Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 11. september 1981
helgarpásturinn
0Bárður Jónsson,
fanginn sem strauk
af Litla-Hrauni
í vikunni, lýsir sínum
sjónarmiðum í
samtali við
Helgarpóstinn
# Hyggst gefa sig
fram við yfirvöld
nú um helgina
„Eg er hið
algjöra
stofnana
barn...”
rrrrrrinnnnnnggggg
...Síminn hringir hér á Helgarpóstinum, einu sinni sem
oftar. „Góöan daginn. Hefur Helgarpósturinn áhuga á þvf
aö eiga viötal viö mann sem strauk af Litla Hrauni um
daginn?”, er sagt hinum megin.
Nánari útlistanir fylgdu. Aö sögn þess I simanum vildi
fanginn lýsa ástæöum þess aö hann lagði á flótta, i blaöa-
viötali, en siöan ætlaöi hann aö gefa sig fram viö yfirvöld.
Heigarpósturinn ákvaö aö athuga máliö. Nokkrum
kiukkustundum slðar mættu blaöamaöur og ljósmyndari
til stefnumóts I húsi hér á höfuöborgarsvæöinu.
Þar tók hinn umræddi brotthlaupni fangi á móti okkur:
„Báröur Jónssou heiUé&”. sagöi hann. Þegar viö höföum
komifcakkur fyrir.ogPíiBm- sest makindalega i sófa, hóf
hann frásögn sina. Hann taiaöi hratt, en virkaöi annars
ekki mjög taugaóstyrkur, af strokufanga aö vera.
„Ég hef ekkert sérstakt i hyggju” sagöi hann um þaö
hvað hann ætiaöi aö gera I „fríinu”. „Ég ætla bara aö taka
þaö rólega Idálitinn tima, og svo gef ég mig fram”.
• Ég labbaöi bara út. Fór svo af staö á puttanum. Ég
þekkti ekki fólkið sem tók mig uppi. Veit ekkert hvaöa fólk
þaö var. En ég náði aðkomast til Reykjavikur.
• Ég er fyrsti fanginn i meira en ár sem tekst aö komast
til Reykjavikur. Þaðstrauk einn fyrr i sumar, en hann var
tekinn á leiðinni i bæinn.
• Égfékk bara hugmyndina um morguninn og ákvaö aö
framkvæma hana um hádegiö. En ég kem aldrei til meö
aö segja hvar ég hef verið þennan tima.
• Þetta er fyrsta strokið mitt frá Litia-Hrauni. En svo
sannarlega ekki fyrsta strokið mitt. Ég hef strokið af
óteljandi stofnunum. Ég er hið algjöra stofnanabarn, ólst
upp á stofnunum eingöngu.
• Annars hef ég mest búið erlendis, eða siöan 1971. Núna
er ég búinn að vera i um fimm mánuði inni, en er nýbúinn
að fá 20 mánaða dóm.
• Minir glæpir eru i tengslum við eiturlyf, en af þeim hef
égmjög mikla reynslu. Ég var meðal annars heróinneyt-
andium tima. Ég er búinn að neyta eiturlyfja I um 12 ár.
Ég er tuttugu og átta núna.
• Þetta er I fjórða skipti sem ég er á Litla-Hrauni. Á sin-
um tima var ég fyrsti fanginn sem tók út dóm hjá fikni-
efnadómstólnum. Ég er fikniefnafangi númer eitt.
• Ég strauk vegna þess að mér leiddist tilbreytingaleysið,
og til þess að hræra upp i einhverjum. Það veitir ekki af,
eins og fangelsismálum okkar er háttað. Ég vil vekja
athygli á þvi hvernig búið er aö föngum hér á landi. Það er
alls ekki veriðaðendurhæfa neinn, eins og málum er núna
háttað.
• Hvaða endurhæfing er i þvi þegar átján ára unglingar
eru settir inn með allskonar fólki, jafnvel geðveiku, og
þeir fá aldrei að fara útaf fangelsislóðinni.
• Ég held að þaö sé eitthvað aö þokast i áttina, með
helgarleyfum, sem fangar hafa lengi barist fyrir. Það er
nauðsynlegt fyrir menn sem lengi hafa verið innilokaöir
að fá að hitta vini og ættingja nokkrum sinnum, áöur en
þeir eru látnir lausir. Þaö er alltof mikið sjokk aö koma
óundirbúinn úti mannlifið, kannski eftir nokkurra ára
fjarveru.
• En þá verður þetta að vera þannig að brjóti einhver
reglurnar þá lendi þaö á honum sjálfum — ekki samföng-
um hans.
• Einangrunarvistin er lika annað mál sem verður að
gera eitthvað i. Ég get sagt þér að Siðumúlinn er algjör
dauðsmannsgröf. Það er tortimingarstaður, ekkert
annað. Eftir gæsluvaröhald þar i viku ertu orðinn þannig
aö þú getur ekki einbeitt þér við lestur á einföldu efni.
• Fangar eru uíangarðsmenn, og það er i þágu þjóð-
félagsins að finna stað fyrir þá. Það er engin lausn að loka
þá inni. Það gæti eyðilagt nokkra menn, en það bætir eng-
an .
• Ég er ekki að biðja um að mér sé sýnd sérstök með-
aumkun. Mér er engin vorkunn. En mér finnst eins og að
verið sé að auðmýkja fanga með þvi ástandi fangelsis-
mála sem hér er. Við þurfum ekki á meðaumkun að halda.
Við munum standa okkur ef þjóðfélagið stendur við sitt.
• Ég fæ ekki dóm fyrir þetta strok. Ég fæ hinsvegar refs-
ingu. Þetta kostar mig liklega tvo mánuði i algjörri ein-
angrun. Ég verð settur i sellu. Svo verð ég látinn vera á
deild með geðsúkum afbrotamönnum. Ætli ég verði þar
ekki i svona einn og hálfan mánuð.
• En þetta er þess virði. Ég er ekki hættulegur maður. Ég
sit ekki inni fyrir neina ógeðslega glæpi. Dómarnir eru
fyrir eiturlyf jaþjófnað og innbrot i mannlaus hús á sinum
tima.
• Þaö tekur náttúrulega ekkert við annað en fangelsiö. Ég
hef jafnvel i huga að þýða þar Dansk kriminalpólitik. Það
er gott rit sem fjallar um betrunarhúsvist og réttindi
fanga. Það er holl lesning hverjum manni.