Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Blaðsíða 19
19 Drunganum léttir Ekki eru mörg ár siðan is- lenska rikisútvarpið lagði drjúgan skerf til þess að gera hátiðisdaga þjóðkirkjunnar ógnarlanga og drungalega. A þessu hefur sem betur fer orðið breyting. Dagskrá páskanna bar þessari breyttu stefnu gleði- legt vitni. Hún var bæði fjöl- breyttog ýmsir gullmolar innan um. Guðsorðið i hófi. Einn gullmolinn var leikritið Ismaðurinn kemur eftir banda- riska leikskáldið Eugene O’Neillsem sjónvarpið sýndi að kvöldi föstudagsins langa. Þótt það væri langt eins og dagurinn og sett upp eins og á leiksviði væri, hélt það athygli manns. Kom þar bæði til áhugavert efni og stórgóður leikur. Löður stendur alltaf fyrir sinu en þegar sú flækja var á enda þar valdi að nokkru leyti áhuga- leysi yfirmanna sjónvarpsins á þessu efni. Ég held að timinn sem gefinn er i þessa þætti sé of naumt skammtaður og að þvi ráði þaö viðhorf að fremur sé verið að kaupa sér frið fyrir nöldri og pexi en búa til efni sem vert er að leggja metnað i. Og svo er alltaf einhver gervi- stemmning rikjandi þegar fólki er boðið i sjónvarpssal. Ég varð fyrir meiriháttar áfalli þegar ég kveikti á Stund- inni okkar og varð þess áskynja aö Þórður var i páskafrii. Hins vegar varð það til þess að ég veitti hlut Bryndisar meiri at- hygli og finnst full ástæða til að hrósa henni fyrir ísafjarðar- ferðina. Ekki fór mikið fyrir útvarps- hlustun hjá mér um páskana. . Fjö/miólun Hl» Sr«tl HtrtMnon runnin mættu Grýlurnar til leiks 1 nýjum þætti, Skammhlaup. Það er lofsvert framtak sjón- varpsins að hleypa rokkinu inn i kjallaranntilsin. En ekki get ég þvertekið fyrir það að hafa séð Grýlurnar hressari. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að Þó vildi svo til að ég kveikti á gamla gufuradióinu um hádeg- isbil á páskadag og hlustaði á þáttinn Sekir eða saklausir. Þaö var samantekt um þau merku hjón, Magnús og Þórdisi i Bræðratungu, alias jungkerinn og álfakroppinn mjóa eftir Gils Guðmundsson. Þetta var vel unninn þáttur og hélt manni viö efnið. Rifjaðist upp fyrir mér annar þáttur engu siöri um Snorra prest á Húsafelli sem Böðvar Guðmundsson gerði á sl. hausti. Fyrir svona þáttagerð er nokkur hefð hjá útvarpinu og skal það hafa þökk fyrir þessi ágætu framlög til islenskrar menningar. Ég hef heyrt að von séá meiru á næstu mánuðum og er það vel. Eitt atriði finnst mér dulitið merkilegt við páskadagskrána. Þegar trúaralvaran er i há- marki á föstudaginn langa og páskadag er auglýsingum með öllu útrýmt úr rikisfjölmiðlun- um. Gaman væri að vita hvað liggur hér að baki. Finnst for- ráðamönnum útvarps auglýs- ingar vera svo siðlaust efni að það jafnist á við guðlast aö hella þeim yfir okkur þessa ginnhelgu daga? Og ef svo er, hafa þeir þá inni við beinið vott af samvisku- biti yfir þvi að vera háðir svona guðlausu lifibrauði? I lokin má ég til með að þakka ögmundi fyrir fréttaspegil þriðjudagsins um Falklands- eyjadeiluna. Þar var virkilega farið i saumana á heitu deilu- máli og þvi gerð skil frá mörg- um sjónarhólum. Þarna nýttist ögmundi lika hin nýja þjónusta sem sjónvarpið er nú aðnjót- andi, þe. að fá glænýjar frétta- myndir utan úr heimi. Nú er bara að nota þetta vel, Bogi og ögmundur. Rokkrímarar Tónabió: Rokk i Reykjavik. islensk. Argerð 1982. Stjórn: Friðrik Þór Friðriksson. Kvik- myndun: Ari Kristinsson. Aðal- hlutverk: íslenskar rokkhíjóm- sveitir. Þegar siðustu tónum klið- mjúks rimnasöngs Sveinbjörns Beinteinssonar sleppir i upphafi kvikmyndarinnar Rokks i Reykjavik og orustugnýrinn i reykviskri rokktónlist samtim- ans hellist yfir biógesti er einsog brúað hafi verið á sekúndubroti ^slatti af kynslóðabilum og al- þýðutónlist margra alda skipað i samhengi. Þetta er látlaus en kórrétt byrjun afbragðs heimildar- myndar um i fyrsta lagi þá tón- list og i ööru lagi það lif sem is- lensk æska lifir um þessar mundir, — að nokkru leyti. Menn mega vara sig á þvi, hins vegar, að ætla að Rokk i Reykjavik segi einhvern heild- arsannleika um reykviskan samtima, hvaö þá islenskt þjóð- lif núna. Það gerir myndin ekki. Hún horfir einvörðungu á þetta umhverfi okkar frá tilteknu af- mörkuðu sjönarhorni, — sjónar- horni þess heims sem snýst i kringum nýbylgjurokk, „pönk” og popp. Það hefúr enga merk- ingu að yfirfæra eins og sumir greindir og gegnir menn hafa gert, þá mynd sem við blasir i Tónabiói á islenskt þjóðfélag i heild. Þetta er afturámóti mynd af vanræktum og vanmetnum parti okkar menningarum- hverfis, alveg eins og rimurnar voru á sinum tima. Rokk i Reykjavik er þannig ekki tónleikamynd af einfald- Kvikmyndir eftir Guðlaug Bergmundsson og Arna Þórarinsson 7s 1 Sjálfsfróun iham — frásögn söng- vara hennar sætir hvað mestum tfðindum af viðtalstengingum Rokks i Reykjavik en hefur nú kallað yfir myndina bann kvik- myndaeftirlitsins. asta tagi. Hún kortleggur að visu þá grósku sem nú ri'kir i is- lensku rokki, — grósku sem þó er, held ég, enn ekki orðin jafn mikil og hún var þegar rokkið og bítlaæðið rikti. Rokk i Reykjavik erheimildamynd um músikheiminn, heimild um tón- list og lifsviöhorf reykviskra rokkara.sem sumpart, — en vel að merkja bara sumpart — speglar einnig lif og lifsviöhorf neytenda þessarar tónlistar. Af- stöðu Rofunda myndarinnar til viðfangsefnisins er ekki troðið uppá áhorfanda. Hér er hvorki | ) 5 0 Leitin að eldinum Lærdómsrík leit Háskólabió: . Leitin að eldinum (La guerre du feu). Frönsk-kanadísk— bresk, árgerð 1981. Handrit: Gérard Brach, cftir samnefndri skáldsögu J. H. Rosny eldri. Leikendur: Everett McGDl, Rae Dawn Chong, Ron Perlman, Nameer E1 Kadi. Ráögjafar: Anthony Burgess og Desmond Morris. Leikstjóri: Jean-Jac- ques Annaud. Þá er hún loksins komin, fila- myndin, sem til stóð að taka hér um árið og ekki hægt að segja annaö en að sæmilega hafi til tekist. Leitin að eldinum gerist á þeim tíma, er maðurinn þekkti og notfærði sér eldinn, en kunni ekki að kveikja hann. Það var því lifsspursmál fyrir hann að varðveita þennan eld. Ef svo óheppilega vildi til, að eldurinn dó, varð að senda menn út af örkinni til að stela honum frá öðrum ættbálkum. Og um það fjallar myndin. Hér eru það þremenningar, sem halda af staö út i heiminn, eins og bóndasonurinn i ævin- týrunum, og eins og tilheyrir lenda þeir I miklum ævintýrum uns yfir lýkur. Auk þess læra þeir sitt af hverju, eins og að hlæja (og sýnir Annaud á skemmtilegan hátt hvernig „gagginn” kann að hafa orðið til), elska með tilfinningu og gera það i trúboösstellingunni og siðast enn ekki sist... Menn | y 23 0 Pólitískt eftirlit Það á ekki af KvikmyndaféLag- inu Hugrenningi að ganga. Þegar þeir hugrenningar voru aö jafna sig á þvi að Kvikmyndasjóöur haföi sniðgengið Eldsmiðinn i út- hlutuninni á dögunum og slett 75 þúsund krónum i Rokk i Reykja- vik, kvað Kvikmyndaeftirlitið upp þann dóm að siöastnefnda myndin skuli bönnuð unglingum innan 14 ára aldurs. — Það er greinilegt að yfirvöld- in eru ekki okkar megin, sagði Friðrik Þór þegar Helgarpóstur- inn innti hann álits á ákvörðun kvikmyndaeftirlitsins. — Þetta bann verður augljóslega mikið fjárhagslegt áfall fyrir okkur þvi með þessariákvörðun er verið að útiloka 20 þúsund manns frá þvi að sjá myndina, bætti hann við. Friðrik sagði að kvikmyndaeft- irlitið hefði farið fram á að tvö at- riði yrðu klippt út úr myndinni. Annað var viðtal við Bubba Mort- hens þar sem hann segir eitthvað i þá veru að honum finnist allt i lagi að fá sér i hasspipu eftir kon- sert. Hitt atriðið er viðtal við Bjarna söngvara i Sjálfsfróun þar sem hann ræðir ýmis þau vanda- mál sem fylgja sniffinu. —- Þetta er strangasta bann sem sett hefur verið á islenska kvikmynd ef Morðsaga er frátal- in, sagði Friðrik. — Það er nokk- uð undarlegt i ljósi þess að hér er um heimildarmynd að ræða þar sem ekki er verið að sviðsetja neitt, eins og raunin var t.d. i Útlaganum sem bannaður var innan 12 vegna blóðsúthellinga sem þar sáust. — En það undarlegasta við þetta bann er þó, að ef ég hefði birt þessi viðtöl á prenti hefði enginn sagt neitt. Þarna er þvi verið að mismuna einum fjöl- miðli. Þetta er eins og leifar af pólitisku eftirliti, þvi ritskoðun á töluðu máli útilokar alla umfjöll- un um veruleikann á kvikmynd, sagöi Friörik að lokum. Hulda Valtýsdóttir blaðamaður er ein þeirra þriggja sem skipa Kvikmyndaeftirlitið. Hún sagði að það sem hefði ráðið úrslitum um hennar afstöðu, hefðu verið viðbrögð áhorfenda sem hlógu að viðtalinu við Bjarna. Fyndist hennivarhugavert að leyfa 12ára börnum aðhlýða á viðtalið og sjá svo þá fullorðnu hlæja að öllu saman. Fannst henni málið al- varlegra en svo að hægt væri að hafa það i flimtingum og sist i ná- vist ungra barna. Einn angi af þessu máli teygir sig inn i sjónvarpið. Bryndis Schram hafði áhuga á að kynna myndina i Stundinni okkar og eft- ir að hafa séð hana leist henni best á viðtalið við Bjarna. Vildi hún annaðhvort birta viðtalið eða fá hann i sjónvarpssal. — Þetta virðist hafa spurst út þvi ég vissi ekki fyrr en allar simalinur voru orðnar rauðgló- andi, blöðin spurðust fyrir og barnaverndarnefnd vildi vita hvað ég hygðist fyrir. Ég hef lika orðið vör við andstöðu við þetta hér innan stofnunarinnar. Ég er ekki búin að taka endanlega ákvörðun, ég ætla að sjá myndina aftur og ræða svo við mina yf- irmenn. En ef ég verð stoppuð er það i fyrsta sinn sem það gerist, sagði Bryndis. Hún bætti þvi við að hún heföi ekki séð neitt athugavert við myndina og sagðist ekki skilja af hverju hún væri bönnuð. — Börn og unglingar eru orðin svo sjóuð i þessum efnum, enda hafa þau svonalagað fyrir augunum alls staðar, i sjónvarpi, blöðum, og viðar,sagði Bryndis aðlokum.-ÞH Sóley man sinn fífil fegri Tina Hagedorn Olsen i Sóley Sóley. tslensk kvikmynd, ár- gerð 1982. Framleiðandi: Kvik- myndaféiagið Sóley. Handrit: Róska, Manrico Pavolettoni, Einar ólafsson. Kvikmyndun: Charles Rose og Mario Gianni. Leikendur: RUnar Guðbrands- son, Tine Hagedorn Olsen, Jón Frá Pálmholti o.fl. Leikstjórar: Róska og Manrico. Ójá og jamm og humm og hóst. Þabbla þa. Mörg er raunin búmannsins og sú erfiðasta lik- lega aö leita að hrossumuppium holt og heiðar, þar sem álfarnir búa. Sóley sækir efnivið sinn i þjóð- sögurnar og þjóðtrúna. Hún segir frá þvi er ungur bónda- sonur fer að leita hrossa sinna og kemst i kynni við álfamey eina fagra. Allt i lagi meö það, en hvaö kemur það djáknanum á Myrká við? 1 Sóley sjáum við sveitir landsins, hraun, goshveri, sauð- kindina, islensku glimuna, is- lenska hestinn, kvöldvöku upp á gamla mátann, svallveislu blómabarna gærdagsins i álfa- gervi með nútimagitar og margt fleira. Eins og einhver stakk upp á: Hvar er Ferða- málaráð? Sem kvikmynd er Sóley ekki upp á marga fiska, og er nánast allt að. Tæknivinna er með af- brigöum léleg meirihluta myndarinnar og hljóðið það versta, sem heyrst hefur eða heyrst hefur ekki. Kvikmynda- takan ófrumleg og slöpp og hið eina sem bjargar henni er landslagið. Handritið er sömu- leiðis lélegt og samtölin stund- um alveg fáránleg i tilraunum sinum til að vera ljóðræn. Hug- myndin á bak við handritið er kannskigóð.en það er bara ekki nóg. Það verður að kunna að vinna úr henni. Svo er það leikurinn. Hann er sá alversti, sem hefursést. Hjálpast þar allt að.látbragð og þó einkum fram- sögn, sem er fyrir neðan allar hellur. Nú má segja sem svo: Allir vita, aö aðstandendur myndar- innar áttu litið sem ekkert fé til að gera myndina, en þaö er hins vegar ekki næg afsökun fyrir lé- legheitunum. Það vantar alla skipulega hugsun á bak við fyrirtækiö. Ójá og jamm og humm og hóst. P.S. Tónlist Gunnars Reynis og Péturs Pálssonar var hins vegar góð. GB

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.