Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 5
5
-fe/u
rr/nn Föstudagur 14. janúar 1983
Viðtal: Ómar Valdimarsson
Myndir: Jim Smart
hyglisvert hversu mikið Hjörleifur Gutt-
ormsson og Alþýðubandalagið hafa gert úr
því, að ég hafi ekki haft samráð við þing-
flokkinn, áður en ég sagði mig úr nefndinni.
Ein af skyldum mínum sem þingmanns er að
taka afstöðu eftir minni eigin sannfæringu.
Það gerði ég. Ég var sannfærður um, að
iðnaðarráðherra ætlar ekki að semja. Hann
taldi það henta best áróðri og hagsmunum
sínum og síns flokks, að beita einhliða
aðgerðum. Við það vildi ég ekki sætta mig
fyrr en samningaleiðin væri reynd til þrautar.
- Fannst þér þú fá nógan stuðning í þing-
flokknum eftir á?
„Ég fékk algjöran stuðning og einhuga.
Þar vantaði ekkert upp á.“
- Það hafa stundum sagt mér þingmenn,
að mesta breytingin við að fara á þing hafi
verið að þurfa að taka launalækkun. Nú eru
verkfræðingar yfirleitt ekki á neinum sultar-
launum. Skipti það máli þegar þú tókst þína
ákvörðun?
„Nei, það skipti ekki máli. í þessu sam-
bandi. Ég held að það sé alveg Ijóst, að það er
enginn í stjórnmálum launanna vegna. Sem
þingmaður hef ég minni laun én sem verk-
fræðingur og þarf að auki að vinna miklu
meira. Stjórnmálastarf fer að talsverðu leyti
fram á kvöldin og um helgar með fundahald-
inu þá. En auðvitað hefur það allt sína ljósu
punkta.“
- Kærir þú þig um að gefa þingmönnum
almennt einkunn?
„Mín reynsla er sú, að þingmenn eru yfir-
leitt mjög hæfir menn. Enda held ég að eng-
inn komist áfram í stjórnmálum án þess að
hafa mikið til brunns að bera.“
Enginn Messíasarkomplex
- Víkjum aftur að sannfæringunni og
skyldunni. Getur ekki verið, að það sé
beinlínis skylda þín að vera áfram á þingi?
„Nei, það get ég ekki tekið undir. Það
kemui maður í manns stað. Annars er það nú
svo undarlegt, að það er fyrst núna að mér
finnst ég vera orðinn fær um að fást við
stjórnmál. Tíminn fram að þessu hefur farið í
að kynnast innviðum kerfisins og gangi mála.
En það er engin skylda mín að vera áfram. Ég
er ekki þjakaður af neinum Messíasarkom-
plexum um að bjarga mannkyninu.“
- En ertu hættur í eitt skipti fyrir öll?
„Maður skal aldrei segja aldrei. Ég er ekki
búinn að taka ákvörðun fyrir alla ævina. Ég
er búinn að ákveða að hugsa málið núna. Ég
treysti mér ekki til að svara því núna hvernig
ég muni framvegis haga mínu lífi.“
- Það er verkfræðin, sem hefur yfirhönd-
ina núna?
„Ja, á sínum tíma fór ég út í langt ogstrangt
nám í verkfræði. Sú grein hefur alla tíð
höfðað til mín. Og nú, þegar staðan er sú sem
ég hef lýst, þá vaknar spurningin: Er ég að
gera rétt? Með því að fara út úr stjórnmálum
gefst mér tækifæri til að íhuga það betur.
Maðurinn er alltaf að leita, ýmist að sjálfum
sér eða betra lífi. Ég er engin undantekning
frá því.
Ekkert sérframboð
- Þú ert ákveðinn í að verða ekki í fram-
boði nú fyrir Framsóknarflokkinn. Hvað
með sérframboð, sem þú hefur verið orðaður
við - einhverskonar samsláttur með þeim
Vilmundi Gylfasyni og Dr. Gunnari Thor-
oddsen?
„Það hafa margir menn komið til mín hing-
að á skrifstofuna og aðrir hringt í mig með
hugmyndir af þessu tagi. Ég hef aldrei ljáð
máls á því. Mér hefur aldrei dottið í hug að
fara í framboð með Vilmundi og Gunnari
Thoroddsen. Allar fréttir um það eru úr
lausu lofti gripnar. Ég hef líka lesið nýverið
að ég eigi að verða næsti flugmálastjóri. Fyrir
nokkrum árum mátti ég bera af mér sögur um
að ég yrði vegamálastjóri eða sæti um ýmis
önnur embætti. Almenningur skemmtir sér
greinilega við ýmsar hugmyndir, sem okkur,
er stöndum í sviðsljósinu, kemur aldrei í hug.
Það virðist sem menn álíti, að stjórnmálastarf
snúist allt um að krækja sér í feitan bita. Og
ég mótmæli því harðlega."
- Eru það alveg hreinar línur, Guðmund-
ur, að þú ætlar ekki fram í vor?
„Alveg hreinar línur. Ég hef áhuga á að
rifja svolítið upp verkfræðina, því auðvitað
hef ég ekki fylgst nógu vel með í nýjungum á
því sviði á sama tíma og ég hef verið að reyna
að sýna samviskusemi í stjórnmálastarfi. En
auðvitað verður maður að áskilja sér rétt til
að endurskoða hlutina ef viðhorf manns
breytast. Um það get ég ekkert sagt. Ekki
frekar en Storm P., sem sagði að það væri svo
erfitt að spá, og verst um framtíðina."
Ötrúlegt úrval á Partner-verksmlðjuútsölunni
AUGLÝSING —
Það virðast allir, ungir sem aldnir,
una sér vel á Partner-verksmiðjuút-
sölunni sem haldin er um þessar
mundir í Blossahúsinu, Ármúla 15.
Þar má fá alls kyns fatnaö, gallað-
an sem ógallaöan, á hinu prýðileg-
asta verði sem afgreiðslumenn segja
hið lægsta í bænum. Buxur í miklu
úrvali frá 2ja ára upp í 100 cm mittis-
mál. Skyrtur, boiir, peysur, úlpur —
úrvalið er ótrúlega fjölbreytt.
Þeim dettur margt sniðugt í hug,
strákunum hjá Partner, og nú hafa
þeir komið fyrir myndarlegu barna-
homi þar sem yngsta kynslóöin
getur lesið og leikið sér á meðan
foreldrarnir máta fatnaðinn.
Partner-verksmiðjuútsalan er
opin kl. 10—22 í dag og á morgun,
föstudag, laugardagkl. 10—19. Gaman f baraahominu.
Líf og fjör
á Partner-
verksmiðju-
útsölunni
þú geturieki* bt/
fíkuregri og ski/aj>
num i Reykjauik e'bcx.
}t5Vo sei *9 *** ^
r a f/ug yel/ioum
vorum sta'bnum seme
/t og þdeyiiegt
ekk/ so.xt /
VW - 1303, VW - sendiferðabílar
VW - Microbus - 9 sæta
Opel Ascona, Mazda
Toyota, Amigo, Lada Topas, Blazer
Land Rover 7 og 9 manna
Range Rover, Scout
Bílaleiga
Akureyrar
Akureyri: Tryggvabraut 14
simar 21715 og 23515, box 510
Reykjavik: Siðumúla 33 slmi 86915