Helgarpósturinn - 14.01.1983, Side 7
Listuppgjör 1 982
— Gagnrýnendur Helgarpóstsins meta stöðu listgreina á nýliðnu ári og velja helstu viðburði ársins
Meira magn
— spurning um gæðin
Gríöarlegt framboð einkenndi kvik-
myndaárið 1982 öðru fremur. Snemma á
árinu opnaði Bíóhöllin sína fimm sali og
nokkru seinna bætti Stjörnubíó öðrum sal
við þann sem fyrir var. Að jafnaði eru nú
sýndar 17 kvikmyndir á degi hverjum í
Reykjavík, og um helgar, þegar Fjalakött-
urinn, bíóin í Hafnarfirði, MÍR og fleiri
slíkir aðilar eru einnig með sýningar fer
fjöldinn uppí 22 til 25 kvikmyndir á dag. í
ekki nema hundrað þúsund manna borg er
slíkur fjöldi auðvitað yfirgengilegur.
Og ekki nóg með það. Þegar við fjölgun
kvikmyndasalanna bætist að heildarfjöldi
kvikmyndum af litlum metnaði - ódýrar
myndir sem þurfa litla útbreiðslu til að skila
þeim hagnaði sem framleiðendur sækjast
eftir. Slikar myndir eru nú farnar að berast
hingað í mun meira mæli en áður, í því
hallæri sem verður af minnkandi aðsókn.
Um vídeóleigurnar og vídeókerfin, sem
nú eru orðin verulegur póstur í kvikmynda-
neyslu landsmanna, og hafa eflaust sín á-
hrif á aðsókn kvikmyndahúsanna,gildir í
aðalatriðum það sama: Obbinn eru afþrey-
ingarmyndir heldur af lakara taginu, en inn
á milli ágætar kvikmyndir.
En það er svo sem ekki eingöngu við
kvikmyndahúsgesta dregst nú nokkuð
saman,þá fækkar sjálfkrafa áhorfendum á
hverja mynd verulega. Sem hefur aftur þær
afleiðingar að kvikmyndahúsin verða stöð-
ugt að koma með nýjar og nýjar myndir því
ekki dugar að sýna fyrir tómu húsi. Á síð-
ustu tveimur árum eða svo hefur titlunum
fjölgað um 30 prósent, eða þar um bil.
Allt þetta gerir það að verkum að í kvik-
myndahúsunum er nú boðið uppá myndir
inn á milli sem telja verður afar slakar. Hjá
öllum kvikmyndaþjóðum, ekki síst í
Bandaríkjunum, þaðan sem langmest kem-
ur hingað, eru framleidd kynstrin öll af
0»
íslenska kvikmyndahúseigendur eða víde-
ókónga að sakast. Vestræn kvikmyndagerð
virðist því miður öðru fremur einkennast
af hugmyndaskorti og deyfð um þessar
mundir- sem sjálfsagt má svo rekja til fjár-
hagserfiðleika - og þeirri kreppu sem sögð
er vera í kvikmyndaiðnaðinum á vestur-
löndum.
Það segir þá kannski sína sögu að kvik-
mynd ársins að mati okkar hér á Helgar-
póstinum skuli vera Jámmaðurinn - mynd
gerð í Austur-Evrópulandi þar sem allt er í
upplausn og kreppu, af Pólverjanum And-
rezei Wajda. Sú mynd spratt beint uppúr
upplausninni og kreppunni, fjallaði um
samtímann og það á sannfærandi og listræn-
an hátt.
Tvær af vinsælustu myndum síðasta árs,
ævintýri Spielbergs, Raiders of the Lost
Ark og E.T. sem báðar voru mjög vel heppn-
aðar eru dæmi í hina áttina. Þær fjalla um
eitthvað allt annað en samtímann og ein-
kennast af bellibrögðum og hraða eins og
svo margar aðrar nýjar vestrænar kvik-
myndir.
Fleiri ágætar myndir voru sýndar á árinu:
Atlantic City, Chariots of Fire, Kagemus-
ha, Ordinary People, On Golden Pond,
The Stunt Man, Das Boot, Shining - svo
einhverjar séu nefndar.
Að auki var svo haldin vel þokkaleg kvik-
myndahátíð hér í fyrravetur, og aðrar minni
uppákomur í þá veru.
Fjórar íslenskar kvikmyndir voru frum-
sýndar á árinu og það er ekki lítið: Rokk í
Reykjavík, Sóley, Okkar á milli og Með allt
á hreinu. Ólíkar kvikmyndir og misjafnar,
þannig að kvikmyndaárið verður að teljast
nokkuð þokkalegt þegar á allt er litið - og
ekki síst að komist var hjá mjög verulegum
fjárhagslegum skakkaföllum við gerð
þeirra. Þótt Okkar á milli hafi um margt
verið metnaðarmikið verk í íslenskri kvik-
ntyndagerð tókst ekki sem skyldi að koma
efninu, firringu miðaldra manns og þjóðfé-
lags,til skila. Sú mynd sem meirihluti okkar
sem skrifar um kvikmyndir hér í Helgar-
póstinum telur best hafa valdið sínu verkefni,
er sú sem nýjust er, Stuðmannamyndin
Með allt á hreinu. Þar er tilgangurinn að
skemmta og létta lundina. Þeim tilgangi er
náð refjalaust með skemmtilegri blöndu af
agaðri fagmennsku og lausbeisluðum húm-
or. Hún telst því innlend mynd ársins að mati
HP, þótt Rokk í Reykjavík hafi sannarlega
gert sínu viðfangsefni verðug skil fyrr á
árinu.
ÓLÍKT HÖFUMST V/Ð AÐ
Gróskan í tónlistarlífinu á íslandi jókst
enn á þessu ári. Kom góður bati, hefðu
menn kannski sagt í gömlum annálum. Á
það bæði við um samningu nýrra verka,
fjöldahljómleika, flytjenda og nýrra flytj-
endahópa, svo að notað sé steingelt stofn-
anaorðafar. Og fæst af þessu magni var á
kostnað gæðanna.
Það er einhver munur á þessurn hljóm
eða horjarminum og eymdarvælinu annars-
staðar í þjóðlífinu. Þar segjast allir atvinnu-
vegir reknir með bullandi tapi, sjávarútveg-
ur, landbúnaður og iðnaður, allt nema
eftir Árna Björnsson
bankar og kannski verslun. Enda eru
verslunar- og bankamenn smámsaman að
verða fjölmennasta starfstétt landsmanna.
Það mætti því halda, að mesta þjóðráð væri
að leggja allan þennan áðurnefnda tap-
rekstur niður og snúa sér einvörðungu að
verslunar- eða bankastarfsemi. Svo myndu
allir versla hver hjá öðrum og lána hver
öðrum og enginn þurfa lengur að fórna sér
fyrir hugsjón taprekstrarins.
Armæðutónninn er líka látinn stafa af
því, að við höfum fengið eitthvað minni
sjávarafla en síðustu ár og viðskiptakjör
versnað nokkuð. (Meðan ég skrifa þetta, er
Páll Heiðar að tala við Jóhannes Nordal í
útvarpinu, og má vart milli heyra, hvor er
þungbúnari). Og svo reka menn upp þessa
líka píkuskræki í blöðum, þótt við fáum
dálítið veðrafjúk um hávetur. Einsog allt
þetta sé einhver nýlunda hjá okkur? Ein-
mitt þess vegna erum við það sem við erum,
þ.e. flestum þjóðum skárri, að við höfum
sífellt þurft að sigrast á tímabundnum erfiö-
leikum af þessu tagi og oftast rniklu alvar-
legri Og það er gaman að því.
Það er heldur engin þörf að kvarta, með-
an músíkin og aðrar listgreinar blómstra.
Því að auk foldarinnar sjálfrar og sögunnar
verður aldrei um eilífð til neitt Island utan
það ísland, sem geymist í listmenningararfi
þess. Ekki í vídeótækjum eða örbylgju-
ofnum.
Áðurnefnda grósku má vafalaust að
miklu leyti rekja til stóraukinnar tónlistar-
kennslu síðustu tvo áratugi,fyrst á höfuð-
borgarsvæðinu og nú seinustu árin um land
allt. Hvað sem öðrum athöfnum líður, eiga
þeir Gylfi Þ., Magnús Torfi og Vilhjálmur á
Brekku þakkir skildar fyrir að hafa stuðlað
að þessari þróun á ráðherratíð sinni. Þessi
þjóð tekur nefnilega merkilega fljótt og vel
við sér - ekki bara því lakara.
Stórt og smátt
Einn stærsti viðburður ársins hlýtur að
teljast opnun Islensku óperunnar, sem þeg-
ar hefur sýnt þrjú verk og nú síðast Töfra-
flautu Mozarts, sem mestur metnaður felst í.
Annað stórfyrirbæri var stofnun Islensku
hljómsveitarinnar, sem virðist eiga sér
starfsgrundvöll til hliðar við sjálfa Sinfóníu-
sveitina, þótt enn sé hún einsog á stuttbux-
um. Vonandi helgast þessar stofnanir ekki
einvörðungu af metþorskafla árin 1980 og
1981, og vissulega mættu einhver þarfminni
fyrirtæki fara á hausinn á undan þessum
tveim, ef ekki nægir, að fiskafli sé í meðal-
lagi.
Þá telst það til mikilla tíðinda, að ís-
lenskt óperustykki var frumsýnt á Listahá-
tíð, Silkitromman eftir Atla Heimi Sveins-
son. Af öðrurn atriðum á þeirri hátíð verða
eftirminnilegastir fiðlutónleikar Gidons
Kremers og söngur Borisar Kristof'f.
Af einstökum tónleikum hlýtur heildar-
flutningur Pólýfónkórsins o.fl. á Mattheus-
arpassíu J.S. Bachs að teljast mikilfengleg-
astur. Nú hefur verið hnykkt á þessu stór-
virki með því að gefa það út á plötum, og ku
frágangur þeirrar útgáfu vera í samræmi við
listræna kröfugerð stjórnandans, Ingólfs
Guðbrandssonar.
Annar heildarflutningur á Bach-verki fór
fram í árslok, en það var Jólaóratorían öll
og var skipt á tvö kvöld sakir lengdar, en
ætti helst að skiptast á 6 kvöld, ef flytendur
og áheyrendur kæmu því við í jólabakstrin-
um. Þar var að verki Kór Langholtskirkju
undir stjórn Jóns Stefánssonar. Sami kór
flutti fyrr í vetur Sálumessu Mozarts.
Öll þessi fimbulverk eru svo umkringd
fjölmörgum smærri og stærri viðburðum,
sem ýmist eru hefðbundnir eða nýjabrum.
íslenska óperan - stofnun hennar
og Islensku hljómsveitarinnar voru
tveir helstu tónlistarviðburðir
ársins.
Að öðru ólöstuðu skal þrennt nefnt til sög-
unnar, og kemur þá fyrst flutningur Zukof-
skynemenda á Vorblóti Stravinskís. En ís-
lendingar höfðu víst ekki treyst sér til þess
arna fyrr, og eru það undur.
Af minni hópurn er sérstök ástæða til að
nefna Musica Antiqua, sem einkum sækir
næringu sína til 16., 17. og fram til miðrar
18. aldar, eða þess sem kallað er renaiss-
ance og barokk. Reynt er eftir föngum að
nota eftirlíkingar hljóðfæra frá sömu
öldum, og verður af hin þægilegasta
skemmtun.
Og að lokunt skal bent á tónleikaform,
sem enn um sinn hlýtur langtum minni að-
sókn en maklegt er. Hér er átt við blásara-
hópinn, sem nú kallar sig víst Blásarakvint-
ett Reykjavíkur. Flutningur þeirra á kvint-
ettum Carls Nielsens, Pauls Hindemith og
Jóns Ásgeirssonar er með því skemmti-
legra, sem upp úr stendur frá síðasta ári.
Erlend mynd ársins: Járnmaðurinn
eftir Wajda.
Innlend mynd ársins: Með allt á
hreinu eftir Ágúst Guðmundsson.