Helgarpósturinn - 05.03.1982, Síða 11
_Jielgarpásf^irinn._ Föstudagur 5. mars 1982
n
nrjjer
irJrfnn.
..Stjórnmálamenn
þekkja ekki börn
ff
A annarri hæð Alþýðuhússins I Ingólfs-
stræti hefur um hrið verið starfrækt for-
eldraráðgjöf, sem sálfræðingarnir Guð-
finna Eydal og Alfheiður Steinþórsdóttir
standa fyrir.
Það er Barnaverndarráð, sem styrkir
starfsemi „Foreldraráðgjafarinnar”, en
annars hafa þær Guðfinna og Alfheiður
mótað hennar starf.
„Það var farið af stað með þessa starf-
semi í tilraunaskyni árið 1979”, sagði Alf-
heiður, „en eftir sex mánaða tilraunatima-
bil hafði það sýnt sig, að full þörf var á
slikri ráðgjöf. Reyndar vinnum við hér að-
eins fimmtán tima i viku hvor og það er
mikil þörf á að eflaog auka starfsemi „For-
eldraráðgjafarinnar”. Við erum með lang-
an biðlista.”
Foreldraráðgjöf? spyrjum við i fáfræði
vorri — hvað er það?
„Það leitar hingað fólk, sem veit ekki
hvað á til bragðs að taka með börn sin.
Sömuleiðis veitum við fólki ráö eða aöstoð,
þegar um skilnað er að ræða. Hjónaskilnað-
ir færastmjög iaukana hér á landi. Ætli um
fjörutiu prósent tilvika sem hingað leita, sé
ekki fólk sem er að skilja”.
Ef við höldum okkur við foreldra sem
leita til ykkar vegna þess að þeir vita ekki
hvað til bragðs á aö taka varðandi
börn— hvað hefur þá gerst áður en þeir
koma til ykkar?
„Margir leita hingað”, sagði Guöfinna,
„vegna þess að þeir eru órólegir vegna
barna sinna.Siðan kann að koma i ljós að
börnin vaida ekki vandanum — vandinn
leynist annars staðar. Það kemur oft fyrir
að foreldri segist ekki vita hvaö eigi að gera
við barnið — en svo hittum við aldrei um-
rætt barn, þvi ýmislegt annað kemur á dag-
inn”.
Þjóðfélagið breytt — enbörnin söm
„Staðreyndin er sú”, sagði Alfheiður, „að
þjóöfélag okkar hefur breyst stórlega
siðustu árin. Börnin hafa hins vegar ekki
breyst. Þau þurfa eftir sem áður reglu og
aðhald, umhyggju og bliðu. Núorðið vinna
sjötiu til áttatíu prósent kvenna utan heim-
ilis. Börnin eru þar af leiðandi i gæslu allan
daginn. A kvöldin, þegar heim kemur þurfa
svo allir þessir lúnu heimilismenn að fá
nokkra útrás fyrir bliðuþörf sina. For-
eldrarnir verða þá oft ósamkvæmir sjálfum
sér, gefa of mikið eftir, eru of ströng, börn-
in fá aldrei nákvæm eöa samstæö skilaboð
um hvernig þeim beri að hegöa sér. Sum
ganga stööugt á lagiö, þreyta foreldra sina
þar til foreldrarnir grlpa jafnvel til likam-
legra refsinga — ofbeldis. Smám saman
hleypur heimilisiifiö í þannig hnút, að eng-
inn kann ráð til aö leysa hann. Þá er stund-
um leitað til okkar. Gallinn er bara sá, að
þegar fólk leitar hingað, þá kemur það yfir-
leitt of seint. Flestir hafa tilhneigingu til að
fela eða geyma vandamáliö, fela það fyrir
öðrum, þar til i óefni er komiö.”
A hvaða aldri eru þau börn, sem for-
eldrar leita til ykkar út af?
„Börnin eru yfirleitt oröin eldri en sex
ára”,sagði Alfheiður, „enviðviljum leggja
áherslu á börn sem eru yngri en sex ára.
Foreldrarnir sem hingað koma eru á aldr-
inum tuttugu til fjörutiu ára. Það er al-
gengt að fólk sem hingaö leitar sé nokkuð
hátt á þritugs aldri. Þaö hefur orðiö fyrir
vonbrigðum meölifið — basliö”.
„Já”, sagði Guðfinna, „vandamálin
virðast oftfara nokkuð eftir þvi, hvar fólkið
er statt i húsbyggingarmálunum.
Hjúskaparsaga „venjulegrar” fjölskyldu
á Islandi gæti verið eitthvaö á þessa leið:
Atján ára gifta þau sig. Eftir þriggja ára
sambúðhafa þau búið á fimm stöðum, leigt
á fimm stöðum. Þau reyna að fara út á land
til að hafa það betra, finna fastan sama-
stað. Þau koma til Reykjavikur eftir tvö ár
og ákveða aö kaupa sér Ibúð. Þau ná haldi á
lltilli ibúð — ibúð sem er frá byrjun of litil,
þvi börnin eru orðin tvö. Þegar þau eru
tuttugu og sex ára finnst þeim báðum aö lif
þeirra stefni i ógöngur vegna skuldasúpu,
vinnubrjálæðis og þau ráöa ekki viö börnin.
Ætli þau skilji þá ekki?”
Eru islenskar fjölskyldur að einhverju
leyti frábrugðnar fjölskyldum i öðrum
löndum?
„Ég veit það ekki”, sagöi Alfheiöur, „en
þaö er þó ljóst, að fólki gengur ákaflega illa
aö skipuleggja lif sitt. Það er lifað fyrir
liðandi stund. Og það sem gerir okkur
öðruvisi en aðra er fyrst og fremst
byggingabasliðog svo sú staöreynd, að fólk
giftist og fer að eiga börn miklu yngra en
annars staðar.”
„Það er óskaplegt rótleysi i þessu þjóð-
félagi”, sagði Guðfinna, „og rótleysi
er þaö versta sem hægt er að bjóöa börnum
upp á. Og það á eftir að hefna sin. Fólk
keppist viö að eignast ibúð eða hús, sem
skiljanlegt er, keppist viö aö gera hýbýli sin
sem best úr garöi, þvi aö það er þar sem
það finnur sitt „öryggi”. En börnin þurfa
fyrir bragðið að flytjast stöðugt, sum
margoft^ milli skólahverfa og skóla. Kenn-
ararnir vita mætavel aö þetta rótleysi kem-
ur niður á börnunum, aö þeim getur gengið
verr i námi. Núverandi upplausnarástand á
þó iiklega eftir að versna að mun. Blöðin
fjalla um eiturlyfjaát barna og unglinga. A-
standið á sjálfsagt eftir að versna.
Það kemur hingaö til okkar fólk meðal
annars úr sjávarplássum úti um landið. A
þeim stöðum er hreinlega ekki gert ráö
fyrir börnum. Börnin ganga sjálfala
bróðurpart ársins, kannski árum saman.
Pabbinn er á sjónum, mamman i fiskverk-
uninni”.
Stjórnmálamenn þekkja ekki börn
Þið sögðuð að fjörutiu prósent tilvikanna
stöfuðu af hjónaskilnaöi — um hvað ræöiö
þið við það fólk?
„Það risa upp deilur vegna umráðaréttar
yfir börnum. Fólk sem ætlar að skilja,
mætti gjarna leita hingaö áður en til
skilnaðarins kemur, t.d. ráðgast eða þiggja
ráö um hvernig beri aö segja börnunum frá
skilnaðinum. Við nefndum deilur um um-
ráðarétt. Nú hafa verið sett ný lög I þessum
efnum. En sem fyrrum , er fólki ekki gert
kleift að fylgja þessum reglum eftir.
Stjórnmálamenn þekkjá oft ekki börn. Þeir
þekkja gjarna ekki sin eigin börn nema af
afspurn”, sagöi Álfheiður, „og úr þvi ég
nefndi stjórnmálamenn — þeir skilja vist
ekkert nema peninga. Ef fjölskyldu- eða
foreldraráðgjöf væri efld, ef þessum þætti
sálgæslunnar væri sómi sýndur, myndi
þjóðfélagið spara sér stórfé, meðal annars i
sjúkrahússkostnaði, þvi oftlega fylgir
sjúkrahúslega og flóknar læknisrannsóknir
á fólki, þegar i óefni er komið”.
Börn barin
Þið nefnduð áöan að foreldrar beittu
likamlegu ofbeldi — er það algengt að börn
séu barin?
„0 já — þau eru kannski ekki barin
eins og tiökast sem kerfisbundin uppeldis-
aðferð meðal sumra þjóða. En þau eru bar-
in.
Það er svo algengt að fjölskylduerfið-
leikar séu látnir dankast. Það er svo al-
gengt að þessum málum sé ekki sinnt fyrr
en allt erkomið i hnút”.
Hvað gerist, þegar foreldri kemur hingaö
með sinn vanda — hvað gerið þið?
„Við hjálpum fólki til að hjálpa sér sjálft.
Fólk lýsir t.d. aðstæöum sinum”, sagöi
Guöfinna, „lýsir daglegri umgengni á
heimiiinu, skýrir frá þvi hvar það stendur I
byggingarkeðjunni eða á hvaöa stigi i
skiinaði það er, og viö gerum slöan áætiun
um, eða tillögur um,hvernig hægt sé aö
breyta ákveðnum hlutum. Og það hefur
sýnt sig, að foreldrum er svo umhugað um
börn sin, að oftast leggja þau sig öll fram
um að fylgja tillögum, reyna aö bæta á-
standið á heimilinu”.
Leita konur frekar til ykkar en karlar?
„Það hefur verið reyndin já”, sagði Alf-
heiður, „en þaö viröist vera að breytast
núna. Skilnaður kemur ekki siður harka-
lega niöur á körlum en konum. Heimilið er
oft lifsnauðsynlegt athvarf fyrir karla sem
vinna langan vinnudag. Þeir þurfa að sækja
sina hlýju heim til sin og sambandið viö
börnin er þeim nauösynlegt. Þeim hefur
fjölgað mikiö, þeim körlum sem leita
hingaö. Karlmenn eru oft tilfinningalega
háðari fjölskyldunni en konur”.
Fjölskyldur einangraöar
Aö rótleysinu, byggingaræðinu slepptu —
hvað finnst ykkur helst einkenna islenskar
fjölskyldur?
„Hvað þær eru einangraðar”, svaraði
Alfheiður af bragði; „fólk er eitt með sln
vandamál og þjóðfélagið býður varla upp á
neinar leiðir til að leysa þau. Fjölskyldan
og heimiliö — þetta tvennt skiptir okkur af-
skaplega miklu máli. En ef vandi steðjar
aö, er honum leynt. Fólkiö lokast inni með
sin vandamál. Þess vegna þarf að auðvelda
foreldrum að snúa sér til þannig stofnana,
að þeir geti fengiö ráögjöf bæði við skilnaö
og þegar skórinn kreppir aö I uppeldismál-
unum”.
Guðfinna:.....rótleysið i þjóðfélaginu á eftir aö hefna sln”.
Alfheiður:....þcir þekkja gjarna ekkisfn eigin börnnema af afspurn”.
eftir: Gunnar Gunnarsson myndir: Jim Smart