Helgarpósturinn - 11.12.1981, Side 12

Helgarpósturinn - 11.12.1981, Side 12
' VTtf|>HB|\V H Eskvímóar á engum ísjaka E'skvimó heitir eitt nýstofnað útgáfufyrir- tæki hérlendis. Það varð til i kringum hljómsveit- ina Þey, en ásamt Þeys- sveinum eru aðstand- endur fyrirtækisins Hilmar örn Hilmarsson og Guðni Rúnar Agnars- son. Ólikt öðrum fyrir- tækjum er gróðasjónar- miðið ekki i hávegum haft og við skulum vona að svo verði áfram. Við röbbuðum stuttlega við Guðna Rúnar um Eskvi- mó. Ljúf sambönd erlendis „Eskvimó reynir aö vera meö puttana á sem flestum stööum, bæöi á Þey og ööru sem upp á kemur. Stærsti hluti starfsins er i gegnum Þey sem taka virkan þátt i allri starfseminni, hvort sem unniö er aö hljóöupptöku, eöa dreifingu, sem mér finnst mjög jákvætt. Allir vilja sjá um ailt, þaö er enginn þröskuldur á milli manna eins og viöast hvar annars staöar. Við vinnum saman nánast frá upphafi til enda. Hlutirnir gerast einhvern veginn i rökréttu framhaldi hver af öðrum. Þau projekt sem unnið er að hafa íför með sér aö hver einasti Þeysstrengur er þaninn. Og það eru ýmis áform um hvaö menn ætla að gera. A. þessu stigi er stefnan að komast i ljíif sambönd erlendis. Við erum nýkomnir úr utanlandsför þar sem ýmsir möguleikar opnuöust, t.d. að flytja inn hljómsveitir”. — Einmitt þaö já? „Já, við hittum m.a. hljóm- sveitina Eyeless In Gasa, sem er dúett, miklir snillingar og sveita- menn i leiöinni. Þeir virtust vera hrifnir af þvi ab koma til Islands. Einnig hittum við hljómsveitina Cure sem virtust imponeraðir af að hefja tónlistarferð sina til Ev- rópu hér í mars. Svo hittum við lika okkur til mikillar ánægju Jello Biafra, sem er i hljómsveit- inni Dead Kennedy. Hann vill gjarnan sýna tslendingum typpiö á sér”. Týppastripp — Ha???? Er hann eitthvað að strippa? „Já, hann hefur vist gaman af þvi. Hann bauð sig fram til borgarstjóra i kosningum i San Fransico ifyrra, að mig minnir, svona létt flipp, og var næstum búinn að vinna, var i þriðja sæti. Sástu, ,öfgar i Ameriku”, þar var hann i samfesting sem hann renndi léttilega niður, og typpið sást greinilega”. — VááááM Já, þetta hefur verið velheppnaður túr. Og nú eruð þið að senda frá ykkur nýja plötu Mjötviður nær. Hvaða nafn er þetta? Góð mælistika „Þetta er úr Völuspá og þýðir góð mælistika. Við skirskotum til eins lagsins á plötunni, og enn- fremur fær það aðra merkingu á plötuumslaginu. Þessi plata kemur væntanlega út á mánudag- inn. Við höfum vist verið heldur sofandi eftir að við komum heim. En menn hafa verið að vinna úr ævintýrunum sem gerðust úti. Mjötviður Mær var tekin upp i Hljóðrita, Tóni kokkur tök hana upp og það var mikill og góður vinnuandi hjá sveinunum og kokknum”, segir Guðni að lokum hress að vanda og við óskum félögunum til hamingju með plöt- una. Föstudagur 11. desember 1981 be/garpúsfurinrt Guðni Rúnar Friður sé með yður Eins og allir vita hafa evrópu- búar nú risiö upp gegn risaveld- unum, Bandarikjunum og Rúss- landi, sem rifast um svæðiö sem Evrópubúar byggja og krafist þess að þeir leggi niður vopnin. Risaveldin rifast nefnilega ekki bara með orðum heldur krepp- ast þau við að koma sér upp meiri og hættulegri vopnum en andstæðingurinn. Evrópubúar hafa safnast saman þúsundum saman og meira aö segja mar- serað um þvera og endilanga áifuna, til að leggja áhersiu á kröfu sina. Kjarnorkuvopnin burt! Engin friðarhreyfing hefur litið dagsins ljós á tslandi til þessa, og þegar við fréttum ' af þvi að stúdentar hefðu helgað 1. des heimsfriðinum, datt okkur i hug, friðarelskandi manneskjunum, að forvitnast örlitið um það hvernig stú- dentar fóru með friði tiltekinn dag. Við hittum að máli Einar Guðjónsson og spurðum hann um yfirskrift hátiðarinnar: „Gegn kjarnorkuvigbúnaði”. Fólkið vill frið „Vopnin verja friöinn” var haft eftir ráðamönnum risa- veldanna I austri og vestri um miðja þessa öld. Siðan þessi orð féllu hafa þeir hrundið af stað styrjöldum sem hafa kostað milljónir manna lifið. Krafan um aukinn og endurbættan vig- búnað er aftur á lofti þó að vopnin sem eru til geti afmáð mannkyniö mörgum sinnum. Almenningur i Evrópu virðist hafa fengið sig saddan af þess- um vigvélum öllum og krafan um frið i heiminum verður æ háværari. Fjöldahreyfingar hafa sprottið upp i Evrópu, milljónir manna og kvenna sýna stuðning sinn I verki við málstað friðarins. Við vildum ieggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess aö friðarkrafan mundi enduróma hér á landi, enda er málið okkur skylt”. — Nú, hvers vegna okkur? — Erum við ekki örugg um okkur hér á hjara veraldar? Bakkabræður í basli „Við búum I hernumdu landi, erum á áhrifasvæði Bandarikj- anna. Við látum blöðin ljúga okkur full um hættuna á Rúss- um en við tejum okkur geta sofið vært I vöggunni hjá banda- risku barnfóstrunni sem skikk- aði sig sjálf i barnapössun yfir okkur með þvi að segjast vera okkur til verndar. Viö verðum að muna það að þessi svo köll- uðu „Varnarliö” hafa aldrei gert neitt annaö en að murka lifið úr ibúum þeirra landa sem þau þykjast vera aö verja hvort sem þau hafa beitt fyrir sig rússneskum eöa bandariskum fánum. Kristi eða hvaða nafni sem tjáir að nefna. Rússar eru núna að murka lifið úr Afghan- istum undir þvi yfirskini að þeir séu að verja þá. Bandaríkja- menn slátruðu hálfri viet- nömsku þjóöinni I nafni land- varna og eru reyndar um þessar mundir á góðri leið með að endurtaka verknaöinn I E1 Salvador, þvi miður. Forseti Bandarikjanna sem gárung- arnir kalla Rek’ann kjaftaði af sér um daginn er hann sagði að hann gæti vel hugsað sér að heyja takmarkað kjarnorku- strið — i Evrópu. Leðurjakkar, tyggjó og sprengjur Rétt eins og leðurjakkar og tyggjó eru framleidd til notk- KJARIMORKU unar eru vopn framleidd til notkunar og risaveldin ætla sér örugglega ekki að nota nema ör- litinn hluta heima hjá sér. Ev- rópubúar munu, ef að likum lætur, ekki fara varhluta af geislavirkninni þegar sprengj- unum verður varpað. Það er sárt til þess að vita að peningar þeir, sem mánaðarlega er varið i framleiðslu vopna duga til að fæða mannkynið i heilt ár — að ekki sé talað um þá peninga sem hægt væri að verja til menn- ingarmála eins og t.d. popp- rokkspönks og fl., mennta-, at- vinnu- og heilbrigðismála”. Bandaríski draumur- inn—japönsk martröð — Dugar ekki ógnar- og sprengjujafnvægið til að verja heimsfriðinn? „Það vill svo til að það er yfir- lýst stefna Rek’anns að hern- aðarjafnvægi stórveldanna geti aldrei tryggt friöinn. 1 blindri geöveiki sinni heldur hann að einungis hernaðaryfir- burðir Bandarikjanna og Nató geti tryggt friðinn. Við viljum ekki aö martröðin þegar Banda- rikjamenn vörpuðu kjarnorku- sprengjunum á Hirosima og Nakasaki endurtaki sig á okkar skinni. En hvað var sú sprengja og sú ógn sem af henni stafaði miðað við þá ogn sem við búum við I dag. Fyrsta skrefiö til að bægja þeirri ógn frá okkur er að taka undir kröfuna „Island úr Nató — herinn burt”.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.