Helgarpósturinn - 11.12.1981, Síða 6

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Síða 6
34 _____________________________Wstuda9ur 11. desember 198' hplgptrpn^f, /nnp ST/KLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐ/NU Berdreymi Helgarpósturinn birtir kafla úr nýrri bók Sigurðar A. Magnússonar, Möskvar morgundagsins, Sem fyrr segir haföi pabbi litlar mætur á prestum og fór einattháöulegum oröum um kenningar kirkjunnar einsog hann skildi þær, en þar fyrir hafði hann tals- veröan áhuga á dulrænum efnum svosem titt er um Islendinga-. Endrum og eins heyröi ég hann minnast á drauga og vissi aö hann tnlöi á tilvist þeirra. Einusinni i æsku haföi hann séö svip framliöins manns hverfa innf vegg i bæjargöngunum og gat lýsthonum svo ljóslega aö heima- menn könnuöust viö hann. Þaö var ungur maöur sem mörgum árum áöur haföi rat- aö I ástarraunir og fargaö sér. Berdreymi var efni sem ósjaldan bar á góma.enda haföi pabbi trú, á draumvitr- unum, þó ég minnist einungis tveggja dæma úrhans eigin reynslu. 1 ööru tilvik- inu dreymdi hann ákveöna tölu og mundi hana þegar hann vaknaöi. Honum var i fyrstu ráögáta hvaö draumtalan fæli I Sér, en komst aö þeirri niöurstööu aö draum- urinn væri bending um aö hann ætti aö kaupa happdrættismiöa meö umræddu númeri. Þegar hann kannaöi máliö hjá Happdrætti Háskólans kom i ljós aö miöi á þessu niimeri lá ekki á lausu, svo hann lét kyrrtliggja og hirti ekki um aö rann- sakaþaö frekar.En þegar vinningsnúmer voru birtnokkrusiöarkom uppúr dúrnum aö stór vinningur haföi komiö á miöa meö númerinu sem honum virtaöist i draumn- um. Seinna dæmiö var annars eölis. Nótt eina dreymdi hann aö góövinur hans, Daniel hross, sem var húsvöröur i Stjórn- arráöinu og formaöur Fáks, kæmi til hans ogsegöi viö hann: ,,Þú máttekki kveikja i mér, Jói.” Pabbi sór og sárt viö lagöi aö hann ætti ekki dropa af áfengi og gæti þvi ekki kveikt i vini sinum, en Daniel marg- itrekaöi beiöni sina. Þegar pabbi vaknaöi mundi hann drauminn en taldi hann marklausan og hugsaöi diki frekar um hann. En þennan sama mra-gun þurfti hann aö skreppa i bæinn einhverra erinda og kom viö IkjötbúöinniBorg viö Lauga- veg. Þar var honum sagt I óspuröum fréttum aö nú væri Daniel hross látinn. Fregnin fékk mjög á fööur minn, þvi meö þeim Dani’el haföi alla tiö veriö einkar kært, en hitt varö honum ekki sföur um- hugsunarefni aö sennilega haföi hann dreymt vin sinn einmitt um þaö bil sem hann var aö skilja viö. Og nú brá svo viö aö honum varö merking draumsins degin- um ljósari. Svo var mál meö vexti aö Daniel haföi veriö félagi idönskum bálfararsamtökum og lagt svofyrir aö lik\ hans skyldi sent til brennslu f Kaupmannahöfn þegar hann væni allur. Pabtó taldi sig nú hafa fengiö óvefengjanleg boö um aö Danlel heföi snúisthugur á banastundinni og reyndi aö fá þvi framgengt aö likiö yröi ekki sent ut- an, heldur grafiö á lslandi, en vitanlega talaöi hann fyrir daufum eyrum. Draum- vitrunin var ekki talin jafnþungvæg og fyrirmæliDaniels Ilifandi lifi. Honum var þvifylgt til skips af friöri fylkingu riöandi Fáksfélaga og vakti sú skrautreiö verö- skuldaöa athygli i bænum. Pabbi sneri hinsvegar aldrei aftur meö þaö aö óskir ldtins vinar heföu veriö virtar aö vettugi. NU vikur sögunni til Mörtu og draum- vitrunar sem átti eftir aö skipta okkur öll mklu máli og gerbreyta heimilishögum um sinn. Hana dreymdi semsé nótt eina aö mamma kæmi til hennar og færi hönd- um um tiltekinn blettundir vinstra heröa- blaöi. Þó mamma segöi ekki beinum orö- um i draumnum hvaö fyrir henni vakti þóttist Marta skynja aö hún væri aö gefa sér visbendingu um aösteöjandi hættu. Hún lét þvi veröa sitt fyrsta verk daginn eftir aö fara i berklaskoöun, og mikiö rétt: hún var komin meö blett á ööru lunga nákvæmlega þarsem mamma haföi þuklaö hana i draumnum. Henni var uppálagt aö ieggjast umsvifalaust inná Vifilsstaöi sem hún og geröi. Þetta atvik varö okkur áþreifanlegt tákn um sfvökula umhyggju mömmu fyrir okkur öllum. En nú var heimiliö húsmóöurlaust og pabbi i vanda staddur. Fyrsta úrræöi hans var aö leita á náöir gömlu vinkonu sinnar iPólunum, Astu, og fala af henni eldri dótturina sem ráöskonu. Var þaö auösótt, en sá böggullfylgdi skammrifi aö Elsa vildi fá aö hafa unnustann hjá sér, þvi hann gekk laus þá stundina. Þannig atvikaöist þaö aöElsa og Kalli fluttu I'litla' herbergiö innaf eldhúsinu sem Geiri frændi haföi rýmt þegar hann fékk fast starf og húsnæiS hjá hænsnabónda útá Seltjarnarnesi. Elsa tók viö búsforráöum en var mjög ósýnt um störfin sem hún átti aö inna af hendi. HUn var góö viö okkur krakkana þegar hún á annaö borö skipti sér af okk- ur, sem var sjaldan, þvi hUn virtist ein-. lægt vera meö hugann viöeitthvaö annaö. Hún var hyskin og hálfsubbuleg, enda drabbaöist heimiliö fljótlega niöur og maturinn varö ólystugri meö hverjum degi. Elsa drakk ósköpin öll af svörtu kaffi og sat löngum meö sigarettu milli fingranna á kolli viö eldhúsboröiö og staröi Uti fjarskann. Kalli svaf framá miöjandag og fór þá Ibæinn, kom yfirleitt ekki heim aftur fyrren langt var iiöiö á kvöld. Þá settust þau skötuhjúin framl eldhús og lokuöu aö sér, töluöu i hálfum hljóöum langt framá nætur og var allt þeirra atferli fjarskalega dularfullt. Ég mmdi eftir Kalla úr Pólunum, dökkum yfirlitum, hoknum, meö litil flóttaleg augu, og vissi sem var aö hann var tiöur gestur i tukthúsinu vegna innbrota, svo ég: fór að setja langar nætursetur og hvisl- ingar þeirra Elsu i samband við áformuð afbrot og sá fyrir mér hrikalega atburöi sem fylltu mig i senn ógn og eftirvænt-, . ingu. Elsu voru falin innkaup fyrir heimiliö og fékk tilþess ákveöna fjárhæö sem varö aö hrökkva fyrir brýnustu nauösynjum, en hún kvartaöi látlaust yfir alltof naum- um framlögum á s£una tima og viöurværi okkar varö bæöi rýrara og einhæfara. Þrásinnis stóö maöur soltinn ippfrá borö- um þegar allur matur var þrotinn. Ég fann aö pabbi var farinn aö hafa áhyggjur af ástandinu á heimilinu, en hann fór varlega I sakirnar og reyndi eftir fremsta megni aö foröast árekstra, þvl hann átti fárra kosta völ og vildi flest I sölur leggja til aö halda heimilinu saman þangaðtil Marta kæmi aftur. Fyrsta mánuöinn eftir aö hún hvarf til Vifilsstaöa kom hún einusinni I heimsókn til okkar. Þaö var árla dags og viö vorum ekki komin á fætur. Alltieinu birtist hún I dyrunum og fór aö hlæja þegar hún sá okkur þvi nokkrum dögum áöur haföi pabbi látiö snoöklippa okkur strákana sárnauöuga og látiö bænir okkar um vægö sem vind um eyrun þjóta. Vakti þaö Mörtu þennan sjaldgæfa hlátur, en okkur megna gremju og blygöun, enda lét ég ekki sjá mig húfulausan utan dyra svo vikum skiptiog leiö vitiskvalir iskólanum þarsem ég var eini snoöklippti krakkinn. Ekki bætti þaö úr skák aö mér var eitt sinn boöið til stofu i Laugarnesi þegar ég átti þangaö erindi fyrir pabba og varö aö hlusta á heimasætuna, semmér þótti bæöi falleg og tiguleg.fara mörgum oröum um sætu ljósu lokkana sem nú væru horfnir af kollinum á mér. Þá heföi veriö gott aö geta látið sig sökkva niörUr gólfinu. Heimsókn Mörtu varö til aö minna okk- ur óþyrmilega á umskiptin sem oröiö höföu á heimilinu frá þvihún fór og æröu upp i mér söknuö sem kom mér óneitan- lega dálitiö á óvart. Ég var smámsaman aö skilja hvilik stoö Marta haföi alla stund veriö okkur systkinum og hve mikils viö höföum misst þegar hún hvarf frá okkur. Hún haföi skamma viödvöl i þetta sinn og viö sáumst ekki aftur fyrren aö hálfu ári liðnu. Einsog málum var háttaö heföi pabbi vafalaust reynt til hins ýtrasta aö sjá i gegnum fingur viö hiröuleysi og subbu- skap Elsu ef ekki heföi komiö aö þvi sem kannski var óhjákvæmilegt einsog I pott- inn var búiö. Þaöhurfu peningar Ur buddu pabba og böndin bárust aö Kalla og Elsu. ! Pabbi gekk hránt til verks og spurði Elsu hvort hún vissi hvernig peningamir heföu horfiö, en hún brást viö einsog óhemja og jós yfir hann óbótaskömmum fyrir tor- tryggni og upplognar sakargiftir. Kalli kom hálfklæddur innanúr litla herberginu og hnykkti á þvi sem Elsa haföi sagt meö mári uppburöum en ég átti von á, en. geröi hvorki aö játa né neita ásökunum pabba sem nú var oröinn snakillur og bar uppá hann peningastuld. Eftir stutta en háværa rimmu skipaöi pabbi hjónaleys- unum að hafa sig á brott þegar i stað meö pjönkur sfnar, sem þau og geröu meö mörgum viöeigandi athugasemdum um pabba og okkur krakkana. Enn stóöum viö uppi bjargráöalltil. Pabbi tók til bragös aö ganga sjálfur I heimilisstörfin en kunni li'tt til slikra verka. Niöurstaðan varö sú aö viö liföum aöallega á mjólk og skyri, kaffi og beina- kexi. Eitthvaö hefur nágrönnunum viö Laugarnesveg þótt búskapur okkar óbjörgulegur, þvilögö var fram kæra hjá réttum yfirvöldum og einn góöan veöur- dag birtust tveir eftirlitsmenn frá ein- hverri nefnd og vildu fá aö skoöa börnin. Þó pabbi bæri sig vel og ég legöi mig I framkróka aö prisa atlætiö, þá hefur eft- irlitsm ön nun um ekk i litist m ára en svo á umhiröu okkar systkina, enda höföum viö satt aö segja gert okkur ósköp litla rellu útaf daglegum þvottum eöa öörum hrein- lætisráöstöfunum. Garmarmr sem ég var I voru rifnir og óhreinir og ég haföi vist ekki komist i" tæri viö vatn svo dögum skipti. Eftirlitsmennirnir létu lofræöur minar um búshald pabba lönd og leiö, skoöúöu mig bakviö eyrun og kunngeröu hátiölega aö brýna nauðsyn bæri til aö koma okkur systkinunum i hendur hæfra uppalenda. Þegar pabbi vildi fá aö vita hvort þeir heföu lagaheimild til aö svipta hann börn- um sinum og leysa upp heimiliö, þá svar- aöi annar eftirlitsmaöurinn þvi til aö víst væru tillög sem heimiluðu yfirvöldum aö koma börnum i fóstur þegar heimilis- ástæöur væru meö þeim hætti aö þau kynnu aö biöa tjón á sál og likama sakir vanrækslu. Pabbi hló kaldranalega aö þessari há- tiölegu tölu og kvaö þá sem kært heföu vera niöinga en þá sem tækju frá honum börmn hjartaiaus fól, og ég fann sárt til þess hve nærri honum var höggviö. Hann baö yfirvöld og útsendara þeirra hvergi þrifast, envaröum siöir aö láta I minni pokann og sættast á aö viö yröum sótt næsta dag og komiö fyrir á barnaheimili. Þannig geröist þaö sem pabba haföi meö öllum tiltækum ráöum reynt aö sporna gegn: heimiliö var leyst upp. Saga sem virðist sameign margra ..Möskvar morgundags- ins”,önnur bók Sigurðar A. Magnússonar i minninga- bókafiokki hans, kom fyrir nokkru i bókaverslanir. Þeir sem lásu fyrri bókina, „Undir kalstjörnu”, biðu meö óþreyju, enda er það vist, að sá veruleiki, sem Siguröur lýsir, stendur mörgum nærri.ungum sem öldnum. ,,Ég hitti ungan mann fyrir nokkru”, sagði Sigurður A. Magnússon i stuttu spjalli viö Helgar- póstinn, ,,og sá sagöi mér, að þótt hann væri ekki nem a tuttugu og fimm ára, þá hefði ég lýst hans þroskaferli náiö — ég skyldi varla hvað hann átti við — en þá sagði hann, að þótt ytri aðstæður manna væru aðrar nú en fyrrum, þá gengju menn i gegnum hliöstæða reynslu til- finningalega. Auðvitað hafa menn upplifað sina þróun og þroskaferil misjafnlega. Sumir á minum aldri kannast við h'tið, og svo kemur fólk úr alltöðrum tima og þekkir sig mæta- vel. Ég get t.d.nefnt bróður minn og svo leikfélaga, sem ég hef rætt við — þeir muna þetta ekki eins og ég- ” Sigurður kvaðst eigin- lega vera undrandi yfir þeim góðu viðtökum sem bækur hans hafa hlotið, ekki hvað sist „Undir kal- stjörnu” og hann gæti ekki annað en veriö ánægður. Eigum við von á þriðju bókinni næsta ár? Siguröur A. Magnússon „Ekki næsta ár kannski, en ætli maður haldi þessu ekki áfram.Ég reikna meö aö skrifa þá þriöju”. Helgarpósturinn birtir i dag kafla úr „Möskvar mœ-gundagsins” og ber sá yfirskrif tina „Ber- dreymi. ”. — GG.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.