Helgarpósturinn - 14.01.1983, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 14. janúar 1983 irinn
Dæmisaga úr
íslensku viðskiptalífi
„ÞENNAN
MANNVERÐUR
AÐ STOÐVA
Fallnir víxlar, vangoldin laun, ógreiddir reikningar í verslunum, stefnur fyrir
Bœjarþingi, útgáfa innistœðulausra ávísana. Pappírsfyrirtœki sem hefja lítillega starf-
semi en gufa síðan upp og skilja eftir sig skuldahala: Sjávarvörur hf, Framtíðarhús
hf., Íslensk-kanadíska verslunarfélagið hf. og fasteignasalan Húsamiðlun.
Maðurinn á bak við allt þetta er Pétur Einarsson, daglegur gestur meðal fyrirmanna
íkaffi við „borðið“ á Hótel Borg. En meðal almennings erfjöldi manna sem hefur
farið illa út úr viðskiptum við hann. Pœr upphœðir sem þar um ræðir má telja í
milljónum króna.
En slóðin endar, í bili að minnstakosti, á Keflavíkurflugvelli. Fyrirfáum vikum hélt
hann til London og var ekki kominn þaðan aftur þegar síðast fréttist.
Hér heima er hinsvegar í undirbúningi kœra til Rannsóknarlögreglu ríkisins á
hendur honum. Kœran hljóðar upp á fjárdrátt.
Einn þeirra lögmanna sem hefur haft með höndum mál gegn Pétrí Einarssyni segir
við Helgarpóstinn: „Það er mjög bagalegt að slíkir menn lciki lausum hala í þjóðfé-
laginu og þá verður að stöðva. Hinsvegar er þetta ekkert einsdœmi. Hér er nokkur
hópur manna sem á svipaðan feril og hann“.
„Það er engin smáræðis vinna að kanna
feril Péturs þessi 20 ár sem hann hefur verið á
ferðinni í viðskiptunum", var haft eftir hæsta
réttarlögmanni nokkrum eftir að það tók að
spyrjast út að Helgarpósturinn væri að kanna
fortíð hans. Og það reyndist rétt. Eftirtekjan
af lestri yfirlits yfir áskorunarstefnur og dóma
í víxla- og skuldamálum sem voru teknir fyrir
í. Bæjarþingi Reykjavíkur síðastliðið ár var
fimmtán málshöfðanir. Á aðeins einu ári.
15 stefnur á einu ári
Kröfurnar í þessum 15 stefnum hljóða upp
á 300 þúsund krónur samtals, en þær eru
ýmist á Pétur sjálfan, Sjávarvörur, íslensk-
kanadíska verslunarfélagið eða Framtíðar-
hús. Flest málanna eru vegna víxla sem hafa
failið á ýmsa sem Pétur hefur haft viðskipti
við, en nokkur eru vegna úttekta úr verslun-
um, sem hann hefur ekki greitt. í flestumi
tilfellum eru það úttektir úr byggingavöru-
verslunúm. En þar með eru ekki öll kurl
komin til grafar. Á veðbókarvottorði íbúðar
hans, sem er í húsinu Brúarland við Starhaga
(líka nefndur Þormóðsstaðarvegur), eru
hvorki meira né minna en 20 veð. Þau elstu
eru tvær skuldir við Utvegsbankann frá árinu
1971, hvor upp á 5000 krónur - hálf milljón
gamlar krónur, sem verður að teljast hafa
verið talsverð upphæð fyrir tólf árum.
Á veðbókarvottorðinu má ljóslega sjá að
ýmsir hafa reynt til þrautar að rukka inn
skuldir sínar. Þar eru skráð hvorki meira né
minna en sjö fjárnám, samtals upp á nærri
700 þúsund krónur, eitt löghald sem nemur
310 þúsund krónum og lögtök Gjald-
heimtunnar í Reykjavík vegna 150 þúsund)
króna.
„Það er ekki óalgengt, að menn séu með
allt upp í 20 veð á eignum sínum. Þegar felldir
eru fjárnámsdómar eru þeir færðir sjálfkrafa
inn á veðbókarvottorðán tillits til verðmætis
eignanna, og komi til uppboða er kröfuhöf-
um úthlutað eftir rétthæð hvers og eins“,
segir Ólafur Sigurgeirsson fulltrúi hjá borg-
arfógeta við Helgarpóstinn.
Varðandi Pétur Einarsson segir Ólafur, að
hann hafi haft gangandi uppboðsmál í mörg
ár og enda þótt gamlar skuldir séu enn
skráðar á veðbókarvottorð hans megi búast
við því að einhverjar þeirra hafi verið
greiddar eða málin felld niður.
„Það er skuldarans að aflýsa greiddum lán-
um. Hafi hann ekki gert það má vera að
tilgangurinn sé að fæla menn frá því að fara
þessa Ieið til að innheimtaaðrar skuldir þar
sem það sé vonlaust verk“, segir Ólafur Sig-
urgeirsson fógetafulltrúi við Helgarpóstinn.
Útvegsbankinn kemur til skjalanna
Skuldir Péturs við Útvegsbankann frá ár-
inu 1971 eru frá svipuðum tíma og hann átti
sjálfur í höggi við miður heiðarlegan
kaupmann í London.
Samkvæmt heimildum sem Helgarpóstur-
inn telur áreiðanlegar flutti Pétur út fiskimjöl
í nafni Sjávarvara. Eftir að pappírar vegna
sendingarinnar komu til Hambro’s Bank í
London skaut þar upp manni sem af óskiljan-
legum ástæðum fékk pappírana lánaða.
Hann sást svo ekki meir, en Pétur lenti í
vondu máli hér heima.
Kanadíska einingahúsið sem Framtíðar
hús reistu í Mosfelissveit...
Næsta hús var reist eftir íslenskum
teikningum. Saga þessara húsa er sorg-
arsaga fyrir kaupendurna.
Pétur Einarsson fasteignasali, heildsali
með meiru. Þeir sem hafa átt viðskipti við
hann gegnum tíðina segja: „Þennan
mann verður að stöðva". DV-mynd.
20 ára brasksögu Péturs
Einarssonar, Sjávarvara,
Framtíðarhúsa, íslensk-
kanadíska verslunarfélags-
ins og fasteignasölunnar
Húsamiðlunar lýkur með
sakamáli.
Þar sem Útvegsbankinn er aðal viðskipta-
banki Hambro’s var ákveðið að bjarga mál
inu og var Pétri veitt fjárhagsleg fyrir-
greiðsla. Síðan hittust fulltrúar bankanna og
endirinn varð sá að Bretarnir tóku skaðann á
sig.
Upp frá þessu er sagt að Útvegsbankinn
hafi haldið Pétri meira og minna uppi, enda
var lítið lát á fjárkröfum á hendur honum. í
aprfl síðastliðnum var svo komið, að yfir-
dráttur á hlaupareikningi hans var orðinn um
700 þúsund krónur, og enn hélt hann áfram
að aukast. í haust var yfirdrátturinn svo kom-
inn hátt á aðra milljón.
Þá var biðlund bankans þrotin og reikn-
ingnum var lokað, en samkvæmt áreiðan-
legum heimildum er langt frá því að Pétur
hafi gert upp skuldir sínar við bankann. Og til
að bæta gráu ofan á svart hélt Pétur áfram að
gefa út ávísanir á reikning sinn.
Innistæðuiausar ávísanir
Þann 18. október gaf hann út 55 þúsund
króna handhafaávísun, sem reyndist vera
innistæðulaus þegar átti að leysa hana út í
Útvegsbankanum. Það mál hefur nú verið
lagt fyrirBæjarþing Reykjavíkur.
Um svipað leyti var maður nokkur sem ári
fyrr hafði selt húseign sína í gegnum Húsa-
miðlun, fasteignasölu Péturs, með þrjár
verðlausar ávísanir í höndunum. Ákveðið
hafði verið, að fasteignasalan tæki við um 100
þúsund krónum frá kaupandanum meðan
seljandinn væri erlendis. Þegar hann kom
heim og fór að spyrjast fyrir um peningana
gaf Pétur þau svör, að það stæði illa á hjá
kaupandanum og hann hefði ekki greitt sér.
En fljótlega kom í ljós, að kaupandinn
hafði borgað sitt, og eftir talsvert málavafstur
greiddi Pétur upphæðina í þessum þremur
ávísunum - sem síðan reyndust innistæðu-
lausar. Verðlausir pappírssneplar. Kaupand-
inn fór þegar á fund Péturs og tókst eftir
mikla fyrirhöfn að ná út andvirði einnar ávís-
unarinnar. Eftir standa 65 þúsund krónur, og
að mati Arnmundar Backman lögmanns selj-
anda eignarinnar er þarna um grófan fjár-
drátt að ræða sem nú hefur verið kærður til
RLR. En það er af Pétri að segja, að hann
skrapp í vikuferð til London!
Kanadísku húsin
Eitt af því sem Pétur Einarsson hefur tekið
sér fyrir hendur er að flytja inn einingahús frá
Kanada. Líklegt er, að í fyrstu hafi íslensk -
k anadíska verslunarfélagið staðið í þeim við-
skiptum. Það var stofnað árið 1975, stofn-
endur Pétur, Kristín B. Sveinsdóttir og þrjár
dætur þeirra. í stjórn fyrirtækisins eru þau
hjónin og ein af dætrunum, Unnur P. Grant,
sem mun vera búsett í Kanada.
Að því er Helgarpósturinn kemst næst var
fljótlega pantað til Iandsins hið fyrsta af kan-
adísku einingahúsunum. Síðan gerðist lengi
vel lítið sem ekkert, nema Pétur keypti land-
skika af Þórði Guðmundssyni á Reykjum í
Mosfellssveit.
„Ég fékk þessa lóð greidda að fullu að
lokum haustið 1981“, segir Þórður við Helg-
arpóstinn um þessi viðskipti sín við Pétur.
Lokagreiðsluna fékk hann daginn sem kana-
díska húsið var vígt. Þá var drátturinn á
greiðslunni fyrir landið orðinn slíkur, að
Þórður neitaði að selja Pétri lóðir undir fleiri
hús.
En þennan septemberdag árið 1981 voru
staddir í húsinu þrír smiðir, sem höfðu lagt
nótt við dag að ljúka húsinu í tæka tíð. Pétur
hafði áður greitt þeim laun vikulega í þrjár
myndir: Jim Smart
Ml' #W' r || ^ T’ Pm u * 11. 1 : • f
Aðalaðsetur Péturs Einarssonar og fyrir tækja hans að Templarasundi 3.
mj siÉt ■ B?
Pétur á hálft þetta hús, Brúarenda við
Starhaga enda þótt það sé veðsett í bak
og fyrir.
eftir Þorgrím Gestsson
vikur, en nú virtist hann ekki geta meir og
smiðirnir eru komnir í mál. Kröfur þeirra eru
samtals um 80 þúsund krónur.
„Þá vorum við farnir að sjá hvernig hann er
og að allt sem við höfum heyrt um hann væri
satt, svo við fórum beint í lögfræðing", segir
Jón Sandholt, einn þessara smiða við Helg-
arpóstinn.
Þegar þarna var komið sögu hafði Pétur
stofnað fyrirtækið Framtíðarhús ásamt eigin-
konu sinni og Hermanni Kjartanssyni, sem
jafnframt sitja í stjórn fyrirtækisins, og
tveimur öðrum. Framtíðarhús voru stofnuð í
september 1981 og það var við það fyrirtæki
sem þeir áttu síðan skipti, sem ákváðu að
kaupa kanadísk einingahús eftir að hafa
skoðað fyrsta húsið, húsið að Reykjabyggð 7
í Mosfellssveit.
Næsta hús reis ekki í landi Reykja eins og
Pétur hafði áformað - eins og fyrr segir vildi
Þórður á Reykjum ekki selja honum fleiri
lóðir. Þess í stað reis það við Hagaland í
Mosfellssveit. Að vísu var það ekki kana-
dískt. Fyrsta húsið reyndist ekki eins gott og
búist var við svo teikningarnar voru endur-
skoðaðar og endirinn varð sá að húsið var
reist eins og hvert annað íslenskt timburhús.
„Ekki steinn yfir steini“
Eigandi hússins vill ekki láta nafns síns
getið, „en til að stuðla að því að vara fólk við
að eiga viðskipti við Pétur Einarsson get ég
sagt, að í samskiptum okkar við þennan
mann stóð ekki steinn yfir steini", segir þessi
húseigandi.
Samningurinn um húsið var undirritaður
17. október 1981 og það átti að vera tilbúið 1.
maí árið eftir. Ekki var þó hægt að flytja inn
fyrr en 12. október 1982, og það með því
móti, að kaupendurnir tóku á sig að greiða
bæði vinnu og efni sem Framtíðarhús höfðu
skuldbundið sig til að greiða.
Þriðja húsið átti að rísa við næstu götu og
átti að'vera tilbúið um mánaðamótin ágúst/
september í haust. Það var þó ekki byrjað að
grafa fyrir húsinu fyrr en í október, og það
var kaupandinn, Róbert Örn Alfreðsson,
sem sá um það - og borgaði brúsann.
„Þetta byrjaði þannig, að ég seldi íbúðina
mína - að sjálfsögðu gegnum fasteignasölu
Péturs Einarssonar. Fyrsta greiðslan átti að
renna beint í lóðina. Síðan kom í ljós, að sá
sem seldi hana hafði aldrei borgað hana, en
hinsvegar veðsett hana og lóðin fór á upp-
boð. Ég lenti í miklum vandræðum útaf jsví,
en þau mál eru öll leyst núna“, segir Róbert
við Helgarpóstinn.
Erfiðleikunum var þó ekki lokið þar með.
Kaupandi íbúðar Róberts samþykkti fyrir
beiðni Péturs víxla fyrir 350 þúsund krónum
af kaupverði íbúðarinnar. Síðan tóku þessir
víxlar að falla og kaupandinn þarf nú að
standa bæði skil á þeim og sömu greiðslum til
Róberts.
„En nú hef ég rift verksamningnum við
Framtíðarhús og lögfræðingurinn minn hefur
í undirbúningi skaðabótamál á hendur Pétri.
Húsið ætlaði ég hinsvegar að byggja sjálfur“,
segir Róbert, en hann og fjölskylda hans búa
nú í leiguhúsnæði.
Fallinn víxill fyrir lóðagjöldum
Enn eitt málið sem hefur spunnist út frá
þessu ævintýri með kanadísku húsin er fjár-
nám Mosfellshrepps hjá Pétri vegna vangold-
inna lóðagjalda. Fjárnámið er upp á rúmar 38
þúsund krónur og Helgarpósturinn hefur á-
reiðanlegar heimildir fyrir því að Pétur hafi
fengið þessa upphæð í reiðufé hjá kaupend-
um lóðanna og síðan ætlað að greiða hana
hreppnum. Það gerði hann hinsvegar aldrei
heldur samþykkti víxla fyrir upphæðinni - og
þeir vfxlar féllu. Samkvæmt upplýsingum
Páls Guðjónssonar sveitarstjóra í Mosfells-
sveit er þessi upphæð enn í innheimtu hjá
lögfræðingi hreppsins.
Fjórða hús Framtíðarhúsa átti að rísa á
Stokkseyri. Ottó Jónsson múrarameistari í
Borgarnesi, sem átti að vera meistari að
steypuvinnu þriðja hússins í Mosfellssveit.
seldi Framtíðarhúsum steypumót til að nota
við það hús.
„Pétur borgaði í upphafi fjórðung af
kaupverðinu en afganginn með víxlum, sam-
tals 180 þúsund. Og nú eru víxlarnir farnir að
falla“, segir Ottó við Helgarpóstinn um þessi
viðskipti sín við Pétur, en honum er stefnt
ásamt Pétri til að greiða þann fyrsta þeirra.
Víxillupp á 600 þúsund krónur er þegar
kominn fyrir Bæjarþing Reykjavíkur, en
Ottó heldur að Pétur hafi jafnvel gert á ein-
hvern hátt upp að minnstakosti annan hinna
sem eftir standa.
En það er af húsinu á Stokkseyri að segja,
að búið er að steypa grunninn og slá upp
grindinni. Það átti að vera tilbúið í haust, en
kaupandinn missti húsnæði sitt v
á Stokkseyri og er kominn 23)
í vinnu í Þorlákshöfn. W