Helgarpósturinn - 05.03.1982, Qupperneq 28
ÚTVEGSBANKANS
ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ
• Miklar hræringar eru núna i
veitinga- og skemmtistaðabrans-
anum. Allir gömlu skemmtistað-
irnir hafa fundið meira og minna
fyrir tilkomu Broadway á mark-
aðinn, enda sætaframboðið á
reykviskum skemmtistöðum yfir
eina helgi orðið um 55 þúsund
manns, sem verður að teljast
meira en svo að ekki stærri byggð
en Reykjavik standi undir sli'ku.
Við heyrum aö býsna hart sé orð-
iðíári t.d.hjá HótelSöguog l-oft-
leiðuin eftir allt umrótiö I þessum
bransa siðustu mánuði og orð-
rómur er uppi að jafnvel sé á döf-
inni að hætta rekstri Klúbbsins...
® t baksölum pólitikurinnarer nú
mesttalaö um að veruleg ókyrrö
sé farin að færast i allaballana i
stjomarsamstarfinu. Gera menn
þvi jafnvei skóna, aö verði Al-
þýðubandalagið fyrir fylgistapi i
komandi sveitastjórnakosning-
um,einsog ýmislegtbendirnú til,
séþess að vænta einhvern tima á
sumarmánuöum, að allaballar
gripi fyrsta tækifæri sem gefst, —
Alusuisse-málið eða eitthvað af
þvi taginu — til að enda lifdaga
núverandi stjórnar...
• Við heyrum að Félagsstofnun
Stúdenta hafi gengið frá leigu á
einni hæð Hótel Esju næsta vetur,
þar sem eigi að vera alls 32 her-
bergi fyrir stúdenta til að leysa
bráðasta húsnæöisvanda þeirra.
Jafnframt hefur verið tekin
ákvöröun um að ráðast i annan
áfanga hjónagarða með alls 60 -
70 ibúðum á sömu lóð og fyrsti
hjónagarðurinn stendur á i
Grimsstaðaholtinu.
• Einhverjir hafa verið að
henda að þvi gaman, að það hafi
verið dálitið sérstakt andrúmsloft
þegar f jármálaráðherrann okkar,
Kagnar Arnalds, var að undir-
rita stóra lánið (og sumir segja
vonda lániðiúti i London á dögun-
um.
Þarna hafi komminn okkar
verið i félagsskap fulltrúa helstu
stórkapitalstofnana hins vest-
ræna heims og mátt lýsa þvi yfir
að hann væri „delighted” yfir þvi
að vera i þessu kompanii. Þetta
var að visu ekki annað en hefð-
bundið skálaræöu-orðatiltæki is-
lensks fjármálaráðherra við
áþekk tækifæri.en kom samt ýms-
um spánskt fyrir ,,eyru” úr
munni Ragnars...
• Það er oft tilviljunum háð,
hvernig stjörnur fæöast i lista-
heiminum. Fyrir tveimur árum
var ung kona norður á Húsavik og
hafði gengiðá tónlistarskóla þar.
Hún stundaði tónlistarkennslu og
fékkst við undirleik. Svo kom að
þvi, að hana langaöi til að betr-
umbæta píanóleik sinn, brá sér til
Reykjavikur haustið 1980 og ætl-
aði i' planótima. Til að nota tim-
ann fyrir sunnan, tók hún söng-
tima ileiðinni — en hafði ekki far-
ið i marga slika, þegar söng-
kennarar hennar töldu hana rif-
andi ef ni og hvöttu til að fara utan
til söngnáms. 1 fyrravor sótti hún
svo um inngöngu á Musik Kons-
ervatoriet i Stokkhólmi, en þar er
ekki heiglum hent aö komast að.
Konan, sem heitir Katrin Sigurð-
ardóttir ( Hallmarssonar leikara),
komst inn og stundar nú söngnám
ytra. Hún er reyndar komin heim
í bili, þvi hún á að syngja eitt að-
alhlutverkanna i' Meyjarskemm-
unni i Þjóðleikhúsinu undir vor-
iö...
Föstudaqur 5. mars 1982 I^QlCJdrpOStLirÍnr)
• Félag kvikmyndahúsaeigenda
mun áfundi i vikunnihafa ákveð-
ið að sameinast um eina mynd-
bandaleigu fyrir öll kvikmynda-
húsin undir hatti vídeóleigu
Uegnbogans i hinum nýju húsa-
kynnum á Hverfisgötu. Jafn-
framt heyrum við að videóleiga
Regnbogans sé i þann mund að
ganga frá samningum við mynd-
bandafyrirtækið Video-son um aö
leigan sjái myndbandafyrirtæk-
inu eftirleiðis fyrir kvikmyndum
tilsýninga ikerfum þess.þarsem
öllum ákvæðum höfundarréttar
er fullnægt,en myndabandakerf-
unum hefur einmitt mjög verið
legið á hálsi fyrir brot gegn höf-
undarrétti. Má þvi segja að
skammt sé stórra högga á milli
hjá Video-son, þvi að fyrirtækið
hefur einmitt nýverið látið gera
fyrirsig fyrsta Islenska skemmti-
þáttinn, sem gerður er hérá landi
fyrir myndbandakerfi, jafnframt
þvi sem að eigendaskipti hafa
orðið á Video-son. Hefur Frjáls
fjölmiðlun, útgáfufyrirtæki Dag-
blaðsins og Visis keypt meiri-
hluta I Video-son...
• Það er engin tilviljun, að
sama dag og samgönguráöuneyt-
ið veitir Arnarflugi flugleyfi til
Dússeldorf og Zíirich er ákveöiö
að Arnarflug kaupi lscargo.
Steingrimur Hermannsson sam-
gönguráðherra gerði það einmitt
aö skilyrðifyrir leyfisveitingunni,
að þessi kaup gengju I gegn, og
þetta makk mun hafa ráðiö mestu
um þá töf sem varð á leyfisveit-
ingunni. En ekki eru öll kurl þar
með komin til grafar. Það var
ekki sist baksamningur um, að
Sambandið legði Arnarflugi til
fjármagn, sem gerði það að verk-
um aö af þessum kaupum verður.
Og Sambandiö á svo sannarlega
hagsmuna að gæta i Arnarflugi,
þvi meðal verkefna flugfélagsins
er fhitningur farþega á vegum
Samvinnuferða-Landsýnar.
Fylgir það og sögunni að Sam-
bandið hafi skuldbundið sig til að
bera tap Arnarflugs að einhverju
leyti næstu 3 árin meðan félagið
er að komast yfir þá erfiðleika
sem yfirtökunni á Iscargo fylgir.
En meöanþessu fer fram heyrum
við að mikill kurr sé meðal
margra annarra hluthafa i Arn-
arflugi, sem telji ófært aö stjórn
félagsins láti neyða sig til yfirtök-
unnar með þessum afarkostum
samgönguráöuneytisins. Hefur
einhver hópur hluthafa krafist
hluthafafundar um málið og er
jafnvel talið tvisýnt að yfirtakan
muni hljóta samþykki a slfkum
hluthafafundi...
KEYPTIR ÞU BILI DAG?
SEMDU ÞA NUNA UM PLUSLAN
I ÚTVEGSBANKANUM!
Þá áttu audvelt meö aö endurnýja eftir 2-3 ár.
Til þess notfærir þú þér
verötryggöu PLÚSLÁNIN. Þá er sparifé þitt verötryggt allan tímann
meöan á sparnaöi stendur.
Erekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrirþig?