Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 15
helgarpósturinn Föstudagur 16. apríl 1982 15 GuOrún Jónsdólllr l Heiprpóslsvlólali ttel aldrei ópoð körlunum meö því aö sækjasl eilir hóum stööum Viðial: hröslur ttaraldsson Myndír: Jim Smarl Þegar listi Kvennaframboðs til borgarstjórnarkosninga var birt- ur, kom skipan efstu sæta mörgum á óvart. Slúðurdálkar blaðanna höfðu nefnt til ýmsa kandídata, þekkt andlit úr fjölmiðlum og menningarlífi. Þegar listinn svo birtist eftir langa mæðu þurfti að fara nokkuð niður eftir honum til að f inna þessi þekktu nöfn, ef þau var þá að finna á listanum. Efsta sæti listans skipaði hins vegar lítt þekkt kona, allavega lítt þekkt á ritstjórnum blaðanna. Guðrún Jónsdóttir heitir hún og er félagsráðgjafi að mennt. Frá því listinn var birtur haf a margir orð- iðtil að spyrja hver þessi kona sé. Fyrir hvað stendur hún? Hvað er hún? Helgarpósturinn spurði líka, — fyrst: hvaðan er hún? — Ég er skaftfellsk i báöar ættir, fædd i Vik i Mýrdal og alin þar upp til 14 ára ald- urs, þegar fjölskyldan flutti til Reykjavik- ur. Ég er komin af búandfólki, en faöir minn var það sem nú myndi kaliast farand- verkamaöur. Hann var til sjós á vetrum en i brúarvinnu og ööru sem til féll á sumrin. Til Reykjavikur kom ég áriö 1945 og þá var skólakerfiö ööruvisi en nú er. Ég fór ekkert f skóla fyrsta vet- urinn en tók inntökupróf I Kvennaskólann áriö eftir. Þaöan lauk ég landsprófi eftir þriggja ára nám og fór svo beint I mennta- skóla. \ö vínnð með lólkí — Og svo? — Aö afloknu stúdentsprófi var ég óráöin i þvl hvaö gera skyldi, en haföi þó einhverja hugmynd um aö mig langaöi aö vinna meö fólki. Ég komst á snoöir um aö i Sviþjóö væri til fag sem héti félagsráðgjöf og sótti um. En Sviarnir settu þaö skilyröi aö maður yröi aöhafa reynslu af samstarfi viö fólk af ýsmu tagi. Ég vann þvi á barna- heimili i eitt ár áöur en ég fór utan. Heim kom ég áriö 1957 og var þá eini út- læröi félagsráögjafinn hér á landi. Það vissi fyrst enginn til hvers átti aö nota mig, en fljótlega fékk ég þó vinnu hjá Reykjavikur- borg. Fyrst var ég i vélritun og spjald- skrárgerö vegna mænusóttarbólusetningar sem fram fór um þetta leyti á Heilsu- verndarstööinni. Eftir fjóra mánuöi fór ég svo aö vinna hjá Barnaverndarnefnd og siðan hef ég unniö sem félagsráögjafi. í Iðgregluhlulverki — Hvernig var aö vinna aö barna- verndarmálum á þessum árum? — Þegar ég byrjaöi voru braggahverfin og Höföaborgin enn viö lýöi og ekkert fariö aö gera til aö rýma þau. Þarna bjó fólk sem haföi oröiö undir i samkeppninni og átti i miklum erfiöleikum. Þaö voru fá úrræöi til aö leysa vanda þessa fólks og starfiö var þvi frekar óyndislegt til aö byrja meö. Ég lenti i einskonar lögregluhlutverki, þurfti aö fylgjast meö fólkinu og sjá til þess aö börnin byggju viö þolanlegt atlæti. Þaö var ekki verið aö gera neitt átak til aö breyta á- standinu svo vinnan var fremur dapurleg. Þegar ég las bókina hans Sigurðar A. Magnússonar, Undir kalstjörnu, fannst mér alveg makalaust hve vel honum tókst aö lýsa þessu samfélagi sem þarna þreifst, en hann er aö skrifa um svipaðan tima. Hann nær svo vel þessu algera vonleysi sem þarna rikti. Viö þetta vann ég til 1962 þegar mér bauöst aö fara i námsferö til Bandarikj- anna. Aö henni lokinni tók ég til starfa hjá Sálfræðiþjónustu skóla sem þá var nýstofn- uö. Þar var ég til 1971 en réöst þá til Barna- vinafélagsins Sumargjafar þar sem ég skipulagöi nýja innritunarmiöstöö fyrir öll barnaheimili félagsins. Sú vinna var erfiö þvi skortur var þá mikill á dagvistarrými og biölistar langir. Eftir þvi sem ég best veit hafa þeir litiö styst siöan, þaö hefur gengiö hægt aö byggja upp dagvistarþjón- ustuna I borginni. Nú, áriö 1973 fór ég I framhaldsnám til Bretlands og siöan hef ég unnið jöfnum höndum við kennslu og ráögjöf, Núna er ég I ársleyfi frá Æfingadeild Kennaraháskóla Islands til aö koma upp eins árs viöbót viö félagsráögjafardeild Háskóla Islands, en hún á aö tryggja nemendum starfsréttindi. Og þá ættiröu aö hafa ferilinn á hreinu. vandamálalrœðí? — Nú heyrast þær raddir stundum aö félagsráðgjafar, sálfræöingar og viölika stéttir séu fremur til ógagns en hitt, aö þær búi fremur til vandamál en aö leysa þau. Þú ert, vænti ég, ekki sammála þessu? — Nei, mér finnst ég ekki fást viö nein „vandamálafræöi”. En þaö sem gerist, þegar fólk fer aö vinna aö félagsmálum, er aö þaö kemst aö þvi aö þjóöfélagiö er ekki eins fullkomiö og margir halda. Þaö hafa alltaf veriö til vandamál en þegar þeim er veitt athygli koma þau upp á yfirboröiö, þá erekkilengurhægt aö fela þau. Raunar má segja aö endanlegt markmiö félagsráö- gjafar sé aö uppræta þörfina fyrir félags- ráögjafa. En þaö viröist vera ansi langt I aö sá draumur rætist. Þaö er greiniiegt aö þær öru breytingar sem oröiö hafa á gerö þjóöfélagsins gerast ekki átakalaust, þær koma miklu róti á viö- horf og lif fólks. Kröfurnar sem gerðar eru breytast og þeim sem ekki geta uppfyllt kröfur atvinnulífsins um afköst og vinnu- tima er ýtt inn á stofnanir svo þeir séu ekki til trafala fyrir þá sem hafa óskerta starfs- getu. Þetta á viö unglinga og gamalmenni sem ekki er hægt aö nota i þessu tækni- vædda samfélagi. Þetta kallar á endur- skipulagningu kerfisins þvi þróunin eins og hún er getur ekki talist heillavænleg. — En hvaö er þá til lausnar? — Þaö þarf aö koma á annars konar þjóö- félagi, sem tekur miö af fólki og þörfum þess en ekki fjármagni og umsetningu. Sumir segja aö þetta sé óraunhæft, þaö skorti hina efnahagslegu undirstööu. Ég vil spyrja á móti hvort þaö sé alveg gefiö aö núverandi kerfi sé hiö eina rétta? Ég get ekki bent á neitt ákveðiö kerfi sem hiö eina rétta, en viö þyrftum stööugt aö vera aö leita aö þvi. Kannski finnum viö þaö aldrei, en viö veröum aö leita. Þaö má lika spyrja i hvaö peningarnir eru notaöir. Þaö eru til nógir peningar hér á landi til aö koma upp sómasamlegri félags- legri þjónustu. Þaö er ekkert lögmál aö kerfið sé eins og þaö er, heldur getur fólk haft áhrif á þaö. Tveír heimar — Nú eru félagsráðgjafar vel menntaö fólk sem býr við efnahagslegt öryggi og á fögur heimili. Geta þeir i raun veitt liösinni fólki sem til þess leitar,fólki sem kannski er á barmi örvæntingar vegna fátæktar.hús- næðisleysis, menntunarskorts, óreglu osfrv.? — Þaö er mjög takmarkaö sem félags- ráögjafi getur gert sem einstaklingur. Hann getur reynt aö skilja samhengiö i hlutunum, sett sig i spor sinna skjól- stæöinga, rætt viö þá málin og reynt aö sjá nýjar leiöir út úr þeim ógöngum sem þeir eru i. En I raun eru þetta tveir heimar sem mætast þarna eins og þú sagöir. Viö reyn- um hvað viö getum aö setja okkur I spor fólks sem er ráöþrota og eygir enga leiö til réttlátara lifs. En félagsráögjafar og aörir sem ekki eru fullkomlega ánægöir meö þjóöfélagið ættu aö reyna sem hópur aö breyta hlutunum, þannig aö aöstoöin sem viö getum veitt hafi viötækari áhrif. — Er ekki þrautalendingin oft sú aö kaupa sér friö, aö sletta einhverjum peningum i fólk og senda þaö svo burt? — Það er ekki reynt nema ástæöa sé til. En þaö eru margir hér i borg sem hvorki hafa i sig né á og þeim þarf aö hjálpa. En þaö er skammgóöur vermir að láta þetta fólk fá peninga. Þaö sem vantar er aö fólki sé veitt tækifæri til aö bera meiri ábyrgð á lifi sinu, ekki sist i starfi. Þaö er oft sagt aö borgin haldi uppi svo og svo mörgum „iöjuleysingjum” og „aum- ingjum” eins og gjarna er komist aö oröi. Þetta er eölileg afleiöing kerfis þar sem all- ir eru ekki jafn gildir. Þaö þarf engan aö undra þótt einhverjir verði undir og þurfi aöstoöar viö til aö fullnægja frumþörfum á borö viö húsnæöi og mat. En þessi hópur er tiltölulega mjög lítill hér I borg og hann fær mjög lítið fé. Það er mikiö aðhald hjá boFg- inni. Og það er ekki auövelt fyrir þetta fólk aö taka viö aöstoöinni, þaö þarf aö afsala sér sjálfsviröingunni og fær stimpil á sig. Þaö er ekki lágt gjald. Gaman að henna -- Nú hefur þú snúiö þér meira aö kennslu I seinni tíð,- af hverju? — Ein ástæöan er sú aö vinna félagsráö- gjafa er mjög slttandi, maöur finnur til vanmáttar sins, eins og kom fram hér áöan. Kennslan er i minum augum tilraun til aö vinna fyrirbyggjandi starf. Ég reyni að koma á framfæri minni reynslu við þá sem eru aö hefja störf i þeirri von aö geta aukiö skilning þeirra og útrýmt hugsanlegum for- dómum. — Og hefur þú haft árangur sem erfiöi? — Þvi get ég ekki svaraö. Kénnari getur ekki stjórnaö hugsunum nemenda sinna. En hann getur velt upp sem flestum nýjum flötum á tilverunni, vikkað sjóndeildar- hringinn. Og svo finnst mér gaman aö kenna. — Meöfram öllu þessu fannstu þér tima til aö stofna fjölskyldu. — Já, ég fór aö búa þegar ég kom heim frá Sviþjóö og á eitt barn. Ég hef veriö heppin og haft frelsi til aö gera það sem mig langaöi til. Fjölskyldan hefur tekiö tillit til þess aö ég hef sérþarfir. mii er pólilík — Fram til þessa fer ekki miklum sögum af póiitlskum afskiptum þinum. — Ég hef alltaf veriö pólitisk þó ég hafi ekki verið flokkspólitisk. Ég fæ ekki séö hvernig hægt er aö vera ópólitiskur þvi allt sem viö gerum I lifi okkar og umhverfi er pólitiskt. A hinn bóginn set ég ekki jafn- aöarmerki á milli pólitikur og fiokkspólitik- ur og ég hef enn ekki fundiö þann flokk sem ég á heima i. — Þú hefur komiö viöa viö á vinnustöö- um-, hvernig hefur þér fundist aö vera kona á vinnustað? — Þaö er oft æöi erfitt og alls staöar þar sem ég hef veriö hef ég haft karlkyns yfir- menn. Það er auövelt aö falla inn i kven- hlutverkiö á vinnustaö, vera ekki meö upp- steyt, vinna vel og samviskusamlega, og finnast þaö sjálfsagt. Sums staðar hefur veriö erfitt aö vinna, ég hef lent i árekstr- um. Annars staöar hafa min sjónarmið veriö virt og allt gengiö vel. Þaö hefur kannski hjálpaö mér aö ég hef aldrei ógnaö körlunum með þvi að sækjast eftir háum stöðum. Mér hefur ekki fundist það eftir- sóknarvert, ekki fundist þaö færa mér neitt nýtt sem ég óska eftir. Eifis og ég sagði áðan hef ég veriö heppin meö vinnu. Ég hef alltaf unniö úti og þegar mér hefur fundist ég vera stopp, ekki fund- ist ég komast lengra i starfi þar sem ég er, hefur mér veistauövelt aö skipta um vinnu. Ég var þvi lengi þeirrar skoöunar aö kyn- ferðiö skipti ekki höfuömáli um möguleika fólks I starfi, konur gætu náð jafnrétti svona privat. En meö árunum hef ég séö aö þaö er ekki leiöin, aö einni og einni konu takist aö ná þvl skásta út úr lifinu. Þaö eru svo margar konur sem ekki hafa neina möguleika. Samstaöan skiptir þvi sköpum um þaö hvort okkur tekst að öölast sjálfs- traust og aö viö gerum kröfu um aö okkar sjónarmiö fái aö njóta sin. — Og er Kvennaframboöiö rétta leiöin? — Mér finnst þaö vera rétta leiðin hér og nú. Þaö er engin endanleg lausn en kannski skref til aö nálgast markmiöiö. Þetta er ekki I fyrsta skipti sem konur taka höndum saman, þær hafa stofnað mörg samtök allt frá slöustu aldamótum sem mörg hver hafa náö ágætum árangri. Kvennaframboðiö er hins vegar frábrugöiö aö þvi leyti aö nú er I fyrsta sinn reynt aö hafa kvennapólitisk á- hrif. — Er framboö til alþingiskosninga þá ekki rökrétt framhald? — Þaö held ég ekki. Borgarmálin skipta svo miklu máli fyrir daglegt lif okkar. Þaö gera þjóðmálin vitaskuld lika, en þar fléttastsvo margt annaö inn i og fólk skipt- irsér þar i fylkingar eftir öörum linum, þaö fer meira eftir ákveönum málum. Ég hef þvi ekki trú á aö framboö til alþingis kæmi okkur til góöa. 1 þvi sambandi má benda á, aö þaö skortir ekki á löggjöf um jafnrétti. Þaö sem vantar eru framkvæmdir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.