Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Blaðsíða 2
30 Föstudagur 11. desember 1981 he/garpósturinri Hvað er lögreglusaga Nú er békatfö. Þegar skammdegis- myrkriö grúfir yfir og kvöldin veröa endalaus, er fátt betra fyrir stafni aö hafa en koma sér þægilega fyrir meö góöa bók I höndum. Tii þess aö lestrarstundin veröi sem ánægjulegust, er hollt aö velja bókina vel, ekki siöur en stólinn sem maöur sest i. Þaö er meö bóklesningu eins og mat, aö þaöer hreint ekki sama, hvaöa efni maö- ur lætur i sig, né heldur hvernig til mat- reiösiunnar er vandaö. 1 jólakauptiöinni hefur stundum á þvi boriö, aö menn heföu af þvi áhyggjur, aö hinn almenni lesandi væri ekki sériega hiröusamur um iesninguna og gjarna á þaö bent, aö undirstaöa bókaútgáfu á fs- landi væri mikil saia i óvönduöum reyf- urum eilegar ástarvellusögum af ómerk- ustu gerö. Viö sem erum veik fyrir þeirri tegund bókmennta, sem einu nafni eru kaliaöar reyfarar, kippumst oft viö undan þessum ásökunum alvörumannanna. Reyfari er sko ekki eitthvert samheiti sem gengur yfir allar bækur sem fjalla um glæpi og hrylling. Þaö er nú eitthvaö annaö. Reyf- ari, svo maöur nú noti þaö orö, er ekki ómerkara heiti I bókmenntum en t.d. sonnetta. Reyfari, af besta tagi, er erfiö bókmenntagrein, sem veröur aö lúta sin- um innri lögmálum og ég biö fólk aö muna, aö hryllings- ellegar ævintýrasög- ur tiiheyra einni deild, afbrotasögur ann- arri. Afbrotasögur eru reyndar miklu oft- ar kallaöar lögreglusögur á erlendum málum. Lítt þekktar á íslandi Lögreglusögur eru i raun ákaflega litt þekktar á fslandi. Og reyndar er það vist, að fslendingar eru úti að aka i reyfara- menntinni yfirleitt. Sú staðreynd á sér sinar eðlilegu orsakir, og nægir að benda á, að glæpasagan, lögreglusagan, undir- heimasagan, er sprottin upp i borgarsam- félagi. Hér á landi hefur ekki verið nein borg fram til þessa. Og það er sjálfsagt eðlilegra fyrir sveitamenn að lesa sinar þjóðlegu draugasögur, en fylgjast með þvisem nýjast gerðist i þokunni i London ellegar neðanjarðarlestinni i Paris eða i undirheimum New York. Þegar núlesandinnhefur komið sér fyr- ir á góðum stað með bók sina, langar mig aðbenda honum á örfáar reglur, sem hafa verðurihuga, þegar glæpasagan er lesin. Við skulum einbeita okkur að einni gerð, þeirri göfugustu i þessum merka flokki, sem er lögreglusagan. Hvað er lögreglusaga? Ofanskráð spurning finnst flestum kannski o’þörf. Allir þykjast vist vita, hvað þeir hafa milli handa, þegar stendur „Morð i skjóli nætur” á kápunni, eða „Gula regnhlifin” eða „Skotin á Stam- fordbrúnni”. Og satt að segja, þá eru lik- urnar á að viðkomandi lesari hafi fest hendur á alvörulögreglusögu, ekki nema ein á móti þremur. Nú er það ljóst, að ef viðskiptum reyfurum niður i þrjá flokka, þ.e. lögreglusögur, ævintýrasögur og hryllingssögur, þá eiga þessir flokkar all- ir sina snertipunkta og margir höfundar slikra sagna nota aðferðir úr þeim öllum og búa þannig til það sem þeim finnst verahæfileg blanda. Við sérfræðingarnir fýlum grön við slikum aðferðum. Alveg eins og velmenntaður sælkeri litur ekki við of sterkum og ofblönduðum drykk, þá litur sérfræðingur I lögreglusögum ekki við ævintýrafrásögn. Ævintýrasagan býð- ur upp á margt spennandi, en hún þarf ekki endilega að snúast um afbrot. „Skytturnar þrjár” eftir Dumas eru há- tindurævintýrasagna. Hryllingssögur eru mjög að liða undir lok, en stóðu hátt i Englandi fyrir um það bil hundrað árum. Úr þeirri f jölskyldu koma öðlingar eins og Frankenstein. Eftir 1920 náði Edgar Wall- ace miklum vinsældum með þannig sög- um. Lögreglusaga er allt annað en það sem hér hefur verið talið. Ættfaðir slikra sagna, vilja margir telja og þar á meðal sá sem hér heldur á penna, að sé hinn mikli Edgar Allan Poe. Smásaga hans, „Morðiðá RueMorgue” ogeinnig „Stolna sendibréfið’L geta vel talist hornsteinar lögreglusagna. Nú mega menn ekki láta sjálft orðið „lögreglusaga” rugla sig. Þótt við notum hér orðið lögregla, þá merkir það ekki, að iögreglusaga sé endilega saga sem f jallar um lögreglumenn að störfum. Eiginlega er tungan hér á villigötum. Lögreglusaga er það sem á útlensku er gjarna kallað „detectiv-” — sem sagt rannsóknarsaga. Eins og menn kannast við, þá eru margar af frægustu hetjum lögreglusagna alls ekki löggur. Þær eru alveg eins almennir áhugamenn um glæparannsóknir, eins og meistarinn Sherlock Holmes eða frök- en Marble og ótal fleiri. Blaðamenn eru vinsælir sem áhugamenn á þessu sviði og svo prestar, t.d. faðir Brown. Ættfaðirinn Arthur Conan Doyle, hinn snjalli höfundur sagnanna um Sherlock Holmes, ritaði eitt sinn bók sem heitir „Through the Magic Door”. 1 þeirri bók hyllti hann Edgar Allan Poe sem ættföður lögreglusagna eða öllu heldur rannsóknar- sagna. Og úr þvi að sjálfur ACD vill svo hafa, getum við fallist á hans kenningu. En i bókmennta grúski eraðnjörguaðhyggja. Einn mikill grúskari á þessu sviði og reyndar höfundur lika, Sviinn Frank Heller, hefur bent á sjálfan Francois-Marie Aruet de Voltaire sem upphafsmann rannsóknarsagna. Voltaire fæddist 1694 og dó 1778. Hann skrifaði allt mögulegt. A Islensku er mér ekki kunnugt um annað en Birting i merkri þýðingu Laxness, en Voltaire skrifaði ljóð og sögulegt efni, leikrit og margt fleira. Arið 1744 kom út saga eftir Voltaire sem bar heitið „Zadig, austurlensk frásögn”. Zadig er babýlonskur hefðarmaður, sem hefur verið svikinn um kvonfang og af þeim sökum hefur hann dregið sig I hlé frá skarkala heimsins og veltir fyrir sér tilverunni. Hann lætur fyrir berast á bú- garði einum.og gefur engan gaum að þvl sem fram fer i þjóðfélaginu. Svo gerist það I rikinu, að uppáhaldshestur kóngsins hverfur ásamt með uppáhaldshundi drottningar. Mikil leit upphefst og einn leitarmanna kemur til Zadigs þar sem hann liggur og er að hugsa. Leitarmaður- inn spyr: — Hefur þú séð hund drottning- arinnar? Hann svarar: Var þetta tik, ný- gotin, hafði löng eyru og stakk við öðrum framfæti? — Já, svaraði maðurinn, þú hefur sem sagt séð hana. Hvert fór hún? — Ég hef ekki séð hana, svaraði Zadig, ég vissi ekki fyrr en nú að hún var til. — Hefurðu séð uppáhaldshest kóngsins? er þá spurt. —-Er hann svo og svo hár? spyr Zadig á móti; var tagl hans svo og svo langt? Var hann járnaður skeifum úr silfri og var beislið slegið gullhnöppum sem töldu svo og svo mörg karöt? — Já, var svarað. Þú hefur þá séð hest- inn. Hvert fór hann? — Eghef ekki séð hann, svaraðiþá Zad- ig, ég vissi ekki fyrr en nú, að hann væri til. Enginn trúir honum og hann er dreginn fyrir dómara, kærður fyrir að hafa stolið bæði hundinum og hestinum. En þá gerist það, að bæði hundurinn og hesturinn skila sér. Akæran er felld niður, en hann er beð- inn að útskýra, hvernig hann gat lýst hin- um týndu dýrum. Þá verður til i frásögn- inni atriði, sem siðan gengur aftur i ótal rannsóknarsögum, þ.e. lögreglumaðurinn eða rannsakarinn, sviðsetur það sem hann Imyndar sér að hafi gerst og byggir sviðsetningusína á þeim likum, sem hann dregur af ýmsum smáatriðum, sem hann hefur tekið eftir, en enginn annar. I sögu Voltaires bendir Zadig á margt merki- legt: Hann skýrir frá sporum sem hann hafði séð i sandinum. Sporin eftir aðra fram- loppu hundsins voru grynnri, dauflegri, en spor eftir hina framlöppina;og þar með taldi hann að dýrið væri halt. Hann hafði tekið eftir merkjum i sandinum á milli framlappanna og taldi þær vera eftir spena dýrsins, sem sannaði þá að hér væri tik sem hefði nýlega gotiö. Hvað hestinn snertir, þá höfðu silfur- járnaðir hófar hans skilið eftir sig silfur- örðu á steini og beislið hafði nuddast við klett og skilið eftir gull i rispunni og með þvi að greina gullörðuna, gat Zadig reikn- að út karötin. Og af rykinu sem hafði sóp- ast til á jörðinni, gat hann ákvarðað lengdina á taglinu. Þetta var sagan um Zadig eftir Vol- taire, sem sumir telja ættföður lögreglu- sagna — en, svo lesandinn hafi deilur fræöimanna á hreinu, þá vil ég nefna enn eitt þýðingarmikið nafn úr bókmennta- sögunni. Það er meistarinn Vidocq. Vidocq þessi var franskur. Hann var upphaflega illræmdur glæpamaður, dæmdur á frönsku galeiðurnar, en lauk samt sinum ferli sem lögreglustjóri I Paris. Aður en lauk, gaf Vidocq út minningar sinar. Þessar minningar komu út 1829 i fjórum bindum og var hvert bind- anna 400 siðunog spjaldanna á milli voru þessar bækur Vidocq fullar af hinum und- arlegustu ævintýrum. Um eitt skeið voru þessar minningabækur lögreglustjórans vinsæl lesning. Victor Hugo var aðdáandi Vidocq og sömuleiðis sjálfur Edgar Allan Poe. Það þykir vist, að Poe hafi sótt efni- við sinn til Vidocq — amk. er það vist, að Belgiumaöurinn George Simenon gerði Maigret lögregluforingja að sigildri hetju. Myndin sýnir Jean Gabin I hlutverki Maigret, en Gabin Iék Maigret i nokkrum frönskum myndum á sjöunda áratugnum. hann lúslas lögreglustjórann og hafði frá- sagnir hans við hendina. Arthur Conan Doyle — sá sem hreinræktaði Ég vil kalla Poe upphafsmann nútima lögreglusagna — en viðurkenni, að hann var þó nokkur rugludallur i stilnum og skrifaði ekki nema hugsanlega tvær lang- ar smásögur, sem falla beint undir skil- greininguna. ACD, höfundur Sherlock Holmes sagnanna, hreinræktaði hins veg- ar rannsóknarlögreglumanninn. Holmes var svo gerður, að siðan hefur enginn tek- ið honum fram. Hann var hinn kaldi rök- hyggjumaður, hvildihugann við fiðluleik, hvatti heilasellurnar með þeim bráðholla pipureyk. Og ACD fann ekki aðeins upp hinn mikla rannsakara. Hann fann einnig upp hinn mikla aðdáanda og — lesanda. Dr. Watson.sem isögum ACD er hinn ein- faldi spyrill, sá sem er nokkurs konar staðgengill lesandans á bókarsiðunum, hefur siðan orðið að sérstöku tákni i bók- mennafræðinni — ekki hvað sist i drama- túrgíu. Og Hollywood seinni tima hefur I raun gert dr. Watson að nauðsynlegasta hjólinu I kvikmynda-dramatúrgíu. Þetta ér þróun, sem ekki varð af neinni tilviljun. Lögreglusagan er i raun og veru náskyld drama Ibsens og Tehovs. En hér eru komnir á pappir hlutir, sem eiginlega liggja utan við það sem fjalla átti um. Sherlock Holmes Vinsældir Sherlock Holmes urðu á svip- stundu ótrúlegar. Hann breyttist næstum strax i raunverulega, lifandi manneskju. Það streymdu til hans bréf, stiluð á hið fræga heimilisfang i Bakerstreet. Skóla- börn sem fóru í fræðsluferð til London, báðu um það fyrst af öllu að fá að berja heimili Sherlock Holmes augum. Þegar Arthur Conan Doyle i einfeldni ákvað að láta Holmes týna lifinu, varð hann vegna mótmælalesenda aðvekjahann tillifsins aftur, ella var hætta á að reiðir lesendur hefðu húðstrýkt hann. í mörgum löndum <reyndu menn að eftirapa Sherlock Holm- es. 1 Frakklandi lét höfundurinn Maurice Leblanc hetju sina, Lupin, skora Holmes á hólm — það varð einvigi þar sem hvor- ugur sigraði. í Rússlandi, en þar i landi hafa menn löngum mætt glæpi og refsingu með dauðans alvöru, þar skrifaði enginn minni maður en Anton Tehov um Sherlock Holmes — og svo fór fram i fleiri löndum. ACD neyddist til að framleiða sögur af Sherlock Holmes allt fram til ársins 1927. Um það leyti var söguhetjan fyrir löngu orðin liflaus skuggi og leiksvið lögreglu- sagnanna orðið krökkt af alls konar rann- sóknarmeisturum, sem i raun og veru tókumeistaranum fram, að minnsta kosti sqm bókmenntapersónur. Á íslandi Eins og sagði i upphafi þessarar grein- ar, hefur islenskur bókmenntaheimur staðið utan við þennan fjölskrúðuga blómagarðglæpa- og lögreglusagna, enda er óhætt að fullyrða, að jarðvegur þeirra hljóti að vera stórborg. Glöggur mannlifs- rannsakandi á borð við Holmes þrifst naumast nema i hinum miklu borgum manngrúans, þar sem allt getur gerst. Það er ekki fyrr en allra siðustu árin, sem svolitið hefur borið á lögreglusögum hér á landi. Undirritaður hefur sér til gamans reynt að gróðursetja ögn i þessum undar- lega kálgarði, sem og hinn gamalreyndi blaðamaður, Jón Birgir Pétursson. En nú eru aðrir timar og veröldin önnur en á dögum Arthurs Conans Doyle. Lög- reglumenn okkar tima vinna öðru visi en forverar þeirra og eins og þjóðfélagið breytist, þannig breytast og bókmennt- irnar. Hér á Norðurlöndum hafa lög- reglusögur náð miklum vinsældum, og þá gjarna sem nokkuð áhrifarikur miðill á sviði þjóðfélagslegrar umfjöllunar. Þar munar náttúrlega mest um Maj Sjöwall og Per heitinn Wahlöö, þau sem skrifuðu tiu bækur um Martin Beck og félaga hans i Stokkhólmslöggunni: Aðeins afþreying? Lögreglusögur lenda sjálfkrafa i flokki með skemmtibókmenntum. Það merkir hins vegar ekki, að þær þurfi að teljast lakari bókmenntir en annað sem skrifað er. Hvert verk hlýtur að metast eftir þvi hvernig að þvi er staðið. En siðustu árin hefur nokkuð borið á eins konar aftur- hvarfi til ára Edgars Allan Poe — færir höfundar hafa skrifað lögreglu- eða glæpasögur sem hafa skipað þeim i fremstu röð höfunda. Ég nefni til dæmis þann fina Dana, Paul örum.pg kannski i leiðinni Anders Bodelsen, landa hans. En nú er bókatið. Myrkrið hefur lokist um okkur. Ég óska bóklesendum góðrar skemmtunar og vona að enn leiti fólk á náðir þeirra höfunda, sem hafa lag á að örva hjartslátt og fá hárin til að risa. 1 Laureen Bacali, Joe Downing og Bogart í „The big sleep” eftir sögu Chandlers «'m lög- rcglumanninn Marlowe, en Marlowe varð merkisberi hins amerfska spæjara, sem er miklu harðsoðnari en sá evrópski. Holmes og margir arftakar hans I Evrópu voru nánast visindamenn, sem ævinlega lögðu öll brot saman af visindalegri nákvæmni og ofurmann- legri skarpskyggni. Marlowe var reyndar rólegur og ihugull, en greip gjarna til byssunnar, lenti I átökum — var ameriskur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.