Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 18
18 ^týningarsalir Listasaf n ASI: Yfirlitssýningu á verkum Vig- disar Kristjánsdóttur vefara lýkur um þessa helgi og eru borgarbúar hvattir til aö láta þessa frábæru sýningu ekki fram- hjá sér fara. Nýlistasafnið: Ingólfur Arnarson (ekki land- námsmaóurinn) sýnir verk vió (allra) hæfi. Robert van Harre- veld sýnir ljósmyndir. Galleri Langbrók: 1 dag, föstuag, opnar hinn kunni og frábæri teiknari Brian Pilk- ington sýningu á málverkum sinum. Opin 12—18 og 14—18 um helgar. Rauða húsið/ Akureyri: Gerla sýnir installations og lýkur sýningunni um þessa helgi. Listmunahúsið: A laugardag opnar sýningin „Gengiö 1 smiöju", þar sem 22 is- lenskir gullsmiöir sýna tóm- stundasmiöarsinar, og gefursýn- ingin góöa mynd af þvi, sem þieir eru aö bauka i sinum fristundum. Hlutir þeir sem sýndir veröa eru alla jafna ekki til sölu i gull- smiöabUöum og ætti fólk þvt ekki aö missa af þessu einstæöa tæki- færi. A sýningunni eru vegg- myndir, skUlptúrar, skartgripir o.fl. Sýningin er opin virka daga kl. 10—18, kl. 14—22 um helgar, en lokuð á mánudögum. Kjarvalsstaðir: Einar Hákonarson skólastjóri sýnir málverk i vestursal. Stein- unn Þórarinsdóttir sýnir skúlp- túra ýmiss konar f vesturforsal. Karl JUIiusson sýnir skúlptUra og fleira i austurforsal. Norræna húsið: Sáma Dáidda. List Sama er til sýnis i kjallarasal og hefur sýning þessi vakiö mikla athygli. Listasafn Islands: Safniö er lokað vegna viögeröa. Galleri Lækjartorg: A laugardag kl. 16 opnar Ingi- bergur MagnUsson sýningu á graflkverkum. Salurinn er opinn virka daga kl. 9—18, laugardaga kl. 14—18 og sunnudaga kl. 14—22. Niðri. Laugavegi 21: Samsýning nokkurra listamanna, svo sem Sigurjóns Olafssonar, Guöbergs Bergssonar, Siguröar Arnar Brynjólfssonar, Steinunnar Þórarinsdóttur o.fi. Teikningar, skúlptúr, grafik, blómaskreyt- ingar. Staöurinn er opinn á versl- unartima. Asgrimssafn: Opnunartimi vetrarsýningarinn- ar er á þriðjudögum, fimmtudög- um og laugardögum kl.13.30-16. Torfan: Sýning á ljósmyndum frá starf- semi Alþýöuleikhússins. Höggmyndasafn Ásmund- ar Sveinssonar: Safniö er opiö þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl.14-16. Mokka: Stefán frá Möðrudal sýnir oliu- og vatnslitamyndir. Galleri 32: Harpa Bragadóttir sýnir pastel- og blýantsmyndir. Þetta er fyrsta einkasvning Hörpu. Úti.« Ferðafélag Islands: Sunnudagurkl. 11: Þessi dagurer skiðatrimmdagur SKl og af þvi tilefni fer Feröafélagiö i skiöa- göngu á Hellisheiöi, og aftur kl. 13. Sunnudagur kl. 13: Létt göngu- ferö á Lyklafell. Útivist: Föstudagur kl. 20: Helgarferö i Þorsmörk i vetrarskrúöa. Sunnudagur kl. 11: Skiöagöngu- ferö i Hengladali. Sunnudagurkl. 13: Léttganga um Gróttu og Suðurnes. Leikhús Leikfélag Reykjavíkur: Iönó: Föstudagur: Rommi eftir D.L. Coburn. Ganilmennagangstykki. Sigriöur og GIsli fara á kostum I þessum tragikómiska vanda- máladúett. Laugardagur: Jói eftir Kjartan Ragnarsson. „Andinn í verkinu er umfram allt notalegur, þaö er skrifaö af húmanista, sem lætur sér annt um manneskjur.” Sunnudagur: Ofvitinn eftir Þór- berg og Kjartan. ódrepandi leik- rit, enda vist gott eftir þvl. Austurbæjarbió: Skornir skammtar eftir Jón og Þórarin. Sýning á þessari mis- vitru reviu veröur á laugardag kl. 23.30. Föstudagur 5. mars 1982^BlgdrpOStLjrÍnn LEIÐARVISIR HELGARINNAR SJónvarp Föstudagur 5. mars 20.40 A döfinni. Birna Hrólfs- dóttir kynnir viöburöi helg- arinnar og næstu vikna meö aöstoö Karls Sigtryggs- sonar. 20.50 Ailt i gamni meö Alusu- isse. Nýr svissneskur fræösluþáttur um hvernig stórfyrirtæki fara aö þvi aö svindla á smáþjóöum. Kynnir: Ragnar Halldórs- son. 21.15 Fréttaspegili. Sigrún Stefánsdóttir komin aftur á sósialinn. 21.50 Þögull frændi (Un neveu silencieux) Frönsk sjónvarpsmynd, alveg ný af nálinni. Leikendur: Joel Dupuis, Sylvain Seyrig, Coralie Seyrig, Lucienne Hamen, Jean Buouise. Leikstjóri: Robert Enrico. Fjölskylda nokkur ætlar aö eyöa sumarleyfi slnu i sumarhúsinu úti i sveit. Ekki fer allt eins vel og til stóö, þvi einn viöstaddra er þroskahefturog er afstaöatil hans undarleg. Enrico getur veriö nokkuö skemmtilegur leikstjóri og hver man ekki eftir Jean Bouise I Myflug- unni, sem sýnd var eitt mánudagskvöldiö um dag- inn? Laugardagur 6. mars. 16.30 tþróttir. Bjarni Fel dregur fram myndir, sem hann haföi áöur stungiö undir stól. Þetta eru minar myndir! 18.30 Riddarinn sjónum- hryggi. Áfram meö vind- myllusmjöriö. Spéspegill stjórnmálanna. 18.55 Enska knattspyrnan. Ekki alltaf eins e n samt alltaf ekki eins. 20.35 Parisartiskan. Que la vie est douce! Nýjustu einkennisbúningarnir i full- um litum. 20.45 Lööur. Vávávávává- vávávávávávávávávávává- vává! 21.10 Sjónminjasafniö. En sú náö aö eiga Krumma, einkavin i hverri þraut. Þátturinn er lásí lumma, list mér ekki á þetta taut. 21.50 Furöur veraldar. Tröllaukin tákn um tilraun- ir til aö viöhalda fávisku al- mennings. Rökhyggjan og bláköld visindatrúin er þaö sem blifur. 22.15 Bankarániö rnikla (The Great Bank Robbery). Bandarisk bíómynd, árgerö 1969. Leikendur: Zero Most- el, Kim Novak, Clint Walker, Claude Akins. Leik- stjóri: Hy Averback. Þrir bófaflokkar ætla aö ræna sama bankann sama morg- uninn. Allt lendir I einni dellu og áhorfendur hlæja væntanlega nokkuö. Eöa hvaö? Sunnudagur 7. mars 16.00 Sunnudagshugvekja. Afram meö trúmálin. 16.10 Sofiö á veröinum. En.nú kemst djöfullinn i spiliö og spillir ungmeyjunum á sléttunni. 17.00 óeiröir. Breskur þáttur um vandamál þeirra á Irlandi. 18.00 Stundin okkar. Bryndis skemmtir bara börnunum i tilefni æskulýösdags þjóö- kirkjunnar. Guösóttatal. 18.50 Listhlaup kvenna. Hvaö er nú þaö? 20.35 Sjónvarp næstu viku. Ansi er hann Maggi eitt hvaö skakkur fyrir. Væri ekki hægt aö laga aumingja manninn? 20.45 Fortunata og Jacinta. Astarsaga og örlagasaga frá Spáni. Betra en margt annaö og tala ég þar ekki af reynslu. 21.40 FIH. 1 tileefni 50 ára afmælisins. Frá tónleikum á Broadway, þar sem tónlist siöasta áratugar var kynnt. Aö sjálfsögöu er Þorgeir kynnir. Hvaö annaö? Útvarp Föstudagur 5. mars. 7.30 Morgunvaka. Alltaf skánar þaö. Meö Oxford- hreim: ,,Is not Haggis really disgusting?” 11.00 Aö fortiö skal hyggja. Einar gamli oröinn þreyttur á greftrinum. Gunni Vald kemur til móts viö hann og byrjar hinum megin frá. 11.30 Morguntónleikar. Pavarotta nagar og nartar, ásamt fleirum. Spennandi prógram. 16.20 A framandi slóöum. Oddný Thors er nú komin til Kina og ætlar aö vera þar i eina viku. Spennandi verk- efni. 16.50 Leitaö svara. Ekki er þetta siöur spennandi verk- efni hjá Hrafni Páls. Aö leita svara viö spurningum, sem aldrei eru bornar fram. Absúrd. En svona er þjóölif- iö. 19.40 A vettvangi. Sigmar er sko ekki absúrd, til þess er hann of einfaldur. Vesling- urinn litli. 20.00 Lög unga fólksins. Hér endurspeglast hin slæmu á- hrif sem engilsaxnesk menning hefur á ungdóm- inn. 20.40 Kvoldvaka. Haldiöi aö unglingarnir hlusti á þennan þátt meö þjóölegu efni? Nei, aldeilis ekki. Ekki ég heldur. 23.05 Kvöidgestir. Og tæplega á Jónas. Laugardagur 6. mars. 9.30 Óskalög sjúkiinga. Fyrir mig, fársjúkan mann- inn. '13.50 Laugardagssyrpa. Enn eitt merki um hnignun landsmanna og menningar- verömæta þeirra. 15.40 Islenskt mál. Hér kem- ur hann, þátturinn okkar. 18.00 Söngvar i léttum dúr. Þaö er óhætt aö slá þvi föstu, aö Þorsteinn Hannes- son syngur ekki núna. 19.35 Skáldakynning. Mikiö fjandi var viötaliö viö öölinginn gott hjá þér Orn. Hér kynir hann (örn ólafs- son) Ingibjörgu Haralds- dóttur. Gott skáld. 20.30 Nóvember 21. Afram meö hvunndagsfasismann. 21.15 Hljómplöturabb. Hér kemur Steini Hannesar og segir frá Covent Garden. Ég var þar... 23.05 Danslög. Fleiri leika. Sunnudagur 7. mars 10.25 Litiö yfir landiö helga. Séra Arelius er enn á ferö og kemur viö hjá Dauöahafinu og i Jeríkó. 11.00 Messa. Æskulýösdagur þjóökirkjunnar. 1 Laugar- nessókn. Ofsa gaman. 13.20 Noröansöngvar. Hjálmar ólafsson kynnir grænlenska söngva. 14.00 Konur I listum. Þáttur I tilefni alþjóöakvennadags- ins, 8. mars. Helga Thor- berg leikkona (kona I list- um) tekur saman dagskrá. Hún eldar góöan hafra- graut. Sigmar sér um hitt. 15.00 Regnboginn. Julio Iglesias segir frá Erni Pedersen og raunum hans á noröurslóöum. 16.20 Platon i arfi islendinga. Einar Pálsson heldur áfram aö reyna aö sýna fram á, aö viö erum ekki þeir einangr- uöu snillingar, sem viö höld- um. 20.30 Attundi áratugurinn. GuÖmundur Arni Stefáns- son lætur móöan mása I ellefta sinn. 22.00 Rósa Ingólfsdóttir syng- ur létt lög. ,,Ég er kona, ég er nú bara svona. Mér finnst gaman aö skúra, skola bleyjur og skeina. Ég er kona, ég er nú bara svona.” 23.00 A franska visu. Friörik Páll kominn aftur og segir okkur frá Yves Duteil o.fl. Þ jóðleikhúsiö: Föstudagur: Hús skáldsins eftir Halldór Laxness. „Vinnubrögöin viö uppsetninguna eru öll einstak- lega vönduö og umfram allt fag- leg.” Laugardagur: Gosi, kl. 14. ,,Ég hef ströng fyrirmæli aö skila þvi til allra krakka og foreldra, aö sýningin sé stórskemmtileg og aö allir eigi aö sjá hana.” Amadeus eftir Peter Shaffer. „Þegar á heildina er litiö er hér á feröinni stórgott leikrit, sem aö flestu leyti heppnast vel i sviös- setningu, þó á séu nokkrir hnökrar, sem gætu lagast.” Sunnudagur: Gosi.kl. 14. / Sögur úr Vinarskógieftir ödon von Hor- vath. — Sjá umsögn i Listapósti. Alþýðuleikhúsið: Laugardagur: Elskaöu mig eftir Vitu Andersen. „Sýning A.L. gefur góöa mynd af V.A. og höfundareinkennum hennar.” Sunnudagur: Súrmjólk meö sultu eftir Bertil Ahrlmark o.fl. kl. 15. „Meginmarkmiö leiksins er aö skemmta börnum eina dagstund og tekst þaö ágætlega, meö hæfi- legri blöndu af skrýtnum uppá- tækjum og vel þekkjanlegum heimilisatvikum.” Illur fengur eftir Joe Orton. Kl. 20.30. Siöasta sinn. „Ég hvet alla þá, sem unna kvikindisskap og illkvittni, aö sjá þessa sýningu. (Ætli þeir séu ekki fjári margir??).” Leikfélag Akureyrar: Þrjár systur eftir Anton Tsékov. Sýningar á fimmtudögum, föstu- dögum og sunnudögum kl. 20.30. „Um sýningu L.A. á Þrem systrum þarf ekki i rauninni aö hafa mörg orö. Hún er i einu oröi sagt frábær.” Leikfélag Kópavogs: Leynimelur 13 eftir Þridrang. Sýning á laugardag kl. 20.30. „Þaö er mikiö f jör i * þessari sýningu i Kópavogi.” Aldrei er friöur eftir Andrés Indriöason. Sýning á sunnudag kl. 15. „Andrési lætur vel aö lýsa börnum.” tslenska óperan: Sigaunabaróninn eftir Johann Strauss. Sýning á föstudag og sunnudag kl. 20. ,,Er nú Uti ævin- týri þegar þessi glæsilega skorpa er afstaöin? Vonandi ekki.” Garðaleikhúsið: Karlinn i kassanum eftir Arnold og Bach. Sýning i Tönabæ á laugardag kl. 20.30. „Sýningin er skemmtileg blanda atvinnu- og amatörleikhúss.” ónlist Bústaðakirkja: A sunnudag og þriðjudag kl. 20.30 heldur Sinnhoffer-strengja kvartettinn tónleika á vegum KammermUsikklUbbsins. Broadway: A mánudagskvöld leikur trompetieikari Basiebandsins Joe Newman meö islenskum hljóöfæraleikurum, bæöi litlu og stóru bandi. Komiö og heyriö i miklum sveiflukóngi. ^\/iðburðir Norræna húsið: A laugardag kl. 16 veröur haldin kynning á sænskum og dönskum bókum. Þaö eru sendikennar- arnir sem sjá um hana og mun sá sænski m.a. fjalla um Sven Del- blanc, þann sem fékk bókmennta- verölaun Noröurlandaráös á dögunum. Hlutavelta og Flóamarkaður veröur i Hljómskálanum viö Tjörnina, laugardaginn 6. mars kl. 2. e.h. Kvenfélag Lúörasvcitar Rcykjavíkur KÖKUBASAR 9. bekkur Æfinga- og tilrauna- deildar Kennaraháskóla Islands heldur kökubasar, sunnudaginn 7. mars n.k. kl. 14.00 I skólanum. — Basarinn cr haldinn til styrktar vettvaugsferö 9. bckkjar sem farin veröur nú I lok mars til isa- fjaröar. B ioin ★ ★ ★ * framúrskarandl *★* ágæt ■k ★ góA ★ þolanleg O léleg Regnbogínn: Hnefaleikarinn (Body and Soul). Bandarisk, árgerö 1981. Leikcnd- ur: Leon Isaac Kennedy, Jayne Kennedy, Peter Lawford, Mu- hamed Ali. Leikstjóri: George Bowers. Þessi mynd segir frá ungum box- ara, sem kemst á tindinn og finn- ur, aö þaö er loks þá, sem vanda- málin byrja aö skjóta upp kollin- um. Auragræögi (Money Crazy). Hon- kongisk, árgerö 1979. Leikendur: Richard NG. Ricky Hui. Leik- stjóri: John Woo. Eins og nafniö ber meö sér, gengur myndin (sem er algjör farsi) út á þaö aö redda sér pen- ingum. Meö dauöann á hælunum (Love and Bullets). Bandarísk kvik- mynd. Leikendur: Carles Bronson, Rod Steiger. Leikstjóri: Stuart Rosenberg Bronson leikur löggu, sem reddar stúlku úr höndum bófans Steiger og veröur af mikill eltingarleikur um alla Evrópu. Eyja Dr. Moreau (The Island of Dr. Moreau). Bandarisk, árgerö 1978. Leikendur: Burt Lancaster. Leikstjóri: Don Taylor. Spennandi mynd um ógnþrunginn einstakling. Laugarásbíó: Gleiökonur i Hollywood (The Happy Hooker goes Hollywood). Bandarisk, árgerö 1980. Leik- endur: Martin Beswicke, Adam West. Grinaktug léttpornómynd um melluævintýri I draumaverk- smiöjunni. Bæjarbió: 4 Private Benjamin. Bandarisk, árgerö 1981. Leikendur: Goidie Hawn og fl. Ung kona fer i herinn til aö leysa vandamál sln. Háskólabió: 4 4 Jón Oddur og Jón Bjarni. tslensk, árgerö 1981. Leikstjóri: Þráinn Bertelsson. Sýnd á sunnudag kl. 3 og 7. Mánudagsmynd: 4 4 Ein syngur, önnur ekki (L’une chante, L’autre pas). Frönsk, árgerö 1976. Leikendur: Valérie Mairesse, Thérese Liotard. Handrit og stjórn: Agnes Varda. Kvennamynd. Hugljúf saga um örlög tveggja kvenna. Væmin á köflum, en skemmtileg og nokkuö fersk. Sýnd kl. 5 og 9. Alambrista. Bandarisk, árgerö 1977. Leikstjóri: Robert Young. Verölaunamynd um ólöglega inn- flytjendur til USA- Sýnd kl. 7. MiR-salurinn: Þaö myndi ekki hvarfla aö ykkur (Vam i ne snoilos). Sovésk, árgerö 1981. Leikstjóri: Ilya Frez. Sýnd á sunnudag kl. 16. Þessi mynd var sýnd á kvikmynda- hátiöinni i siöasta mánuöi undir heitinu Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir. Nýja bió: Á elleftu stundu (When the World ended). Bandarisk, árgerö 1980. Leikendur: Paul Newman, Ernest Borgnine, Jacqueline Bisset, William Holden. Leik- stjóri: James Goldstone. Hálfgerö stórslysamynd um eld- gos á litilli eyju I Karíbahafi. Stjörnustriö BL Sýnd á sunnudag kl. 2.30. Tónabió: 4 4 For your eyes only. Bandarisk- -bresk, árgerö 1981. Leikendur: Roger Moore, Carole Bouquet, Topol, Lynn-Holiy Johnson. Leikstjóri: John Glenn. Hérkemur nýjasta Bond-myndin. Eins og þær siöustu er hún fyrst og fremst grinmynd, og sem slik er hún mjög þokkaleg. Sumar senur eru alveg sprenghlægi- legar. Manni leiöist aldrei á þessari mynd. Bíóhöllin: Fram i sviösljósiö. ^ — sjáumsögn i Listapósti. Endalaus ást (Endless Love). Bandarísk, árgerö 1981. Leikendur: Brooke Shields, Martin Hewitt, Shirley Knight. Leikstjóri: Franco Zeffirelli. Her segir glansmyndakongurinn Zeffirelli frá unglingaást Á föstu (Going Steady). Banda- risk-ísraelsk myndFull af göml- um rokklögum. Halloween. Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Donald Plaesence, Jamie Lee Curtis, Nancy Lomis. Leikstjóri: John Carpenter. Hryllingsmyndakóngurinn Carp- enter er oröinn nokkuö vel kynnt- ur hér og er þessi mynd algjört must i safn hinna fjölmörgu aödá- enda. Trukkastriöiö (Breaker, Break- er). Bandarisk mynd. Lcikendur: Chuck Norris, George Murdock, Terry O’Connor. Slagsmálamynd meö karate- meistara. Dauöaskipiö (Death Ship). Bandarisk mynd. Leikendur: Ge- orge Kennedy, Richard Crenna, Sally Ann Howes. Leikstjóri: Al- vin Itafott. Hrollvekja um draugaskip og annan ófögnuö. Gamla bíó: 4^ + 4 Tarzan apabróöir (Tarzan The Ape Man). Bandarisk, árgerö 1980. Leikendur: Richard Harris, Bo Derek, John Philip Law, Miles O'Keefe. Leikstjdri John Derek. Reykvikingum hefur bæst ein menningarhöllin enn, þar sem er Gamla bió. 1 byrjun þessa árs var farið aö sýna þar óperu og leika klasslska tónlist, og nú hafa kvik- myndasýningar verið hafnar aö nýju eftir nokkurthlé. Þeir ráöast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur taka til sýningar eitt mesta þrekviki kvik- myndanna á siðustu árum. Þaö er óþarfiaðfara mörgum oröum um mynd þessa, svo frábær er hún aö öllu leyti. Forráöamenn Islensku óperunnar vita greinilega hvaö þeir eru aö gera. Til hamingju strákar og meira af svona mynd- um. Þá er kannski von um aö lslendingar þroski meö sér kvik- myndasmekk. Menninguna i menningarhallirnar. —GB. Austurbæjarbió: ■¥■ 4 -4 A Clockwork Orange. Bresk, árgerö 1971. Leikendur: Malcolm McDowell, Patrick Magee, Adri- enne Croft. Leikstjóri: Stanley Kubrick. Eitt af meistaraverkum kvikmyndasögu siöustu tuttugu og fimm ár. óhugnanleg framtiöarsýn. Stjörnubíó: Algjör Moses (Wholly Moses). Bandarisk, árgerö 1980. Leik- endur: Dudley Moore, Laraine Newman, James Coco, Paul Sand. Leikstjóri: Gary Weis. Mynd i anda lifs Brjáns og segir frá Mose gamla úr gamla testa- mentinu. Bíóbær: Hailærisplaniö. Bandarisk, ár- gerö 1981. Leikendur: Sting, Phil Daniels, Cary Cooper. Um unglinga I ævintýraleit. Ikemmtistaðir Hollywood: Villi Astráös og Leó skipta á milli sin diskótekinu og banastuöinu. Sunnudagur uppákomusamur aö vanda, Model 79 og fleira fallegt fólk, Manhattan: Þrumugóö helgi framundan. A föstudaginn veröur matur, diskó- tek og Laddi. Dans á eftir. Laugardagurinn veröur eins, nema hvaö enginn Laddi. Hvaö meö þaö? Broadway: A föstudag og laugardag veröur Hermann Ragnar meö sögu dansins og jafnframt veröa sýndir þjóödansar frá Sikiley. A sunnudag kemur 50% maðurinn meö skemmtikvöld, þar sem verður mikiö um dýröir. Hótel Loftleiðir: Skosku vikunni lýkur I kvöld, föstudag, en á morgun og sunnu- dag veröa sikileyskir dagar með sikileyskum mat og skemmti- kröftum. Hótel Saga: Einkasamkvæmi á föstudag. Venjulegt kvöld meö Ragga „ró- lega" Bjarna á laugardag, en á sunnudag veröur þrumugott kvöld meö Samvinnuferöum. Ókeypis feröavinningar. Sigtún: Hafrót leikur fyrir dansi á föstu- dag og laugardag og stendur sig vel. Bingó á laugardag kl. 14.30. Klúbburinn: A rás eitt og Mjöll Hólm, hin viö- fræga söngkona, skemmta á föstudag og laugardag í kapp viö diskótekiö. Snekkjan: Frábært skemmtikvöld á vegum Feröamiöstöövarinnar á föstu- dagskvöld. Hinar frábæru Beni- dorm ferðir kynntar. Góöur matur og mikið fjör. Mætum öll og pöntum feröir meö góöum fararstjórum. Þeim bestu i bransanum. Þjóðleikhúskjallarinn: Gáfumenn þjóöarinnar lyfta glös- um alla helgina og hlusta jafnvel og horfa á kjallarakvöldin pró- gram eitt á föstudag en tvö á laugardag. Alltaf fullt og góöur matur. Gerist gáfumenn og mætiö I Kjallarann. Naust: Hinn fjölbreytti og vinsæli mat- seöill ræöur nú rlkjum aö nýju. Jón Möller leikur á pianó fyrir gesti á föstudag og laugardag. Barinn uppi er alltaf jafn vinsæll. LeikhUsdinner og sérréttaseölar. Góöur matur og góö skemmtan. Klúbburinn: Hafrót leikur fyrir dansi alla helgina. Diskótekiö verður örugg- lega aö þvælast þarna lika. Mikiö fjör, en ég biö ykkur: Hringiö ekki i mig. Þórscafé: Skemmtikvöld á föstudag, þar sem Galdrakarlar leika fyrir dansi. Þeir leika lfka á laugardag og sunnudag, en þann dag er kabaréttinn vinsæli. Alltaf fullt og vissara aö panta I tima. HótelBorg: Diskótekiö Dlsa skemmtir ung- lingum og eldripönkurum og listamannalmyndum á föstudag og laugardag. Gult hár velkomiö. Jón Sigurðsson og félagar leika siöan fyrir gömlum dönsum á sunnudag. Rólegt og yfirvegaö kvöld. Óðal: Stelpurnar ráöa yfir diskótekinu á föstudag og laugardag, en Dóri bjargar heiöri karlaveldisins á sunnudag og þá veröur lika nokk- uö um sprell. Glæsibær: Glæsir og diskótek leika fyrir dansi á föstudag og laugardag, en diskólekiö veröur eitt slns liðs á sunnudag, enda vinnudagur hjá l.-iöariegu fólki daginn eftir. Skálafell: Haukur Morthens skemmtir viö undirleik Guömundar Stein- grimssonar og Eyþórs Þorláks- sonar á föstudag, laugardag og sunnudag. Jónas Þórir mætir einnig á staöinn meö orgeliö.Létt- ur matur framreiddur til 23.30.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.