Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 16. apríl 1982 helgarpásturinn Hér með bind ég enda á veturinn... Apáskadaghringdi vinurminneinn i útlandinu i mig og spuröi yf- ir hafið: Hvað gera tslendingar á páskunum? Ég sagði eins og satt var: Ekkert. — Borðið þið egg á páskunum? — Já, þúsund tonn að ég held, það eru stór egg steypt úr súkku- laði. — Úr súkkulaði? Allt er nú til. — Já, það er allt til, sagði ég sallarólegur, þvi ég er lönguhættur að undrast undrunarlæti útlendinga sem finnst við skrýtin. Egg úr súkkulaði? Hvi ekki? Ég fékk sjálfur eitt úr marsipan og fannst meira að segja ekki mikið til um það. — Éghélt að egg væru bara egg og kæmu úr fuglum, sagði kunn- inginn i simtólinu og ég gat fullvissað hann um menningarlega fátækt föðurlands hans, og hann lofaði að reyna að koma þeim sið á heima hjá sér, að börn og fullorðnir smyrðu sig i bráðnandi kakó- eða súkkulaðieggjum á páskunum. Það hjálpar fólki við að muna eftir boðskap hátiðarinnar. Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni Þessi sem hringdi frá útlandinu hringdi reyndar til aö segja mér stórtiðindi: Vorið er komið, galaði hann yfir Atlantshafið. — Eg veit það, sagði ég, það er löngu komið hingað. Það kemur reyndar hingað af og til allt árið. En fer aftur. Það er eins og eirðarlaus gestur i kokteilpartii. Litur inn aftur til að fá sér þann siðasta. —En hér er það komið og ætlar sér að vera um kyrrt, sagði kunn- inginn kokhraustur. — Hvernig veistu það? — Hundaskiturinn er bráðnaður á gangstéttunum. Hér með lýsi ég yfir endalokum vetrarins og vorkomunni bliðri, gólaöi hann gegnum norðurhvel jarðar og var óþarfi að kalla, þvi nú til dags heyrist milli landa þegar simtóli er lyft eins og innanbæjar i Reykjavik. Og úr þvi þeir i útlandinu eru búnir að binda enda á veturinn (Hvernig er það annars gert?) er svo sem ekki annaö að gera fyrir okkur hér úti en fara að dæmi þeirra. Ég tek hér með að mér að binda endaá veturinn. Eða öllu heldur kyrkja hann. Já. Þaðer best ég kyrki veturinn hér og nú meö berum höndum og lýsi yfir vorkomunni. Hugsið um það. En vitanlega getur vorið orðið kalt. Þaö á sjálfsagt eftir að frjósa og jafnvel dynja á okkur illviðri verri en elstu menn muna. En samt er það vor. Ég hef það fyrir satt, að við Islendingar séum eina þjóðin i heim- inum, sem fagnar vorkomunni með opinberu hátiöahaldi, skrúð- göngum og ræðusuði. Getur það verið, að voriö eigi það til að hverfa á braut á sumar- daginn fyrsta og koma ekki meir það árið, vegna þess hve dag- skráin er þreytandi? Ég heyrði þessu fleygt um daginn. Bókin um ástina og Elsta rit sem enn er til á prenti um skák er bók sem kom út á Spáni árið 1497 og á þvi senn fimm alda afmæli. Höfundur var Luis Ramirez de Lucena.en bókin heitir Repeticion de Amores y Arte de Ajedrez.Eins og nafnið bendir til er i bókinni Annaö dæmi frá Lucena er einfalt endatafl þar sem hvít- ur hefur tvö peö gegn einu og annað frelsingi i þokkabót. Maður sem sér þessa stöðu i fyrsta sinni og ætlar sér að vinna rakleitt, getur hrokkíð upp með andfælum eftir. fjallað um ástir og skáklist. Þessi bók er ein hin torgætasta i heimi, einhvers staðar hef ég séð að til séu I heiminum 6 ein- tök af henni, önnur heimild nefnir 16, hvort sem nú er nær sanni. Að sjálfsögðu hef ég aldrei orðiðsvo frægur að sjá rit þetta og aldrei hef ég séð vitnað i hug- leiðingar höfundar um ástina. Hinsvegar er enn i dag i fullu gildi ýmislegt af þvi sem hann ritar um manntaflið. Þar koma fyrir sálfræðileg hollráö eins og það að heppilegt sé að tefla við keppinaut sinn þegar hann er nýbúinn að eta og drekka vel. En langlifari hafa þó orðið ýmsar aðrar athuganir hans er snúa að taflinu einvörðungu, sumar eru klassiskar, eins og til að mynda staða sú sem hér er sýnd og kennd er við Lucena. Hvitapeðiðerkomið upp á 7. röð, en hvernig á það að komast upp I borð, hrókurinn eltir kóng- inn með skákum ef hann hreyfir sig, en ræðst aftan að peðinu ef kóngurinn yfirgefur það. Þarna kemur Lucena meö ráð sem Nimzovitsch kallaði löngu siðar ,,að byggja brú”: 1. Hf4! Nákvæmlega hingað, hvorki lengra né skemmra l...Hd2 2. Hg4 + Kh6 En ekki Kf6 3. Kf8 og peðið rennur upp. 3. Kf7 Hf2 + 4. Ke6 He2 + 5. Kd6 Hd2 + 6. Ke5! He2 + 7. He4 Brúin er fullbyggð, brúin milli kóngs og hróks. Peðið rennur upp i borð. 1. Kd5 Kc8 2. Kd6 Kd8 3. c7+ Kc8 4. Kc6 við þaðaðsvarturer patt! En sá sem vill sigra verður að vera reiðubúinn að fórna. Við reynum aftur: 1. Kd5 Kc8 2. Kd6 Kc8 3. C7 + Kd8 4. Ke6! Kxc7 5. Ke7. Nú hefur hvitur náð andspæn- inu og hrekur svarta kónginn frá: 5... Kc8 6. Kd6 Kb7 7. Kd7 Kb8 8. Kc6 Ka7 9. Kc7 Ka8 10. Kxb6 Kb8 11. Kc6 Kc8 12. b5 Kb8 13. b7 og vinnur. Þriðja dæmið úr þessari fágætu bók kemur sjálfsagt ýmsum kunnuglega fyrir sjónir. Ekki leynir sér hver hefur undirtökin, það þarf kraftaverk til þess að bjarga hvit. Og það Spilaþraut S DG1076 H 754 T K L 8652 S A5 H Á108 T G7542 L DG7 S 9432 H KD6 T D986 L 43 SK8 H G932 T A103 L AK109 sem gerist er kraftaverk: sannarlega sbcdsfgh Hvítur á leik 1. De6+ Kh8 (ekki Kf8, Df7, mát) 2. Rf7+ Kg8 3. Rh6 + + Kh8 4. Dg8+ Hxg8 5. Rf7 mát. Maður getur imyndað sér hvernig þeim er innanbrjósts sem verður fyrir gerningum af þessu tagi! Þetta er liklegasb elsta dæmi sem til er um kæfingarmát. Bók Lucena hefur að geyma rúmlega 100 dæmi af svipuðu tagi og þau sem hér hafa verið sýnd, auk þess nokkrar einfaldar athuganir á taflbyr junum. Annað rit óprentað, Göttinggen handritið er einnig eignað honum. Þar er fjallaðum skák á svipaðan hátt. Og að lokum — tii þess að leggja, áherslu á að fræðin frá Lucena eru ekki úrelt enn á siðari hluta 20. aldar — lítum við á dæmi frá skákþinginu i Soci árið 1980. Saunina hefur hvitt gegn Cehova og á leikinn. Hvernig vinnur hann skákina? Skákdæmi Lausn er annars staðar á blaðinu. Vestur spilar þrjú grönd. Útspil norðurs er spaða drottn- ing. Lausn: Bfjefq i ;4/íðjq uueq jniag pcj ‘ispja já i8e[s nju Qáui jn88njo uueq ja ‘i pdspq ÍIIBjT sq jnSjx uuiSupq p uiqax Vorútgjöld bileigenda: Tíu þúsund í tryggingu og dekk Hver árstimi hefur sina á- kveðnu útgjaldapósta og föstu liði eins og venjulega. Hjá bileig- endum er vorið þannig timi tryggingaiðgjalda, kaupa á sumardekkjum og bilaskoðunar. Útgjöldin sem þessu fylgja koma sjálfsagt flestum jafn mikið á óvart nú eins og endranær. Sé allt tekið með i reikninginn geta þau líka farið upp f upphæðir sem geta komið rólegasta manni til að svitna af angist. Lauslega út reiknað gætu þessi vorútgjöld eigenda meðalstórrar fjölskyldubifreiðar nefnilega numiö um og yfir tiu þúsund krónum. Og það bara til að hafa tryggingafélögin og bifreiðaeftir- litið ánægð, ’að þvi tilskildu að billinn sé I góðu lagi. Fagnaðarboðskapur trygginga- félaganna á þessu vori var 62% hækkun tryggingaiðgjaldanna. Þannig kostar það fólk á höfuð- borgarsvæðinu núna að tryggja bila af minnstu gerð um 4.300 krónur, eigi menn ekki rétt á af- slætti, eða bónus. Með varkárni og heppni er hinsvegar hægt að lækka þessa upphæð um allt að helming. Abyrgðartrygging fyrir bila af miðlungsstærð kostar i ár 5.500 krónur og trygging fyrir stærstu fjölskyldubilana kostar um 6.200 krónur — hvorttveggja án afsláttar. Inn i þessar tiu þúsund krónur sem fyrr eru nefndar er reiknað með þvi að sumardekkin hafi verið á siðasta snúningi i fyrra. 1 ár kostar hvert dekk 400 til 1.000 krónur,sé miðað við 13 tommu felgur, sem er algengast á fjöl- skyldubilum. ödýrust eru sóluð dekk, sem kosta 4-500 krónur. „Venjuleg” sumardekk kosta 6- 800 krónur, en svonefnd radial- dekk eru dýrust og kosta flest hátt i þúsund krónur stykkið. Og undir hverjum bil eru fjögur dekk auk varadekksins. En þaö þurfa ekki allir að kaupa ný dekk I ár, margir geta notað sumardekkin eitt sumar til. En munið, að þeir hjá Bif- reiðaeftirlitinu vilja, að munstrið á dekkjunum sé ekki grynnra en einn millimetri — og það allan hringinn. Þeir sem eru svo heppnir að eiga sæmileg dekk i ár geta hins- vegar átt von á að þurfa að láta geraeitt og annað viðbilana fyrir skoðun, og á verkstæðunum eru seðlarnir ekki lengi að fjúka, hvað þá ef þarf að kaupa vara- hluti. Gjalddagi ábyrgðartryggingar- innar var fyrsta mars, og bif- reiðaskoðun er i fullum gangi. En ekki gengur þetta jafnt yfir alla. Eftir vinnudag á þriðjudaginn voru þeir hjá Eftirlitinu komnir upp i R-19500, en bilnúmer i Reykjavik eru komin eitthvað á áttugasta þúsund. Þeir eru þvi margir sem fá gjaldfrest á vorút- gjöldunum, þvi flestir draga vist að borga trygginguna þangað til kemur að þeim i skoðun. En það er bara gálgafrestur, Eftirlitið auglýsir 500 númer á dag. Afköstin eru þó ekki nema 250-300 bilar, enda vantar alltaf talsvert af númerum inní. Og þegar kemur að skoðuninni þurfa menn enn að hafa staðið i skilum á nokkrum krónum. I þetta sinn þarf að vera klár kvitt- un frá tollstjóra fyrir ökumanns- tryggingu og skoðunargjaldi, sem er I ár 111 krónur. Séu menn i bílaskiptum þarf svo að borga 110 krónur fyrir parið af nýjum númeraskiltum, 230 krónur fyrir umskráningu milli umdæma, en 460 krónur ef umskráningin er innan umdæmisins, en skipt um númer. Þetta siðasta er gert til að draga úr númeraskiptum innan umdæmisins. ÞG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.