Helgarpósturinn - 05.06.1981, Side 22

Helgarpósturinn - 05.06.1981, Side 22
22 Föstudagur 5. júní 1981 JiQlgarpósturinn mirvos&r) JJ.141. j iJ j Magniis E iriksson — um 60 lög Landsliðið” i poppi um með stef i huganum i dálitinn tima, og þar fær það að mótast aðeins. Svo er afgangurinn vinna. Ég þarf að set jast niður og forma stefið til, gera úr þvi lag. Ég er mun lengur að gera text- ana, oftast nær að minnsta kosti. Reyndar getur það tekið niður i einn dag, en yfirleitter ég lengur, jafnvel uppi ár. Ég sest ekki niður og sem lög eftir pöntunum — annað hvort á ég það til eöa ekki”. sem frá mér. bað sönglar sifellt i hausnum á manni. En hve miklu maður nær, annað hvort inná segulband eða hve mikið maður man, það er annað mál. Og hvað mikiö af þessu er skemmtilegt — það er annað mál. Oft kemur fyrir að mér finnst það skemmtilegast sem öðrum finnst hræðilegt. Það er misjafnt hversu lengi ég er að koma þessum lagbútum i samstæða heild. Ég held aö ég geti sagt að þau lög sem mér Listin að semja „Landsliðið I poppi”, kallaöi Ragnhiidur Gisladóttir þá I við- tali við Helgarpóstinn fyrir nokkrum mánuðum. Hvort sem það er rétt nafngift eða ekki, er ljóst að nokkrir menn hafa öðrum fremur mótað islenska dægurtón- list siðasta áratuginn með laga- smlðum sínum. Hvernig þetta „landslið" er skipað liggur náttúrulega ekki á Ijósu, en Ragnhildur nefndi fimm menn: Gunnar Þórðarson, Jó- hann G. Jóhannsson, Magnús Eiriksson, Jóhann Helgason og Magnús Kjartansson. Endalaust má deila um hvort þennan hóp mcgi ekki bæta eða breyta, og vissulcga hafa til dæmis Gylfi Ægisson, Egill Óiafsson, Magnús Sigmundsson og Bubbi Morthens nú siðast og flciri og fleiri sett sinn svip á dægurtónlistina. Engar opinberar tölur liggja frammi yfir þau lög sem þessir menn hafa samiö og leikin hafa verið á hljómplötur. Sjálfir hafa þeir enga hugmynd um töluna. Nyjustu tölur frá Stef, það er fjöldi laga þessara manna sem leikin hafa verið í Utvarpi eða sjónvarpi, benda til þess að i sameiningu hafi þeir fimm fyrst töldu i sameiningu samið um 500 lög á hljómplötum. Gunnar Þórðarson á eflaust metið, og hann er einnig án efa sá tslendingur sem á eftirsig flest lög á hljómplötum. Tölur frá 1979, þær nyjustusem til eru, segja að hann hafi 162 titla undir sinu nafni. Svo koma Jóhannarnir tveir með um hundrað lög hvor, og Magnúsarnir með i kringum 60 lög hvor. Til að forvitnast aðeins um við- horf dægurlagahöfunda á íslandi i dag og starfsaðferðir, ræddi Helgarpósturinn við þrjá þeirra — MagnUs Kjartans og MagnUs Eiriks og Jóhann Helgason. Rætt var við þá sitt i hvoru lagi, en svörin voru ótrúlega lik. Sem kannski er ekki svo undarlegt, þegar haft er I huga að þessir menn eru allir af sömu kynslóð, hafa alist upp i sama umhverfi, eiga að baki hliðstæðan starfs- feril, og hafa i gegnum tiöina unnið meira og minna saman. Þær eru fáar islensku hljómplöt- urnar sem Ut komu á siðasta ára- tug, þar sem einhver þessara kappa kom ekki við sögu á ein- hvern hátt. Spurningunni um hvaða aðferð þeir notuðu viö „framleiösluna” svöruðu þeir svona: MagnUs Eiriksson: „Min aö- ferð er mjög venjuleg. Ég labba Jóhann Helgason: „Það er erfitt að iysa þvi hvernig þetta verður til. Eiginlega skapar maður þetta bara úr loftinu. Ég hef kannski haft lagllnu i hausn- um um nokkurt skeið þegar ég sest niður og leik hana. Jú, ég hef reynt aö semja eftir pöntunum, sérstaklega núna i seinni tið. Það kallar á örlitiö markvissari vinnubrögð en þegar samið er af hreinni þörf.” Magnds Kjartansson: „Ég er alltaf að semja lög. Meira og mipna allan daginn. En það er langt frá þvi að það fari allt á plötur, þvert á móti þá sendi ég bara litinn hluta af þvi sem ég þykir hvað vænst um af þvi sem ég hef samiö hafi komið i heilu lagi, og á stuttum tima. Oftast sem ég við texta, en einstaka sinnum hefur það verið öfugt — að ég hef látið gera texta viö lag- linuna. Sjálfur er ég ekki texta- höfundur. Ég sem ekki eftir pöntunum. Þó getur verið að sé ég spurður um hvort ég eigi eitthvað gott, þá geti ég sest niður og samið lagstúf. Þaö fer bara eftir þvi hvernig ég er stemmdur hverju sinni. Reyndar hef ég núna uppá sið- kastið gert töluvert af sjónvarps- augiysingum, og það er náttúru- lega pilra iðngrein. Þau lög eru eftir Guðjón yfirleitt pöntuð, og gefið upp hvernig stemmingu þau eiga að lýsa, og svo framvegis. Ég legg ekki hjartað i þá framleiðslu og stefin eru meira og minna stolin, stæld og samsett. Svo einfalt er nú það.” Jóhann Helgason sagðist litla reynslu hafa af þvi að semja fyrir aðra en sjálfan sig, en MagnUs- arnir tveir höföu á þvi talsvert ólikar skoðanir. MagnUs Kjartansson sagðist ekki hafa miklaráhyggjuraflögum sinum i höndum annarra. „Ég skipti mér ekkertaf þvi. Mér finnst það bara gaman ef einhver vill spila lögin min. Ég tek þetta ekki nema mátulega alvarlega, lit reyndar á þetta allt sem fremur saklausan leik. Það sem maður tekur nærri sér er að verða fyrir neikvæðri gagnrýni og órikstuddri, saman- ber þegar sagt var i Helgarpóst- inum fyrir nokkru aö ég hefði nánast stolið lagi frá MagnUsi Eirikssyni. Ég notaði þá gamalt og alþekkt form i dægurlögum, sem t.d. Platters og Fats Domino notuðu mikið og Magnús notaöi i laginu „Reyndu aftur”. En það er útiírdúr”. Ofugt við Magnús Kjartansson, þá er nafni hans Eirikssyni all- verulega annt um lögin sin eftir að hann sendir þau frá sér. „Ég er nú þannig gerður að ég vil helst fá að halda að einhverju leyti i Arngrimsson spottana við útsetningar á lögum minum. Oftast er ég aö einhverju leyti óánæ^ur með Utkomuna, enda kannski eins gott. En ég vil ekki nefna nein dæmi um lög sem ég hef verið mjög óhress með. Ég legg tal.svert mikið uppúr þvi að textarnir hæfi lögunum og ég get orðið hundfúll, þegar fólk biður ekki eftir endanlegum textum frá mér, heldur syngur inn uppköst að textum. Það hefur komið fyrir.” Allir voru viðmælendur Helgar- póstsins sammála um að lögin kæmu misfljótt, en jafnframt að þau betri kæmu kannski á meiri hraða en þau sem minni vinsældir öðlast. „Yfirleitt kemur þetta án þess að maður þurfi nokkuð að liggja yfir þvi”, sagði Jóhann Helgason. MagnUs Eiriksson, sagði að sem dæmium lag sem hann hefði verið fljótur að semja gæti hann nefnt hið fræga „Ég er á leið- inni”. „Það tók mig um tiu minUtur að semja það. Ég var eldfljótur. Enég er ekki á þvi að til sé formUla sem tryggi vinsæl lög. Ég hef svolitið verið að leika mér að slikri vinsældarformúlu, en það hefur ekki gengiö upp.” MagnUs Kjartansson sagði hér áðan að stöðugt sönglaði i hausn- um á honum. Eiginlega er ekki við öðru að bUast hjá manni sem árum saman hefur fengist við tónlist og spilamennsku. Magnús Eiriksson hefur eflaust mátt una við það sama. , en hann sagði að nú i seinni tíð væri langtum létt- ara fyrir hann að semja. „Ég var imörgári danshljómsveitum, og það háði mér verulega i laga- smiðinni. Ég vildi festast i þvi sem hljómsveitin var að gera á hverjum tima. Ég samdi beint út- frá þvi sem við vorum að spila. En siðan ég hætti að spila svona mikið, þá hef ég losnað undan áhrifum frá einstaka tiskustefn- um og gengur miklu betur við þetta”. Dægurlagasmíð á tslandi er ekki arðbær atvinnugrein, jafnvel ekki fyrir þa fremstu. Að sögn Jó- hanns hefur ekki tiðkast að selja lögin til flytjenda — þau eru oftast greiði við kunningja. Og jafnvel þó um ókunnugt fólk sé að ræða, þá eru Stef-gjöldin einu tekjurnar sem höfundar laganna £á. Það eru aðeins allra vinsælustu löginsem ná þvi að skapa peninga sem ein- hverju máli skipta — en um leið má segja að þegar lögin eru kannski orðin 170 talsins að þá muni um minna. !ll-i U r fTp

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.