Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 16. apríl 1982 H&l/J?=irpri^tl irínn
Rolv Wesenlund og nýjasta myndin
hans í Reykjavík:
Fleksnes er
■ IX ■ 1 fX
liðin tio
hamast við
að skrifa bók
//Dýrlegt veöur, vorrigning í
apríl. Þetta er stórkostlegt".
Rolv Wesenlund kemur síðbúinn
í morgunmat á Hótel Holti og tekur
hraustlega til matar síns.
Samstarfsmenn hans, leikstjórinn
Hans Iveberg og eiginkona hans
Marie Sahlström starfsmaður
Evropa film og Janne Carlsson
eru löngu komin niður og farin að
lesa fréttir morgunblaðanna af
komu sinni til landsins. Erindið
var að vera við frumsýningu
myndar sinnar „Götakanalen" i
Regnboganum í gær.
Hann Rolv er reyndar betur
þekktur undir nafninu AAarve
Fleksnes hér á landi. Það kom því
ekki á óvart, að þegar við gengum
af hótelinu vék sér að mér unguir
maður og spurði hvort þetta væri
ekki Fleksnes. Og þegar við skil-
uðum Rolv inn í sundlaugarnar í
Laugardal að viðtalinu loknu, þar
sem hin höfðu komið sér þægilega
fyrir í heita pottinum, hafði konan
í af greiðslunni f engið skilaboð um,
að búið væri að borga fyrir Fleks-
nes. Rolv hætti sér að visu ekki
ofaní.
„Ég hef henst svo mikið um heiminn aö
undanförnu og verið i svo margskonar
loftslagi, að ég hætti ekki á það”, sagði
hann — og morguninn eftir, á föstudags-
morguninn, átti hann að stiga upp i vélina
til Osló til að fara i sjónvarpsupptöku þar
sama dag og hendast siðan til Sviþjóðar.
Fleksnes í fullu f jöri
— Þar sem þú ert þekktastur hér sem
Fleksnes. Hvað er af honum að segja? Mig
minnir að norsku blöðin hafi haft það eftir
þér fyrir nokkrum árum, að þú værir
orðinn leiður á honum og heföir endanlega
grafið hann.
„Fleksnes lifir i lukkunnar velstandi.
Þetta meö að ég hafi gengiö endanlega frá
honum var bara misskilningur sem stafaði
af þvi, að viö vorum aö ljúka mynd, sem
var kölluö „Den siste”. — (Sú siöasta á
islensku).
Það var alls ekki siöasta myndin, þvi
núna höfum við gert tólf nýjar myndir, sex
geröum við um páskana i fyrra og sex i
janúar, og næsta haust verða teknar sex i
viðbót.” Og Fleksnes lifir ekki bara góðu
lifi i Sviþjóð. Þættir eftir sömu handritum
hafa verið gerðir bæði i Bandarikjunum og
Englandi — en Rolv hefur engan þeirra
þátta séð.
Byrjaði í svart/hvitu
— Verður framhald á Fleksnes?
„Ég veit þaö varla. Einhverntimann
verðum við að hætta þessu. Hann er orðinn
svo gamall, að fyrstu þættirnir voru i
svart-hvitu, liturinn var ekki kominn”, seg-
ir Rolv og hlær — og þaö er ekki laust við að
þessum vel þekkta Fleksnes-svip bregði
fyrir á andlitinu.
„Vandamálið við að gera svona þætti er
að finna út hvaða áhrif sjónvarpið hefur.
Þar reyndum við aö læra af Bretum og
Amerikönum, sem framleiða ekki færri en
20—30 þætti um hverja persónu. Ahorf-
endur fara að þekkja persónuna og
vinsældirnareru tryggöaref vel tekst. Þess
vegna gætum við alveg haldið áfram. En nú
hafa veriö gerðir 30 þættir um Fleksnes og
það hefur verið talaö um að hætta”.
— Það eru tveir Bretar sem hafa skrifað
handritin að þáttunum, hvers vegna?
Hvers vegna voru ekki Svíar eöa Norðmenn
fengnir til þess?
„Þaö var reynt aö fá skandinaviska
höfunda til aö skrifa þessa þætti, en það réð
enginn viö þaö. Það eru engir nema Bretar
sem ráöa við gamansemi af þessu tagi. Nú
eru þeir hættir að vinna saman nema við
einstaka verkefni. Það er ein ástæðan fyrir
þvi, að nú veröur liklega hætt við Fleks-
nes.”
— Er Fleksnes eitthvað likur þér?
„Nei, þvert á móti. Hann er algjör and-
stæða min. Þetta er vel þekkt fyrirbæri i
faginu — „alter ego”. Ég er afskaplega
feiminn og dytti aldrei i hug að hegða mér
eins og Fleksnes. Hann getur aldrei á sér
setið að taka til máls, við hvaða tækifæri
sem er.”
Meðan viö biðum eftir að þeir Skandi-
navarnir lykju við morgunmatinn kom upp
úr dúrnum, að Rolv er radióamatör. Við
spurðum hann hvort hann hafi þá ekki verið
i essinu sinu i þættinum um radióama-
törinn, sem vakti sérstaka athygli hér á
sinum tima vegna þess að Fleksnes náði
sambandi við hafnfirskan radióamatör.
„Mayday-mayday, meinaröu”,segir þá
Rolv, og Fleksnes braust greinilega i gegn
eitt augnablik.
„Nei, það var seinna. Ég á sumarhús við
Sandefjord og keypti bát. Þess vegna
byrjaði ég á þessu — og hef próf i fjar-
skiptum”, segir hann meö stolti i röddinni.
„Þessi Islendingur sem ég náði sambandi
við var annars i Gautaborg, þar sem þætt-
irnir eru allir teknir upp, og reyndar rakst
ég á hann hérna á hótelinu i gærkvöldi — en
ég man ekki hvaö hann heitir”.
— Það er nú dálitill svipur með ykkur
Marve!
„Já, auðvitað legg ég sjáfan mig i þessa
persónu, yfirdrif dalitið það sem einkennir
mig”.
— Hver er svo Rolf Wesenlund?
Félagsf ræði og jass
„45 ára gamall, fæddur i meðalstórum
norskum bæ, Horten á Austurlandinu, og
lauk menntaskóla þar. Fór i félagsfræði i
háskólanum og draumurinn var að veröa
blaðamaður. Einhvernveginn fór það svo,
að ég fór út i tónlistina, spilaöi jass á klari-
nett, og var i plötuútgáfu. Uppúr 1950 fór ég
að vinna hjá útvarpinu, og þegar sjón-
varpið byrjaði 1963 var ég einn af þeim
ungu mönnum með eldmóð, sem fluttu sig
þangað.
Ég var eiginlega ráðinn sem handrita-
höfundur, skrifaöi meðal annars reviur, en
fljótlega þróaðist þetta meira út i leikinn.
Seinna fór ég llka að leika á leiksviði.
Byrjaði i Jeppa á Fjalli, iék það hlutverk á
mállýsku hjá Det Norske Teater. Þar hef ég
svo haldið áfram og leik á nýnorsku, lék
meöal annars Jeppa aftur, þá á nýnorsku
og sú sýning gekk i þrjú ár. Seinna lék ég i
Sumari i Týról i Danmörku”.
— Það hefur þá ekki orðið mikiö úr æsku-
draumnum um blaðamennsku?
„Nei, og ég hafði enga drauma um frama
á leiksviðinu, þótt metnaðurinn hafi að
sjálfsögðu komið með timanum. En þegar
allt kemur til alls er ekki svo mikill munur
á aö vera i pólitik á blaöi eða i sjónvarpi eða
vera i skemmtanabransanum sem
blaðamaður eða sjónvarpsmaður.
— Hvers konar blaöamennsku hafðir þú
hugsað þér að vera i?
„Ég haföi mestan áhuga á pólitikinni —
alþjóöapólitikinni.
Er að skrifa bók
En nú er ég aftur sestur við ritvélina og
skrifa og skrifa. Vonandi veröur það ein-
hverntimann bók. Ég ætla að taka mér fri i
eitt ár og er laus undan öllum skyldum. Nýt
þess bara að vera aftur sestur við rit-
vélina”.
— Hvers konar bók?
„Ég veit það eiginlega ekki ennþá. Þetta
eru einskonar ritgeröir, skoðanir á hinu og
þessu. Það er svo einfalt að segja brot af
skoðunum sinum i samtölum, en málið fer
að vera erfiöara þegar maður sest niður og
þarf að útskýra mál sitt nánar”.
— Að þvi loknu — fleiri biómyndir og
meira sjónvarp?
„Það er ekkert sérstakt framundan. En
ég gæti vel hugsað mér að halda áfram að
skrifa. Kominn á þennan aldur, faðir
þriggja uppkominna barna, hugsa ég ekki
lengur eins mikið um velgengni eða ekki
velgengni og áður. Ég hef fengið meiri og
meiri áhuga á útiveru og vil reyna að njóta
lifsins eins og ég get”, segir Rolv Wesen-
lund — en kannski er nafniö Wesenlund ekki
alveg horfið af sviðinu. Elsta barn hans, 22
ára dóttir, stundar nú nám i leiklistarskóla
i Bandarikjunum.
Hvað um það. 1 Reykjavik hefur stytt upp
og við spyrjum Rolv hvort hann sé ekki til i
myndatöku niöri i miðbæ.
Feiminn!
„Ekki i margmenni! Ég er svo feiminn
innanum margt fólk, þegar ég er ekki i
kvikmyndatöku”, biður Rolv, og við full-
vissum hann um, að ekki sé svo margt fólk i
miðbæ Reykjavlkur fyrir hádegi á fimmtu-
degi.
Hann var heldur ekki lengi að gleyma
fólkinu og niðri i Lækjargötu vakti útstill-
ingargluggi með frimerkjum athygli hans.
„Maður lærir margt af frímerkjum”,
segir hann þegar hann hefur skoðað nægju
sina og það kemur á daginn að hann er
mjög áhugasamur frimerkjasafnari,
safnar aðallega frimerkjum með myndum
af bátum.
„Hægri umferð” stendur á frimerki frá
íslandi, sem ég fékk einu sinni — og á öðru
er Alþingishúsið”, og þá kom það af sjálfu
sér, að hann stillti sér upp fyrir framan
Alþingishúsið, og til að gleyma þvi að það
var verið að taka myndir af honum þóttist
hann vera útlendur ferðamabur að taka
myndir og fórst það hlutverk mæta vel úr
hendi.
En hann fær ekki mikinn tima til aö leika
ferðamann á Islandi, einn dagur verður að
duga að þessu sinni. Sænsku starfsfélag-
arnir eru liklega þegar komnir i heita pott-
inn, og þegar við skilum Rolv inn I Laugar-
dalslaugina standa allir klárir á þvi, að
beðið er eftir Fleksnes.
eftir Þorgrim Gestsson mynd: Jim Smart