Helgarpósturinn - 05.06.1981, Síða 6

Helgarpósturinn - 05.06.1981, Síða 6
Föstu ’OQl hQlgarpósturinn «u f\p IMAIM AP |/|\, iPlvlllYIMfi JQNSSQN Kjör forseta Skáksambands tslands hefur hin siðari ár verið litlu minna fréttaefni i fjölmiðlum en kjör sjálfs forseta lýðveldisins. Forsetaskipti I sambandinu vöktu lík- lega fyrst þjóðarathygli þegar Einar S. Einarsson tók við af Gunnari Gunnarssyni skömmu eftir heimsmeistaraeinvigi Fischers og Spasskys. önnur sprengin varð á siðasta ári, þegar Einar féll fyrir Ingimar Jónssyni i forsetakjöri. Mikið f jaðrafok varð fyrir kosningarnar í Skáksambandinu, sem fóru fram um sið- ustu helgi. Ingimar gaf kostá sér tii endurkjörs.og stuðningsmenn hans ásökuðu and- stæðingana um að smala í taflfélögin fólki sem litiö hefur skipt sér af sllkum málum til þessa. Pólitik komst I spilið, pólitiskum skoðunum Ingimars var hampað. En hver er Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands tslands? Helgarpósturinn revn- ír aðgrafast fyrir um það INærmynd að þessu sinni. Það sem mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á andstæðingum Ingimars i „skáksambandsslagnum” er það, að hann hefur löngum verið róttækur, og af sumum kallaður kommúnisti. „Andstaða min gegn Ingimar byggist fyrst og fremst á þvl, að hann álitur, að stjórnmál og Iþróttir séu samofin, og I doktorsritgerö sinni um sögu iþrótta á ís- landi segir hann, aö nauðsynlegt sé að kommúnistar veiti Iþróttahreyfingunni pólitiska forystu. I þessari sömu ritgerð koma ennfremur fram slíkar skoðanir á Iþróttasambandi tslands og mörgum af mætustu forystumönnum I íþróttahreyf- ingunni, að ég get ekki stutt dr. Ingimar. Ég tel, að iþróttir og stjórnmál séu óskyld mál og hlýt þvi að berjast innan skák- hreyfingarinnar gegn áhrifum þeirra manna, sem llta iþróttir pólitiskum aug- um”, segir Haraldur Blöndal, mótfram- bjóðandi Ingimars I forsetakosningunum um daginn. „Þetta er algjör fyrirsláttur”, segir Þorsteinn Þorsteinsson varaforseti Skák- sambandsins, en er sjálfur á öndverðum meiði við Ingimar I stjórnmálum, er flokksbundinn Sjálfstæöismaður. „Sjálfur, hef ég skrifað pólitiska ritgerð I Háskól- anum, og ég reikna með þvi, að ritgerð Ingimars beri merki þess pólitlska andr rúmslofts sem var á sinum tlma i Leipzig og hefur haft mikil áhrif á unga menn. Ég þekki ekki Ingimar sem boðbera þeirra kenninga, sem er talað um i sambandi við þessa ritgerö og pólitík hefur aldrei komið upp á borö i Skáksambandinu”, segir Þorsteinn Þorsteinsson. „Ég vil dæma menn eftir verðleikum, ekki pólitiskum stimpli, og Ingimar á ekki skilið að vera dæmdur þannig þar fyrir utan get ég ekki séð, að hann hafi blandað pólitiskum skoðunum slnum I málefni Skáksambandsins”, segir Friðrik Ólafs- son stórmeistari og forseti Alþjóðskák- sambandsins. Hvað segir svo Ingimar sjálfur um margnefnda doktorsritgerð sina og stjórnmálaskoðanir sinar almennt? „Þessi ritgerð fjallar um ákveðið tima- bil i sögu islenskra Iþrótta og iþróttasam- taka. Raunar hef ég ekki lesið hana siðan ég skrifaöi hana og hún hefur aldrei verið þýdd. En ég hef áhuga á að vinna meira meö þetta efni og reikna með, að þarna sé ýmislegt sem ekki stenst, m.a. vegna þess, aðekki er til mikið af rituðum heim- ildum um sögu Islands á þessu timabili og þvisíður um sögu fþróttahrevfingarinnar. Varðandi afstöðu mlna til stjórnmála og iþrótta vil ég bara segja það, að ekki er hægt að aögreina fþróttir og Hfið að ööru leyti að minu mati.Við þurfum ekki annaö en athuga ungmennafélagshreyfinguna. Hún er ávöxtur þjóðfélagsbreytinga, og stuölaði að þeim lika. Það má nota Iþrótt- ir til góös og ills, og iþróttahreyfingin tekur þá afstöðu I pólitiskum, sem henni er til heilla. En flokkspólitlk er svo annar handleggur. Um stjórnmálaskoöanir minar get ég bara sagt, aö ég er kominn af fátæku fólki og mótaðist af þvi. Ég hef siðan haldiö tryggö viö þaö og er nú I Alþýöubandalaginu. En ég vil taka fram, að ég er ekki lengur formaður I Al- þýöubandalagsfélagi Kópavogs né Is- lensku friöarhreyfingunni. Ég sagði af mér hvorutveggja þegar ég var kjörinn forseti Skáksambandsins”, „Ég hef ekki þekkt Ingimar lengi, en min reynsla af honum er sú, að hann sé mjög mikið ljúfmenni, hægur og rólegur og algjörlega laus við allt ofstæki. En hann er að sama skapi fastur fyrir, hann er maöur sem hefur ákveönar meiningar”, segir Haukur Már Haraldsson, sem nú er formaður Islensku friðarhreyfingarinnar og flokksbróöir Ingimars. Segja má, aö Ingimar sé bæöi upprunn- inn I „skákumhverfi” og verkalýðsum- hverfi. Faðir hans var Jón heitinn Ingi- marsson formaður Iðju á Akur- eyri, móðir hans Gefn Geirdal frá Grimsey. Jón var einn af bestu skák- mönnum Akureyrar, varð m.a. Noröur- landsmeistari 1961, raunar fjórum árum eftir aö Ingimar vann þann titil. Gefn tefldi lika, en faðir hennar stofnaði á sin- um tima taflfélag i Grímsey. Ingimar læröi þvl skáklistina af báðum /,Það er mjög óheppilegt fyrir frjáls félagasamtök að fá menn sem flytja póiitík inn í hlutina" foreldrum sinum og lét snemma að sér kveða. 15 ára gamall varö hann efstur á skákmóti Akureyrar ásamt Júliusi Boga- syni, árið 1957 varð hann fjórði á Skák- þingi íslands og varö skákmeistari Norð- urlands sama ár. Næstu tvö árin var Ingimar i öðru sæti á Skákþingi tslands, á eftir Inga R. Jóhannssyni, um áramótin ’57-58’ varð hann þriðji á unglingamóti i Osló, og 1958 tefldi hann fyrir Is- lands hönd á fjórða borði á Olympiuskák- mótinu I Mttnchen. Eftir það tók hann ekki þátt i opinberri skákkeppni, nema hvaö hann varð skákmeistari Kópavogs 1976. Skák er ekki eina iþróttin sem Ingimar hefur stundað um ævina. Hann fór snemma að æfa frjálsar iþróttir og keppti .fyrir Islands hönd á nokkrum mótum, aðallega I millivegalengdahlaupum þar sem hara naoi goðurn árangri. „Ég var stutt á „toppnum” l iþróttuo um aðeins þrjú ár. En ég fór i Iþrótta- kennaraskólann að Laugarvatni og hélt aö þvl búnu til Leipzig um áramótin ’58-’59 þar sem ég fór I fjögurra ára Iþróttakennaranám. Þvl lauk ég með dip- lóm prófi árið 1964, en þar eð kona min, Agnes Löve, haföi þá ekki lokið námi i pianóleik, kannaöi ég möguleika á því að halda áfram og ljúka doktorsprófi. Ég lauk siöan doktorsritgerðinni 1968 og vörnin fór fram i mars það ár,” segir Ingimar Jónsson. Dr. Ingimar Jónsson raunar, þegar hér er komið sögu. En þegar hann kom heim frá námi fannst mörgum dálitið kyndugt aö fyrirhitta mann meö doktorsgráðu I iþróttum,. Af þessum sökum gekk hann oft undir nafninu „doktor sport”. „Já, ég vissi af þessu og skildi það l{ka hvers vegna mönnum fannst þetta skrýtið. Þegar ég kom til Leipzig varð ég nefnilega sjálfur hissa á að sjá fullt af doktorum i hópi kennara. Fólk á þvl ekki að venjast hér, að venjulegur iþróttakenn ari með niu mánaða nám að baki fari til útlanda og komi aftur doktor”, segir dr. Ingimar. Raunar er hann ekkí doktor i iþróttum, heldur uppeldisfræðum, i tengslum við iþróttir þó. Eftir heimkomuna tók hann að sér þjálfun hjá ýmsum Iþróttafélögum, aðal- lega I frjálsum iþróttum. En hann þjálfaði lika meistaraflokk FH I handbolta um tima. „Það var virkilega gott að vinna með honum, hann var áhugasamur, vann mjög markvisst og var góður félagi”, segir Geir Hallsteinsson, sem þá lék i liðinu. Að sögn Geirs var Ingimar fyrsti þjálfarinn sem kom með skipulagða þjálf- un fyrir allt árið jafnframt var hann fyrsti þjálfari FH sem þáði laun fyrir starf sitt. „Okkur fannst þaö sjálfsagt, og þetta voru lika smáaurar sem hann fékk i laun. Seinna hef ég kynnst Ingimar I gegnum starf mitt sem iþróttakennari og ég hef engu kynnst i fari hans sem ég gæti sett útá. En vissulega er maðurinn metnaðar- gjarn, hann vill ekki vinna mikið við verk- legu hlið Iþróttanna eins og sést á þvi, að nú situr hann inn i ráðuneyti”, segir Geir Hallsteinsson. A þessum sömu árum réðst Ingimar sem kennari að Kennaraháskóla Islands þar sem hann kenndi aðallega lifefna- fræöi og heilsufræði auk þess ýmislegt sem iþróttum viðkemur. Að sögn sam- kennara hans við skólann var hann vel látinn bæði af nemendum og kennurum, og talinn góður kennari. „Ingimar notaði mjög skipulegar kennsluaðferðir, og ég tel, að margir kennarar mættu taka hann sér til fyrir- myndar i þvi efni”, segir Ingvar Sigur- geirsson, fyrrverandi nemandi Ingimars og núverandi samstarfsmaður hans hjá Skólarannsóknadeild, þar sem hann er námsstjóri I iþróttum. Kennslugreinar Ingimars voru smám saman lagöar niöur með breyttum kennsluháttum i Kennaraháskólanum, en þaðan lá leiðin inn á Skólarannsóknadeild þar sem hann hefur þaö verkefni aö endurskipuleggja námsefni i iþróttum grunnskólanna. Og þar eru þeir sammála Ingvari Sigurgeirssyni, sem viö spurðum álits á persónu Ingimars Jónssonar. Þeir telja hann ljúfan mann i umgengni, og álita að hann sinni starfi sinu ákaflega vel. En þegar kemur aö málefnum Skák- sambands Islands er annaö uppi á ten- ingnum. Þá skiptast menn nokkurnveginn i tvö horn. Andstæðingar hans tala um að hann sé dulur og á honum sjáist aldrei geðbrigði, hann sé ævinlega steypt- ur i mót, þannig að maður viti aldrei hvað hann hugsi, og hann komi sjaldnast til dyranna eins og hann sé klæddur. Mótframbjóðandi hans I forsetakjörinu gengur þó ekki svo langt, segir aðeins að hann þekki ekki Ingimar mikið persónu- lega, en sér finnist hann ekki óaðlaöandi maður. „En hann er slyngur i samskipt- um sinum við fólk. Hann er áhugamaöur um skák og það má margt ágætt segja um forsetatið hans hjá Skáksambandi tslands, — það sem af er”, segir Haraldur Blöndal. „Ég vil ekkert um manninn segja, þótt ég hafi minar skoðanir á honum. En þær koma ekki öðrum við. Hann hefur sjálf- sagt sinar ágætu hliðar, og hann er bæri- legur skákmaður”, er það eina sem Einar S. Einarsson vill láta hafa eftir sér um þennan mann, sem felldi hann I forseta- kjörinu fyrir ári. Þorsteinn Þorsteinsson varaforseti Skáksambandsins hefur hinsvegar ekkert nema gott um manninn að segja. „Hann er ákaflega þægilegur að vinna meö, hreinskilinn og heiöarlegur. Mér er þetta efst i huga þegar ég á aö vega og meta þaö sem kom upp með deilurnar viö Einar S. Einarsson á sinum tlma. Þessar deilur eru orðnar of persónulegar siðustu árin, og ég vil taka það fram, að ég kann lika vel við Einar, og eftir að Ingimar tók við hefur engin stefnubreyting orðiö hjá Skáksambandinu. Einar gerði marga góöa hluti. En hinsvegar er andrúmsloftið i stjórninni nú þannig, að menn eru samhentari en áður,” segir Þorsteinn Þorsteinsson. Jóhann Þórir Jónsson ritstjóri timarits- ins Skákar segir lika, að kynni hans af Ingimar séu i einu orði sagt ágæt. „Astæöan fyrir þessum deilum er allt önnur saga. Það hefur löngum verið valdastreita I Skáksambandinu af óskiljanlegum ástæðum. Skýringin kann þó að liggja að ein- hverju leyti I þvi, að skákmenn ala sig upp i sjálfstæðu hugarfari þegar þeir tefla. Þess vegna eru þeir dómharöir, það má segja, að þeir séu alltaf á taflborðinu. Þetta á að minnstakosti við um talsvert stóran hóp manna’.., segir Jóhann Þórir Jónsson. Jón L. Arnason skákmaður tekur undir þetta og telur Ingimar og stjórn hans I Skáksambandinu hafa unnið v.el. „Ég veit, aö bæði Ingimar og Einar vilja skákhreyfingunni vel, þetta eru báðir duglegir menn”, segir Jón, en það er einmitt sammerkt með þeim skák- mönnum, sem við höfðum tal af, og eru ekki opinberlega andstæðingar Ingimars, að þeir telja báða hafa unnið gott starf I þágu islenskrar skáklistar. En mörgum þeirra ber saman um, aö Ingimar sé þó lagnari við að eiga viö fólk en Einari. Og jafnaldri Ingimars, Ingimar Eydal á „Hann er ákaflega þægilegur að vinna með, hreinskilinn og heið- arlegur". Akureyri, orðar það svo, aö af kynnum sinum við hann á sinum tima fyrir norðan og á Laugarvatni áliti hann að reynt hafi verið að grafa undan honum á öðrum forsendum en þeim, að hann ráöi ekki við Skáksambandiö. „Hann er vinsæll og vel látinn á Akureyri,” segir Ingimar Eydal. Friörik Ólafsson forseti FIDE segist vera á þeirri skoðun, að Ingimar sé ötull og virkur forseti, og það eigi tvlmælalaust að gefa honum kost á þvi áfram að sýna ágæti sitt. „Hann hefur þann kost að vera virkur skákmaður, og hann var á sinum tima i hópi bestu skákmanna okkar. Sem sllkur er hann i góðri aðstöðu til að skilja afstööu skákmanna og vinna að málefnum þeirra”, segir Friörik Ólafsson. Hvað segir svo Ingimar Jónsson sjálf- ur? Hvers vegna stendur þessi styrr um hann? „Ég held að þetta megi rekja til ársins 1979, þegar Högni Torfason féll fyrir mér úr aðalstjórn Skáksambandsins, en slapp inn sem fjórði varamaður. Þá var ég val- inn varaforseti, og árið 1980 féll Einar S. Einarsson fyrir mér I forsetakjöri. Þetta held ég að þeir hafi aldrei getað fyrirgefið mér”. — Eftir allar lýsingar á þér sem ég hef fengið frá öðrum, getur þú lýst þér sjálfum? „Þaö er erfitt. En mér finnst ég hafa verið bjartsýnismaður og baráttutýpa. Ég gefst allavega ekki upp”. — Framagjarn, eöa metorðagjrn? „Sjálfsagt er ég framagjarn á normal stigi. Ég kenndi við Kennáraháskólann og er kominn hingað inn i ráðuneytiö vegna þess aö ég llt á mig sem fræöimann I iþróttum og vil starfa sem sllkur. Ég vil koma þekkingu minni á framfæri”, segir doktor Ingimar Jónsson, forseti Skák- sambands Islands. -eftir Þorgrim Gestsson .mynd: Valdis Óskarsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.