Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.03.1982, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Qupperneq 24
Föstudagur 5. mars 1982 ht=>lrjF=trpn^tl irinn Stuðarmn á Akureyri þrisvar á ári. Þessir krakkar sjá um alla vinnu og breytingar hér, þau fá að ráða mjög miklu um framgang mála og eru mjög virk. Við teljum þetta miklu betra fyr- irkomulag heldur en það sem gengur og gerist i Rvik, það er að ráða starfsfólk á vegum bæjarins ialla vinnu. Við höfum ekki efni á að fá iðnaðarmenn i þetta, allir peningar sem við fáum fara i við- haldskostnað en krakkarnir sjá um framkvæmdir.” Dynheimar í takt við tímann Þar sem helmingur Stuðarans þurfti að brcgða sér til Akureyrar um daginn, notaði hann tækifærið til að lita aðeins á ungiingamálin þar. Félagsmiðstöðin Dynheimar er aðalstaðurinn, þó einhver starf- semi fari lika fram i Lunda- og Glerárskóla. Forstöðumaður allra staðanna er Helgi Már Barðason, en sá sem sér um rekstur Dynheima er Anton Haraldsson. Hann var tekinn tali og fyrst spurður... — Hvað er að gerast I Dynheim- Þaö er þetta meö plássleysið ,,Hér fer fram margs konar starfsemi en diskótekin eru lang- vinsælust, þótt það sé dýrt inn, eða 40 kall fyrir þá sem hafa skir- teini og 50 fyrir aðra. Við erum með opin hús hér nokkrum sinn- um i viku en það er ekki eins vin- sælt þótí ekkert kosti inn. Við erum með borðtennisborð og stundum leigjum við videó, ann- ars er bara kjaftað saman og slappað af. Einu sinni i viku eru haldnir hUsfundir með félagsráð- gjafanum okkar, Valgerði Bjarnadóttur, sem talar við krakkana og reynir að fá Ut hvað þeir vilja að verði gert, sem við reynum siðan að gera. Annars háir plássleysi okkur mikið. Við erum lengi bUin að reyna að fá viðbót við það hUsnæði sem við höfum, hluta sem kaupfélagið á, en þeir hafa verið tregir til að láta hann. Eins og hUsið er nUna tekur það bara 200 manns en þyrfti að vera mikið stærra. Það er oft uppselt á diskótekin og löng röð af krökkum fyrir utan sem komast ekki inn.” ••• og Blaðaklúbbur — Hafið þið samstarf við for- eldra og skóla? ,,Við foreldra höfum við ekkert samstarf þó að við gjarna vild- um, okkur hefur dottið i hug að hafa foreldrakvöld en erum hrædd um að það verði erfitt i framkvæmd bæði að það verði þvingað og svo að foreldrar hafi hreint ekki áhuga á þvi sem við erum að gera. Samstarf við skóla er trekar litið það er helst að hafa ekki böll hér, á sama tima og skólaböll eru. Og við byrjum ekki með neina klUbba sem þegar eru i gangi i skólanum, en við erum með allmarga klUbba i gangi svo sem FerðaklUbb, félagar i honum ætla til Rvikur i april og fá að gista i Fellahelli; LeikklUbburinn Saga er með leiklistarkennslu hér, svo erum við með Blaða- klUbb sem ætlar að koma Ut blaði á næstunni og videóklUbb sem kemur til með að sjá um sýningar hér ofl. i þessum dUr.” Oft strangir, en ekki alltaf — Sniffið hefur verið mikið til umræðu i Rvik að undanförnu, verðið þið varir við það eða aðra vimugjafa á diskótekunum hjá ykkur? ' ,,Við höfum ekki rekist á neins- konar sniff hér og erum satt að segja hissa á hvað það virðist vera algengt i Rvik en það er nú kannski eitthvað ýkt. Svo er það áfengið, — það er vitað mál að það er ekki hægt að útiloka vin- drykkju hjá unglingum frekar en öðrum. Það er mjög misjafnt hvað drykkja er áberandi, t.d. er frekar mikið um drykkju að lokn- um prófum en i svo sérstökum til- fellum reynum við að lita fram-f hjá henni; við teljum betra að krakkarnir séu hér en að þvælast einhvers staðar úti ef þau eru undir áhrifum. Annars erum við yfirleitt frekar strangir og hleyp- um engum inn sem er undir áhrif- um og krakkarnir taka tillit til þess.” Krakkarnir virkir, en ekki firrtir — Hvernig gengur svo rekstur- inn hjá ykkur? Fáið þið nógan pening hjá bænum? „Bærinn er búinn að reka húsið i rétt rúm 10 ár og hér er sifellt verið að breyta. T.d. erum við núna að innrétta herbergi fyrir videóið, en krakkarnir eru mjög spenntir fyrir þvi. En eins og hjá öðrum, þá eru aldrei til alveg nógir peningar. Fastráðnir starfsmenn eru fáir; Helgi, Val- gerður og ég, siðan erum við með diskótekara á launum og dyra- verði. Við erum hinsvegar með svokallaðan starfslista i gangi, en það er 35 manna hópur unglinga sem vinnur hér i sjálfboðavinnu. Við skiptum um starfslista SÍangur^an „ sk, Og þá er að snua sér a ur dettuI. i hug. aUaj sem 0rHVASÞÝÐAÞESSlORÐ? »sssn^ssr. þeir eru sko algjort ] me&. Og^ef þ* ö þýöa orðsem.^bVíraigegnumStuð- Nóg um aövera — Hafið þið einhverjar sérstak- ar uppákomur hérna svo sem hljómleika eða þess háttar? ,,Já, um siðustuhelgi vorum við með maraþondanskeppni. Það voru 74 sem byrjuðu keppnina en þegar dómnefnd stoppaði dansinn 27 1/2 tima seinna voru 4 eftir og vildu helst ekki hætta. Það hefur reyndar komið upp hálfgerð sam- keppni milli okkar og Fellahellis i þessari keppni og það er ekki nógu gott eins og málin standa nUna, við viljum samræma keppnina betur, hafa hana á sama tima og láta sömu reglur gilda á báðum stöðum en hingað til hefur það ekki verið. Fyrir næsta ár viljum við breyta þessu. Hvað hljómleika snertir eru þeir oft haldnir hér bæði á vegum okk- ar og svo hafa margar hljóm- sveitir áhuga á að leigja húsið.til dæmis verða Þursarar hérna þann 4. mars næstkomandi.” Með þessum orðum Antons kveðjum við og vonum að KEA megi missa húsnæðið handa þeim, þvi ekki veitir af. i um, nu gúddigúddi Það eru þessir glöðu menn, þeir Möröur, örnólfur og Svavar sem eru aö vinna að slangurorðabók. Öðruvísi orðabók Jæja, þá er komið að þvi sem viðhöfum öll beðiðeftir:Slangur- orðabókin er væntanleg. Er það eitthvað frikað fyrirbæri? Vá sko ég meina, ertu eitthvað dim? Það ereinmitt þetta sem slangurorða- bókin snýst um. Orð og orðasam- bönd sem eru tekin upp, komast I tisku og breiðast ört út. Það eru oft unglingar sem koma með þessi orð inn i' málið og þó þau séu oft beint úr ensku, er mikil sköpun i slanginu eða jafn- vel frjóafstaða til tungumálsins. Slangurorðabókin er þvi tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á þvi sem er að gerast i tungumálinu, þvi það er litið til af þessum orð- um i' öðrum orðabókum. Svo. er orðabókin tilvalin fyrir foreldra sem eru kannski fyrir löngu hættir að skilja tungumál barna sinna. Það eru þeir Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og örnólfur Thorsson sem standa á bak við orðabókina. Þeir hafa farið þess á leit við okkur að Stuðarinn verði þeim hjálplegur á þann hátt að við birtum vikulega nokkur orð sem lesendur Stuðarans eru beðnirum að skýra útef þeir vita hvað þau þýða. Og auðvitað vitiði það! Og við hvetjum ykkur til að vera dugleg við að pæla nú ærlega i þessu.... Þeir þremenningarnir voru teknir tali og gáfu okkur um leið upp fyrstu orðin sem þeir eru i vandræðum með. — Hvernig verður þessi orða- bók? ,,Orðabókin, sem kemur út i haust,verður aðgengileg og hand- hæg. Hún verður myndskreytt og ekki vísindaleg,þ.e. við ætlum ekki að segja fólkinu hvernig málið á að vera, heldur hvernig það er. Menn hafa verið að for- dæma slangur án þess að vita hvað er um að ræða. Slangur er vitaskuld jafn rétt'hátt og hvaða annað tungumál sem er. Palli pönk og Gunni Thor hafa alveg jafn rétt fyrir sér.” — Spannar orðabókin eitthvað ákveðið timabil? ,,Það hefði e.t.v. verið best að taka timann alveg frá striðinu til að fááhrifenskrar og ameriskrar hersetu, en það er of mikið verk. Við viljum gefa bókina Ut sem fyrst og miðum því við stofnun Hljóma og bitlaæðisins fram til dagsins i dag.” — Hvernig vinnið þið svona bók? „Við lesum bækur og blöð, t.d. Stuðarann, en það er takmörkuð hjálp. Þess vegna þætti okkur vænt um ef unglingar gætu hjalpað okkur með þvi að skrifa Stuðaranum, ef þeir þekkja þau orð sem við biðjum um. Þess má geta að við höfum lika skrá um allar hljómsveitir á þessum tima, a.m.k. yfirþær sem hafa náð það langt að æfa þóttekki saki að þær hafi komið fram.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.