Helgarpósturinn - 05.06.1981, Page 12

Helgarpósturinn - 05.06.1981, Page 12
12- Föstudagur 5. júní 1981 Jafnvel kaldlyndustu biótöff- arar hafa tæplega komist hjá þvi aö nieyrna örlitiö hiö innra viö aö horfa á kvikmyndina um Fila- manninn sem Regnboginn hefur sýnt aö undanförnu og lengur en flestar aðrar myndir. Langt er siðan vestræn kvikmyndagerö hcfur getið af sér mynd sem er jafn heii i mannúöarstefnu sinni og áhrifarik i hófstiiiingu sinni. Synd væri hins vegar að segja aö viðfangsefni hennar biöi beiniinis hófstillingu heim. Ekki er óalgengt, sist af öilu nú á dögum þegar hraöfleygir myndamiöiar geta ráðið ferö mannlifs að verulegu leyti, að fólk veröi frægt af fegurö sinni. Sjaldan i mannkynssögunni hefur útlitiö, yfirborö manneskjunnar, skipt jafn miklu máli og nú. En sjaldgæfara er aö fólk veröi frægt af Ijótleika sinum. Þó er þaö auö- vitaö til i dæminu. Filamaöurinn, réttu nafni Joseph Carey Merr- ick, fæddur 5. ágúst 1862, dáinn 11. april 1890, varð frægur, bæöi á sinni tiö og æ siðan, fyrir þaö hve hann var Ijótur. Hann var aftur- kreistingur, viðundur, afstyrmi. Hann var þaö sem á ensku er kallaö „freak”. Ævi Joseph Merricks varð ineðan hann lifði Engiendingum, yfirstétt sem almúga, forvitnis- efni. Eftir lát hans varö hann fræöi- og visindamönnum mikil- vægt rannsóknarefni. Nú hin siöari ár hefur áhugi almenn- Kirkjulfkan sem Merrick bjó til úr pappa og gaf leikkonunni frægu Madge Kendall. Þannig leit Joseph Merrick út þegar hann innritaöist á Lundúnaspitalann 1886. Ljósmyndari spitalans tók þá þessar myndir. holds undan efri vörinni sem fyrst varð áberandi og tók er timar liöu á sig mynd sem einna helst liktist rana fils. Foreldrar hans fluttust i annan bæjarhluta og Mary Jane eignað- ist tvö önnur börn, bæði til guðs lukku fullkomlega eðlileg. En Joseph varð æ afmyndaðri og varð að auki haltur fyrir lifstiö á öðrum fæti vegna óhapps. Samt var hann sendur i skóla dag hvern, en lifið varð honum æ óbærilegra vegna áreitni og at- hygli umhverfisins. Og óham- ingjan hélt öðru sinni innreið sina á heimili Merrickfjölskyldunnar er yngri bróðir Josephs, William Arthur, veiktist af skarlatssótt og lést. Mary Jane var svo yfir- komin af sorg að hún gat ekki skrifað nafnið sitt á dánarvott- orðið, heldur aðeins gert kross. Eftir þetta áfall fór þrek Mary Jane þverrandi. Hún sá um litla vefnaöarvörubuð þeirra hjóna, og þurfti að annast uppeldi stórlega Merrick nokkru siöar i sunnudagsfötunum sinum. r Ljótasti maður heims — eða sá fallegasti? ings viöá um lönd vaknaö á ný á hlutskipti þessa sérkennilega manns. Leikrit Bernard Pomen- ance, The Elephant Man sló i gegn, t.d. i London og New York (þar sem rokkfríkiö David Bowie fór m.a. meö titilhlutverkiö), en þaö var þó varla fyrr en hin af- buröagóöa kvikmynd David Lynch kom fram i fyrra aö Fila- maöurinn varö aftur á hvers manns vörum. Sama ár kom út i Englandi ný ævisaga Merricks, The True Story of the Elephant Man, eftir Michae) Howell og Peter Ford og hefur hún veriö endurprentuö mörguin sinnum siöan. Leikrit Pomenance er stil- færö, dramatisk túlkun á ævi Filamannsins. Kvikmynd Lynch er hins vegar furöu trú jieim strjálu staöreyndum sem fyrir liggja og þeir Howell og Ford grófu upp meö ærinni fyrirhöfn. t þessari frásögn af Filamanninum er stuöst við bók þeirra. Fæddur inn i „f reak-show" Viktoriutiminn var timi mór- alsks tviskinnungs i stéttskiptu þjóðfélagi Bretlands. Undir yfir- borði siöavendni leyndist bæði grimmd og dýrkun hins afbrigði- lega og úrkynjaða. Þegar Joseph Carey Merrick óx úr grasi i Leic- ester og breyttist smátt og smátt úr ofurvenjulegum dreng i óhugnanlegt viöundur voru örlög hans ráðin. Hann hlaut að verða aðalstjarnan i þjóðfélagslegu „freak-showi” þeirra tima. Hann var sonur pakkhús- manns, Joseph Rockley Merrick og Mary Jane, konu hans. Þau höfðu gengið i hjónaband nokkr- um mánúöum áður en hann fædd- ist. Foreldrar hans voru bæöi af landbúnaðarverkafólki. Móðirin hafði verið þjónustustúlka er hún hitti barnsföður sinn, og þau stofnuðu bú i einu af fátækra- hverfum Leicester, sem þá þand- ist út i kjölfar iðnvæðingarinnar meö litriku mannlifi auöugra og snauðra. Helsta skemmtan alþýðunnar, sem ella vann myrkranna á milli og bjó viö knappan kost, voru farand- sýningar og -markaðir. Og það var á einni slikri markaöshátið sem sá atburður á að hafa gerst er Joseph Merrick taldi sér trú um að ráðið hefði örlögum sinum. Einn sýningargripanna, risavax- inn fill á aö hafa slitiö sig lausan og Mary Jane, barnshafandi átt fótum sinum fjör að launa, en orðið fyrir hnjaski og taugaáfalli. Hvort eitthvað þessu likt geröist i raun og veru kemst aldrei út úr hring getgátna, en hitt er ljóst að slikur atburður varð ekki örlaga- valdur Merricks i móðurkviði (sjá ramma). Mary Jane var trúuð stúlka og gaf hinum unga sveini sinum nafn föður sins, Joseph, og Carey eftir frægum prédikara, William Carey.Joseph Carey fæddist sem fullkomlega eðlilegur drengur, eftir þvi sem næst verður komist, en á öðru aldursári fóru að koma fram merki um þá hryllilegu af- myndun sem átti eftir að gera hann að mannlegu skrimsli og gleði foreldranna ungu breyttist i sorg og skelfingu. Fílamaöurinn flosnar upp Það var geysilegur ofvöxtur fatlaös sonar og unga dóttur. Hún lést 1873, þá 36 ára. Joseph var þá tæplega 11 ára gamall. Alla ævi varðveitti Filamaður- inn minninguna um móður sina á allra helgasta staðnum i hugskoti sinu og skildi mynd hennar aldrei viö sig. Minning móðurinnar varð honum andlegt haldreipi gegnum allar þrengingarnar sem nú fóru i hönd. Einlægt talaði hann klökkur um mildi hennar og umhyggju (sem var trúlega rétt), og mærði fegurð hennar (sem var trúlega rangt). Nú breyttust hagir Josephs. Faðir hans leysti fyrst upp heim- ilið, en giftist siöan aftur og Jos- eph eignaðist stjúpmóður. Sú virðist hafa verið dæmigerð ,,vond stjúpa”, eins og þær gerast verstar i ævintýrum. Joseph hætti i skóla 12 ára og var settur i að reyna að vinna fyrir mat sinum. Fyrst fékk hann vinnu i vindla- verksmiðju, en þegar hægri handleggur hans varð sifellt af- myndaðri og þyngri gat hann ekki vafiö vindla lengur. Þá reyndi hann að selja vefnaðarvörur. Hann haltraöi um göturnar með hersingu krakka og fullorðinna á eftir sér og þegar hann kom i heimahús var ofvöxturinn við efri vörina orðinn svo mikill að hann gat trauðla gert sig skiljanlegan. Sölumennska hans rann þvi fljótt út i sandinn. Faðir hans gafst upp. Hann þvoði hendur sinar af þvi óláns- sama afstyrmi sem var sonur hans. Það var góðhjartaður föðurbróðir Joseph sem tók hann upp af götunni og bauð honum að vera hjá sér og konu sinni um sinn. En stuttu seinna, þegar hann var aðeins sautján ára sá Joseph fram á að hann myndi aldrei geta unnið fyrir sér, a.m.k. ekki á þessum stað. Hann leitaði á náðir bæjarstjórnarinnar, sagði sig til sveitar. Vörn snúiö í sókn Joseph var tekinn um áramót 1879—80 til vistunar i þurfa- mannastofnun Leicester, sóða- legum og nöturlegum stað, þar eftir Arna Þórarinsson Hvað gekk að Joseph Merrick? ,,Ég sá fyrst dagsins ljós 5. ágúst 1860. Ég fæddist i Lee Street, Wharf Steet, Leicester. Sú afniyndun sem ég nú hef hér til sýnis stafar af þvi að móðir min varð hrædd við fil. Móðir min var á gangi á götunni þegar halarófa af dýrum fór hjá, það var hræðilegur troðningur fólks sem vildi sjá þau, og til allrar óhamingju var henni ýtt fyrir fætur filsins, sem gerði hana af- ar skelfda, þetta gerðist á með- an hún gekk með mig og varð orsök afmyndunar minnar”. Þannig hefst sjálfsævisaga Joseph Merricks sem var útbýtt til gesta á viðundrasýningu Tom Normans. Sú hjátrú cr alkunn viða um lönd að verði barnshaf- andi kona fyrir tilteknu hnjaski á meðgöngutima þá komi það fram með einum eða öðrum hætti á barninu. En hlutskipti Merricks á ekki rætur að rekja tii þessa. Ekki heldur til þess sjúkdóms sem kaliaður er elephantiasis eða fílaveiki, eins og er útbreiddur misskilningur. Núna er talið fullvíst að Joseph Merrick hafi þjáðst af þvi sem kallað er „neurofibromatosis” eða „veiki von Recklinghaus- ens”, kennd við Frederich-von Recklinghausen, frægan þýskan sjúkdómafræðing. Þcir sem hafa þennan sjúk- dóm fá uin likamann æxli kölluð neurofibroma, sem verða til við mikinn vöxt tauga- og trefja- vcfja. Útbreiðsla og fjöldi þess- Bein Joseph Merrick eru enn varöveittá Lundúnaspitala. ara æxla er breytilegur. i vcrstu tilfellum grefur þessi æxlagróð- ur um sig i húðinni mcð þeim hætti að hún þykknar og veröur aö miklum húðfellingum. Al- gengast er að þetta gerist i holdi á enni, kinnum, augnalokum og aftan á háisinum. Það var ckki fyrr en á fyrri hluta þessarar aldar að tnenn komust að þvi að þessi sjúkdómur getur einnig breytt beinahyggingu. Sjúkdómurinn getur komið upp nánast hvar sem er i likam- anum, en i langflestum tilvikum er hann litt áberandi, kannski örfáar bólur eða örður. En hann getur verið hættulegur, og sjúklingar geta orðið flogaveik- ir og andlega fatlaðir. Um helmingur allra þekktra tilfeila er arfgengur. Enn i dag vita menn litið um eöli þessa sjúkdóms. Joseph Carey Merrick er trúiega sá maður sem verst hefur orðið úti af hans völdum. Og enn i dag er hann ólæknanlegur. Veikist maöur af þéssum sjúkdómi geta læknar ekkert gert fyrir hann, — nema það sem Frcderick Treves gerði fyrir Joseph Merrick: Linaö þjáningar með mannúðlegri aðhlvnningu.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.