Helgarpósturinn - 05.06.1981, Síða 17

Helgarpósturinn - 05.06.1981, Síða 17
,17 Jielgarpósturính- Föstudagur 5. júní 1981 Leikarar Breiðholtsleikhússins á æfingu á Kabarettinum sem frumsýna átti nú i vor, en frestaðist til haustsins. Frá vinstri: Sigurveig Jónsdóttir, Kristin Bjarnadóttir og l>röstur Guðbjartsson. Lísu í Vörulandi frestað til haustsins Járnmaðurinn vann í Cannes: Heimildaskáldskapur úr kviku pólskra þióðmála „Okkur hefur að verulegu leyti gengift vel, þakka þér fyrir”, sagfti Jakob S. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Breiftholtsleik- hiissins, þegar Helgarpósturinn spurfti hann um stöftu mála eftir fyrsta leikárift. „Þetta tiltæki hefur vakift mik- inn áhuga fólks, og sýningarnar tvær, Pliítus eftir Aristofancs, og Segftu Pang! cftir ónefndan höf- und. hafa báftar fengið mjög já- kvæfta gagnrýni — og þaft er hreint ekki svo litils virfti fyrir leikhiís svona i upphafi. Ekki má glevma þvi aft Breift- holtsleikhúsið var stofnaft til aft vinna leikhiisinu veglegan sess i kúltdrlifi úthverfis, og þar er björninn ekki unninn. Þaö tekur sinn tima. En þegar á heildina er litift erum vift ánægö.” Jakob sagfti leikhúsið nú komið i sumarfrí, en ekki er óliklegt að Segðu Pang! verði tekið til sýn- inga að nýju næsta haust. Þá er ákveðið að með haustinu verði hafnar sýningar á nýjum frumsömdum „reviu-kabarett” i Félagsstofnun stúdenta. Sá heitir „Lagt i' pottinn — eða Lisa i vöru- landi” og er eftir Gunnar Gunn- arsson og Þránd Thoroddsen, sem semja textana og Atla Heimi Sveinsson sem sér um tónlistina. Atta leikendur koma fram i álika stórum hlutverkum, en leikstjóri er Sigrún Björnsdóttir, Sóley Jó- hannsdóttir semur dansana og Hjörciis Bergsdóttir annast leik- mynd og búninga”. En er það ekki svolitið öfugsnúiö að út- hverfaleikhúsið skuli sýna i mið- bænum? „Það má kannski segja það”, sagði Jakob, ,,en fyrir þvi liggja nokkrar ástæður. I fyrsta lagi er þetta viðamikil sýning, sem ekki er pláss fyrir þar sem við höfum sýnt i Breiðholtinu. i öðru lagi er ætlunin að menn geti fengið sér léttar veitingar meðan á sýningu „Nefndin er aft fara i gang þessa dagana, en hefur skiljan- lega ekki látift neitt frá sér fara”, sagfti Ingvar Gíslason, mennta- málaráftherra, þegar Helgar- pósturinn spurfti hann um nýskip- afta nefnd, sem f jalla á um Kvik- myndasjóö. Áðsögn Ingvars er nefndin sett á legg vegna eins konar áskor- unar frá menntamálanefnd efri deildar alþingis, þar sem málefni Kvikmyndasjóðs voru rædd i fyrra. Menntamálanefndin óskaði eftir þvi að ráðherra gerði ráð- stafanir til að tryggja vöxt og við- gang sjóðsins, ,,og nefndin er skipuð af þvi tilefni”, sagði Ingvar. Þetta er pólitiskt skipuð nefnd, og i henni sitja Vilmundur Gylfa- stendur, og það þykir ekki við hæfi i skólahúsnæði, og i þriðja lagi þá er þetta fjáröflunarsýn- ing”. Upphaflega stóð til að verkið yrði frumsýnt nú i lok mai, en að sögn Jakobs, komu óviðráðanleg- ar orsakir í veg fyrir það. Ekki hafa verið teknar ákvarð- anirum fleiri sýningar næsta vet- ur, en Jakob sagði að þeir væru nú að hefja sölu á áskriftarkort- um, sem gilda inná allar fjórar sýningar leikhússins næsta vetur, og kosta 150 krónur. son (A) Sigmar B. Hauksson (F) Halldór Blöndal (S) Guðrún Helgadóttir (Ab) Þorsteinn Jóns- son, tilnefndur af kvikmynda- gerðarmönnum, Jón E. Böðvars- son, deildarstjóri, tilnefndur af fjármálaráðuneytinu, og for- maður nefndarinnar, Indriði G. Þorsteinsson, tilnefndur af menntamálaráðherra. Nefndinni er ekki sett nákvæm vinnuáætlun, en ráðherra sagði að samkvæmt tilnefningarbréf- um til hvers nefndarmanna, væri verkefnið orðað sem svo: „Kanna leiðir til eflingar Kvikmynda- sjóöi”. „Nefndin hefur þvi nokkuð frjálsar hendur”, sagði ráðherra aö lokum. Nefndin hefur ekki afmarkaðan starfsti'ma. —GA Gestum kvikmyndahátiftar- innar i Cannes kom vist ekki á óvart aft Járnmaöur pólska leik- stjórans Andrzej Wajda fengi Guilpálmann eftirsótta. Þegar eftir fyrstu sýningar á myndinni varft ijóst aft um meiriháttar kvikmyndaverk var aft ræfta, og gagnrýnendur sem aftrir lofuftu hana og prisuftu. Járnmaðurinn er beint fram- hald af Marmaramanninum sem sýnd var hér á siðustu kvik- myndahátið, eða jafnvel bara siðari hluti sömu kvikmyndar. Marmaramaðurinn var um kvik myndaleikstjóra sem lángaði að komast að afdrifum frægs verka- manns á fimmta áratugnum og það er ekki fyrr en i Járnmann- inum að áhorfandinn kemst að þvi að hann var drepinn i óeirö- unum i Gdansk 1970. Þótt aðalvið- fangsefni Wajda i nýju myndinni séu atburðirnir i Gdansk árið 1980 þá notar hann „flash-back” að- ferðina til að fara alla leið aftur til ársins 1968, og stúdenta- óeirðana þá. Til að segja söguna i Járn- manninum notar Wajda ekki ósvipaða aðferð og i Marmara- manninum. 1 þetta sinn er þaö áhugalitill útvarpsfréttamaður sem sendur er af yfirboðurum sinum til Gdansk til þess að ófrægja það sem þar á sér stað. Til að sanna að á bak við atburð- ina i skipasmiðastöðinni standi CIA, Radio Free Europe og aðrar andbyltingasinnaðar stofnanir. En viðtöl hans og rannsóknir og hans eigin skynsemi segja honum brátt að svo sé alls ekki. Hann kemst að raun um að einn af leið- togum Einingar er enginn annar en sonur verkamannsins i Mar- maramanninum, að kvenleik- stjórinn i þeirri mynd er nú gift syninum og að hún er komin i fangelsi. Það sem vakið hefur hvað mesta aðdáun gagnrýnenda er hve meistaralega Wajda hefur tekist að fella saman skáldskap og veruleika i myndinni. Myndin er skáldskapur fyrst og siðast, en skáldskapur sem byggir á mjög raunverulegum atburðum. Sumir leikaranna, eins og t.d. sjálfur Lech Walesa tóku þátt i veruleik- anum, og þannig fær myndin af- skaplega trúverðugan blæ. Þaö sem Wajda er að fást við i þessum tveim myndum, Mar- maramanninum og Járnmann- inum, er andrúmsloftið, stemmn- ingin, i föðurlandi hans, Póllandi Það er ekki hlaupið að sliku i vestrænum löndum, hvað þá i landi þar sem kvikmyndir, eins og önnur listaverk, þurfa að fara i gegnum nálarauga ritskoðunar- innar. En á þessum tveimur myncuM er verulegur munur hvaft þetta varðar. I siðari mynd- inni er Wajda farinn að segja hluti, sem hann gat ekki einu sinni leyft sér að gefa i skyn i ■ eirri fyrri. Svo opinská er mynd- n að mikill vafi lék á hvort hún yrði sýnd yfirhöfuð — og sú stað- reynd að hún fékkst sýnd er lik- lega ekki siður mikilvæg en það sem sagt er i myndinni sjálfri. Wajda hefur reist mannrétt- indum I Póllandi minnismerki sem standa mun um ókomna framtiö, og engir fréttaskýrendur geta komist neitt nálægt þvi, i til- raunum til að lýsa ástandinu þar i landi. En ekki bara það: Þetta er vist skratti góð mynd frá „kvik- myndalegu” sjónarmiði. — GA Wajda (l.h.) og Edward Klosinski, kvikmyndatökumaður vinna aft Járninanninum — meistaraleg tenging skáldskapar og veruleika. — GA K vikm yndasjóðsnefndin er komin af stað Lurkum lamið líf Geldur smákrimmi lláskólabió: Fantabrögft (North Dallas Forty). Bandarisk. Argerft 1979. Ilandrit: Frank Yablands, Ted Kotcheff, Peter Gent. Leik- stjóri: Ted Kotcheff. Aftalhlut- verk: Nick Nolte, Mac Davis, Dayle Iladdon, Bo Svenson. Trúlega reka Amerikanar ruddafengnustu og ofbeldisrik- ustu iþróttagreinar i heimi. Og þeir elska þessa löggiltu viíli- mennsku sina og finnst aðeins blómlegt dæmi um sannan og heilbrigðan samkeppnisanda. Þessar iþróttagreinar, eins og baseball, football (rugby i 'Eng- landi), ishokki, hnefaleikar, fjölbragðaglima, eru jafnframt reknar á harðvitugum hagnað- argrundvelli, eins og hver önnur kapitalisk fyrirtæki. Af þessu leiöir að boðorðin góðu um heil- brigða sál i heilbrigðum likama verða öfugmæli og ofbeldiö og gróðahugsjónin stjórna feröinni með einatt hroðalegum afleið- ingum fyrir þátttakendur. Vitaskuld hafa bandariskir kvikmyndagerðarmenn tekiö þetta viðfangsefni til meftferð- ar. Myndir um lif iþróttamanna eru legió og er þá iþróttin gjarnan notuð sem liking fyrir vondu hliðina á kapitalisman- um. Þetta er ekki nýstárlegt efni, og frá siðustu árum má nefna myndir eins og Slap Shot eftir George Roy Hill um is- hokkileikara (sýnd i Laugarás- blói), Semi Tough eftir Michael Ritchie um „knattspyrnuleik- ara” (sýnd I Tónabiói), og svo ótal myndir um hnefaleika- kappa (Rocky, Raging Bull). Litiö nýmæli er þvi aö North Dallas Forty, sem Háskólabió sýnir nú. En hún sker sig þó úr fyrir þaö, að hún er betur gerö og skemmtilegri á að horfa en flestar þessar myndir. Yfirleitt eru myndir um sér-bandariskar iþróttir alveg sérstaklega leiö- inlegar fyrir aðra en Banda- rikjamenn og alhliöa sport- idjóta. North Dallas Forty fjallar, eins og Semi Tough, um hlut- skipti bandariskra slagsmála- hunda sem hafa atvinnu af „knattspyrnu”, — iþrótt sem aðeins krefst þess af leikendum að þeir séu eins og grjót- mulningsvélar. En þar sem Semi Tough var heldur grunn- færinaulafyndni mestanpart.er þessi mynd kanadiska leikstjór- ans Ted Kotcheff einkar snöfur- mannleg gegnumlýsing á fórnarlömbum blóöþyrstrar al- þýðuskemmtunar. Að visu eru atriðin gamaikunn, — þjálfunin, likamsmeiðingarnar, uppdópun með sprautum, töflum, áfengi og hassi til að deyfa andlegar og likamlegar þjáningar, sukkið og svinariið innan vallar sem utan, búningsklefasenur og sturtu- senur, senur meö auðmanninum sem á allt heila gillið, senur meö þjálfaranum sem tekur jafn mikið mark á Pálipostula og tölvunni sinni við mótun liðsins, einsemdin og tómleikinn sem fylgir langvarandi niðurlægingu eigin likama og sálar, frelsunin sem felst i þvi að finna elskuna sina. Allt eru þetta fastir liöir I myndum af þessu tagi. En kunnátta Kotcheffs og vel unnið handrit, ásamt groddalegum leikhópi, gera North Dallas Forty að bestu „iþróttamynd” sem Bandarikjamenn hafa lengi gert. _ AÞ. Austurbæ jarbió: Brenni- merktur (Straight Time). Bandarisk, árgerð 1978. Handrit: Alvin Sargent o.fl. Leikstjóri: Ulu Grosbard. Aftal- hlutverk: Dustin Hoffman, Théresa, Harry Dean Stanton og M. Emmet Walsh. Ekki veit ég hvað kom til að Dustin kallinn Hoffman þvæld- ist inn i þessa mynd. Liklega hefur það verið vinargreiði viö leikstjórann Ulu Grosbard, þvi að eitthvað hafa þeir áöur brallað saman. Hoffman leikur þarna smá- krimma sem látinn er laus úr fangelsi eftir 6 ára prisund — tilreynslu. Hann er háöur duttl- ungum skilorðseftirlitsins, sem gerir honum lifið eins leitt og mögulegt er. Að lokum fær Hoffman eða Max Dembo eins og hann heitir i myndinni sig fullsaddan af óþverraskapnum i eftirlitsmanninum, stingur af og byrjar aftur á smáglæpunum sinum, sem auðvitað getur ekki farið nema á einn veg. Efni, myndarinnar er i sjálfu sér ekki vitlaust og veitir vissa innsýn i heim smákrimmanna eða hornsilanna sem vilja verða hákarlar. Þeir þykjast vera at- vinnumenn en það er aumkunarverður amatörismi yfir öllu sem þeir takast d hend- ur. Aherslan er lögð á að þegar smákrimmarnir losna Ur fang- elsi, þá sé umhverfið þeim svo f jandsamlegt, að þeir séu nánast neyddirút i smáglæpina á nýjan leik. Þetta er ekki ný saga, og heldur ekki sér-banda- risk, þvi meira að segja hér i fámenninu á Fróni hefur þetta löngum þótt helsti lösturinn á fangelsismálum okkar. A bandariska visu er þetta þvi alveg sæmilega „meðvituö mynd um félagslegt vandamdl”, svo notuð sé sigild klissja en aðstandendum tekst með einhverju móti að klúðra boöskapnum i voðalega geldri og dauflegri framsetningu efnis- ins. Og þegar upp er staðið lifir aðeins eitt atriði þessarar myndar i endurminningunni — þ.e. þegar Dembo ris upp gegn skilorðseftirlitsmanninum og handjárnar hann berrassaðan á miðri hraðbrautinni. Það er nokkuö snoturt atriöi og reyndar M Emmet Walsh i hlut- verki eftirlitsmannsins hinn eini sem plummar sig almennilega i þessari mynd. — BVS.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.