Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 4
Föstudar - 1i. september 1981
helgarpósturínn-
Lagib er gott og textinn bara ágætur.
aðeins þessa einu stund i faðmi þér”
breyttu þeir i „þessa einu nótt”, þannig
að meiningin' breyttist.
—Ertu rómantiskur?
„Ekki endilega. Ég var meira að hugsa
um texta sem hæfði þessari laglfnu. Þetta
er alls ekki týpiskt fyrir minn kveöskap.”
Textinn ekki frá hjartanu.
En hvernig finnst sjálfum félögum
hljómsveitarinnar aðspila svona lög inná
plötu? Ég hafði fyrst uppá Magniísi
Stefánssyni sem er söngvarinn á þessu
tittnefnda lagi og spurði hvemig honum
fyndist að syngja lagið Endurfundir.
,,Ég veit það ekki. Textinn sem slikur
kemur ekkibeint frá hjartanu. En maöur
reynir að túlka hann á sinn hátt.”
— Af hverju syngur þú svona lag?
„Það var farið fram á að við gerðum
það”
— Hverjir voru það?
„Það voru þeir Jóhann G. Jóhannsson
pródiíser og Haukur Ingibergsson. Það
var Utaf þvi að lagið Kveðjustund var svo
vinsælt. ”
—Af hverju heldur þú að lagið sé svona
vinsælt?
,,Lagiö er gott og svona textar ganga
inni yngri kynslóðina.”
— Hvemig finnst þér textinn?
„Textinn er óttaleg vella. Hann er
kannski ágætur sem slikur”.
— Hvernig finnst þér auglýsingin?
„Ef ég á að segja þér alveg eins og er þá
hef ég haft svo mikið að gera I sumar að
ég hef ennþá ekki séö auglýsinguna. En
það eru margir sem hafa spurt mig um
•hvort ég hafi leikið i henni. En svo er nú
ekki.”
Sigurður Dagbjartsson sem einnig er i
Upplyftingu sagöi aö Endurfundir væri
væmnasta lagið á plötunni og textinn al-
gjört prump.
— Af hverju leikiö þið þá þannig lag?
„Ástæðan er afar einföld. Textinn höfð-
ar til þeirra hvata sem unglingarnir
skilja. Það skiptir engu máli fyrir krakka
á aldrinum 12-16 ára hvernig þetta er orö-
að. Þeir hafa ekki svo mikinn orðaforða,
þeir hafa ekki lesið svo mikið. Ég gæti
næstum dáið, er t.d. lýsing á tilfinningu
sem er barnaleg og einföld.”
— Voruð þið búnir aö æfa mikið þegar
þið fóruð i upptökuna?
„Við vorum ekkert búnir að æfa nema
tvo daga i stildióinu, rétt fyrir upptöku.
— Ertu ánægður með útkomuna?
„Ekki mjög. Persónulega fila ég
öðruvisitónlist, t.a.m.djass og texta sem
segja meira. En útgefendur vilja bara
gefa út léttmeti sem selst. Maður tekur
bara sjensinn á að eyöileggja mannorö
sitt og notar tækifæriö til þess að æfa sig
undir eitthvað annað. Þvi þaö er mjög
dýrmæt reynsla að spila inná plötu”,
sagði Siguröur að lokum.
Þessi texti er svo sem ekkert verri en
aðrir dægurlagatextar sem hafa oröiö
vinsælir f gegnum árin. En hann gefur
gott dæmi um hvaö viröist „ganga inni
fólkið” svo notuð sé algeng klisja. Textinn
er stílaöur uppá aö vera afþreying. Fólk
hefur eins og Sigriður benti réttilega á
engantima og ánægju af þvi að hlusta á há
alvarlega texta um hinn gráa hversdags-
leik. Og þó... Varö Bubbi ekki vinsæli, þótt
yrkisefnið væri sloriö sjálft? Hefur fólkiö
kannski fáa valkosti? Getur það veriö að
þeir sem gefa út og standa á bakvið allt
heila klabbiö vilji lýsa þeim veruleik sem
við búum viö... Vinna, éta sofa... Það
skyldi þó aldrei vera.
A nýrómantikin hug og hjörtu unga fólksins?
Því ég elska þig svo mikið
að ég gæti næstum dáið
Ég hef saknaö þfn svo mikiö
frá þvi síðast er ég sá þig
og ég þorði ekki að segja
hvað bjó f hjarta mér.
En ég get ei lengur þagað
er ég horfi svona á þig
þvi loksins hef ég skilið hvað ástarsæla er.
i hvert sinn er ég sé þig
er eins og birti yfir öllu
það sem áður var svo venjulegt
breytir allt um svip.
Gráir hversda gslegir dagar
sem mig áður kvöldu af leiöa
þeir fyllast nýjum ljóma
i sérhvert sinn er ég sé þig
Ó vertu alltaf hjá mér
þú mátt aldrei fara frá mér
ég skal vera þér eins góður
og ég mögulega get.
Þvi ég elska þig svo mikiö
að ég gæti næstum dáiö
fyrir aöeins þessa einu nótt
f faðmi þér.
Kannist þið við textann? Sennilega gera
það æði margir þvi þessi texti er við eitt
vinsælasta lag sumarsins, Endurfundir
sem hljómsveitin Upplyfting leikur og
syngur. Lagið virðist höfða mikiö til yngri
kynslóöarinnar. A.m.k. ber ekki á öðru ef
hlustað er á Lög unga fólksins. En ef
hverju höfðar þessi texti sérstaklega til
unglinganna? Er unga fólkið orðið nú á
dögum svona rómantiskt i hugsunarhætti.
Ég skrapp I Réttarholtsskóla og kann-
aði málið. Fyrst hitti ég fjóra fimmtán
ára stráka, þá Hjört Baldvin, Guð-
mund og Lárus. Hjörtur sagði að
sér fyndist lagið ágætt, það væri
hægt að hlusta á það, en textinn
væri einum of rómantiskur. Bald-
vin var á þvi að bæði texti og lag væri
ókei.Guömundi fannst lagið fremurvæm-
ið. Lárusi fannst lagiðog textim jög væm-
iöog sangurinn ömurlegur. Fimm þrettán
ára stelpur þær Arna, Anna, Helga Ingi-
björg og Margrét sögðu að lagiö væri
hræöilega væmið og asnalegt. Textinn
væri klikkaöur, svo klikkaður, aö
hann jaöraði viö að vera skemmti-
legur og fyndinn á köflum. Tvær
stelpur, Dýrleif og Sigrún 15 ára, sem
fannst lagið gott og textinn bara
ágætur. Þær vildu þó ekki viöurkenna aö
þær hugsuðu um einhvem sérstakan þeg-
ar þærhlustuöu á lagiö, hvað þá þær væru
rómantiskar Ihugsunarhætti. Af og frá. —
Það vekur ávallt forvitni krakka, þegar
blaöamaður og ljósmyndari koma vað-
andi inn i skóla I friminútum og áöur en
varði var kominn hópur unglinga sem
gjarnan vildi segja sitt álit á laginu.
Strákunum fannst flestum lagiðvera orö-
iö úrelt, þóttþaö væri gott á sfnum tfma,
en stelpunum fannst það yfirleitt betra, en
textinn hálf glataöur. Og mikiö vorkenndu
þær unga fólkinu sem leikur i auglýsing-
unni. Hún væri ferleg.
Bólurnar mega ekki sjást.
Já það er ekki nóg aö gefa útplötu, það
verður að auglýsa hana líka. Og i þessu
tilfelli er það gert á eftirminnilegan hátt.
Myndin er af ungu fallegu fólki, karli og
konu. Hún liggur aðgerðarlaus, og hann
ekki betur klæddur, stýrkur henni var-
færnislega og kyssir hana á viðeigandi
stööum. Þarna er textinn yfirfærður i létt-
an pornó stil og passað sig á að hún sé
þessi passíva en hann maöur fram-
kvæmdanna. Enn á aö viöhalda gömlu
Imyndinni um karla og konur. Myndin er
svo tekin i gegnum vaselínmakaða linsu.
Svo bólurnar sjáist ekki.
Aöur en lengra er haldiö skulum við fá
álit Mariu Gísladóttur, bókmenntafræöi-
nema á þesum texta. „Textinn á sér eng-
a; stoö í raunveruleikanum. Astin er sett
upp á háan stall og hún eina hálmstráið i
lifinu. Menneskjunni þarf ekki annað en
að bregða fyrir, þá breytir allt um svip.
Endurgoldin ástbreytir öllu. Fólk er leit-
andi eftir þvi sem ekki er til. En svo má
heldur ekki slíta textann úr samhengi við
laglinuna. Þaö er nokkuö greinilegt að
textinn er saminn á eftir laglinunni. Ef
svo er ekki,þá era.m.k. ekki mikilmáltil-
finning hjá höfundi leirsins.”
Vinna og aftur vinna.
Sigriöur Björnsdóttir félagsfræðinemi
bætir viö: „Ég held að t.d. fólk úti á
landi sem vinnur 8-10-12 tima á sólar-
hring hafi ekki löngun til þess að gera
annaö en aö kveikja á útvarpinu og hlusta
á léttmeti eða fara á böll og detta i það.
Hversdagsldkinn er ekki það geöslegur
að það vilji heyra eitthvaö raunverulegt.
Það er vinna og aftur vinna. Fólkið og þá
sér i lagi æskan, trúir þvi aö það sé til ein-
hver rómanti'sk ást. Eöa útaf hverju lesa
sumar konur, ástarsögur fram i rauðan
dauðann? Ef þessi rómantik væri ekki til,
bá væri lifíð einskis veit.”
En við megum ekki gleyma höfundi
lags og texta Sigfúsi Amþórssyni. Er
hann ánægður meö útkomuna?
„Lagið var í sjálfu sér ágætt, en textinn
var aldrei merkilegur. Tónlist er bara
tjáning á tilfinningu. Og þaö er erfitt að
tala um tilfinningu, þvi Islendingar eiga
erfitt að tala um hana, hvort þaö er nú
veðrið sem veldur þvi' eöa eitthvaö ann-
að.”
— Verstu lengi að semja þetta lag?
„Ja, það er nú saga að segja frá þvi.
Haukur Ingibergs var búinn aö biðja mig
um efni á plötuna. Ég sendi þeim þvi
spólu með þeim lögum sem ég var ánægö-
ur með. En þeim þótti þau ekki nógu grip-
andi, vildu fá eitthvaö 1 likingu við lagið
Kveðjustund sem var m jög vinsælt á fyrri
plötuþeirra. Ég settist því einhvern tima
niður viö pianóið og á fjörutiu minútum
var ég búinn aö semja lag og texta, ásamt
þviaðýta tvisvar sinnum bilkonu minnar
i gang. Siðan tók ég lagið upp á snældu og
sendi þeim og sagði aö þeir mættu gera
hvað sem þeir vildu við þaö. Enda kom
það á daginn að þar sem ég sagði, „fyrir
Þessir fjórir strákar voru ekki á einu máli um gæði Endur- Lagið er hræðilega væmiö og asnalegt.
funda.
Flestum stelpunum fannst lagiö betra en strákunum.
eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur
myndir: Jim Smart o.fl.