Helgarpósturinn - 05.06.1981, Qupperneq 18
18
Föstudagur 5. júní 1981
Þrusugóður þriller
Nýja bió: Vitnið (Eyewitness)
Bandarisk. Argerð 1981.
Handrit: Steve Tesich.
Leikstjóri: Peter Yates.
Aðalhlutverk: William Hurt,
Sigourney Weaver, Christopher
Plummer, James Woods.
Hitchcock gamli hefur mátt
þola það, bæöi lifs og liöinn aö
nafn hans sé notað i tima og
ótima i auglýsingaskyni fyrir
spennumyndir. Ef mynd er
byggö kringum sakamál og
ástamál helst meö örlitilli
skvettu af gamanmálum, — ja,
þá viröist liggja beint viö aö
kalla bráöspennandi þriller i
Hitchcock-stil. Vist er að meist-
ari Hitch hefur haft ómæid áhrif
á gerö spennu- og sakamála-
mynda. Yngri kvikmynda-
geröarmenn, ameriskir einkan-
lega, hafa bæöi leynt og ljóst
sungið lofgjöröir til meistarans.
Sá sem lengst hefur gengið I þvi
er Brian de Palma. Hann hefur
reyndar tilhneigingu til aö nota
myndir Hitchcocks eins og
kalkipappir. Aö kópiera Hitch-
cock senu fyrir senu eöa jafnvel
skot fyrir skot kemur ekkert
„Hitchcock-stil” viö. Þetta
eilifa mas um „Hitchcock-stil”
gerir minningu og arfleifö hans
engan greiða, og veröur sannast
sagna alveg merkingarlaust.
Kvikmyndin Eyewitness er
auglýst sem enn ein myndin i
Hitchcock-stilnum, og er þaö
haft eftir gagnrýnandanum Rex
Reed. Fyrir þvi má færa rök, en
jafnmörg rök eru á móti, og
svona frasi þjónar aöeins þeim
tilgangi að redda slöppum og
lötum gagnrýnanda frá verki
sinu eins hratt og auðveldlega
og unnt er. En þaö breytir ekki
þvi aö Eyewitness er bráö-
skemmtilegur og spennandi
þriller, geröur af mikilli frá-
sagnargleöi og frásagnartækni
af þeim gamalreynda breska
leikstjóra Peter Yates og skrif-
aður af talsveröri leikni og út-
sjónarsemi af Bandarikja-
manninum Steve Tesich. Þessir
góöu menn stóöu einnig saman
aö gerö Breaking Away sem hér
var sýnd i Nýja biói i fyrra og
sló aðsóknarmet viöa um lönd,
þó fyrst og fremst i Bandarikj-
unum. Sú mynd þótti mér aö
visu ofmetin af ameriskum
gagnrýnendum. En hún var af-
slöppuö, húmorisk og húmanisk
mannlifsmynd meö óbrigöulu
handbragöi fagmannsins.
Sama handbragö og öryggi
limir Eyewitness saman, þrátt
fyrir söguþráö sem jaðrar viö
hiö fáránlega á köflum. Sögu-
hetjur okkar eru tvær: Annars
vegar er ungur húsvörður i
skýjakljúf I New York, fyrrum
Vietnamhermaöur, leikinn af
William Hurt. Hins vegar er ung
kona, forrik og falleg og starfar
sem sjónvarpsfréttamaöur,
leikin af Sigourney Weaver. Lif
þessa fólks i mannhafinu i New
York tvinna þeir Yates og Tes-
ich saman með moröi i skýja-
kljúfnum og spinna svo áfram
Húsvörðurinn hittir sjónvarps-
fréttamanninn: William Hurt og
Sigourney Weaver i þrilier Nýja
biós.
býsna ótrúlega en gripandi sögu
um hugsjónabaráttu á villigöt-
um. Þetta fer allt hægt og rólega
af staö, upplýsingar veittar i
smáskömmtum, en gerist svo æ
hraöfleygara eftir þvi sem liöur
á myndina, þannig aö áhorf-
anda gefst litið tóm til að melta
efniö. Þaö er styrkur myndar-
innar, þvi efniö er við nánari
skoðun á bláþræöi.
Ekki er rétt aö ljóstra upp
sögunni, en Tesich teflir þar
saman frelsisbaráttu sovéskra
gyöinga, landflótta Suöur-Viet-
nömum, ráövilltum ungum
Amerikönum i leit aö fótfestu
eftir þátttöku i tilgangslausri
styrjöld, kaldrifjuðum heimi
sjónvarpsins, hversdagsvanda-
málum lögreglumanna I New
York, hjónabandserfiðleikum
sem fylgja fötlun og svo fram-
vegis og svo framvegis. Sem
sagt: Þaö er komiö viöa viö,
kannski of viöa. En hnyttin
samtöl og skemmtilegar
persónulýsingar gera Eye-
witness jafn aölaðandi og raun
ber vitni. Þaö er aö sinu leyti til-
breyting að fá mynd sem ein-
kennist frekar af hugmyndaof-
gnótt en hugmyndafátækt.
Ekki eru öll hlutverk jafn vel
unnin, og aumingja Christopher
Plummer fær alveg vonlaust
verkefni, enda leysir hann þaö
ekki. Sigourney Weaver minnir
mjög á unga Jane Fonda og er
þaö henni ekki til sérstaks
trafala. En myndin tilheyrir
fyrst og slðast William Hurt.
Hann býr til sérkennilegustu og
lunknustu „hetju” sem ég hef
séð i hasarmynd i mörg ár.
Fráleitt lokauppgjör, sem fer
fram i einhvers konar hesthúsi
inni i miðri stórborginni (!), er
þvi miður lágpunktur annars
bestu afþreyingarmyndar i
bænum um þessar mundir.
13. aldar tón/ist
Musik an Notre Dame um 1200
(Tónlist frá dómkirkjunni i
Paris, um 1200)
Perotinus magnus (Perotin):
„Viderunt omnes” og „Se-
derunt principes”, o.fl.
flytjendur: Deller-Consort,
London, ásamt hljómlistar-
mönnum Collegium aureum auf
Origi nalinstrum enten.
stjórnandi: Alfred Deller
Utgefandi: llarmonia mundi,
065—99 634 (1961)
Bygging hinna stóru gotnesku
dómkirkna, var ytra tákn um
hápunkt valda hinnar kaþólsku
kirkju. Þessar háreistu en fin-
legu byggingar endurspegluöu
um leiö vissan veikleika, boö
um yfirvofandi hnignun hins
andlega valds sem molnaöi i
tvær andstæöar fylkingar, viö
lok miöalda. Bygging dómkirkj-
unnariParis (Notre-Dame) var
hafin 1163 og lokið aö mestu um
1245. Ef segja má að hún boði
tima nýrrar húsageröarstefnu,
þá fór einnig fram bylting innan
veggja hennar, á sviöi tónlistar.
Tveir kapelmeistarar kirkj-
unnar, þróuðu svokallaða „Ars
antigua” tónlist úr heföbundn-
um „organum” (sjá islenskan
tvisöng) yfir i fjölsöng (dis-
cantus). Meistari Leoninus var
brautryðjandi, en eftirmaöur
hans Perotinus magnus (Pero-
tin) mun vera hinn sanni skap-
andi þri- og fjórradda organum.
Til hans veröur þvi rakin „mót-
ettan” og/eöa” polyfónian”, sú
tónlist sem Bach fullmótaði.
Perotinuser talinn fæddur um
1160 og látinn 1240. Hann er þvi
samtimamaður Snorra Sturlu-
sonar, en örlitiö eldri. Lifsstarf
hans er litt þekkt og heimildir
um hann éru af skornum
skammti. Nóg er vitaö samt til
aö honum sé þakkaður hinn
betrumbætti tvisöngur. Þá
samdi hann einsöngslög (mónó-
diur) og kondúkt-söngva, þri-
raddaöa. Samtimaskrif ensks
tónfræöings frá 13. öld og
þekktur er undir heitinu „Ano-
nymus IV”, hafa varpað frek-
ara ljósi á stööu Perotinusar i
tónlist miöalda. Anonymus IV
telur hann fremri Leoninusi
(þótt hafa beri i huga, að Pero-
tinus byggir mjög á nótnaritun
fyrirrennara sins), einkum
vegna þri- og fjórröddunar
organumsöngsins. Einnig hefur
Anonymus IV, eftirlátið siðari
kynslóöum tvo „gradúala”
(vixlsöngur, grallari) sem taliö
er vist aö séu eftir Perotinus:
„Viderunt omnes fines terrae”
sem flytja skyldi á jóladag og
„Sederunt principes”, fluttur
26. desember á Stefánsmessu.
Samkvæmt öörum heimildum
sem varðveist hafa úr biskups-
tiö Odo de Sully (en hann sat á
stóii dómkirkjunnar I Paris frá
1197—1208), var „Sederunt”
Perotinusar ætlaö fyrir Stefáns-
messuna 1199.
Auk þessara tveggja gra-
duala, er verkiö „Alleluja Nati-
vitas”einnig eftir Perotinus. Þá
eru þrjú verk eftir óþekkta höf-
unda, er heyra til Notre-Dame
skólanum. Eru það „Alleluja
Christus resurgens” og kon-
dúkt-söngvarnir „Pater noster
commiserans” og „Dic Christi
veritas”.
Óneitanlega hlýtur þaö aö
furða hlustendur, hversu hvöss
og danskennd organum-tónlistin
frá Notre-Dame er. Samfelldur
og teygjanlegur þriryþminn,
„pundsnótur” (punctus og nótur
sem teygöar eru i hið óendan-
lega), ásamt raddsetningunni
kringum hinn upprunalega
„cantus firmus”, breytir text-
anum i hljóð á tjáningarrikan
(expressivan) hátt. Enda munu
söngvararnir hafa lagt mikla
áherslu á leikrænan söng. Þó er
þessi tónlist ávallt innan hins
viöurkennda ramma gregori-
önsku reglunnar um kirkjusöng
I ferund, fimmund og áttund.
Þótt hér sé um eldri upptöku
aö ræða, er þetta öndvegisút-
gafa sem telja veröur til hins
fremsta, hvaö varöar túlkun á
tónlist Notre-Dame skólans.
Deller-Consort er kvartett
tveggja tenóra, baritóns, aö
ógleymdum stjórnanda þessara
verka, enska kontratenórnum
Alfred Deller (1912—79) Deiler
var i hópi færustu túlkenda miö-
alda- og barok-söngs (s.s. Mon-
teverdi, Purcell og Hándel).
Undirleik annast sjö hljóöfæra-
leikarar Collegium aureum auf
Originalinstrumenten og eins og
nafnið gefur til kynna, leika þeir
á viðeigandi miöalda-hljóöfæri.
Samhæfing radda og hljóö-
færa er meö afbrigðum góð og
tóngæöi mikil. Upptakan er frá
tveimur þýskum kirkjun. Plata
þessi er fengur hverjum þeim
sem áhuga hefur á þróunarsögu
kórsöng og kirkjutónlistar. Þá
er tónlist þessi vissulega ná-
skyld Islenska tvisöngnum og
lykill að þvi sem gerst hefði i
miöaldatónlist okkar, heföi hún
borið gæfu, til að þróast áfram
óhindraö. Þess má geta I lokin,
aö platan hefur hlotiö tvenn
verölaun: „Deutscher Schall-
plattenpreis” og „Grand prix du
disque”.
Þú ert einmana eins og kartöfiugras
sem haustið hefur ski/ið eftir
Einar Már Guðmundsson:
Róbfnson Krúsó snýr aftur.
Ljóð (53 bls.)
Iðunn 1981.
A siðasta hausti komu út tvær
ljóöabækur eftir Einar Má Guö-
mundsson, Sendisveinninn er
einmana og Er nokkur i kór-
ónafötum hér inni. Þótti mörg-
um mikið i lagt fyrir ungt skáld
að gefa i fyrsta sinn út tvær
bækur feinu. Þessar bækur voru
athyglisveröar, óiikar innbyröis
og birtu lifssýn tómleika og til-
gangsleysis kynslóöar . sem
finnst hún hafa lítiö til aö lifa
fyrir. 1 þessum bókum var
margt haganlega gert og þær
alls ekki sem verstar miðaö viö
aö hér var um aö rssöa fyrstu
bók/bækur höfundar.
Nú hálfu ári seiima kemur enn
ein bók frá Einari Má. NU ætla
ég ekki aö kvarta undan þvi I
sjálfu sér að skáld séu framleiö-
in, en hætt «r viö aö sfa vand-
virkni og umhugsunar veröi fuli
gisin ef ört er gefið Ut. Ég er
þeirrar skoöunar aö skáldum sé
betra aö hafa ljóöin heldur færri
og vanda sitt verk þeim mun
meira. Þessum oröum er ekki
,beint sérstakiega til Einars
Más, heldur eru þau almennt til
viövörunar ungum (og eldri)
skáldum.
Róbinson Krúsó snýr aftur
skiptist i þrjá töiusetta hluta. Er
fyrsti hlutinn nútiðarlýsing,
annar hluti er eitt langt ljóö sem
fjaliar um skáldskapinn og
þriöji hlutinn eru endurminn-
ingar úr æsku.
Fyrsti hlutinn er efnislega
skyldur bókunum sem komu út i
fyrra. Ljóöin fjalla beint um
manninn i tómlegri og tilgangs-
lausri veröld nútimans:
unga stúlkan
með myrkriö I hálsinum
i leit að stuöi I miöbænum
og einhverjum félagsskap til
aö brenna kvöldinu i hasspipu
hún slær ekki frá sér
en afvelta á gólfinu
storkar hún heiminum
(Frelsi einstaklingsins I, bls.
15)
Einsemdeg einmanaleiki eru
áberandi f þessum ljóöstsn eg
dregur Einar Már viöe upp
myndir þar sem þessi nöturleiki
er kallaöur fram:
þrátt fyrir feröaskrif-
stofubrjóstin
mæjorkamjaömirnar og
tivigrænaugun
er magasi'ntilveran martröö
millisjússa
þú ert einmana eins og
kartöflugras
sem haustiö hefur skiliö
eftir
(tlr m yndir á sýningu hausts-
ins bls. 22)
1 öörum hlutanum er ljóöiö
Heimsókn sem fjallar um ljóö-
listina og má lita á þaö sem
stefnuyfirlýsingu skáldsins og
jafnframt nokkra skýringu á
eöli ljóöageröar hans. 1 þessu
ljóði segir meöal annars:
en ég er orðinn leiður á
feguröinni
sólin voriö og jöklarnir
mega vera ifriöi
dýr og jurtir hef ég aöeins
séö I
frystihólfum stórverslgjia
en ég er oröinn leiöur
á jóhannesi úr kötlum á
þjóðlegum
kvæöum um fjöll og firöi
á þessum eilifu bænastundum
með réttlætinu
mér er alvara
oröin fara ekki f kröfugöngu
meðan þau læöast meö
veggjum
og þurfa aö leigja út f bæ
— ef þú filar ekki
þaö sem ég segi skaltu
rölta út
kannski finnuröu sjálfan þig
I oröum sem leita þin
ef þú ætlar ekki aö halda
áfram aö skjóta
Einar Már Guðmundsson:
Ljóðin eru stundum fuli yfir-
borösleg og segja of mikiö,
þannig aö lltiö er skiliö eftir fyr-
ir lesanda aö velta fyrir sér,
segir Gunnlaugur m.a. i umsögn
sinni.
örvum af gráhæröum streng
atóm skáldanna
fáöu þér heldur byssuleyfi
einhver mun liggja vel
viö skoti
(bls. 31 - 34)
Eg man ekki eftir aö hafa séö
ungt skáld yrkja jafn bersögult
mn hugmyndir sinar um skáld-
skapinn og er næsta fróöiegt aö
sjá þessi sjónttrmiö. Þarna er
greiniiega á ferðinni uppreisn,
sem í ljóöunum kemur fyrst og
fremst fram I þvf aö náttúran
hefur einmittallt til þessa veriö
óþrotleg uppspretta myndefnis I
ljóöum islenskra skálda. Eg
ætia ekki aö leggja dóm á þessi
sjónarmið núna, til þess þyrfti
býsna langt mál, en verö aö játa
aö ég er ekkert alltof hrifinn af
þeim. Ef á grundvelli þeirra ris
nýr og betri skáldskapur þá er
vel, en þaö hef ég ekki séð ger-
astennþá. Vera má aö ljóð Ein-
ars Más og þeirra sem.yrkja i
svipuöum anda séu fyrstu spor i
nýja átt, þaö er aldrei aö vita.
1 siðasta hluta bókarinnar eru
tiu ljóð sem öll eru byggð á
minningum úr barnæsku. Mörg
þeirra eru tengd augnablikum
úr skóla. Þessi ljóð eru yfirleitt
mildari en ljóöin i fyrsta hlut-
anum en engu að siður er yfir
þeim svipaöur nöturleikablær.
Þaö er kannski fullmikið aö
segja aö hér sé á ferðinni upp-
gjör viö glataöa æsku, en útúr
ljóðunum má lesa tilfinningu
fyrir þvi aö margt heföi getaö
veriö betra og timanum heföi
mátt verja til skynsamlegri
hluta en gert var:
eftir aö hafa upplifað fil-
inguna á krossinum
jaröaö mannkynið meö hitler
þulið upp allar höfuöborgir
norðurlanda
bætt greini við dönsku oröin
var ég látinn smiöa mörgæs,
(greitest hits úr krossferö
krakkanna n, bls. 41)
1 Robinson Krúsó snýr aftur
heldur Einar Már Guömunds-
son áfram á svipaöri braut og i
fyrstubókum sfnum. Hann beit-
ir svipuöum aðferöum i tjáningu
sinni, myndmál hans er tekift úr
heimifólks og borgarlifs en ekki
úr náttúrunni og gerir þaö ljóö
hans nokkuö sérstæö. Hinsvegar
finnst mér ljóöin stundum full
yfirborösleg og segja of mikiö,
þanrag aö lftiö er skiliö eftir fyr-
ir lesanda aö velta fyrir sér. Ég
held aö ljóö veröi aldrei veru-
lega góö nema fariö sé mjög
sparlega meö orð.