Helgarpósturinn - 05.03.1982, Síða 13
hélaarpásturinn Föstudag
ur 5. mars 1982
13
íslensk föt 82
íslensk fram-
leiðsla fyrir
íslenska kaupmenn
Islenskar tiskusýningar voru á kaupstefnunni lslensk föt 82 og hér má sjá mynd af sýningu, sem var
á miövikudaginn.
Kaupstefnan tslensk föt '82 var
haldin á Hötel Loftleiöum á miö-
vikudag og fimmtudag i þessari
viku. Framkvæmdastjóri kaup-
stefnunnar var Þórarinn
Gunnarsson og var hann spuröur
hverjir stæöu aö henni.
,,Það er Félag Islenskra iðnrek-
enda.fyrir hönd framleiöenda, og
hefur gert þaö siöan 1968. Þetta er
kaupstefna fyrir innkaupastjóra
og kaupmenn, og er hún haldin
tvisvar á ári, vor og haust”, sagöi
liann.
A kaupstefnunni sýna fram-
leiöendurþaö, sem þeirvilja selja
fyrir komandi ársti'ma. Þorarinn
sagöi, aö reynt heföi veriö aö fara
út i það aö sýna t.d. á vorin
vetrartisku næsta árs, en þaö
hefði gengiö misjafnlega, þar
sem kaupmenn væru tregir til aö
kaupa langt fram i ti'mann.
— Hvað var sýnt núna?
„Þaö var nokkuð i bland, bæöi
sumartiskan, og einnig vörur,
sem ekki eru beint bundnar viö
sumar eöa vetur, eins og nátt-
kjólar og sjófatnaður.”
A kaupstefnunni sýndu þrettán
fyrirtæki, og voru þaö fram-
leiösluvörur allt frá sjófatnaði og
upp i náttkjóla. Þar voru föt sem
framleidd voru bæði úr innfluttu
efni og efni framleiddu innan-
lands. t siöara tilvikinu var þaö
fatnaður, sem hingaö til var ein-
göngu seldur til útlanda. Eitt
fyrirtæki er að reyna að fikra sig
inn á islenskan markaö meö fatn-
aö, sem áöur var eingögnu fluttur
út, en er að sjálfsögðu jafn góöur
fyrir Islendinga.
Chu vi volas lerni
Esperanton?
Eða: Viltu læra esperantó?
„Þetta er námskeiö fyrir al-
menningá vegum Esperantista-
félagsins Aurora i Reykjavik.
Námskeiöiö er fyrir byrjendur,
kennari verður Ragnar Baldurs-
son og fer þaö fram i Menntaskól-
anum viö Hamrahlið.”
Þetta sagði Hallgrimur
Sæmundsson yfirkennari, þegar
hann var spuröur um auglýsingu,
sem lesin var i útvarpinu i þessari
viku.
Aurora, félag Esperantista i
Reykjavik, var stofnað árið 1944
og var aöal hvatamaðurinn að
stofnun þess Ólafur Magnússon
kennari. Félagið hefur starfað ó-
slitið siðan, en með mismiklum
krafti þó. Mikill.fjörkippur kom
hins vegar i starfsemina árið
1977, þegar hér var haldið
alþjóöaþing Esperantista. Þá
komu hingaö um eitt þúsund
manns frá fjörutiu löndum.
Hallgrimur sagði, að félagið
væri meö mánaöarlega fundi, og
þrjú hundraöasti fundur félagsins
var haldinn i desember siðast-
liðnum. Félagsmenn eru um
fimmtiu og venjuleg fundarsókn
er um þrjátiu manns, og fara allir
fundir fram á esperantó.
Hallgrimur var spuröur hvar
menn læröu esperantó.
„Menn læra esperantó á svona
ndmskeiðum, i Bréfaskólanum
og af sjálfum sér meö aðstoð
kennslubóka og kassetta. Esper-
antó er einnig kennt i Mennta-
skólanum við Hamrahlið og i
Menntaskólanum á Akureyri.”
— Er þaö eitthvað sérstakt fólk,
sem fer út i það að læra
esperantó?
„Nei, ekki held ég aö hægt sé að
segja þaö, ef ég lit yfir þann hóp,
sem ég hef þekkt af esperantist-
um. Þetta er margs konar fólk.
Þaö vill svo til, að stærstu sér-
sambönd esperantista i heimin-
um eru sambönd kennara og
járnbrautarstarfsmanna. En að
vísu hafa kennarar verið all áber-
andi i islensku esperantistahreyf-
ingunni.”
— Er þetta ekki erfitt mál?
„Nei, þetta er áreiðanlega það
mál, sem hægasterað læra séraö
gagni, til þess að ráða yfir þvi
kinnroðalaust.”
Aðspurður um hvers vegna
menn færu að læra esperanto,
sem er algjörlega tilbúiö tungu-
mál, sagði Hallgrimur, að það
væri af ýmsum ástæðum. Þaö
væri mikið um, að þeir, sem væru
gefnir fyrir tungumálanám,
lærðu esperantó vegna sérstöðu
þess. Aðrir lærðu það vegna þess,
að það væri hægara að læra það
en önnur tungumál, og i þriðja
lagi lærðu menn það meira til
hlitar, vegna þess að þeir kæm-
ust inn í alþjóðlegt samfélag
vegna málsins.
Upphafsmaður esperantó var
Ludwig Lazarus Zaminhof og gaf
hann út fyrstu bókina á málinu
árið 1887. Orðstofnalega byggir
esperantó aðallega á rómönskum
tungumálum, en málfræðilega er
það ekkert likara þeim en öðrum.
Helstu sérkenni málsins eru regl-
ur, sem ekki hafa neinar undan-
tekningar, eins og i' öðrum mál-
um, ogaðskeyti,bæði forskeyti og
viöskeyti, sem notuð eru til aö
mynda ný orö.
Að sögn Hallgrims reynir
Aurora að hafa námskeið á hverj-
um vetri, og um þessar mundir er
einu byrjendanámskeiði að ljúka,
og voru tíu nemendur á þvi. Þeir,
sem hafa áhuga á að læra
esperantó og komast inn i hinn
sérstæða heim esperantista, geta
skráö sig á nýtt námskeið sem
hefst á næstunni. Upplýsingar eru
gefnar i sima 42810.
Böka
mark
aóurim
Góöar
bækur
Gamalt
m veró
Bókamarkaóurinn
SÝNINGAHÖLLINNI
ÁRTÚNSHÖFÐA
A kaupstefnunni voru ekki ein-
göngu sýnd föt, sem framleidd
eru innanlands. Þau framleiðslu-
fyrirtæki, sem jafnframt stunda
innflutning, gátu einnig sýnt
erlenda framleiðslu, og sagði
Þórarinn, aö þetta væri kannski
-fyrsta skrefið i að kaupstefnan
yrði einnig fyrir innflytjendur, og
þess vegna likari þvi, sem gerist
erlendis. Það færi hins vegar eftir
vilja framleiðenda.
Tilgángur kaupstefnu sem
þessarar er að spara kaupmönn-
um hlaup milli framleiöslufyrir-
tækjanna. Þarna geta þeir séð á
einu bretti innlenda framleiöslu
og gert innkaup hjá fleiri en ein-
um aðila á sama staö. Þetta er
einnig tilhagsbóta fyrir framleið-
endur, þvi'nú fá þeir kaupmenn-
ina i röðum inn til sin, i staö þess
að fá einn i dag og þann næsta
kannski eftir 3 daga.
„Það er hald manna, að það sé
hagur beggja aðila að þetta sé
haldið”, sagði Þórarinn Gunnars-
son.
pældlméi
BOKIN um þig
OG ALLA HINA
.. . .fégraðugur
nautnaseggur..
.. .stefnulaus
kleyfhugi. ..
.. .svartsynn
heimilisköttur..
.....bloðíöt
frekjudós...
smamunasamt
reglufrík. ..
.....óstsjúkur
róðieysingi...
• þvermóðskur
ortryggnistrrtill.
... .leiðinda
tröppudýr...
.. .partýsjókur
ófnastrumpur..
.. .tvfstígand?
óróavingull...
HÉR E R GEYMDUR
SANNLEIKURINN
U M ÞIG OG (O)
V I N I ÞfNA ....
[eg óska eftir að fó sent
eintak af PÆLDfMÉR
nafn:....
heimilisf:.............
Jverð 149.-Kr + postkrafa
LÍF EFTIR FÆÐINGU
Ibox 62 -121 REYKJAVIKl