnaður var stærsti Ut- gjaldaliðurinn eða 13,5 milljónir króna, en samtals eru greidd laun 2 1/2 starfsmanna, sem skiptist niður á fjóra einstaklinga. Auk þess voru greidd laun 1/2 starfs- manns hjá Æskulýðsnefnd AB i fjóra mánuði á siðasta ári. Um aðra stóra Utgjaldaliði var ekki að ræða, htísaleiga t.d. aðeins 675 þUsund gamalla króna árið 1980 og annar kostnaður var i kringum starfsemina, viðhald hUsnæðis, póstur, erindrekstur, auglýsing- ar, fjölritun og prentun o.s.frv. I fjárhagsáætlun Alþýðubanda- lagsins fyrir árið 1981 kemur fram, að engar stórbreytingar eru áætlaðar á rekstri flokksins á þessu ári og reiknað er með svipaðri starfsemi og árið 1980. Vegna verðbólgunnar hækka þó niðurstöðutölur og reiknað er með þvi að Alþýðubandalagið velti 37 milljónum á þessu ári, sam- kvæmt þessari fjárhagsáætlun, sem framkvæmdastjóri banda- lagsins lét Helgarpóstinum I té. eftir: Guðmund Árna Stefánsson myndir: Valdis Óskarsdóttir ttbVuUf^nðúr, he0 AUGLÝSINGASTOFA SAMBANDSINS léttD^Y pV0:^qóo^, ne' Lustur’ B^ður a in a ^r ,,i t>V^ oftööru0 terð^ tf\\, w' rttatl0 nna 9° . KOrt"ð ma'- rue 9r'n0,’i nióV' nv® SPa »i«>u ati»',’ini otKU- «6 Pa< m 0rP' um rn'°°'eK^ uát‘ó .-vKKur \aa'"r (KUW a •^•’lrt,ere0.ull í orKU srna op'P' e'P1 fá6a $>»***' $ ViLADEILD SAMBANDSINS Armúla 3 Reykjavík (HALLAR MÚLAMEGIN Sími38 900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.