Helgarpósturinn - 05.06.1981, Page 8

Helgarpósturinn - 05.06.1981, Page 8
8 ZJíe/gar pósturinn_ Blað um þjóðmál> listir og menningarmál Utgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson. Utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Eflum poppið Óvenju mikið er um að vera i heimi íslenskrar dægurlagatón- listar um þessar mundir. Hljóm- leikar cru haldnir viða um land, nyjar hljómplötur kom a ótt og titt á niarkað, og ungar og efnilegar hljómsveitir skjóta upp kollinum hver á eftir annarri. Og enn er margt af þvi fólki sem kynnti popptónlist fvrir islendingum uppúr litfitl að störfum á sama sviði.einsog fram kemur i Helgar- póstinum i dag. Um langan tima hafði ríkt stöðnunarástand meðal popp- aranna og á meðan svo er gefast andstæðingum þeirrar tónlistar ærin tækifæri til gagnrýni. Stöðn- uð dægurtónlist er steingeld iðnaðarvara, framleidd til þess eins að græða á henni peninga. HugsunarhátUir stöðnunarinnar er landlægur-i pioppinu, ekki bara á íslandi. heldur allsstaðar i heiminum, og hann er ekki litill skaðinn sem vélræn diskófram- leiðsla hefur unnið þeint möntium sem valið liafa þetta form tón- listar til að tjá sannar tilfinn- ingar. 1 vetur liefur verið rudd mjó braut fvrir þá menn, og þeir notað hana eftir bestu getu. Sumt af þvi sem þessar nýjti hljómsveitir eru aö gera er unggæðislegt, jafnvel klaufalegt, en þegar vel lætur er það eins og popptónlist. og dægur- tónlist vfirleitt, á að vera— fullt af lifsorku og krafti. Lögin eru grip- andi rokklög, textarnir eru hnyttnar og glöggar athugasemd- ir um Iif og umhverfi ungs fólks á islandi i dag. Engir listamcnn eru áhrifa- nteiri en þessir. Til eru að visu listamenn sem hafa mun nteira til málanna að leggjaen poppararn- ir. og hafa yfir meiri fágun að ráða. En popptónlistarmennirnir ná til fjöldans, þeir hafa aðgang aö ungu fólki á mótunarskeiði og því eru áhrif þeirra langtum mei ri. Á sama hátt og öll klassisk tónlist verður ekki sett undir sama hatt, þá verður að gera greinarmun á ýmsum greinum popptónlistar. Popp er ekki endi- lega hávaði kominn neðan frá skrattanum sjálfum, það getur lika verið af hinu góða. Og í þvi jafnaðarmennsku- þjóðfélagi sem hér rikir, þar sem tugum tónlistarmanna er haldið uppi af rikinu, með einni aðferð eða annarri, — hvernig væri þá að aðstoða þetta fólk aðeins. Það fólk sem skapar vandaða popp- tónlist. Eins og búið er að poppinu i tlag með sköttum, tollum og alls konar gjöldum, er augljóst að ekki er gi undvöllur fyrirvandaða popptónlist nema i örlitlum mæli. Eins og ntí er i pottinn biíið, gefst þetta fólk upp áður en það hefur náð að þroskast, eða þá að það snýrsér að iðnaðarvörunni — cins og fjölmörg dæmi sýna. Hér er ekki verið að biðja um rikisrekinn Bubba Morthens, heldur örlitinn skilning. Það er í poppinu, sem islensk menning mótast á þessari stundu, hjá þeirri kynslóð sem tekur við landinu. Endalok prófa og guðskristni Þetta er fest á blað þann dag sem skólahaldi er opinberlega lokið i Vestmannaeyjum og nem- endur mæta i skóla til að taka á móti launaumslagi vetrarins með misháum tölum innanborðs. Reyndar mega ekki allir vera að þvi að mæta, þeir eru þegar komnir i önnur störf og þar er launaumslag vikulega og yfirleitt með talsvert hærri tölum en það sem afhent var i dag. Og allir anda léttara, bæöi nemendur og lúnir lærimeistarar sem flestir hverjir verða lika innan tiðar að fara að taka til hendinni við ámóta störf og nemendurnir. Þvi þótt kennarar hafi fri yfir hásumarið (og það á fullum launum eins og oft er sagt) þá eru launin ekki það beysin að menn hafi yfirleitt efni á að slappa af og leyfa sér þann munað að stunda það eitt að dútla i garðinum sinum og sleikja sólina þess á milli. En nú er komin pólitisk lykt af Eyjapósti, svo að best er að sieppa öllu tali um launamál. Þessir pislar eiga vist að vera vettvangur fyrir flest annað en slika umræöu enda er hægt að fá nægilegt magn af henni annars staðar. Viðast hvar endar skólastarf á prófum þótt viða sé vist búið aö leggja þau niöur að mér er sagt. Það er heldur hvimleið og leiði- gjörn vinna að fara yfir prófúr- lausnir en lýtur sömu lögmálum og önnur störf, það verður að vinna verkið þótt það sé leiðin- legt. Ævinlega koma þó skemmti- legir punktar i svörum sem gera það að verkum að maður brosir yfir öllu torfinu. Til að mynda var spurt á landa- fræðiprófi nú i vor, hvað væri sameiginlegt með Diskóeyju (við Grænland) og Atacamaeyði- mörkinni. (Fróðir menn segja mér að nokkurt kolanám sé á báðum stöðum). En einn nem- andinn hafði greinilega allt aðrar hugmyndir um þessa tvo staði. Hans svar hljóðaði nefnilega eitt- hvað á þessa leið: — A Diskóeyju dansa menn mikið og skemmta sér en i Atacamaeyðimörkinni er svo heitt að þar er mjög litið hægt að skemmta sér — Hver var svo að segja að landa- fræði væri leiðinleg námsgrein? Annars er það segin saga að skemmtilegustu svörin koma ævinlega i sömu námsgreininni og það er kristinfræði. 1 vor var nemendum uppálagt að vita ýmsa hluti um Pál postula frá Tarsus. Einn nemendanna skrifaði greinargóða ritgerð þar sem sá ágæti maður var aldrei nefndur annað en Páll frá Texas. Og fyrir nokkrum árum kom svar við spurningu i kristnum fræðum sem sennilega liður mér seint úr minni. Spurt var hvernig Kristur hefði farið að viö að metta fimm þúsundir manna. Og svarið hljóðaði á þessa leið: — Hann sendi lærisveina sina út i bakari að stela brauöi. — Þegar þetta birtist á prenti verður skrifari Eyjapósts senni- lega staddur suður i Svartaskógi i Þýskalandi. Hann hefur nefnilega frétt á skotspónum að þar sé að finna hvað elstu og bestu fyrir- tæki veraldar sem sérhæfa sig i lögun á þeim vökva sem bann- færður er hér á landi nema i Fri- höfninni. Raunar er það nú ekki aöaltil- gangur fararinnar að kanna slik vertshús, heldur er kirkjukórinn á staðnum að leggja upp i enn eina söngförina til útlanda. Og þar sem betri helmingurinn af skrifara Eyjapósts er þar i hópi, þótti rétt að gefa honum tækifæri á að vera með. Mér er fortalið að keppa eigi i söng við flestar þjóðir Vestur-Evrópu þarna úti. Og ef árangurinn verður eftir æfinga- tima að dæma, er ég ekki i nokkrum vafa um hvar vinningurinn lendir. Siðasta mánuð er nefnilega búið að æfa i kirkjunni þetta fjögur til fimm kvöld i viku fyrir utan auka- æfingar og raddþjálfun á þessum og hinum tímum dagsins. Að auki er heimilið undirlagt i skala- æfingum alla matartima að undiriægi stjórnandans. Ef IBV æfði af slikum fitons- krafti fyrir tslandsmótið i fót- bolta væri ég ekki i neinum vafa um hvar bikarinn lenti að lokum. Þvi er skrifari Eyjapósts marg- búinn að tilkynna betri helm - ingnum það, að verði ekki sæti númer eitt til þrjú i öruggum höndum, þá kosti það meiri háttar leiðindi þarna úti. Sérdeilis er málið athugunar- vert, þegar það er athugað að öll keppnin fer fram á einum eftir- miðdegi og hver kór fær um það bil fimmtán minútur til að ljúka sér af. Hér er sennilega um ein- hverja dýrustu keppni að ræða sem sögur fara af, þ.e.a.s. ef reiknaðar væru til fjár þær stundirsem til æfinga fara. Svona til gamans reiknaði skrifari út hvað keppnin og æfingar myndu kosta ef miðað væri við taxta Læknaþjónustunnar en lægra er varla hægt að skrá listamenn sem gera eiga garðinn frægan. I kórnum eru 32 manns. Hvert sinn er æfing u.þ.b. þrir timar og það gera 96 timar hvert sinn. Stanslausar æfingar hafa verið um þriggja mánaða skeið og miðað við að einn mánuður sé fridagar má margfalda töluna með 60 dögum. Það gerir samtals 5760 klukkutima. Sé sú tala marg- földuð með taxta Læknaþjónust- unnar verður hún að upphæð kr. 2.419.200 eða tæplega tvær og hálf milljón i nýkrónum. Þessari upp- hæð verður ailri spreðað á fimmtán minútum i júnimánuði og það veit heilög hamingjan að skrifari Eyjapósts ætlar að vera viðstaddur þá útspreðun. Bara vonandi að ekkert klikki i útsend- ingu. Þarna munu koma fram nærri þrjátiu kórar og allt upp i eina fimmtiu ef allt er meðtalið. Sé æfingatimi þeirra eitthvað álika og að framan greinir fara upp- hæðirnar að verða nokkuð skemmtilegar ef allt er reiknað til fjár. Sem betur fer er þetta starf allt unnið i sjálfboðavinnu, annars gæti gengið tekið að siga nokkuð ört viðs vegar um Evrópu. Hitt er svo annað mál að skrifari Eyjapósts ætlar ekki að láta sig vanta á þennan dýrasta konsert Vestur-Evróðuþjóða þegar hann verður haldinn. Eins gott að fá eitthvað fyrir aurana sina. Og þennan eftirmiðdag ætla ég að hugsa um það meðal annars að hægt væri að fá fyrir vinnu allra kóranna til dæmis þrjátiu eða fjörutiu skuttogara, slitlag á hart nær hringinn um landið eða eitt stykki Breiðholt. Og senni- lega verður þessu öllu rennt niður með glasi af besta bjór i heimi. Svo eru menn að tala um Lista- hátið i Reykjavik og halla þar upp á nokkur þúsund krónur. Svo er það aftur á móti spurn- ingin hvert gagn kirkjukórinn gerir guðs kristni i landinu með öllu spriklinu. Hún yngsta dóttir min kom inn i kvöld og spurði hvar hún mamma sin væri. Svarið var að hún væri á æfingu i kirkjunni. Og þá kom þetta gull- væga svar: — 0 hvað þessi kirkja er farin að fara i taugarnar á mér. Rikisbákn og einkabrask Sjónvarpið sýndi nýlega nokkra þætti eftir nóbelskrýnd- an spámann þeirra ,,frjáls- hyggjumanna”, Milton Fried- man, þarsem hann brá upp á einkar lifandi og aðgengilegan hátt dæmum til skýringar þeirri kenningu sinni að riki og rikisafskipti séu ævinlega til bölvunar, en lögmál hins óhefta markaðar hljóti að leiða til gæfu og velsæidar. Hefði vissulega verið fróðlegt að fá i sjónvarp- inu svipaða kynningu á fræðum þeirra fjölmörgu hagspekinga i Evrópu og Ameriku sem eru i grundvallaratriðum andvigir boðskap Friedmans, til dæmis J.K. Galbraiths, nú eða þá Em- ests Mandels sem hér var á ferð i april og var litillega kynntur i sjónvarpinu, mér til nokkurrar undrunar — þartil þættir Fried- mans birtustá skjánum. Mand- el hefði náttúrlega aldrei verið kynntur nema afþvi trúboð Friedmans var i uppsiglingu! NU skal ég ekki fjölyrða um þá furðulegu einföldun á flókn- um heimi sem Friedman gerði sig sekan um né þá fáránlegu staðhæfingu hans að lögmál frumskógarins eigi fortakslaust að nkja i mannheimi; við séum frá náttUrunnar hendi ólík að upplagi, atgervi og þjóöfélags- aðstööu og eigum ekki að beita mannlegri greind til að skipu- leggja félagslega breytni og jafna þann aöstöðumun sem veriö hefur böl mannkindarinn- ar frá örófi aldat markaðslög- málin leysi þann vanda sjálf- krafa. Það óhefta frelsi, sem Friedman tekur Hong Kong til dæmis um og er reyndar fyrir hendi miklu viðar i heiminum, leiðir undantekningarlaust til fádæma sóunar á hæfileikum, hyggjuviti, heilbrigði og manns- lifum. Það eru bara þeir dugleg- ustu, þ.e.a.s. þeir óprúttnustu og slóttugustu, sem verða ofaná i villtu kapphlaupi hins frjálsa framtaks, en náfnlaus mUgur- inn er troðinn undir og á þess aldrei kost að hagnýta nema brot af þvi sem hann hafði til brunns að bera og gat orðið heildinni til ávinnings. Að stilla upp bandarisku þjóðfélagi á sið- ustu og öndverðri þessari öld sem einhverskonar útópiu ber vitni þesskonar sibernsku sem er einkenni ákaflyndra trúboða. Menn mættu I þvi samhengi gjarna hafa i huga örlög frum- byggjanna i landinu sem og ör- lög milljóna annarra sem fórn- að var fyrir framgang hins am- eriska draums. Sá draumur hlaut eldskirn sina og endanleg- an dóm i kreppunni miklu og verður fráleitt endurvakinn i þeirri mynd sem Friedman boð- ar. En þó margt i málflutningi Friedmans væri vægast sagt langsótt og villandi, þá væri mikill misskilningur að fleygja barninu með baðvatninu, þvi ýmislegt sem hann benti á i sambandi við rikið eða kerfið var vissulega timabært og vert fyllstu athygli. Nú skal þvi strax slegið föstu að það alræmda riki, sem sífellt er verið að böl- sótast úti, er ekki annað en við sjálf, þegnarnir i þessu landi, og rikissjóður okkar sameiginlegi sjóður sem við hvert og eitt leggjum okkar skerf til vegna þess að við teljum skynsam- legra og hagkvæmara að standa saman um lausn mikilvægra mála helduren potast hvert i sinu horni. Um það er harkalega deilt hvarmörkin milli rikisafskipta og einkabrasks eigi að liggja, en ég hygg að flestir séu á þvi að menntakerfi, heilbrigðisþjón- usta, almannatryggingar, vega- gerð, orkumál, póstur og simi, löggæsla, landhelgisgæsla, helstu söfn og aðrar menningar- stofnanir séu best komnar i for- sjá hins opinbera, hvort heldur er rikis eða sveitarfélaga. Efa- laust yrði það landsmönnum lika til mikilla hagsbóta ef ýms- ir aðrir málaflokkar yrðu settir Heimir Pálsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Mafthías- dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Sigurdur A. Magnússon

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.