Helgarpósturinn - 05.06.1981, Qupperneq 15
ineztl irinn Föstudagur 5. júní 1981
15
Furöufiskurinn ..Surtla” ljósmynd Valdís óskarsdóttir
Furðufiskurinn Surtla
Skrýmslafræðingur Helgar-
póstsins fregnaði að einhver tor-
kennilegur furðufiskur hefði
veiðst he'r við land, nánar tiltekið
fyrir norðan á Skagagrunni.
Fiskurinn varsendur rakleiðis i
hendur starfsmanna Náttúru-
fræðistofnunarinnar og grand-
skoðuðu þeir þessa fiskitegund
sem aldrei hefur sést hérna áður.
Ævar Petersen starfsmaður á
NáttUrufræðistofnun sagði að
fiskur þessi væri djúpsjávar fisk-
ur af svokallaðri „Surtlu grein”.
„Surtlan er afar sjaldséð hér
um slóðir og eru ekki til nema 8 -
10 eintök af honum sem veiðst
hafa í N-Atlantshafi. Ævar sagði
að Surtla hefði veiðst nær heil og
óskemmd upp úr sjónum og þvi
mjög fallegt eintak af þessum
sjaldgæfa furðufiski. En sam-
kvæmt fegurðarsmekk flestra
telst hann víst ekki mikið augna-
yndi.
— EG
Löggiltur skjalapappir
ljósmynd Valdis óskarsdóttir
rétt til þess aö endar nái saman.
Engu fé væri hins vegar veitt til
auglýsinga, og er þaö mjög slæmt
vegna þess, að erfitter, aö kynna
starfsemina fyrir vinnuaflskaup-
aidum án auglýsinga.
Þessifjárskortur bitnar illa á
þeim námsmönnum sem sumir
hverjir þurfa að lifa af tekjum
sumarsins allt árið um kring.
— EG
Löggiltur
pappir
úrelt
fyrirbæri!
Löggiltur skjalapappir. Hvað
er nú það? Hvernig er hann frá-
brugðin öðrum pappír og til hvers
erhann notaður? Til að forvitnast
örlitið um þessimál hringdum við
i Agnar GUstafsson hrl. og spurð-
um hann þessara spurninga.
Agnar sagði að þetta væri sér-
stakur pappir sem hefði verið og
væri notaöur við þinglýsingar. A
honum er vatnsmerki og stimpill
sem á stendur „löggiltur skjala-
pappir”, og i miðjunni „ísland”.
Hér áður fyrr voru öll veðmála-
bréf bundin inn i bók og þurftu
allar þinglýstar eignir að vera á
þessum sérstaka pappir sem kall-
aðist löggiltur. Agnar sagði að nú
væri þessi siður mikið til aflagður
og gegndi þvi þessi skjalapappir
ekki eins miklu hlutverki i nútim-
anum, nema þegar eignir eru
þinglýstar.
Hægt er aö taka afrit eða ljósrit
af samningum á skjalapappim-
um löggilta og telst það fullkom-
lega löglegt en Agnar sagöi að
einmitt þetta atriði vefðist oft fyr-
irfólki. Þannig að eitthvað virðist
ljósritunarvélin og tölvuvæðingin
hafa rýrt gildi skjalapappirsins.
— EG
Atvinna óskast
— Atvinnuleysi meöal námsmanna
Atvinnumál skólafólks hafa
verið til umræðu að undanförnu,
og dttast menn að nokkurs at-
vinnuleysis komi til með að gæta I
sumar. Um 750 manns eru nú á
skrá hjá þeim tveim atvinnumiðl-
unum sem starfræktar eru i borg-
inni: Ráðningarskrifstofu
Reykjavikurborgar og Atvinnu-
nokkurra daga vinnu upp i
þriggja mánaöa tima. Þó eiga
flest tilboðin þaö sameiginlegt, að
um er að ræða þau störf sem
lægst eru launuð i þjóðfélaginu.
Það sem háir atvinnumiðlun-
inni mest er fjármagnsskortur.
Við höfum fengið loforð um rikis-
styrk, sagði Einar, en hann dugir
miðlun námsmanna. Er þetta
nokkuð meiri f jöldi en var á skrá
á sama tíma I fyrra.
Fyrir atvinnumiölun náms-
manna standa mennta- og fjöl-
brautaskólanemar, námsmenn
erlendis og námsmenn i Háskól-
anum.
Einar Birgir Steinþórsson,
starfsmaður á atvinnumiðluninni
sagði að nú væru rúmlega fjögur
hundruðmannsbúniraö láta skrá
sig, og þar af væru um hundrað og
fjörutiu þegar búnir að fá vinnu,
ýmist i gegnum miðlunina eða
eftir öðrum leiðum. Töluvert
fleiri hafa skráð sig hjá miölun-
inni núna miðað við sama tima i
fyrra. Spurningin er þvi nú hvort
eitthvaö eigi eftir aö rætast úr.
Þvi þótt fjöldi manna á skrá hafi
aukist þá hefur atvinnutilboðun-
um ekki fjölgað að sama skapi.
Atvinnumiðlunin tók til starfa i
maíbyrjun, og að sögn Einars
hefur gengið treglega að útvega
fólki vinnu það sem af er.
Þau atvinnutilboð sem berast
eru misjöfn, allt frá tilboðum um
Einar Birgir Steinþórsson, starfs-
maður atvinnumiðlunarinnar.
Ljósmynd: Valdis óskarsdóttir
Samtök veitinga- og gistihúseigenda:
Sumarmatseðill út um allt land
Samtök veitinga- og gistihúsa-
eigenda hafa ákveðið að taka upp
þá nýbreytni er „Sumarmat-
seðill” nefnist, eða „Tourist
menu”. Munu 26 hótel og
veitingastaðir, út um ailt land,
hafa þennan matseðil á
boðstólum. MatseöiUinn verður
fjölbreyttur og ódýr, t.d. kostar
tvíréttuð fiskmáltlö kr. 52, og
kjötrétturinn mun kosta kr. 61.
Börn 12 áraog yngri borga hálft
verö og börn yngri en 5 ára fá
ókeypis að borða af þessum
sumarseðli.
Fyrirmyndin er skandinavlsk
og hefur alls staðar mælst vel fyr-
ir, þar sem þessi siöur hefur verið
tekinn upp. íslendingar, og
útlendingar, eiga þvi að geta
interRent
car rental
Bílaleiga
Akureyri
yrar
Reykjavik
TRYGGVABRAUT 14
S.21715 23515
SKElFAN 9
S.31615 86915
Mesta úrvallð, besta þjónustan.
Við útvegum yður afslátt
k. á bilalelgubilum erlendls. 1
gengið inn á matsölustaöi, fengið
sér góðan mat, fyrir litið verð i
allt sumar til septemberloka.
—EG.
Borða-
pantanir
Simi 86220
85660
Veitingahúsid í
GLÆSIBÆ
Maðurínn bakvið nafnið
Ómar Valdimarsson
„Mun beita mér fyrir
þvi að BÍ eflist
sem stéttarfélag”
Ómar Valdimarsson, hinn ný-
kjörni formaður Blaðantanna-
félags tslands er blaðalesendum
löngu kunnur. ómar er Reyk-
vikingur, þrftugur að aldri, og á
Iangt starf að baki sem blaða-
maöur þótt ungur sé að árum.
Helgarpósturinn hringdi l Ómar
Vald. eins og hann oftast er kall-
aöur til að forvitnast dálitið um
hans hagi, og viðhorf til blaða-
mennsku.
Ómar sagðist þessa dagana
eiga 12 ára starfsafmæli i
„bransanum.”.i Ég hef unnið á
Dagblaðinu frá stofnun þess, á
Vikunni í 2 ár og á Alþýöublað-
inu og Tímanum á milli þess
sem ég var f skóla.”
— Hefur þú þá einhver próf i
þessum fræðum? „Nei, ekki er
það nú. En þó hef ég verið á
ýmsum kúrsum i blaðamennsku
iSvíþjóðog Ameriku.ég var t.d.
i þeim fræga skóla „Columbia
Graduate School of Journal-
ism” í New York, en hætti þar
vegna þess að mér leiddist.
— En hvernig finnst Ómari
góður blaðamaður eigi að vera?
Það kemur þögn. „Biddu, ég
ætla að ná mér i kaffi og svo
skalég svara þér”. Hann kemur
að vörmu spori aftur og hefur
svarið á reiöum höndum.
„Góður blaðamaöur þarf að
vera duglegur, ósérhlifmn, þol-
inmóður og seigur. Hann þarf að
vera vel upplýstur og fljótur að
taka við sér. Og ekki sist með
fréttanefið i lagi.”
— Kemur það ekki með
reynslunni?
„Nei þaö held ég ekki, þetta
þarf að vera blaðamanninum
eðlislægt. Og eitt vil ég taka
fram aö góður blaöamaður get-
ur ekki átt marga vini. í svona
litlu þjóðfélagi eins og okkar
getur maöur alltaf átt á hættu
að þurfa að skrifa um mál sem
tengjast kunningjum, jafnvel
vinum og ættingjum. Þetta eru
hlutir sem allir blaðamenn
verða að sætta sig við.”
En nú vikjum við talinu að
Blaöamannafélaginu sjálfu.
— Hvers vegna gafstu kost á
þér til formanns?
„Nú þaö var vegna þrýstings
frá kollegum minum, ég lét und-
an eftir langa mæðu. Þeir sem
ég taldi hæfasta til starfans, og
þeir sem ég hefði viljað fá i
þessa stöðu gáfuekki kost á sér.
Mér fannst eins og fleirum, að i
stöðuna þyrfti að veljast maður
sem komið hefði nálægt stjórn-
arstörfum .
Ég hef verið ritari blaða-
mannnafélagsins i þrjú ár, þetta
félag hefur smá saman verið að
breytast í raunverulegt stéttar-
félag, og ég vona að núverandi
stjórn takist að halda þeirri þró-
un áfram og félagið eigieftiraö
styrkjast sem slikt.
Við þrjú sem vorum i fram-
boði erum ekki á öndverðum
meiði um þaö hverju stjórn
blaöamannafélagsins á helst að
beita sér fyrir, þvi það hlýtur að
vera hagur allra innan stéttar-
innar að félagið eflist að mun
sem stéttarfélag og að þvi mun
ég vinna af heilum hug.”— EG
Ert þú á leið til Uppsala i
sumar og vantar ibúð?
Til leigu er rúmgóð 3ja herbergja ibúð
m/húsgögnum, frá júli til septemberloka.
Nánari upplýsingar i simum 18396 og
33959, eftir kl. 18.00.
Húsnæði i
Kaupmannahöfn
1 úthverfi Kaupmannahafnar (Bröndbystrand) bý ég
ásamt strákunum minum þrem, i einbýlishúsi á tveim
hæöum. Viö höfum stóran fallegan garö, strönd og lestar-
stöð (17 min. det „Hovedbanen”) er svo aö segja viö
húsdyrnar. Frá 1. júli viljum við gjarnan leigja
einstakling(um) og eða litilli fjölskyldu hluta hússin í t.d.
eitt ár.
Leigukostnaður: fyrir einstakling kr. 1.000,-d.kr. (1 herb.
og sameiginleg aðstaða). Fyrir litla fjölskyldu kr. 1500.-
d.kr. Stórt herb. og sameiginleg aðstaöa). Áhugasamir
eru vinsamlegast beðnir aö skrifa sem fyrst til:
Sigríðar Magnúsdóttur
Monsunvej 4/
z660 Bröndbystrand
Köbenhavn/ Danmark.
Sími: 9045—2546662.