Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 12
12
MAÐURiNN Á BAK VIÐ NAFNIÐ:
Andrés Indriðason
„Hef alla tíð verið með
mörg verk í takinu”
Fræösluraö Reykjavlkur veitti
nýlega Andrési Indriöasyni verö-
laun fyrir bestu frumsömdu ís-
lensku barnabók ársins 1981, og á
svipuöum tima fékkhann styrk úr
kvikmyndasjóöi til aö skrifa kvik-
myndahandrit. Andrés er fyrst og
fremst þekktur fyrir störf sin hjá
sjónvarpinu en á siðustu árum
hefur hann verið aö hasla sér völl
sem rithöfundur, og er þess
skemmst að minnast, að fyrsta
skáldsagan, sem hann sendi frá
sér, Lyklabarn, fékk einnig verö-
laun i barnabókasamkeppni Máls
og menningar áriö 1979. Okkur
lék þvi forvitni á aö vita meira
um manninn og er hann þvi maö-
urinn á bak viö nafniö þessa vik-
una.
„Ég er Reykvikingur i húð og
hár, fæddur i Ljónsmerkinu
1941 sagði Andrés, þegar hann
var spurður um uppruna sinn.og i
Reykjavik hefur hann búið alla
sina tið.
Eftir heföbundna skyldunáms-
skólagöngu settist hann I Mennta-
skdlann i Reykjavík og lauk það-
an stúdentsprófi. A menntaskóla-
árunum vaknaði áhugi hans á
leiklist og hefur hann haldist
alveg síöan, og tók Andrés m.a.
mikinn þátt i Herranótt mennta-
skólans. Aö loknu stúdentsprófi
var hann með annan fótinn i
enskudeild Háskólans og starfaði
um skeið sem blaðamaður á
Morgunblaðinu. Einnig starfaði
hann sem gagnfræðaskólakenn-
ari.
„Ég réðstsiðan til sjónvarpsins
i september 1965 og var þá um
veturirm ÍDanmörku til að kynna
mér upptökustjórn. Ég hef svo
starfað við sjónvarpið frá upp-
hafi”.
— Nú hefur þú skrifað tvær
bækur og báðar hafa þær fengið
verðlaun, hvernig tilfinning er
það?
„Það er mjög notaleg tilfinning
og uppörvandi. Það fyrsta sem
kom frá minni hendi var bama-
leikrit, sem hét Köttur úti i mýri,
og var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið
1974. Siðan hef ég skrifað þessar
tvær bækur, leikrit fyrir Leikfé-
lag Kópavogs, Aldrei er friður,
handritið að kvikmyndinni Veiði-
feröin auk útvarpsleikrita. Ég er
meö barnabók i smiðum og hef
lika skrifað bók fyrir fullorðið
fólk, sem kemur út á þessu ári.”
— Þú hefur eingöngu skrifað
fyrir börn fram að þessu, hvers
vegna?
„Mér þykir gaman að börnum
og finnst gaman að lifa mig inn i
þeirra hugarheim. Ég reyni að
skoða hlutina frá sjónarhóli barn-
anna og skrifa bækurnar þannig,
aö þær höfði bæði til barna og full-
orðinna. Þær gerast i þeim veru-
leika, sem við þekkjum. Persón-
urnar eru engar súperhetjur,
heldur óskqp venjuleg börn sem
lesendur þekkja sjálfa sig vænt-
anlega i”.
Aðspurður um þær bækur, sem
hann er með i takinu, sagði
Andrés, að barnabókin fjallaði
um strák á fermingaraldri, sem
verður yfir sig ástfanginn af
skólasystur sinni. Hin bókin, sem
ber heitið Maður dagsins gerist i
Reykjavik og tengist efnið iþrótt-
um og auglýsingamennsku.
Andrés er maður i fullri vinnu
og vel það, og var hann því spurð-
ur hvernig hann hefði tima til að
sinna skriftunum.
„Þaðer svo merkilegt með það
að eftir þvi sem maður hefur
meira að gera, þeim mun meiri
orku hefur maður til að sinna
skriftunum. Ég hef alla tið verið
með mörg verk i takinu á sama
tima, sem er nokkuð sem ég hef
vanið mig á siðan ég byrjaði að
vinna hjá sjónvarpinu. Við þurf-
um að vera með margar skúffur i
kollinum og sinna mörgum verk-
um i einu.”
Handritið sem kvikmyndasjóð-
ur styrkti Andrés til að skrifa hef-
ur vinnuheitiö Lára. Er það saga
úr samtimanum og fjallar um
tvær listakonur. önnur þeirra er
ballettdansari og hin tónlistar-
maöur. Sagan gerist á einu sumri
Þessar föngulegu stúlkur eru frænkur okkar frá Danmörku. Þær eru I sýningarhóp, sem kallar sig
Silfurrósina.og á dögunum sýndu þær undirfatnaö, ef fatnaö skyldi kalla,á nokkrum öldurhúsum bæjar-
ins, gestum til óblandinnar ánægju. Enda eru þær þekkilegar mjög.
Veitingahúslö í
GLÆSIBÆ
interRent
car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri Reykjavik
TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9
S. 21715 23515 S. 31615 86915
Mesta úrvalið, besta þjónustan.
Við útvegum yður afslátt
á bilaleigubilum erlendis.
Galdrakarlar
leika fyrir dansi
Diskótek
Föstudagur 16. apríl 1982 —helgarpósturinn_
Andrés Indriöason viö vinnu slna niöri i Sjónvarpi.
áður en þær fara utan til fram-
haldsnáms og verður sumar þetta
mjög afdrifarikt og þó sérstak-
lega fyrir aöra þeirra.Láru.
Andrés sagðist ekki vita hvort
hann myndi gera myndina sjálf-
ur, eða hvort aðrir sæju alfarið
um það. Þaðyrðibara að koma á
daginn.
Andrés var að lokum spurður
hvort maður með svona mikið
umfangs hefði nokkrar tómstund-
ir.
„Þær gefast, og þá reyni ég að
vera sem mest með börnunum”,
sagði hann.
Andrés er kvæntur Valgerði
Ingimarsdóttur og eiga þau tvær
dætur, Ester 9 ára og Astu 6 ára.
Garðasport fyrir
Garðbæinga
Tveir ungir forystumenn i
iþróttalifi Garðbæinga hafa ráðist
I opnun nýrrar sportvöru-
verslunar i Garðabæ. Versiunina
nefna þeir Garðasport og er hún
staðsett i' Iönbúð 4, en það er I
iðnaðarhverfi þeirra Garðbæ-
inga.
Eigendur verslunarinnar eru
velþekktir af fþróttaáhuga-
mönnum i Garðabæ. Þeir eru
Gunnar Einarsson sem þjálfað
hefur og leikið handbolta með
meistaraflokki Stjörnunnar I
Garðabæ s.l. tvo vetur og náð
þeim glæsilega árangri að koma
liöinu úr þriðju deild og upp i þá
fyrstu á þessum stutta tima.
Gunnar starfar sem æskulýðsfull-
trúi I Garðabæ. Hinn eigandinn,
sem mun sjá um rekstur
verslunarinnar að mestu leyti,er
heldur ekki ókunnur hand-
boltanum i Garðabæ, þvi sá heitir
Guðmundur Jdnsson og er for-
maður handknattleiksdeildar
Stjörnunnar.
Garöasport opnar i dag, en þar
verður á boðstólum fiestallt það
sem íþróttamenn vanhagar um,
sama h v aða iþótt um er að ræða.
Verða þeir Guðmundur og
Gunnar með vörur frá Adidas og
Henson og sundáhöld frá Speedo.
Þá verða garðáhöld seld i Garða-
sport, svo og leikföng frá Play-
mobil. Einnig verður boðið upp á
allan búnað til útilegu og skiða-
iðkana.
1 Garöabæ hefur ekki verið til
staðar nein versiun á þessari
linunni og aðspurðir sögðust þeir
Guðmundur Jónsson og Gunnar
Einarsson vonast til þess að
Garðbæingar kynnu að meta
þessa þjónustu og sækja þá heim i
Garðasport. „Leitið ekki iangt
yfir skammt”, segja þeir félagar
við Garðbæinga, semvilja stunda
útivist og Iþróttir. Og það er ekki
að efa, að Garðbæingar —
Iþróttaáhugamenn miklir — fari
eftir þessum tilmælum þeirra fé-
laga og kiki við hjá þeim Garða-
sportsmönnum á næstunni.
Þeir eru þekktir úr handboltanum i Garðabæ, eigendur Garða-
sports, Gunnar Einarsson og Guömundur Jónsson.