Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 11. september 1981 belgarpósturinn Af djassplötumarkaðinum Pablod/ass Einn þeirra leikmanna sem hvaö mest áhrif hefur haft á þróun djassins er Norman Granz. Hann hóf ungur aö skipuleggja hljómleika og hljómplötufyrirtæki hans, Verve, var eitt af stórveldum djassins (raunverulegt stór- veldi varö þaö þó ekki fyrr en poppmúsik varö hluti af útgáf- unni). 1959 seldi hann MGM fyrirtækiö og flutti til Sviss. Hann hætti aö mestu djassaf- Þegar Norman Granz er annarsvegar þá er djammsessjónin hinsvegar og stór hluti Pablóútgáfunnar eru djammarar. 1 Fálkanum er nokkuö úrval Pablóplatna og þar má finna tvo úrvalsdjamm- ara: Basiedjammiö á Montreux 1977, sem áöur hefur veriö getiö i þáttum þessum og Oscar Peterson-djammiö á sama festlvali, þar sem Dizzy Gillespie, Clark Terry, Eddie Jazz eftir Vernharð Linnet skiptum en hélt þó áfram aö starfa sem umboösmaöur Ellu Fitzgeralds og Oscar Petersons. 1967 skipulagöi hann JATP- hljómleikaferö um Bandarikin og gekk hún vel. 1972 stóö hann fyrir tónleikum meö EUu og Basie i Santa Monica og bauö þangaö m.a. Oscar Peterson, Ray Brown, Roy Eldridge, Stan Getz og Harry Edinson. Tón- leikana hljóöritaöi hann og gaf út og reyndi aö selja i póst- verslun. Aöeins 150 eintök seid- ust, svo þetta heföi oröiö endir- inn á hijómplötuafskiptum Granz, ef Polydor heföi ekki frétt af framtakinu, hringt i kappann og boöiö honum aö sjá um heimsdreifinguna hæfi hann aftur hljómplötuútgáfu. Granz tók þessu kostaboöi, keypti Art Tatum upptökurnar sinar af MGM (hann hefur nú gefiö út 13 einleiksplötur og 8 hljóm- sveitarplötur meö Tatum) gaf út nokkra óútgefna JATP-tón- leika og fyrirtækiö nefndi hann Pablo eftir Pablo Piccaso, uppáhaldsmálaranum sinum, en Granz á mikiö safn nútima- listaverka. Davis, Niels-Henning og Bobby Durham láta gamminn geysa I félagskap Oscars. Besta verkiö á plötunni er Things Ain’t What They Used To Be, Ellingtonblús eftir soninn Mercer. þar um- myndast djammiö i heilsteypt listaverk boriö uppi af bassa- gangi og hljómakórónum Niels- Hennings. Af gömlu Verve listamönnun- um eru fjórir atkvæöamestir hjá Pablo: Count Basie, Ella Fitzgerald, Dizzy Gillespie og Oscar Peterson. Sá siöastnefndi er einna fy rirferöamestur þeirra og skipta Pabioplötur hans tugum. Þær fást flestar hérlendis, enda er Peterson i hópi þeirra djassleikara er best seljasL Ein sú besta er konsert- skffan frá Salie Playel i Paris. Þeir tónleikar voru i október- mánuöi 1978 og trióiö sem lék þaö sama og átti aö vera á Listahátiö i Reykjavik um sum- ariö: Oscar, Niels-Henning og JoePass.en einsog flestir muna kon.'St Joe ekki til Islands, haföi fengiö sykursýkiskast. Þetta er trúlega fingrafimasta djasstrió allra tima, en menn komast ekki langt á fingrafim- inni einni saman, þaö þarf rýþmfska spennu og kraftbirt- ing til aö sveiflan leiki liöug, heit. Allt er þaö aö finna i leik triósins og svo spiliir ekki fyrir aö þarna er I fyrsta sinn á plötu synishom af hinum makalausa dúett Niels-Hennings og Joe Pass: Samba De Orfeu og Donna Lee, og Joe á ekki I vand- ræöum meö aö fylgja Niels I melódlusprettinum i Donnu einsog Pillip i Háskólabiói fyrr þetta ár. Norman Granz hefur alltaf haft gaman af aö leiöa saman ólika listamenn. Geggjaöasta hugmyndin hans i þvi efni varö þvl miöur aldrei aö veruleika: dúett Charlie Parkers og Art Tatums (Tatum mætti ekki I upptöku). Af þeim toga eru Basie-Peterson skífurnar og blússöngvarinn Big Joe Tumer er settur I félagsskap poppar- anna: Dizzys og Milt Jackson. Stundum var Granz ásakaöur um aö hljóörita of mikiö af viss- um listamönnum en svar hans er rökrétt: „Hver vildi vera án alls þess sem ég hljóöritaöi meö Billy Holliday, Charlie Parker, Art Tatum og Ben Webester á sjötta áratugnum þegar enginn annar sinnti þeim”. Þaö væri llka lltiö til meö hljóöritunum meistara á borö viö Roy Eldridge og Benny Carter frá siöasta áratug ef Pablo heföi ekki veriö stofnaö og meira aö segja vafasamt aö Zoot Sims heföi sent frá sér röö snilldar- verka svo sem hann hefur gert á Pablo. Enn má fá i Fálkanum snilldarskifu hans: Soprano Sax (Pablo 2310 770), þar sem hann leikur meö pianistanum Ray Bryant, tékkneska bassaieikar- anum George Mraz (sem hingaö kom meö Abercrombie) og trommaranum Grady Tate.Þaö er undravert hversu góöu valdi Sims hefur náö á þvl erfiöa hljóöfæri sópraninum dcki slst ef miöaö er viö hinn óburðuga leik félaga hans Stan Getz á Joe Pass — snillin ótvlræö sama hljóöfæri ILaugardalshölI. Montreuxfestivölin i Sviss hafa löngum veriö skeiövöllur Pabloættarinnar og hér skal áö lokum fjallaö um eina slika skífu þar sem finna má festi- valiö ihnotskurn: Digital ni at Montreux (Pablo Live 2308 223) þar sem hljómsveit Count Basies leikur tvö lög, Ella syngur tvö tilviöbótar, Joe Pass hugleiöir tvo ópusa og þeir Niels-Henning leika tvo dúetta. Allt er þetta fimagott nema hlutur Basiebandsins. Furöu- legt aö skella tveimur jafn- rýrum verkum á sllka plötu (þaö skal tekiö fram aö ailt er frumútgefiö á skifunni). I Can’t Get Started er i dansbandastll og trompetsólóinn af sykurætt- inni. Good Mileage er skraut- númer fyrir trommara bands- ins, hinn háværa, tekniska, ófrumlega og smekklitla Butch Miles. Sem betur fer fylgir snilldarsöngur Ellu Fitzgerald trommuóskapnaönum og þaö er unaöur aö hlusta á hanasyngja Ghostof A Chance. Hún sveiflar ballööunni einsog sá sem valdið hefur og fraserar svo frisklega aö það er sem allt sé nýtt og allar klisjur á bak og burt, það sama er ekki uppá teningnum i Air Mail Special enda hefur lagiö veriö á efnisskrá hennar i óratima, en þrátt fyrir ýmsar klisjur er kraftur 1 sveiflunni. Joe Pass túlkar I Cover The Waterfront af lýriskri snilld og sveiflar slöan Lil Darlin einsog heilt Basieband og þegar hann tvöfaldra tempóiö og kemur meö Art Tatum breik þá fer nú aö hitna i kolunum. Hvaöa annar gitarleikari gæti slikt! Lokaverkin eru meö hinum makalausa dúett Pass og Niels- Hennings: In Your Own Sweet Way Brubecks og Oleo Rollins. Þessi verk voru á stúdióskifu þeirra: Chops (Pablo 2310 830) og Niel lék þau oft meö Kenny Drew. Þaö er meiri spenna i samleik þeirra á þessari plötu en stúdíóskifunni og þarf engan aö undra, þó sakna ég ljúflings- senu Stúdióskifunnar i Bru- beckmelódiunni. Þessi plata hefur breytt hugmyndum minum um Joe Pass, mér blandast ekki lengur hugur um snilli mannsins eftir hlustunina. Fjölbreyttar kræsingar ÝmsirURGH A Music War Hvaö eiga kvikmyndirnar Monthy Python And The Holy Grail (sem Laugarásbió tekur fljótlega til sýningar). Rocky Devo og Orchestral Manouvres In The Dark. En þaö eru þó ýmsar aörar hljómsveitir, sem mér þykja öllu merkilegri. Má þar nefna Members meö reggaelagiö sitt Horror Picture Show og Clash myndin Rude Boy Sam- eiginlegt? Jú, þær eru allar framleiddaraf sama manninum en hann heitir Michael White. White þessi fékk þá flugu i hausinn, aö hann vildi gera heimildarmynd um hina svo- kölluöu nýju tónlist, sem viö gjarnan nefnum nýbylgjutón- list. Hann fékk i liö meö sér þá Ian Copeland, sem hefur þaö starf aö bóka hljómsveitir á hina og þessa staöi og Mike Copeland, sem er umboðsmaður margra frægra hljómsveita, svo sem The Police og Squeeze. Fjöldi hljómsveita var ráöinn til aö spila á ákveönum stööum, þar sem þær voru kvikmynd- aöar og hljóðritaöar. Arangur- inn er svo kvikmyndin URGH A Music War og svo náttúrlega plötur meö tónlistinni. URGH er tveggja platna albúm þar sem koma fram einar 27 hljómsveitir, sem spila sitt lagiö hver. Eins og oft vill veröa þegar svo margar hljóm- sveitir eru saman á plötu, þá er árangurinn svona upp og niöur. 1 heildina eru þó plötur þessar merkilega góöar. Þær eru vel geröar og greinilega hugsaö um aö ná góöum heildarsvip á verkiö. A URGH eru nokkrar hljóm- sveitir og einstaklingar sem þegar hafa náö miklum vin- sældum, svo sem The Police, Toyah Wilcox, Gary Newman, góöa Ofíshore Banking Busin- ess, Athletico Spizz 80 meö Where’s Captain Kirk? sem er liklega þeirra besta lag, The Au-Pairs með lagiö um gervi- fullnæginguna, Come Again. Echo And The Bunnymen með The Puppet, Magazin meö Model Worker og hin ágæta pönkabilly hljómsveit The Cramps meö lagiö Tear It Up. Þá eru þarna einnig þrjár af efnilegustu nýbylgjuhljómsveit- um Bandarikjanna, þ.e. X, OingoBoingo og Go-Go’s, en sú siðastnefnda er ein af betri kvennahljómsveitum sem starf- andi eru. Auk þess er þarna að finna XTC, Pere Ubu, Gang Of Four, reggaehljómsveitina Steel Pulse, Klaus Normi og John Otaway. URGH er plata sem óhætt er aö mæla meö, aö vlsu eru á henni einstaka lélegt iag, en i heildina er hún bara nokkuö góö. Ramones-Plesant Dreams Ramones er ein af þeim hljómsveitum sem spruttu upp þegar pönkbylgjan reiö yfir áriö 1976. Hljómsveit þessi er upp- runnin i New York og var tónlist þeirra nokkuö ööruvisi en bresku pönkhljómsveitanna. Ahrif bitlatónlistar sjöunda ára- tugsins voru t.d. mun meira áberandi hjá Ramones en bresku hijómsveitunum. Þar aö auki fylgdi þeim mun meiri hávaöi sem ættaöur var frá þungu rokkhljómsveitunum, en hljóöfæraleikur var þó aliur mjög pönklegur. Aöalkeppikefli Ramones um tima var aö spila sem flest lög á sem skemmstum tima. Þeir spiluöu yfirleitt ekki lengur en I tuttugu og fimm minútur, en á þeim tima léku þeir þó þrettán lög. Þaö gefur þvi auga leiö aö tónlist þeirra hefur veriö ótrú- lega hröö. Þeir sendu frá sér nokkrar plötur á stuttum tima og voru þær allar mjög likar, sem varö náttúrlega til þess aö menn fengu fljótlega leiö á þeim. Eitt voru menn þó sammála um og þaö var þaö aö Ramones gætu mun betur. Þeir voru góöir lagasmiöir, þokkalegir hljóö- færaleikarar og meö góðum söngvara þar sem Jeoy Ramone yar. Það vantaöi bara aö vinna betur úr hlutunum. Einn þeirra manna sem heyrði hvaö I Ramcnes bjó var pródúserinn heimsfrægi Phil Spector. Hann tók hljómsveitina undir sinn verndarvæng og út úr þeirra samvinnu varö til platan Oper- ation At Last. Breytingarnar voru geysilegar, en þaö var eins og enn vantaöi eitthvaö og sam- starf Spectors og Ramones varö ekki lengra. Nú þurfti aö finna nýjan mann til að stjórna næstu plötu og Graham Gouldman (lOcc meö- limur) varö fyrir valinu. Þó þetta kunni aö þykja skrýtiö val I fyrstu, þá er þaö i rauninni ekkert vitlaust, Gouldman er nefnilega vel kunnugur tónlist sjöunda áratugsins, sem Ramones eru enn aö reyna aö endurskapa, þar sem hann samdi mörg lög sem fræg uröu á þessum árum. Hver man t.d. ekki eftir For Your Love meö Yardbirds, Look Trough Any Window og Bus Stop með Hollies og No Milk Today meö Her- manni Hörmung. Já, þau eru öll eftir Gouldman og hann reynd- ist einmitt retti maöurinn fyrir Ramones, þvi nýja platan Plesant Dreams uppfyilir loks þær vonir, sem bundnar hafa veriö viö hljómsveitina I gegn- um árin, þeim hefur loks tekist að gera stórgóöa piötu. Nú tekst aö ná fram sjöunda- áratugsmóralnum og er þaö einkum gert meö skemmtileg- um gamaldags röddunum meö tilheyrandi aaah og úúúhum. Lögin eru lika flest hver mjög góö og textar fjölbreyttir. Besta lagiö tel ég vera 7—11, sem er meö slysatexta i Leader Of The Gang stil og svona til aö undir- strika áhrifin þá minnir trommuslátturinn einnig oft á það lag. Stundum koma svo i gegn gamlir frasar eins og t.d. I It’s Not My Place, þar sem Who lagið Whiskey Man er ekki viös fjarri á köflum og I This Is Not My Business sem byrjar likt og Leapy Lee lagiö Little Arrows. Plesant Dreams er plata sem hefur inni aö halda popptónlist fyrir minn smekk og þó að áhrifin séu úr fortiðinni, þá er enginn vafi á þvi aö tónlist Ramones er einnig tónlist dags- ins i dag, full af fjöri og krafti. Icehouse Icehouse heitir áströlsk hljómsveit sem ku vera nokkuð likleg til mikilla vinsælda, aö minnsta kosti er þaö álit þeirra hjá Steinum h.f. þvi plata hljömsveitarinnar hefur veriö gefin út hérlendis. Höfuöpaur Icehouse er náungi sem heitir Iva Davies en hann mun vera allmikiö músik- menntaður og þá sem óbóleik- ari. Svo upptekinn var hann viö aö læra klasslkinaaö popptónlist- in fór algerlega fram hjá hon- um. Þaö var ekki fyrr en hann hætti I skóla aö hann byrjaði aö hlusta á Bowie, Lou Reed og Marc Bolan. Davies sneri sér þá aö gitarleik og stofnaöi fljótlega popphljómsveit. Fyrsta plata Icehouse hlaut sérlega góöar viðtökur þegar hún kom út I Astrallu og er hljómsveitin nú meöal allra vin- sælustu hljómsveita þar i landi. Tónlist Icehouse er helst hægt aö flokka undir futuristatónlist. Þeir eru þó enn poppaöri en margar enskar þessháttar hljómsveitir. Hvaöa stimpill sem annars veröur settur á þá, þá er óhætt aö segja aö þeir séu nokkuð hressilegir og Iva Davies Semur ágætustu popp- lög.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.