Helgarpósturinn - 05.06.1981, Síða 20

Helgarpósturinn - 05.06.1981, Síða 20
20 Föstudagur 5. júní 1981 mLL. -helgarpósturinn— Ókvik kvikmynd? Hvernig er hægt aö gera kvik- mynd um mann sem ekki er kvik- ur? Þetta er spurningin sem kvik- myndaieikstjörinn John Badham (Saturday Night Fever, Darcula) og leikarinn Richard Dreyfuss (Close Encounters, Goodbve Girl) hafa verið aö velta fyTÍr sér að undanförnu. Þeir eru nefnilega ásamt fleira fölki að gera kvik- mynd eftirhinu fræga leikriti Bri- an Clark, Whose Life Is It Any- way? ( Er þetta ekki mittlif?) um manninn sem lamast frá hálsi og niðriir i slysi. og krefst þess að fá að deyja. Það þurfti allnokkuð japl og jaml og fuður áður en MGM á- kvað að kaupa kvikmyndaréttinn, enda höfðu menn ekki svar við upphafsspurningunni á reiðum höndum. Mikið hvilir á ieikaran- um i aðalhlutverkinu, eins og gef- ur aðskilja, og samkvæmt viðtali við bandariskt kvikmyndatimarit var Dreyfuss i upphafi i vafa um hvort hann gæti valdið rullunni. „En þegar fólk heyröi að ég ætti að leika mann sem ekki gæti hreyft sig sagði það: „Hann getur þetta aldrei'. Þessvegna langaði mig að reyna mig á þessu”, sagði hann. John Badham var ekki i jafn miklum vafa. „Hlutverkið er eins og sniðið fyrir hann”, sagði hann. ..Dreyfuss er leikari sem fer snilldarlega með texta, og þegar hann fær ekki að nota hendur og likamann til að tja sig, þá kemur lifsorkan öll fram i röddinni”. Handritið er eftir Brian Clark sjálfan og Reginald Rose, og i þvi er farið varlega i allar breyting- ar. Hvert tækifæri er þó notað til að „komast Utúr” sjúkrastofunni sem sviðsleikurinn gerist i. Til dæmisverður á undan myndinni um tiu mínutna forsaga, þar sem Hichard Dreyfuss i sjúkrarúminu, og Christine Lathi að hjúkra honum. maðurinn er syndur sem mynd- höggvari og elskhugi, áður en hann lamast i bilslysi. Kvikmyndin Er þetta ekki mitt lif? er væntanleg á haustinu. markað með — GA Séð hef ég skrautleg suðræn b/óm Svo er um mitt far i seinni tið, að hetjutenórar og skrautflúr- sópranar minna mig mest á kraftlyftingamenn og loftfim- leika. Allt hefur þetta til sins ágætis nokkuð, og mikið hafði maður gaman af þessu i eina tið. Það kann vel að vera afturför, en ugglaust mjög vel til flúrsöngs, og það hefur hún lært að nýta. Enda sýndi hún mikla leikni i þvi, eink- um i arium Ariadne frá Naxos eftir Richard Strauss, óféliu úr Hamlet eftir Ambroise Thomas, og ekki sist Gildu úr Rigólettó eftir Verdí. Auk þess sýnir hún i Ey 'rna /yst eftir Arna B|5rnsson nú um stundir þykist ég meir hlusta eftir einhverju, sem hent- ugt er að kalla sálina i söngnum, af þvi það er nokkurnveginn von- laust að útskýra fyrirbærið. En fyrir þá, sem enn láta hrif- ast af fimbulkrafti og snjöllum lausnum á tæknifléttum, var verulega gaman á tónleikum Tónlistarfélagsins i Háskólabiói á uppstigudegi Vors Herra. Dorriet Kavanna (sem er vist rómönskun á keltnesku frum- nafni hennar) hefur rödd, sem minnir á hárfinan þráð og stund- um glitrar, en veröur þó aldrei bláþráður. Þessi raddgerð hentar leiðinni, að hún kann ýmislegt til verka i látbragðsleik. Varla mun það þó leikaraskapur, að hún biðst fyrir á undan hverri ariu. Mér þótti hinsvegar mest til um flutning hennar á áriunni Ekki skapað nema skilja úr Dóttur hersveitarinnar eftir Donnozetti. Þar sýndi hún mesta innlifun. Kristján Jóhannsson hefur ekki náð eins marghliða tækni, en ger- ir margt með glæsibrag. Þegar hann getur tekið á ofarlega i tón- stiganum, eru það frábær hljóð. Honum gengur hinsvegar verr enn sem komið er að láta tóninn njóta sin á lægri eða veikari nót- um, enda er það vitaskuld miklu erfiðara. Af þessum sökum tókst honum langbest upp i Amor ti vieta úr Fedora eftir Umberto Giordano, sem liggur i ákjósan- legustu hæð og styrk fyrir hann. Og ég hef naumast heyrt aðra skila þessu fræga glansnúmeri betur.Rétt hiö sama mátti segja um Recondita Armonia úr Tosca eftir Puccini. Aftur á móti endaði hann ekki Una furtiva lacrimaúr Astardrykknum eftir Donnizetti með þeim tilþrifum, sem maður var farinn að búast við, eftir það sem á undan var gengið. Þar vantaði svolitið á skrautflúrið. Saman sungu þau þrjá dúetta eftir Verdi og Donnizetti úr Rigó- lettó, Lucia di Lammermoor og La Traviata. Allt var það með sóma og skikk. Þó skal ég játa, að mér kom i hug sami dúett Ólafar Kolbrúnar og Garðars Cortes i La Traviata i fyrra. Þarna reynir ekki mikið á tæknibrögð. Og hvað sem veldur, þótti mér söngur hinna siðarnefndu fallegri og innilegri i minningunni. En þar var hann lika i sinu rétta sam- hengi, partur af öllu verkinu. Kristján og Dorriet birtu þarna fyrst og fremst tæknilega hæfi- leika sina, sem eru miklir og eiga Kristján og Dorriet Davanna — birtu fyrst og fremst tæknilega hæfilcika sina, sem eru miklir og eiga ugglaust eftir að þjálfast enn meir. ugglaust eftir að þjálfast enn meir. Um sálartötrið veit maður minna, enda örðugt að henda reiður á þvi, þegar söngskráin er sitt úr hverri áttinni og mörgu ægir saman. En væntanlega kem- ur sú tiö. Undirleikarinn þeirra, Edoardo Múller, er einn þessara traustu tónlistarmanna, sem virðast vera haröfullorðnir, þegar þeir eru rétt komnir yfir tvitugt, en eldast ekki mikiö úr þvi i neinum skilningi. Það er sem betur fer sjaldgæfur ávani tónleikagesta að umla eða raula undir með söngvurunum, rétt einsog þeir geti ekki nógu vel einir og þurfi hjálpar við. Ég varð þó fyrir þeirri hremmingu i þetta skipti, að rétt fyrir aftan mig sat kona, sem annað slagið tók undir ariurnar I hálfum hljóðum beint upp i eyra mér. Það þarf mikla stillingu til að snúa sér ekki við og sussa á fólk i sliku tilviki. En maður óttast nefnilega, að það kosti enn meira uppistand og truflun. Ein á uppleið, önnur á niðurieið, sú þriðja þar á mi/ii Ultravox-Vienna Hljómsveitin Ultravox var stofnuð árið 1974 og voru með- limir hennar þá þeir John Foxx söngvari, Steve Shears gitar- leikari, Chris Cross bassaleik- um nokkurra mánaða skeið. Einnig hafa lög af henni, svo sem Sleepwalk og Vienna verið gefin út á litlum plötum og oröið töluvert vinsæl. Tónlist Ultravox er það sem Popp eftir Gunnlaug Sigfússon ari, og trommuleikarinn Warr- en Cann. Svona skipuö gaf hljómsveitin út tvær plötur hjá Island hljómplötufyrirtækinu. Siðan hafa orðið þær breytingar á mannaskipan hljómsveitar- innar aö Foxx og Shears hættu, en i þeirra stað kom söngvarinn, gitarleikarinn, og synthesizer- leikarinn Midge Ure, en hann haföi áður leikið með Slik, Rich Kids og Thin Lizzy. Vienna er fyrsta Ultravox platan þar sem Ure kemur við sögu. Plata þessi var reyndar gefin út á siöasta ári. Astæðan fyrir þvi aö hún er tekin fyrir hér og nú er sú að hún er ein af þeim plötum sem nýfarið er aö pressa hér á landi, og það sama má reyndar segja um hinar plöturnar tvær sem fjallað er um að þessu sinni. Það er skemmst frá þvi að segja að Vienna hefur selst af- spyrnu vel allt frá þvi hún var gefin út og hefur verið ofarlega á breska vinsældarlistanum nú kalla mætti synthesizer rokk eða kulda-rokk, þvi fyrir utan allt að þvi diskótrommutakt, einkennist tónlist þeirra af áberandi synthesizer spili. Tón- list þessi er að mörgu leyti lik tónlist Gary Numans, en ekki nærri eins maskinukennd, köld og leiðinleg. Þó held ég að Ultravox eigi Numan mikiö að þakka hversu vinsælir þeir eru i ULTFVII/nX dag, þvi óneitanlega hefur hann rutt brautina fyrir vinsældir þessarar tegundar tónlistar. Þó Vienna sé ekkert meist- araverk, þá er hér vissulega um jafna og nokkuð góða plötu að ræða og á henni er að finna mörg ágætis lög, svo sem Sleep- walk, All Stood Still, New Europeans og ekki sist Vienna. Blondie-Autoamerican Blondie varð ein af fyrstu ný- bylgjuhljómsveitunum til að slá virkilega i gegn, en Blondie-æð- ið reis einna hæst i Bretlandi á árunum 1978 og 1979. Eftir það má segja að þau hafi snúið sér nær einvörðungu að bandariska markaðnum. Um leið og hljóm- sveitin hefur átt vaxandi fylgi að fagna vestan hafs og pening- arnir streymt örar í vasa þeirra, þá hefur tónlistinni farið hrakandi, svo ekki sé nú meira sagt., Tvær fyrstu plötur þeirra, Blondie og Plastic Letters, eru hressilegar nýbylgju-poppplöt- ur og sú þriðja Parallel Lines hlýtur að teljast til betri popp-platna undanfarinna ára. Það var hins vegar greinilegt á fjórðu plötunni, Eat To The Beat, að Blondie voru komin i einhvern vandræða hnút með tónlist sina og þar að auki seld- ist plata þessi ekki neitt sérlega vel. Það var þvi með nokkrum spenningi sem við Blondie aðdá- endur biðum eftir nýju af- kvæmi. Skyldi þeim takast aö rétta úr kútnum eða ekki? Eg held það sé óhætt að segja það með vissu að flestir þeirra sem fylgst höföu með hljóm- sveitinni frá upphafi, hafi orðiö fyrir vonbrigðum með Auto- american. A fyrri hlið plötunnar eru ekki nema tvö lög sem hlustandi er á, þ.e. Angels On The Balcony og Go Through It. Hin lögin eru öll eins og þeim hafi verið veit upp úr öllu þvi versta sem hefur ver- ið að gerast i bandariskri dæg- urtónlist i gegnum árin og þetta á einnig og alls ekki sist við um siðasta lag plötunnar, Follow Me, en það mun vist vera úr söngleiknum Camelot. Að öðru leyti er seinni hliðin ekki slæm. Diskóið er að visu áberandi i lögunum Do The Dark og Rap- ture, en það siöarnefnda er und- ir greinilegum Chic áhrifum. Faces er rólegt lag, en T-Birds og Walk Like Me eru hraðari. Það veitir manni litla ánægju aö heyra eina af sinum uppá- haldshljómsveitum detta niöur á jafn lágkúrulegt plan og Blondie gera aö stórum hluta á Autoamerican. Og ef næsta plata þeirra verður ekki betri, þá held ég að mér sé óhætt að gefa Blondie upp á bátinn. Pat Benatar-Crime Of Passion Pat Benatar er talin til betri rokksöngkvenna sem starfandi eru i Bandarlkjunum i dag og vist er það satt að hún er radd- mikil og ekki óskemmtileg. Benatar hefur á undanförnum mánuðum notiö mikilla vin- sælda og þá sérstaklega i Bandarikjunum þar sem bæði stóra platan, Crime Of Passion, og lög af henni sem hafa verið gefin út á litlum plötum, hafa verið ofarlega á vinsældarlist- um. Tónlistin sem Benatar og hljómsveit hennar flytur er rokk af þeirri geröinni, sem hljómar ákaflega þægilega þegar hlust- að er á hana með öðru eyranu i bil eða við aörar svipaðar að- stæður. í heildina hljómar Crime of Passion frekar mónó- tónisk. Undirleikur er litlaus ef undan er skilið gitarsóló, sem er að finna i flestum lögunum og hljómar eins og alltaf sé um sama sólóið að ræða. Það er allt i lagi að heyra eitt og eitt lag af plötu þessari, en að hlusta á heila stóra plötu. Nei takk.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.