Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 27
27 haltjarpnatl irinn Föstudagur 16. apríl 1982 Á morgun eru réttar fimm vikur þangað til kjörklefar verða opnaðir og fólk getur valið sér fulltrúa til að stjórna bæ og borg næstu fjögur árin. Fremur dauft hefur verið yfir kosningabaráttunni til þessa en nú að afloknu ketáti og kökusukki páska- helgarinnar má búast við að hún riði eins og holskefla yfir þjóðina. Yfirbragð kosningabaráttunnar verður vitaskuld æði misjafnt eftir byggðarlögum. Staðhættirerumeðýmsumótiog setja mun meira mark á baráttuna en þegar kosið er til alþingis. Það er ekki bitist um sömu hlutina á Seyðisfirði og SUðavik. Og hætt er við að aðferðir frambjdðenda við að ná til kjósenda sinna séu öðruvisi á Raufarhöfn en i Reykjavik. 1 siðustu sveitarstjórnarkosningum hafði það mikil áhrif að þær fóru fram aðeins mánuði á undan alþingiskosningum. Mátti viða sjá þess merki aö kjósendur létu stjórnast af landsmálapólitikinni þegar þeir kusu sér bæjarfulltrúa. Það er til dæmis nokkuð öruggt að landsmálin höfðu mikil áhrif á úrslitin i Reykjavík. Rikis- stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Handtökin þétt og hlý sem féll mánuði siðar átti sér fremur fáa formælendur og birtist það i mikilli fylgis- aukningu Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags — i borgarstjórn Reykjavikur. Enda féll meirihluti Sjálfstæðisflokks eftir hálfrar aldar óslitin valdaferil. Ekki er þess að vænta nú að landsmálin verði i brennidepli i borgarstjórnarkosn- ingunum. Nú er ekki bitist um það i kosn- ingabaráttunni hvort samningarnir eigi að vera i gildi eða ekki. Þótt forystumenn þeirra fimm framboðs- lista sem fram koma i Reykjavik greini á um margt, voru þeir sammála um eitt þegar Helgarpósturinn ræddi við þá i vik- unni. Það verður slegist um það fyrst og fremst hvort núverandi meirihluti hafi staðið sig vel eða illa á þvi kjörtimabili sem er að ljúka. I beinu framhaldi af þvi kemur spurningin um það hvort vinstra samstarfi verði haldið áfram eða Sjálfstæðisflokkur- inn setjist aftur i valdastóla. Sigurður E. Guðmundsson,efsti maður á lista Alþýðu- flokksins.oröaði það þannig að tekist yrði á um það „hvort Sjálfstæðisílokkurinn fái aftureinræðisvald i stjórn borgarinnar eða áfram verði haldið þvi fjölflokkalýðræði sem rikt hefur á yfirstandandi kjörtima- bili”. Sigurður bætti þvi við að flokkur hans myndi beita sér gegn þvi að kosningabar- áttansneristupp i einvigi Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks sem hann taldi margt benda til aðreynt væri að koma á laggirnar „með þegjandi samkomulagi beggja flokka”. Inn i þessa mynd kemur þó einn þverbiti sem er Kvennaframboðið. Við þvi bregðast menn misjafnlega og eru ekki á eitt sáttir um það hver áhrif þess verða á úrslit kosn- inganna. Sumir meirihlutamenn, einkum Alþýðubandalagsmenn, halda þvi fram að tilkoma Kvennaframboðsins verði til að dreifa atkvæðunum nægilega mikið til aö tryggja Sjálfstæðisflokknum sigur. Aðrir segja að Kvennaíramboðið verði þvert á móti til þess að koma i veg fyrir að Sjálf- stæðisflokkurinn nái hreinum meirihluta. Hjá Kvennaframboðinu þykjast þær merkja þá tilhneigingu hjá flokkunum að þeir hugsi sér að þegja þær i hel. Kristján Benediktsson, oddviti Framsóknar, talaði lika eflaust fyrir munn margra meirihluta- manna þegar hann sagði að Kvennafram- boðið hefði þegar náð tilgangi sinum með þeirri fjölgun sem orðið hefur á konum i efstu sætum hinna listanna og bætti þvi við að ,,nú ættu þær að draga framboðið til baka”. En ef að vanda lætur verður tekist á um alla helstu málaflokka, sem borgarstjórn hefur á sinni könnu, í hita slagsins. Eins og Sigurjón Pétursson komst að orði: — Ætli það verði ekki tekist á um flesta þætti mannlegs lifs i þeim umræðum sem munu eiga sér stað út um alla borg. Þeir Sigurjón og Kristján tóku báðir fram að þeirra flokkar legðu mikla áherslu á að Egill Skúli Ingibergsson yrði áfram borgarstjóri að afloknum kosningum, en eins og kunnugt er hefur Sjálfstæðis- flokkurinn útnefnt Davið Oddsson borgar- stjóraefni flokksins ef hann nær meirihluta. Fulltrúar meirihlutaflokkanna lögðu allir mikla áherslu á atvinnumálin þegar þeir voru spurðir hvað flokkar þeirra myndu setja á oddinn i kosningabaráttunni. Fjölg- un atvinnutækifæra og endurnýjun atvinnu- lifsins er þeim ofarlega i huga. Sigurjón Pétursson sagði að flokkur Að rúmri viku liðinni, 25. april, eiga Isra- elsmenn aö skila Egyptum siðasta hluta hernumins lands á Sinaiskaga samkvæmt samningnum sem kenndur er við Camp David, sveitasetur Bandarikjaforseta. - Þegar þetta er ritað er alls óvist aö rikis- stjórn Menachems Begins i Israel standi viö samninginn. Þess vegna hefur Reagan Bandarikjaforseti sent á vettvang Walter J. Stoessel, staðgengil Haig utanrikisráö- herra. Sá var áður búinn að binda sig við annað vandasamt og afdrifarikt verkefni i landnemum, eins og honum ber að gera samkvæmt Camp Davidsamningnum. Það var einmitt fylgismaöur Meir Kahane og einkahers hans sem gekk ber- serksgang með hriðskotabyssu á Musteris- hæðinni i Jerúsalem á páskadag og skaut sér leið inn i Klettshvelfingarmoskuna, þannig að tugir manna lágu I valnum áður en hann var handsamaður. Klettshvelf- ingarmoskan er þriðji mesti helgistaður islamstrúarmanna, næst moskunum i Mekka og Medina, og eins og nærri mátti Ovíst að Begin standi við að skila Egyptum Sínaískaga snerrunni um Falklandseyjar, ella hefði hann vafalaust verið valinn til feröarinnar. Ljóst er að Begin og nánustu samstarfs- menn hans eru að leita að átyllu til að efna ekki fyrirheitið um algera brottför Israels- hers af hernumdu, egypsku landi annan sunnudag. Sharon landvarnaráöherra hefur kunngert, að hann liti á það sem samningsrof af Egypta hálfu, aö egypsk heryfirvöld á þeim hluta Sinaiskaga sem búið er aö skila hafi ekki komið i veg fyrir að bedúinar smygluðu handsprengjum til liðsmanna Frelsissamtaka Palestinuaraba á Gaza -svæðinu, þar sem þessi vopn hafi veriö notuð til árása á israelska hermenn. Sömuleiðis hefur Sharon haldiö aö sér höndum siðustu vikur við að fjarlægja isra- elska andspyrnuhópa gegn afhendingu Sinaiskaga frá landnemaborginni Yamit. Þar hafa félagar I ofstækissamtökum Meir Kahane rabbina búið um sig i neðanjarðar- byrgjum, og segjast muni berjast við her- sveitir sem Shamir kunni aö senda til að reka þá brott og rýma Sinai af israelskum geta mögnuðu vigaferlin þar ólgu meðal Palestinumanna, sem þó var næg fyrir. A hernámssvæðinu á vesturbakka Jórdansár hafa israelskar hersveitir átt i erjum við Palestinumenn i hálfan mánuð og valdið verulegu manntjóni. Palestinu- menn mótmæla afsetningu kjörinna borgarstjóra sinna. Tilefnið til að israelska hernámsstjórnin vék borgarstjórunum frá störfum var að þeir neituðu að taka við fyrirmælum frá borgaralegum, israelskum embættismanni, Menachem Milson að nafni, sem lsraelsstjórn skipaði æðsta full- trúa sinn á hernámssvæðinu i staö herfor- ingja, sem þeirri stöðu hafði gegnt áður. Litu Palestinumenn svo á, að þetta væri fyrsta skref stjórnar Begins til að innlima Vesturbakkann i ísrael. Væri það i sam- ræmi viö fyrri yfirlýsingar hennar um inn- limun Austur-Jerúsalem og Gólanhæða. Innlimun þessara svæða i ísrael og sömu- leiðis loftárásir Israelshers á Beirut, höfuð- borg Libanons, og kjarnakljúf Iraks- stjórnar við Bagdad eru þesskonar að- hans myndi setja á oddinn atvinnumál, ihúsnæðismál, félagsmál, „eða alla þá málaflokka sem stuðla að auknum jöfnuði meðal ibúa borgarinnar”, eins og hann komst að orði. Þar kæmi einnig við sögu að verja punktakerfið sem núverandi meiri- hluti kom á við lóðaúthlutanir. — Sjálf- stæðisflokkurinn vill aftur koma á gamla úthlutunarkerfinu i stað þess nýja sem tryggir að allir eru jafnir, sagði hann. Kristján Benediktsson nefndi auk at- vinnumálanna samningsgerð við rikis- valdið um að það taki aukinn þátt i rekstri og uppbyggingu Borgarspitalans, breyt- ingar á stjórnkerfinu þar sem Fram- sóknarflokkurinn vildi sameina ýmsar nefndir og ráð og nýta heimild sem til er fyrir allsherjar atkvæðagreiðslum um ein- stök mál ef ibúarnir óska þess. Auk þess vill flokkurinn lækka fasteignaskatta á ibúðar- húsnæði. Sigurður E. Guðmundsson sagði að úr- bætur i húsnæðismálum væru brýnar „og það sem ég vil nefna verndun fjölskyldu- lifsins, en það á undir hö£g að sækja fyrir ýmsum óheillavænlegum áhrifavöldum, verðbólgu og dýrtið, mengun umhverfisins, ofneyslu áfengis, streitu oþh.” Davið Oddsson sagði þegar Helgar- pósturinn ræddi við hann, að kosningabar- áttan væri varla hafin að marki enn og hann teldi ekki rétt að hefja hana á yfirlýs- ingum i þessu blaði. Sólrún Gisladóttir sem skipar 2. sæti á lista Kvennaframboðs sagöi að þær myndu leggja nokkuð jafna áherslu á þau atriði - sem fram eru borin i stefnuskrá samtak- anna. „Ef eitthvað er þá höfum við lagt mesta áherslu á valddreifingu, að hverfa- samtök fái aukin völd og að þau völd verði fest i reglugerðum. Við teljum að það muni auðvelda konum og reyndar hinum al- menna borgara leiðina til þátttöku i stjórn borgarinnar”. i,átum þetta nægja um kosningalof- orðin. En það er ekki nóg að birta fallegar stefnuskrár, það verður að koma boðskapn- um á framfæri ef takast á aö sannfæra hátt- virta kjósendur um að tiltekinn flokkur sé hinneini rétti. Hvernig hyggjast flokkarnir ná þvi markmiði að laða til sin sem flesta kjósendur? Ekki reyndist okkur auðvelt að fá kosn- ingastjórana til að gefa tæmandi lýsingar á fyrirhögun kosningabaráttunnar. — Ertu galinn, maður, helduröu að ég fari að ljóstra upp baráttuaðíerðunum núna? var algengt svar. Þó tókst okkur að fá þá til að segja svona undan og ofanaf. Allir voru þeir sammála um að baráttan værikomin i fullan gang. Vinnustaðafundir frambjóðenda eru hafnir „fyrir löngu” nema hjá Kvennaframboðinu sem hefur þó i huga að bjóðast til að mæta A vinnustaði þar sem þess er óskað. Stórfundir rétt fyrir kosningar hafa löng- ] YFIRSÝN geröir, að ómögulegt er að lita á þær öðru vlsi en ögranir við stjórn Egyptalands, aö minnsta kosti öðrum þræði. Einkum kom þetta skýrt i ljós, þegar Begin fyrirskipaði loftárás á arabariki meðan Sadat fyrrum Egyptalandsforseti var i heimboði hjá honum. Með slikum aðgerðum átti Begin drjúgan þátt i að skapa andrúmsloft sem til þess varð aö samsærismenn skutu Sadat á hersýningu siðastliöið sumar. Hosni Mubarak, varaforsetinn sem tók við völdum i Egyptalandi af Sadat, hefur greinilega látið sér viti fyrirrennara sins að varnaöi verða. Hann hefur gætt þess vand- lega að gefa Begin ekkert færi á að auð- mýkja sig og litillækka i augum Egypta né annarra islamska þjóða. I siðasta mánuði aflýsti Mubarak heimsókn til Israels, frekar en verða viö kröfu Begins um að fariö yrði með hann um þann hluta Jerúsa- lem, sem hvorki Egyptaland né nokkurt annað riki hefur viðurkennt að sé réttilega hluti af Israel. Mubarak hefur tekið þá stefnu, aö biða átekta þangað til úti er fresturinn sem Isra- elsstjórn hefur til að uppfylla ákvæði Camp David-samningsins um að skila öllu egypsku landi, og forðast allt sem auðveld- að geti Begin að hlaupast frá þeirri skuld- bindingu. Egyptar gera tilkall til að Banda- rikjastjórn, sem gekk i ábyrgð fyrir fram- kvæmd samningsins, haldi Israelsstjórn við efnið og sjái um aö gefin fyrirheit séu efnd. Reagan bandarikjaforseti hefur af þessum sökum haft sérstaka sendimenn sina i tsrael vikum saman að hafa hemil á Israelsstjórn. Fyrst I stað var aðalerindi Nicholas Veliotes.aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna, að koma i veg fyrir aö Israelsstjórn gerði alvöru úr hótun um árás um verið fastur liður i kosningabaráttunni og þykir flokkunum gott að geta birt myndir af troðfullum samkomusölum á iforsiðum málgagnanna. Ekki vildu kosn- | ingastjórarnir gefa neitt upp um hvort slikt yrði uppi á teningnum að þessu sinni, nema Sjálfstæðisflokkurinn. Alþýðubandalagið er þegar búið að panta Háskólabió i vikunni fyrir kosningar. Haukur Ingibergs- ison kosningastjóri Framsóknar dró gildi stórfunda hins vegar i efa og sagði að kosn- ! ingabarátta flokksins færi ekki fram undir I hvolfþökum”. > Haukur bætti þvi við að Framsóknar- menn hefðu meiri trú á smærri fundum „þvi þar heyrum við betur hvernig hjartað slær hjá kjósendum”, sagöi hann. Hinir flokkarnir ætla lika að halda litla fundi og bjóðast frambjóðendur til að mæta til um- ræðna i heimahúsum ef þess er óskað. Aö þvi er næst verður komist munu hverfa- fundir hins vegar ekki vera á dagskrá nema hjá Sjálfstæðisflokknum og Kvennafram- boðinu. Allir hyggja flokkarnir á útgáfu kosn- ! ingablaða og pésa er dreift veröur i hús og hefur Alþýðubandalagið þegar hafiö leik- inn. Úlfar Þormóðsson kosningastjóri flokksins sagðist ekki vilja greina frá þvi hvernig útgáfu og dreifingu yrði háttað. —Það kemur i ljós, en við ætlum ekki að sitja með hendur i skauti, sagði hann. Plaköt munu ef að likum lætur setja svip sinn á bæjarlifið i máimánuöi enda ætla allir listarnir að leggja fram sinn skerf til þeirrar útlitsbreytingar. Ekki er þó vist að allir vilji kalla það borgarprýði. Allt eru þetta kunnuglegir og hefðbundnir þættir i kosningabaráttunni. Þegar talið beindist að nýjungum urðu kosningastjór- arnir eins og véfrétt i framan. — Það vil ég ekki vera að tiunda, þaö kemur allt i ljós, sagði Höskuldur Dungal hjá Alþýðu- flokknum og lokaði umræðunni. Söm urðu viðbrögð kollega hans hjá hinum flokk- unum. j Sóirún hjá Kvennaframboðinu sagði að þær ætluðu sér að reyna að vera skemmti- legar og vekjandi „þvi brosandi fólk er já- kvæðara”, eins og hún komst að orði. En þótt kosningastjórar setji upp dular- fullan svip má slá þvi föstu að fá meðöl verða spöruð i þvi skyni að vekja athygli kjósenda. Pappirarnir munu streyma inn um bréfarifurnar, óteljandi ræður verða fluttar, handtökin þétt og hlý reidd fram á hverju götuhorni. Og það verður rifist um vinstri og hægri, karlveldi og kvennapólitik, hvort eigi að þétta byggð eða teygja, hvort bylt- ingarnar eigi að vera grænar bláar, svartar, rauðar eða guiar og svo fram- jvegis. á stöövar Frelsissamtaka Palestinumanna i Libanon úr lofti og á landi. Vopnahlé Pal- estinumanna og Israelsmanna i Suður- Libanon er árangur af bandariskri milli- göngu,og þvi tengjast þræðirsem liggja til Sýrlands og Saudi-Arabiu. Vopnahlésrof af Israels hálfu væri háskalegt allri stööu Bandarikjanna i löndunum fyrir botni Miö- jarðarhafs. Enn meira á þó Bandarikjastjórn undir þvi að Begin rifi ekki Camp David-samn- inginn i tætlur. Slikt þýddi hrun stefnu sem Bandarikjastjórn hefur haldið fram árum saman með óhemju kostnaði og skapaði ný og pólitisk og hernaðarleg viðhorf, sem haft gætu ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þvi er Stoessel varautanrikisráðherra gerður út af örkinni til að sýna Begin fram á hvað við liggur, ef hann hverfur á siöustu stundu og án nokkurrar frambærilegrar ástæðu frá þvi að standa við undirstööuatriði Camp David-samningsins. Ómögulegt er að segja um hvað ofan á verður hjá Begin. Stjórn hans stendur tæpt á þingi og á tilveru sina sumpart undir þingmönnum sem gætu snúið við henni baki, ef beitt yröi hervaldi svo manntjón hlytist af við aö rýma virkin i Yamit, þar sem andstæðingar afhendingar Sinai hafa búist um. Shamir landvarnaráðherra gerir sér von um að verða eftirmaöur Begins i forustu fyrir Likud-bandalaginu, sem núverandi rikisstjórn byggist á. Vitað er að hann er jafnvel enn áfjáðari i innlimun Vesturbakkans i Israel en forsætisráð- herrann, og kysi frekar að fórna sáttum við Egyptaland en þeirri vigstöðu sem tsraels- her hefur enn á Sinaiskaga.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.