Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 28
Föstudagur 11. septqmber 1981 halrj^rpn^fi irinn nýtt og betra bragð Sykursnautt Spur \ • Forsvarsmenn Arnarflugs og iscargohittast á fundi i dag. Við heyrum að það sé fyrir tilstuðlan opinberra aöiia að forsvarsmer.n- irnir taka nú upp þráðinn að nýju frá viðræðunum i sumar, sem fóru fram áöur en Arnarflug var formlega aðskilið frá Flugleiðum. 1 þessum viðræðum var fjallað um samruna þessara tveggja flugfélaga og eiga menn von á að nú verði talast við af meiri alvöru en áður... • Sýning Klausturhóla á Kjar- valsstööum á veggmyndum Kjar- vals, sem hann málaöi á veggi i vinnustofu sinni 1 Austurstræti, hefur vakið athygli. Ef einhver skyldiekki vita það.þá mun Guð- mundur Axelsson i Klausturhól- um vel tilleiöanlegur til að selja verkið, enda búinn aö leggja i mikinn kostnaö við viðgerðir á þvi. Við heyrum að verðhug- myndir Guðmundar fyrir verkið 1 heild (þvi öðru visi verður það diki selt) séu 1,2 til 1,4 milljónir nýkróna... • Við sögðum frá þvii siöasta blaði að Gisli Blöndal, hagsýslu- stjóri, væri á förum tilBandarikj- anna alfarinn um sinn amk. Em- bætti hans er eitt hið mikilvæg- asta i stjórnkerfinu, og talið sam- svara ráðuneytisstjórastöðu i bitastæðustu ráðuneytunum og vel það. Innan ráöuneytanna eru menn farnir að velta fyrir sér hugsanlegum eftirmönnum Gisla og heyrum viö sagt að sér til skelfingar uppgötvi ýmsir að þeir þri'r menn sem nú eru taldir lik- legastirséu „kommarnir” Rúnar Jóhannsson i Rikisendurskoðun og st jórnarmaöur iFlugleiðum af hálfu fjármálaráöuneytis (sem reyndar er oftast nefndur), Þröstur ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráöherra og Ragnar Arnason, lektor... • Kóla-striðið geisar enn. Ekki alls fyrir löngu mætti fulltrúi frá ölgerðinni Agli Skallagrimssyni á veitingastaðinn Rán og lagði þar hald á allar ölkrúsirnar sem ölið á staðnum hefur verið borið fram i. Upphaflega mun ölgerðin hafa lagt Skrinunni/sem þarna var. til þessar krúsir, en þær fylgdu með i kaupunum þegar veitingastaðurin skipti um eig- endur og nafn, svo og gosdrykkja- verksmiðju þvi að Ránin er i við- skiptum við Vifilfell (Kókakóia). Nýi eigandinn ómar Hallsson undi brottnámi ölkrúsanna illa og kærði til rannsóknarlögreglunn- ar, sem sótti krúsirnar i ölgerö- ina og skilaöi aftur á Rán... • Uppi eru vangaveltur um þaö, hvort eitt af vinsælustu veitinga- húsum borgarinnar, Torfan.haldi rekstrarleyfi sinu. Veitingahúsiö hefur aðeins bráðabirgðaleyfi, sem veitt er frá ári til árs. Astæð- an er sú, að staðurinn hefur enn ekki fullnægjandi húsnæði undir reksturinn. Virðist sem 40 fer- metra vanti upp á geymslurými til þess að varanlegt leyfi fáist. Hingað til hefur Torfan fengið þessa fermetra að láni frá Gallerl Langbrók, en nú viröist sem gall- eriið þurfi húsnæöiö undireiginn rekstur. Ennfremur hafa ibúar við Skólastræti (götuna; fyrir of- an Torfuna.kvartað undán öllu þvl i rusli, sem veitingastaðnumfýlgir Eru 14 ruslatunnur staðsettar beint fyrir utan stofuglugga ibú- anna. Torfusamtökin og veitinga- staðurinn Torfan hafa enn sem komið erekki gert með sér nýjan leigusamning, og ekki er vi'st að bráðabirgðaleyfið fáist endurnýj- aö. Þætti flestum það heldur leið- inleg frétt... • Þar á móti kemur heldur gleðilegri frétt úr þessum sama bransa, sem tengist raunar lista- lifi borgarinnar lika. Á næstunni verðursemsé opnaö eitt kaffihús- iö enn. Þetta verður þó ekki venjulegt kaffihús, heldur sann- kallað „listamannakaffi”. Það verður til húsa á efri hæö hússins á horni Lækjargötuog Austurstræt- is, sem Knútur Bruun hefur ný- lega bættviö húsnæði sitt þarsem hann rekur Listmunahúsið , og standsett á ánkar smekklegan hátt. Kaffihúsið veröur i noröur- enda húsnæðisins og innangengt i saugalleri', sem Knútur fyrirhug- ar að koma þar upp. Þaðan er svo aftur innangengt i sýningarsal Listmunahússins. sem áfram veröur rekinn á sama grundvelli og hingað til. Heyrst hefur að Ingibjörg Pétursdóttir, sem lengi hefur dvalið i Frakklandi, muni sjá um rekstur þessa nýjasta kaffihúss Reykvikinga, og er þess að vænta, að innan skamms geti listunnendur rabbað saman yfir kaffibolla i virkilegu „lista- mannaumhverfi”... • Nú hafa sjálfstæöismenn i Reykjavik ákveðið prófkjör sitt fyrir næstu borgarstjórakosning- ar um mánaöamótin nóvember- desember. Allir eru sammála um að þetta prófkjör verði hið sögu- legasta í sögu prófkjöra S'jálf- stæöisflokksins til þessa hér i Reykjavik, þvi aö i þvi ræðst hver veröur borgarstjóraefni Sjálf- stæðismanna I Reykjavik og þarf þá sá að hreppa efsta sætið. Allir vita að bardaginn mun standa milli Daviðs Oddssonar, núver- andi oddvita sjálfstæðisminni- hlutans, og Alberts Guðmunds- sonar.Við heyrum að af einhverj- um ástæðum hafi Albert lagst mjög eindregið gegn þeirri tima- setningu prófkjörsins, sem ákveðin var. Ýmsar getsakir eru uppi um ástæður þessa en þvi er jafnvel haldið fram að Albert sé ekki alveg búinn að gefa frá sér möguleikann að koma fram meö sérframboð en hafi viljað vinna sér lengri tima til að meta stöð- una betur... • Og af formannsmálum Sjálf- stæðisflokksins heyrum við að veruleg hreyfing sé komin af staö i þvi skyni að tryggja Friðrik Sóphussyni varaformennskuna i flokknum. Vitað er fyrir að hann hefur stuðning þorra unghreyf- ingarinnar, á mikinn hljómgrunn meðal þeirra sem kallast hafa „hlutlaust miðjufólk” og ekki hafa tekið afstöðu til innanflokks- átakanna, sem mun vera býsna stór hópur og aö Friörik er maður sem stuöningsmenn núverandi Nýtt!!! Býður uppá: Klst., min, sek, f.h./e.h. mán/dag. 12/24 tima kerfið. Sjálf- virk dagatals- leiðrétting um mánaðamót. Tölva með +/-/x/-h, Konstant. Skeiðklukka með millitima 1/100 úr sek. Ljós til aflestrar i myrkri. Vekjari. Hljóðmerki á klukkutima fresti. Tveir timar i senn, báðir hafa möguleika á 12/24 tima kerfinu. Leik sem byggist upp á hraöa. Ryðfritt stál. Rafhlöður sem endast i ca. 15 mán. Eins árs ábyrgö og viðgerðar- þjónusta. KR. 850 Casio-umbodid Bankastræti 8, simi 27510. rikisstjórnarlflokknum munu vel geta fallist á. Fyrir liggur aö þingflokkurinn mun aldrei geta komið sér saman um varafor- mann úrsinum röðum en beitisér varla gegn Matthiusunum Bjarnasyni og Mathiesen. Við höfum áöur skýrt frá þvi að for- ustan hefur einkum augastaö á Matthiasi Bjarnasyni i varafor- i3> HÚSGAGNA- A A HÚ&CiÖCili gY N 1 N Q / W \ UM HELGINA • - ' * 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.